Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987.
FóUc í fréttum
DV
Páll Pétursson
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, hefur
sagt að ágreiningurinn í ríkis-
stjóminni sé aðeins stormur í
vatnsglasi. Páll Bragi er fæddur 17.
mars 1937 á Höllustöðum í
Blöndudal og varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1957.
Hann hefur búið á Höllustöðum í
Blöndudal frá 1957 og sat í hrepps-
nefnd Svínavatnshrepps 1970-1974
og í stjórn Búðnaðarfélags Svína-
vatnshpepps um árabil. Hann var
formaður Hrossaræktarsambands
íslands 1974 og 1980 og í varastjórn
Landssambands hestamanna
1974-1980. Páll hefur verið alþingis-
maður frá 1974 og formaöur þing-
flokks framsóknarmanna frá 1980.
Páll kvæntist 26. júlí 1959 Helgu
Ólafsdóttur, f. 30. október 1937. For-
eldrar Helgu eru Ólafur Þ. Þor-
steinsson, yfirlæknir á Siglufirði,
og kona hans, Kristine Þorsteins-
son. Böm Páls og Helgu eru Krist-
ín, f. 1960, b. á Höllustöðum, Ólafur
Pétur, f. 1962, vélaverkfræðingur, í
framhaldsnámi í Kaupmannahöfn,
og Páll Gunnar, f. 1967, í háskóla-
námi í Frakklandi. Systkini Páls
eru Már, f. 1939, sýslumaður í Hafn-
arfirði, giftur Sigríði Jósefsdóttur,
lögfræðingi Verslunarbanka ís-
lands, Hanna Dóra, f. 1941, kennari
í Kópavogi, og Pétur Ingvi, heilsu-
gæslulæknir á Akureyri. Foreldrar
Páls: Pétur Pétursson, b. á Höllu-
stöðum í Blöndudal, sem lést 1977,
og kona hans, Hulda Pálsdóttir.
Föðursystkini Páls, samfeðra, voru
Anna, gift Kristjáni Jónassyni
lækni, móðir Jónasar ritstjóra,
Pálmi skrifstofustjóri, og Hjördís,
gift Páli Hannessyni verkfræðingi.
Pétur var sonur Péturs, kaup-
manns á Akureyri, Péturssonar,
b. á Hafsteinsstöðum, Björnssonar.
Móðir Björns var Björg Björns-
dóttir, systir Péturs í Ási, afa
Sigurðar Guðmundssonar málara.
Móðir Péturs kaupmanns var
Rannveig Magnúsdóttir, systir
Magnúsar í Holti í Svínadal, lan-
gafa Péturs læknis, íoður Guð-
mundar forstöðumanns á Keldum.
Systir Rannveigar var Elísabet,
amma Þórarins á Hjaltabakka, lan-
gafa Jóns L. stórmeistara. Móðir
Péturs á Höllustöðum var Ingibjörg
Sigurðardóttir, b. í Hringveri,
Hallssonar, b. á Reykjum, Jónsson-
ar, bróður Guðmundar á Læk,
langafa Jósefínu, ömmu Matthías-
ar Johannessen ritstjóra.
Móðursystkini Páls eru Hannes,
b. á Undirfelli, er látinn, afi Hann-
esar Hólmsteins Gissurarsonar,
Björn, fv. alþingismaður á Löngu-
mýri, Guðmundur, b. á Guðlaugs-
stöðum, Halldór búnaðarmála-
stjóri, er látinn, og Árdís,
hárgreiðslumeistari í Rvík, er látin.
Móðir Páls, Hulda, er dóttir Páls,
b. á Guðlaugsstöðum í Blöndudal,
bróður Guðmundar prófessors og
Jóns, b. á Brún, langafa Guðrúnar
Agnarsdóttur. Faðir Páls var
Hannes, b. á Eiðsstöðum, Guö-
mundsson, alþingismanns á
Guðlaugsstöðum, Arnljótssonar, b.
á Guðlaugsstöðum, Illugasonar, b.
á Guðlaugsstöðum Hannesson.
Móðir Illuga var Sólveig Ólafsdótt-
ir, b. á Höllustöðum, Björnssonar,
Þorleifssonar, sem var rekinn úr
Hólaskóla fyrir galdur og varð b. á
Guðlaugsstöðum 1685 og hefur
sama ættin búið þar síðan. Björn
var faðir Þorkels, langafa Rann-
veigar, langömmu Eyjólfs Konráðs
Jónssonar. Sonur Þorkels var Þor-
leifur, langafi Salóme, langömmu
Pálma á Akri. Móðir Huldu var
Páll Bragi Pétursson.
Guðrún Björnsdóttir, b. í Grímst-
ungu í Vatnsdal, Eysteinssonar,
bróður Ingibjargar, langömmu
Friðriks Sophussonar. Móðir Guð-
rúnar var Guöbjörg Jónasdóttir,
b. á Tindum, Erlendssonar, og
konu hans, Helgu Jónsdóttur, móð-
ur Guðrúnar, langömmu Ingvars
Gíslasonar, ritstjóra Tímans.
Amý Reimarsdóttir
Árný Reimarsdóttir, Barmahlíð
11, Reykjavík, er sextug í dag.
Árný Björk er fædd í Víðinesi i
Fossárdal í Berufirði og alin upp í
foreldrahúsum framundir sautján
ára aldur. Hún fór þá í Álftafjörö
og átti þar heima í flmm ár og flutt-
ist þá til Djúpavogs og bjó þar í
tuttugu ár sem húsmóðir og verka-
kona. Árný hefur búið síðustu átta
árin í Reykjavík. Maður hennar er
Sigurður Albertsson, b. á Hærunesi
í Álftafirði, síðar verkamaður í
Djúpavogi og Reykjvík og eiga þau
fjögur börn, þau eru: Björg Stefa,
f. 1945, gift Jóni Kristni Antoníus-
syni sjómanni og eiga þau þrjú
börn, Jón, f. 1947, en hann lést 1969
af slysfórum, unnusta hans var
Júlía Gestsdóttir úr Stykkishólmi,
Sævar, f. 1952, verkamaöur á Sel-
fossi, giftur Guðlaugu Garðars-
dóttur verkakonu og eiga þau þrjú
börn, Hörður, f. 1957, sjómaður í
Stykkishólmi, giftur Yddu Jófríði
Árný Reimarsdóttir.
Þorleifsdóttur og eiga þau eitt barn.
Systkini Árnýjar eru sextán, þau
eru, Garðar, verkamaður á Djúpa-
vogi, Aðalsteinn, b. á Kelduskógi á
Berufjarðarströnd, Magnús Gunn-
laugur, smiður á Djúpavogi, María,
húsmóðir á Stöðvarfirði, Ingólfur,
b. á Kleif í Breiödal, giftur Ingunni
Gunnlaugsdóttur, Hjalti, býr í
Hveragerði, Ingimundur, smiður á
Selfossi, giftur Steinunni Her-
mannsdóttur, Margrét, gift Ólafi
Halldórssyni, verkstjóra í
Straumsvík, Hólmfríður, gift Jó-
hanni Péturssyni, b. á Ásunnar-
stöðum í Breiðdal, Guðbjörg, gift
Sverri Þorgrímssyni, sjómanni á
Stöðvarfirði, Sigríður, gift Ásgeiri
Péturssyni, b. á Ásunnarstöðum,
Sigurbjörg, gift Sigurjóni Ingvars-
syni, b. á Hjaröarhvoli í Hjalta-
staöaþinghá, en hann er látinn, og
býr hún nú á Reyðarfirði, Gestur,
b. á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal,
giftur Vilborgu Hjartardóttur,
Jóna, verkakona í Rvík, Vilborg,
gift Jósef Friðrikssyni, b. á Felli á
Langanesi, og Reynir, verkamaður
á Breiðdalsvík.
Foreldrar Árnýjar voru Reimar
Magnússon, b. á Víðinesi í Fossár-
dal í Berufirði, f. 1894, og kona
hans, Stefanía Jónsdóttir, f. 1900.
Faðir Reimars var Magnús Jóns-
son, ættaður úr Suðursveit. Faðir
Stefaníu var Jón Antoníusson.
Gunnlaugur Gíslason
Gunnlaugur Gíslason vélstjóri,
Bláskógum 11, Reykjavík, er fimm-
tugur í dag.
Gunnlaugur Hafsteinn er fæddur
í Reykjavík og lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1953.
Hann var í námi í ketil- og plötu-
smíði i Landssmiðjunni 1955-1959
pg lauk vélstjóraprófi frá Vélskóla
íslands 1962. Gunnlaugur hefur
unnið í rafstöð varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli frá því í sept-
ember 1962. Gunnlaugur giftist 1960
Höllu Guðmundsdóttur, f. 14. júní
1937. Foreldrar Höllu eru Hans
Guðmundur Hansson bifreiðar-
stjóri og kona hans, Elsa Dórotea
Helgadóttir. Börn Gunnlaugs og
Höllu eru Elsa Kristín, f. 12. sept-
ember 1960, hjúkrunarfræðingur,
sambýlismaður hennar er Björn
Steinn Sveinsson, lögregluþjónn í
Rvík, og eiga þau tvö börn, og Gísli
Hafsteinn, f. 14. september 1966,
nemi í pípulögnum, býr í Kópa-
vogi, sambýliskona hans er Elvur
Sif Sigurðardóttir tækniteiknari.
Systkini Gunnlaugs eru Ólöf, f. 30.
nóvember 1936, bankastarfsmaður,
gift Pétri Hjálmssyni ráðunauti,
Guðbjörg, f. 25. ágúst 1940, banka-
starfsmaður, gift Sigurði Sigurðs-
syni, járnsmið í Rvík, Þorsteinn, f.
26. júlí 1947, læknir í Rvík, Gísli, f.
9. júlí 1956, bæjarstjóri á Akranesi,
giftur Hallberu Jóhannesdóttur,
Guðrún, f. 13. ágúst 1957, banka-
starfsmaður, gift Þorvaldi Guð-
laugssyni, deildarstjóra hjá
Flugleiðum.
Foreldrar Gunnlaugs eru Gísli
Jakobsson, f. 1913, bakarameistari
í Vestmannaeyjum, og kona hans,
Unnur Ólafsdóttir, f. 1915. Faðir
Gísla var Jakob Trandberg, f. 1860,
sonur Lars Trandberg Söndersen,
f. 1805 á Borgundarhólmi, d. 1860,
skipstjóri er var í danska hernum
í Vestmannaeyjum. Móðir Gísla
var Guðbjörg, f. 1874, Guðlaugs-
dóttir Jónssonar, frá Sperðli í
Austur-Landeyjum, af Víkings-
lækjarættinni. Móðir Gunnlaugs,
Unnur, var dóttir Ólafs, skipstjóra
í Vestmannaeyjum, Ólafssonar, frá
Rein á Akranesi. Móðir Unnar var
Guðrún Guðjónsdóttir frá Skugga-
hlið í Norðfirði.
Gunnlaugur og eiginkona hans,
Halla Guðmundsdóttir, ætla í til-
efni dagsins að taka á móti vinum
og vandamönnum á afmælisdaginn
milli klukkan 16 og 19 á heimili
sínu, Bláskógum 11.
70 ára
Þórarinn Sveinsson, Blomsturvöll
um 8, Neskaupstað er sjötugur í
dag.
Sérverslun
með blóm og
skreytingar.
Opid til A /. 21 öll kviiltl
ooBlóm
wQskíC)rtií]g:ir
Laugauegi 53, simi 20266
Sendutn um land allL
María Kristjónsdóttir, Halldórs-
stöðum 2, Bárðardal, er sjötug í
dag.
Jóna Ólafsdóttir, Skipasundi 11,
Reykjavík, er sjötug í dag.
Þórunn Gunnlaugsdóttir, Blöndu-
bakka 3, Reykjavík, er sjötug í dag.
60 ára__________________________
Steinunn Þorsteinsdóttir, Hring-
braut 88, Reykjavík, er sextug í dag.
Ólafur Guðmundsson, Skólastíg 3,
Húsavík, er sextugur í dag.
Erla Gisladóttir, Kirkjuvegi 70 A,
Vestmannaeyjum, er sextug í dag.
Guðmundur Marsellíusson, Suður-
götu 2, ísafirði, er sextugur í dag.
50 ára___________________
Magnús Gíslason, Suðurbraut 7,
Kópavogi, er fimmtugur í dag.
Guðjón Sig. Guðbjartsson, Núpa-
síðu 2B, Akureyri, er fimmtugur í
dag.
Ingibjörg Kjartansdóttir, Engja-
vegi 49, Selfossi, er fimmtug í dag.
40 ára
Guðlaugur Magnús A. Long, Nes-
bala 94, Seltjarnarnesi, er fertugur
í dag.
Hróbjartur Gunnlaugsson, Köldu-
kinn 30, Hafnarfirði, er fertugur í
dag.
Friðrik Daníelsson, Reyðarkvísl 22,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Herbert Guðmundsson, Gerðavegi
.3, Gerðum, er fertugur í dag.
Valur Emilsson, Norðurgarði 5,
Keflavík, er fertugur í dag.
Hólmfríður Sigtryggsdóttir, Torfu-
felli 36, Reykjavík, er fertug í dag.
_________________Afmæli
Sigurjón Pétursson
Sigurjón Pétursson borgarfull-
trúi, Asparfelli 2, Reykjavík, er
fimmtugur í dag. Sigurjón er fædd-
ur á Sauðárkróki og fluttist átta ára
til Siglufjarðar en fluttist sextán
ára til Reykjavíkur. Hann lauk
sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskól-
anum í Reykjavík 1962 og var
formaður félags húsasmíðanema
1959 og formaður Iðnnemasam-
bandsins 1960. Sigurjón var í
varastjórn Trésmiðafélags Reykja-
víkur 1963 og í aðalstjóm 1964-1972
. Hann var í miðstjórn Sósíalista-
flokksins og í miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins og hefur setið í
framkvæmdastjórn Alþýðubanda-
lagsins. Hann hefur verið í borgar-
stjórn frá 1970 og borgarráði frá
1970. Sigurjón var forseti borgar-
stjórnar 1978-1982 . Hann giftist
1961 Rögnu Brynjarsdóttur, f. 26.
júní 1943. Foreldrar Rögnu eru
Brynjar Guðmundsson, verkamað-
ur og sjómaður í Hafnarfirði, en
hann lést 1986, og kona hans, Hólm-
fríður Ragnarsdóttir. Sigurjón og
Ragna eiga tvo syni: Brynjar, f. 14.
mai 1962, starfsmann hjá Vegagerð
ríkisins, sambýliskona hans er
Dagbjört Leifsdóttir íþróttakenn-
ari, og Skjöld, f. 10. ágúst 1965,
matreiðslunema í Rvík, giftan
Lindu Björk Stefánsdóttur og eiga
þau eina dóttur, Brynju. Siguijón
á þrjú systkini, Kristínu, f. 1930,
starfsmann Þjóðviljans, gifta Sig-
uröi R. Jóhannssyni, starfsmanni
Landspítalans, þau eiga tvö börn
og fimm barnabörn, Halldór, f.
1934, stýrimann á Ottó N. Þorláks-
syni, giftan Ólöfu Sigurðardóttur
og eiga þau fimm börn, og Ingi-
björgu Soffiu, f. 1940, iðjuþjálfa sem
býr í Svíþjóð, gift Leif Fiik tóm-
stundaráðgjafa, þau eiga tvo syni.
Foreldrar Sigurjóns eru Pétur
Laxdal Guövarðarson, trésmiður á
Sauðárkróki, sem lést 1971, og kona
hans, Ingibjörg Ögmundsdóttir.
Faöir Péturs var Guðvaröur b. á
Hrafnagili á Laxárdal Magnússon,
b. í Ketu á Skaga Gunnarssonar.
Móðir Guðvarðar var Sigríöur
Guðvarðardóttir, af Skíðastaðaætt-
Sigurjón Pétursson.
inni. Móðir Péturs var Soffia
Hákonardóttir, b. á Hóh í Önundar-
firði, bróður Guðmundar á Kirkju-
bóli, afa þeirra bræðra Ólafs
skólastjóra, Guðmundar Inga
skálds og Halldórs skálds frá
Kirkjubóli. Foreldrar Hákonar
voru Páll Sigurðsson, b. á Hóli í
Önundarfirði, og kona hans, Krist-
ín Hákonardóttir.
Móðir Sigurjóns, Ingibjörg, er
dóttir Ögmundar söðlasmiðs á
Sauðárkróki Magnússonar, b. á
Brandaskarði Ögmundssonar,
bróður Maríu móður Magnúsar
Björnssonar, fræðimanns á Syðri-
Hóli. Móðir Ögmundar var Sigur-
björg Andrésdóttir, b. á Syðri-
Bægisá Tómassonar. Móðir
Sigurbjargar var Ingibjörg Þórðar-
dóttir, b. á Kjarna í Eyjafirði,
Pálssonar, forfóður Kjarnaættar-
innar. Móðir Sigurbjargar var
Kristín Björg Pálsdóttir, b. í Gröf í
Víðidal, Steinssonar. Móðir Páls
var Þorbjörg Árnadóttir, b. á Hörg-
hóh, Björnssonar. Móöir Þorbjarg-
ar var Sigríður, systir Ragnheiðar,
langömmu Lúövíks Norðdals
læknis, afa Davíðs Oddssonar. Si-
gríðúr var dóttir Friöriks prests á
Breiðabólstað í Vesturhópi Þórar-
inssonar, sýslumanns á Grund í
Eyjafiröi Jónssonar, forfóður
Thorarensenættarinnar. Sigurjón
tekur á móti gestum í Félagsheim-
ili Rafmagnsveitunnar við Raf-
stöðvarveg í Elliðaárdal milli kl. 16
og 19 á afmælisdaginn.
Andlát
Magnús Guðlaugsson, Skipasundi
4, andaðist fimmtudaginn 22. okt-
óber í Landspítalanum.
Jóhanna Stefánsdóttir, Stykkis-
hólmi, andaðist 21. október.
Jakob Þorsteinsson frá Borg í
Skötufirði andaðist 21. október á
Hrafnistu í Reykjavík.
Barði Guðmundsson lést af slys-
forum 21. október á sjúkrahúsi í
Svíþjóð.
Vigfús Magnússon, Skinnastöð-
um, lést á héraðshælinu Blönduósi
22. október.
Jón Sigtryggsson frá Syðri-Nes-
löndum, Mývatnssveit, andaðist í
sjúkrahúsi Húsavíkur 22. október.
Ólafur Guðjónsson bifvélavirki,
Tunguvegi 5, Hafnarfirði, andaðist
á St. Jóspsspítala 22. október.
Hulda Tryggvadóttir, Aragötu 16,
er látin.
Leiðrétting
í laugardagsblaði var misfarið
með nafn Hörpu Maríu Björns-
dóttur, til heimilis að Ægisgrund
20, sem lést á Landakotsspítala 21.
október sl. Hér með er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.