Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987.
Spumingin
Notar þú vekjaraklukku?
Ólöf Dagfinnsdóttir: Já, auðvitað.
Hún er ómissandi.
Símon Vaagfjörð: Það geri ég nú
stundum og þó meira í seinni tíð.
Jensína Pálsdóttir: Nei, og hef aldrei
gert.
Guðbjörg Lóni: Já, alltaf, og frá
fyrstu tíð.
Sigurður Pálsson: Já, ég nota bæði
vekjaraklukku og síma.
Lesendur
Breytt lög um Húsnæðisstofnun;
Framvarp til fyrirmyndar
G.R. skrifar:
Það ætlar stundum ekki að ganga
andskotalaust að koma fram breyt-
ingum á annars stöðnuðu rílds-
bákni og oft mjög óréttlátu. Þegar
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra lagði frumvarpið
fram, fyrir hönd ríkisstjórnarinn-
ar, tók hún þannig til orða að þar
væri verið að „stíga á bremsum-
ar“.
Með því átti hún við að verið
væri að forða húsnæöiskerfinu frá
stöðvun á næsta ári eins og fyrir-
sjáanlegt væri. Allir þingmenn vita
að svo hefði farið ef ekki hefði ve-
rið tekið á málinu.
Nú liggja fyrir nálægt fjögur þús-
und umsóknir um lán úr þessum
sjóði sem allir sem eru að kaupa
eða byggja sækja í. Er eitthvert
réttlæti eða vit í því að leyfa óheft
streymi fjár úr þessum sjóði, án
þess að tillit sé tekið til þess t.d.
hvort viðkomandi er að eignast
íbúð í fyrsta sinn eða ekki?
Er vit í því að fólk, sem á þegar
„Veikur málflutningur andstæð-
inga ráðherrans," segir hér að
ofan. - Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra.
íbúðir, geti gengið í fjárhirslur
Húsnæðisstofnunar og fengið lán
fyrir, kannski sinni fjórðu, fimmtu
eða sjöttu íbúð?
En það sem slær mig mest í um-
ræðunum um þetta stjórnarfrum-
varp og lagabreytingar er það
hversu málflutningur andstæðinga
Jóhönnu er veikur. Það sýnir sig
best í því að menn segjast vera með
„fyrirvara“ um ýmis atriði án þess
að geta komið með nokkur dæmi
þar að lútandi önnur en þau að
segja að „sums staðar sé texta í
ýmsu ábótavant". Ef ekkert annað
er til fyrirstöðu en leiðrétting á
texta þá er einfalt að benda á slíka
annmarka.
En málið er bara allt annað.
Margir hinna eldri þingmanna en
þó kannski ekki síður sumir þeirra
yngri, sem bjuggust jafnvel við ráð-
herraembætti við myndun þessar-
ar ríkisstjómar, mega vart glaðan
dag líta vegna vonbrigðanna.
Þeir láta þetta því bitna á Jó-
hönnu Sigurðardóttur sem þeim
finnst vera farin að láta of mikið
til sín taka, einkanlega þar sem
þeir sjá nú að þessi málaflokkur,
húsnæðismálin, ætlar að fá farsæla
lausn, kannski réttara að tala um
farsælan framgang (því auðvitað
verða húsnæðismálin hér á landi
seint leyst í eitt skipti fyrir öll) hjá
ráðherranum.
■í máli flestra andstæðinga ráð-
herrans kemur fram eins og bitur-
leiki og allt að því öfund í garð
þess skelegga málafylgjumanns
sem Jóhanna er og reynt að flækja
öll efnisatriði frumvarps hennar
með málalengingum.
Staðhæfmg Jóhönnu um það t.d.
að hún telji lánakerfið yfirleitt gefa
almenningi mun meiri fyrirheit en
það rísi undir er rétt. Hún telur því
að aðgerðimar núna muni ekki
einar og sér nægja til að koma jafn-
vægi á húsnæðiskerfið, aðeins að
koma í veg fyrir að það lendi í
ógöngum.
Ráðherranum fylgja áreiðanlega
góðar óskir um farsælt framhaid
málsins og vonandi sjá ýmsir and-
stæðingar hennar að sér hvað
varðar ómálefnalega gagnrýni í
skyndiviðtölum fjölmiðlanna. -
Ráðherrann á nefnilega víðar fylgi
en innan Alþýðuflokksins.
Fáir kaupa lambakjötið i dag. Ekki bæta deilur um hollustuhætti i slátur-
húsum stöðuna.
Leyfi til sláturtiúsa:
Hreinlæti er
frumskilyrði
Þ.P.O. skrifar:
Hvemig getur nokkur þingmaður
haft forgöngu í máli sem miðar að
því að sniðganga heilbrigðiskröfur?
En þetta á sér nú stað á háttvirtu
Alþingi íslendinga.
Er kinda- og lambakjötið okkar
ekki í nógu mikilli lægð ef svo mætti
segja þótt ekki sé bitið höfuöið af
skömminni með því að deila um það
á löggjafarsamkomu þjóðarinnar
hvort leyfa eigi slátrun við lögleyfða
hollustuhætti eða ekki?
Fáir eru þeir sem kaupa kindakjöt-
ið í dag og enn versnar staðan þegar
farið er að deila við yfirmenn heil-
brigðishátta innan veggja slátur-
húsa.
Þótt hér sé enn og aftur búið að
gera alvarlegt mál að pólitísku máli,
eins og alltaf gerist, um leið og það
er tekið fyrir á Alþingi, þá ættu nú
allir að geta sameinast um nauðsyn
þess að halda heilbrigðiseftirliti með
matvælum utan og ofan við þvílíkar
þrætur.
Sá munnsöfnuður og þau manna-
læti, sem búið er að viðhafa í sölum
Alþingis, er þeirri stofnun til lítils
sóma.
Það má í engu slaka á þeim kröfum
sem gerðar eru og gerðar verða síðar
í meðferð matvæla og skiljanlegt að
settum yfirdýralækni þyki sem hann
gegni ekki ýkja ábyrgðarmiklu starfi
ef hægt er að flytja eins konar
skynditillögur á Alþingi um breyt-
ingar á reglum sem stuðla að upp-
lausn í flestu er lýtur að matvæla-
framleiðslu landsmanna.
Borgames fagnar:
EHthvað fyrir
unglingana?
Tvær bálreiðar hringdu:
Við hringjum úr Borgamesi
fýrir hönd hóps unglinga á aldrin-
um 16-18 ára sem ætluðu að fara
að skemmta sér laugardagskvöldið
24. þ.m. þegar Borgames fékk bæj-
arréttindi.
Ýmislegt var ráðgert af því til-
efni. En í hátíðardagskránni
höfðum við algjörlega gleymzt.
Kannski þó ekki alveg, því þar
var auglýstur dansleikur fyrir
krakka á aldrinum 12-17 ára frá
kl. 20-24 um kvöldið.
í þessum aldurshópi er eins og
flestir vita (nema kannski þeir er
sömdu dagskrána) mikill munur á
þroska. - Þeir eldri skemmta sér á
allt annan hátt en þeir yngri.
Hvaða 16-18 ára unglingar fara
kl. 8 að kvöldi til aö skemmta sér
með krökkum sem em u.þ.b. 5
árum yngri? - Og ennfremur: Fara
12-15 ára krakkar með 8-11 ára
krökkum á ball? Því trúum við
ekki.
Halda þessir aðilar að þeir geti
haft 16-18 ára unglinga alveg út-
undan í þessu tilviki og hugsað
eingöngu um sjálfa sig?
Það era margir svekktir út af
þessu fyrirkomulagi og viö vonum
að þessi nýja bæjarstjórn taki þetta
til greina í framtíðinni.
Frá Borgarnesi. Bæjarréttindi frá 24. október.
Nýr Utsýnarbæklingur:
Ánægjuauki
á forsíðu
Ágústa hringdi:
Mig langar til að lýsa yfir ánægju
minni með forsíðu á nýjum
ferðabæklingi sem Útsýn var að
gefa út.
Þar gefur á að líta! Myndarlegur
karlmaður. Loksins!
Ég er viss um að margar konur
em ánægðar með þessa þróun. Að
mínu mati er líkami karlmannsins
ekki síður fallegur en líkami kon-
unnar.
Áfram á sömu braut, ferðaskrifstof-
ur!