Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987.
45
Sandkom
Dýrara en í
Kringlunni
Áður hefur verið fjallað um
í þessum dálki byggingu
„pylsusöluskúrs" á knatt-
spyrnuvellinum á Akureyri
sem tekinn var í notkun í
sumar. Mörgum hefur blö-
skrað kostnaðurinn við
byggingu skúrsins og senni-
lega eru margir orðnir yfir
sig hissa. En ekki eru öíl kurl
komin til grafar enn. Erlend-
ur Hermannsson, starfsmað-
ur húsameistara á Akureyri,
segir að kostnaður við bygg-
ingu skúrsins nemi nú 1.390
þúsund krónum og eigi eftir
að hækka því nýlokið sé við
að setja pappa á þakið. Og hér
kemur stóra spumingin:
Kostnaður við hvern fer-
metra skúrsins nemur nú
77.200 krónum! og er það tal-
svert hærra en fermetraverð
í Kringlunni í Reykj avík. Til
samanburðar má geta þess
að kostnaður við hvern fer-
metra í einbýlishúsi er á
bilinu 35-40 þúsund krónur.
ÆtU hér sé ekki um að rasða
dýrasta „pylsusöluskúr" ver-
aldar?
„Big Red"
til hjálpar
Steingrímur Hermannsson
hefur látið í ljós óánægju sína
með að „maðurinn með „nið-
urskurðarhnífinn" í fjár-
málaráðuneytinu ætli að
lækka framlög ríkisins til
íþróttahreyfingarinnar um
45%. Ljóst er að þar hefur
íþróttahreyfingin eignast
góðan málsvara. Steingrím-
ur, sem er mikiil íþróttagarp-
ur og fiölhæfur, gerir sér
grein fyrir mikilvægi þess að
vel sé stutt við bakiö á
íþróttahrey ftnpnni. Sjáifur
syndir Steingrímur sem selur
eins og löngu er heimsfrægt
Steingrímur kemur iþróttahreyfing-
unni til hjálpar.
og þegar hann var við nám í
Bandaríkjunum var hann
áberandi í íþróttalífi þar og
hafði viðurnefnið „Big Red“
semslíkur.
Ólafur helgi,
Ólafur hinn
Lítið er fjallaðum formanns-
slaginn í Alþýðubandalaginu
í blaðinu Norðurlandi sem
gefið er út af Alþýðubanda-
laginu í NorðurlandsKjör-
dæmi eystra. Eina klausan
um mál málanna í Alþýðu-
bandalaginu þessa dagana er
á baksíðu og fylgir með henni
lítíl vísa eftir Starra í Garði.
Þarsegir: „Sagnfróðir menn
þekkja hversu mjög Ólafi
konungi helga var annt um
sálarheill heiðinna Norð-
manna og íslendinga á
þjóðveldisöld og virðist Starri
hafa hrifist svo nyögaf um-
hyggju Ólafs Ragnars fyrir
velferð kristinna íslendinga á
atómöld að helst er hægt að
likja henni við einlægan trú-
boðsáhuga þess fyrrnefnda."
Og hér kemur svo vísan eftír
StarraíGarði:
Ólafur helgi, Ólafur hinn,
eitt sinn kristnaði Norð-
manninn.
Sigfús bœjarstjóri hótar aö hætta ef
Úlfhildur tekur nefiö ekki upp ur
smáatriöunum.
Ólafur Ragnar, Ólafur
minn,
er ailaballa trúboðinn.
Með nefið í
smáatriðun-
um
Nokkur „hvellur" varð á síð-
asta fundi bæjarstjómar
Akureyrar milli Úlfhildar
Rögnvaldsdóttur bæjarfull-
trúa og Sigfúsar Jónssonar
bæjarstjóra. Úlfhildur gagn-
rýndi harðlega að gengið
hafði verið framhjá Öldruna-
rráði bæjarins erákvarðanir
voru teknar varðandi bygg-
ingarframkvæmdir viö
dvalarheimilið Hlíð. Sigfús
Jónsson svaraði fullum hálsi
og sagðist líta á sig sem yfir-
framkvæmdastjóra bæjarins
og umrætt mál hefði ekki átt
erindi til Öldrunarráðsins.
Sigfús bætti síðan við að ef
póhtiskar nefndir á vegum
bæjarins ætluðu sér að vera
með nefið ofan í smáatriðum
skyldu menn fara að huga að
því að fá sér nýjan bæjar-
stjóra og standa sjálfir í
framkvæmdum.
Oftar fullir
en aðrir?
Vangaveltur em uppi um það
hvort ökumenn bifreiða á
Árskógsströnd í Eyjafirði aki
oftar undir áhrifum áfengis
en aðrir. Lögreglan á Dalvík
segist kannast við að tíðni
ökuleyfissviptinga sé óvenju
há á Arskógsströnd en hefur
ekki tölur í því sambandi. Um
115 manns á Akureyri hafa
misst ökuleyfi sín á árinu en
hjá lögreglunni á Dalvik hafa
20 manns mátt sjá á eftir skír-
teini sínu og liggur þá beinast
við að álykta að flestir þeirra
séu frá Arskógsströnd.
Með „veiði-
fálka"
í Bárðardaln-
um
Fálkar hafa um langan aldur
veriðtamdirogþeirnotaðir
við veiðar. Þessi siður hefur
þó ekki viðgengist hér á landi,
að minnsta kosti ekki í seinni
tíð. Þó fékk ónefndur veiði-
maður, sem gekk til tjúpna í
Bárðardal í Þingeyjarsýslu á
dögunum, aðstoð frá fálka við
veiðarnar. Rjúpan var mjög
stygg og erfitt að nálgast hana
en fálki, sem kom á vettvang,
varð tíl þess að rjúpan hélt
kyiru fyrir á meðan hann
sveimaði yfir. Veiðimaðurinn
„greip gæsina" þótt rjúpna-
veiðimaður væri og tókst
honum að skjóta margar
rjúpur á meðan fálkinn
„flaug vörð“ fyrir ofan víg-
völlinn.
Umsjón:
GylfiKristjánsson
Akureyri:
Kvikmyndahátíð í vetur
Gyifi Kiistjánsson, DV, Akureyri:
„Þessi mál eru ekki endanlega frá-
gengin en það er ætlunin að halda
hér kvikmyndaviku eða kvikmynda-
hátíð í vetur í tilefni af 80 ára afmæli
Eðvarðs Sigurgeirssonar á þessu
ári,“ sagði Gunnar Ragnars, forseti
bæjarstjómar og formaður menning-
armálanefndar bæjarins, í samtali
viðDV.
Menningarmálanefndin hefur
ákveðið að beita sér fyrir því að þessi
kvikmyndahátíð verði haldin en á
henni verða eingöngu sýndar myndir
sem Eðvarð hefur tekið á Akureyri
á löngum ferli sínum sem kvik-
myndatökumaður.
„Við urðum varir við þaö að mikiU
áhugi var á sýningum sjónvarpsins
í sumar á gömlum myndum frá Ak-
ureyri sem Eövarð hefur tekið úr
bæjarlífmu. Okkur fannst því tilvalið
að fá að sýna meira af þessu efni.
Við vitum að Eðvarð á mikið safn
heimildarmynda sem viö teijum
fróðlegt að sýndar verði opinberlega
en þetta mun verða skipulagt nánar
í samráði við Eðvarð sjálfan," sagði
Gunnar Ragnars.
Seffoss:
Eldri borgarar á fullri ferð
Regína Thoiarensen, DV, Selfossi:
Opið hús er byrjað hjá eldri borg-
urum á Selfossi af fullum krafti. Á
hverjum fimmtudegi koma eldri
borgarar saman í hinum rúmu húsa-
kynnum í Tryggvaskála.
Halldóra Armannsdóttir kennir
handavinnu í sérherbergi en áður fór
kennslan fram í stóra salnum í
Tryggvaskála og þar var einnig spil-
að, sýndar myndir, sungið ásamt
ýmsu öðru. Handavinnan fór þar
fram áður en alltaf varð kennarinn
að taka handavinnuna með sér og
geyma hana heima hjá sér því stóri
salurinn í Tryggvaskála var mikið
notaður undir annað fundarhald.
Eldri borgarar fá frítt í sundlaug-
arnar og heitu pottana. Tréskurður
byrjar um næstu mánaðamót. Einnig
bókband og leðurvinna ef næg þátt-
taka fæst. Öll kennslan fer fram í
Tryggvaskála. Já, það er mikið gert
fyrir eldri borgarana á Selfossi enda
Ijóma þeir af gleði.
Sveinn Sveinsson flytur fundar-
mönnum alltaf vísu hvern fimmtu-
dag og hlakka eldri borgararnir
feikilega mikið til að heyra vísuna.
Þess má geta að Sveinn varð 85 ára
27. júní síðastliðinn.
Sem dæmi um vísnagerð Sveins
birtum við hér tvær þeirra sem eldri
borgarar á Selfossi hafa fengið að
heyra nýlega:
Gleðja sálir ýmsra á
okkar Skálafundum.
Ástamálin eru þá
öll í báli stundum.
Hraustir menn og fógur fljóð
flykkjast hingað stundum.
Úrvalið úr okkar þjóð
er á vorum fundum.
Kafflð hefur hækkað í 80 krónur á
fundum eldri borgara, var 40 krónur
í fyrra, og finnst sumum þeirra að
verðbólgan geysi hér með hraða sem
er meiri en verðbólga ríkisstjórnar-
innar, sérstaklega í kaffimálum.
Öm og Örlygur:
Gefa út alfræðiorðabók
„Við höfum verið að skipuleggja
útgáfu þessarar alfræðorðabókar
síöastliðna sex mánuði. Þetta verður
gífurlega stórt verk í tveimur bind-
um og við áætlum að það komi út
árið 1989,“ sagði Örlygur Hálfdánar-
son, forstjóri bókaútgáfu Arnar og
Örlygs.
„Við ætlum að sníða okkar bók eft-
ir alfræðisafni Gyldendals. Það er
verið að endurbæta Gyldendalsal-
fræðisafniö og við komum til með að
styðjast við endurskoðaða handritið,
auk þess bætum við inn íslensku efni
eftir aðstæðum.
Það verða tugir manna sem vinna
að þessu verki, við erum að semja
við sérfræðinga úti um allan bæ til
að annast skrif á hinum ýmsu þátt-
um alfræðiorðabókarinnar.
Þetta verður óhemju dýr bók í út-
gáfu, ég veit ekki á þessari stundu
hversu dýr hún verður en það hleyp-
ur á nokkrum tugum milljóna
króna," sagði Örlygur að lokum.
-J.Mar
HnibiRfl
IViiLSLll
VOLVOSALURINN
SKEIFUNN115, S. 691600
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00.
LAUGARPAGA FRÁ KL. 10,00 TIL 16.00.
VOLVO-salurinn
Skeifunni 15, s. 691600.
★ Nýjar hugmyndir,
★ Góð kjör.
★ Úrval notaðra bila
★ Heitt á könnunni.
Volvo 760 GLE árg. 1983, Ijósgrænn
met., sjálfsk. m/od., vökvastýri,
ratm. i rúðum, læsingum og spegl-
um. Plussáklæði o.fl. Verð 790.000.
Góð kjör, ath. skipti á ódýrari.
Volvo 740 GLE árg. 1986, ek. 12.000
km, vinrauður met., beinsk., 5 gira,
vökvast., rafm. i rúðum að framan,
læsingum og speglum, topplúga,
plussáklæði og loftkæling, fallegur
bill. Verð kr. 930.000. Góð kjör.
Volvo 740 GLE árg. 1985, ek. 27.000
km, silfurmetall., sjálfsk. m/od.,
vökvastýri, álfelgur, pluss o.fl. Verð
860.000. Góð kjör, ath. skipti á ódýr-
ari.
Volvo 740 GLE árg. 1984, ek. 35.000
km, vínrauður, beinsk. m/od.,
vökvast., topplúga. Verð 740.000.
Góö kjör.
Volvo 360 GL árg. 1986, ek. 31.000
km, grænn met., beinsk., 5 gíra,
plussáklæði. Verð 555.000. Góð
kjör, ath. skipti á ódýrari.
Volvo 340 DL árg. 1985, ek. 27.000
km, blár met., beinsk., plussá-
klæði. Verð 430.000. Ath. skipti á
ódýrari.
Volvo 345 DL árg. 1985, ek. 41.000
km, beis, beinsk. Verð 420.000. Góð
kjör, ath. skipti.
Volvo 345 DL árg. 1983, ek. 79.000
km, beinsk., blár met., mikið af
aukahlutum. Verð 330.000.
Toyota Landcruiser G árg. 1982, ek.
70.000 km, beinskiptur, 6 cyl., disil,
toppeintak. Verð 850.000.
Volvo 244 DL árg. 1981, ek. 83.000
km, brúnn, belnsk., vökvast. Verð
320.000. Góð kjör.
Volvo 240 GL árg. 1986, ekinn
20.000 km, beinskiptur, blágrænn
met., vökvast., sjálfsk. m/od. Verð
700.000.
Volvo 240 GL árg. 1986, ek. 25.000
km, siltur met., beinsk., 5 gira, fall-
egur bíll. Verð 700.000.
NÝIR BÍLAR
í SÝNINGARSAL
5T'