Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987. Sviðsljós Ölyginn sagði... 1 Eddie Murphy var mjög ánægður með að vera boðið í mat til leikarans Marlons Brando um daginn en matarboðið fékk skjótan endi. Marlon Brando fór að tala um að standa að endur- gerð frægrar kvikmyndar, sögunnar um Róbinson Krúsó. Eddie fannst það ekk- ert merkilegt þar til Brando spurði hann hvort hann vildi ekki leika Frjádag. Eddie Murphy varð svo móðgaður að hann strunsaði út með það sama. Laurence . Olivier átti stórafmæli nú um daginn. Hann varð áttræður en það munaði engu á afmælisdag- inn að hann yrði ekki eldri. Vinir hans og félagar færðu honum risatertu í afmælisgjöf og er Laurence hugðist skera af tertunni stökk úr henni kvenmaður sem var klædd í því sem næst ekki neitt. Aum- ingja Olivier varð svo mikið um að hann fékk næstum slag. Michael J. Fox Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvaöa konur séu áhrifamestar í heiminum í dag. Kvennablaðið Ladi- es’ Home Journal ákvað að seðja fróðleiksfýsn þeirra sem velta því fyrir sér. Ritstjórn sendi spurninga- hsta til ritstjóra 250 blaða um allan heim og má þar nefna blöð eins og Pravda, The Observer, China Daily og Times of India. Könnunin ætti því að geta verið nokkuð óhlutdræg og ekki um of mótuð af hugmyndaheimi vestrænna ríkja. Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að járnfrúin Thatcher varð í fyrsta sæti en vel er hugsanlegt að margir kannist ekki einu sinni við öll nöfnin af þeim tíu konum sem efstar urðu í skoðanakönnuninni. En hér á eftir kemur upptalning á 25 efstu konun- um. 1. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands. 2. Corazon Aquino, forseti Filippseyja. 3. Móðir Teresa, nunna, heimsfrægur mannvinur og friðarsinni. 4. Winnie Mandela, tals- maður gegn kynþáttamisrétti í Suður-Afríku og eiginkona Nelsons Mandela. 5. Elísabet Bretadrottning. 6. Katharine Graham, blaðaútgef- andi í Bandaríkjunum. 7. Nancy Reagan, eiginkona Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta. 8. Melina Merco- uri, menningarmálaráðherra í Grikklandi. 9. Raisa Gorbatsjova, eiginkona Mikails Gorbatsjov Sovét- leiðtoga. 10. Simone Veil, fyrsti forseti þings Evrópubandalagsins, frönsk að ætterni. 11. Benazir Bhutto, stjórnarandstæðingur í Pa- kistan. 12. Betty Friedan, upphafs- maður nútíma kvennabaráttu. 13. Yelena Bonner, andófsmaður og eig- inkona Andrei Sakharovs. 14. Jane Fonda, leikkona og friðarsinni. 15. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs. 16. Petra Kelly, úr flokki græningja i Vestur-Þýska- landi. 17. Gloria Steinem, baráttu- kona fyrir kvenréttindum í Bandaríkjunum. 18. Hebe Bonafmi, mannréttindakona í Argentínu. 19. Virginia Johnson, kynlífskönnuður í Bandaríkjunum. 20. Germaine Gre- er, rithöfundur um kvennasögu í Ástralíu. 21. Sandra Day O’Connor, hæstaréttardómari í Bandaríkjun- um. 22. Liv Ullman, leikari í Noregi. 23. Díana, prinsessa frá Wales í Bret- landi. 24. Sirmavo Bandanaraike, stjórnarandstæðingur á Sri Lanka. 25. Doris Lessing, rithöfundur í Bret- landi. Þess má geta að Vigdís Finnboga- dóttir var á spurningalistanum sem var sendur til ritstjóranna. Áöur poppsöngkona, nú kvikmyndaleikkona sem vanalega er hinn vænsti drengur, flippaði illa út um daginn. Honum var boðið í partí upp á hótelsvítu Davids Bowie ásamt Julian Lennon. Michael og Julian drukku sig illa fulla og settu svítuna í rúst. David Bowie, sem var ekki þægastur allra á sínum árum, er þúinn að gleyma fyrri syndum því að hann rukkaði þá félagana um skemmdirnar. Poppsöngkonan Cher er nú orðin ein vinsælasta kvikjnyndaleikkona Bandaríkjanna. Hún hefur sannað ótvíræða leikhæfileika með hlut- verkum í myndum eins og Mask, Witches of Eastwick, Silkwood og Moonstruck en þykir þó hafa sýnt einna best tilþrif í nýjustu mynd sinni, rómantísku spennumyndinni Suspect. Hún hefði getað tímasett komu sína í kvikmyndaheiminn betur því hún er 41 árs. Hætt er við að þrátt fyrir hæfileika geti tilboðum fækkað þeg- ar aldurinn færist yfir. En hún yngir sjálfa sig upp með því að umgangast unga karlmenn. Nýjasti kærasti hennar er 23 ára gamall. Cher slær nú í gegn sem leikkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.