Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 36
€ 1 5 • 25
Fmbnm mmhm mmi maa m m mh' aiMmii M ■mm
RETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Bítstjórn - Auglýsingar - Áskritt - Dreifing: Sími 27022
MÁNUDAGUR 26. 0KTÓBER 1987.
Skálað fýrir
vetrinum
Landsmenn gerðu sér glaðan dag á
laugardag í tilefni af vetrarkomu og
, ^ var talsverð ölvun víðast hvar á
landinu að sögn lögreglu. Þrátt fyrir
gleðskapinn fóru menn sér hægt og
kom hvergi til alvarlegra slagsmála.
í Vestmannaeyjum voru nokkuð
margir hópar fólks í heimsókn, bæði
skólar og félagasamtök. Var mikill
gleðskapur í Eyjum en allt gekk þó
slysalaust fyrir sig.
Lögreglan í Reykjavík hafði ekki
yfir neinu að kvarta en þó voru all-
margir teknir fyrir umferðarlaga-
brot. Til dæmis voru sjö teknir við
að aka yfir gatnamót á rauðu ljósi.
Nokkrir voru teknir fyrir of hraðan
akstur og þar af var einn sviptur
skírteini sínu. Nú er mikil herferð í
gangi á höfuðborgarsvæðinu gagn-
vart ökuníöingum og virðist bera
nokkuð vel í veiði fvrir lögreglu.
-ELA
Hellisheiði:
Tvær bílveltur
Mikið slabb var á Hellisheiði um
helgina. Mikið var um að bílar lentu
í vandræðum. Tveir bílar ultu, annar
0- á föstudag og hinn á laugardag. Ekki
urðu slys á fólki en bílarnir skemmd-
ust eitthvað.
Vegna slabbsins var erfitt að aka
heiðina fyrri hluta helgarinnar.
Lentu þá margir bílstjórar í vand-
ræðum við að halda bílum sínum á
veginum. Þrátt fyrir vandræðin
sluppu bílar og menn vel.
-sme
Umferðin:
Klippt af 13
Á síðasta sólarhring klippti lög-
reglan í Reykjavík númer af þrettán
bílum vegna vanrækslu á skoðun.
Þá tók lögreglan þrjá ökumenn fyrir
of hraðan akstur. Einn þeirra var
sviptur ökuleyfi fyrir að aka á 102
kílómetra hraða á Kringlumýrar-
braut. -sme
LOKI
Skyldi settur yfirdýralæknir
taka slátur i haust?
ÞR0STUR
68-50-60
VANIR MENN
Bíldudalur:
Málaferli í
Við erum vondaufir um að skaðabótaraál,“ sagði Sigurður .JBíldælingar munu ekki una
frumvarp það sem liggur fyrir Al- Guðmundsson sláturhússtjóri í neinu öðru en að settum yfirdýra-
þingi, um sláturleyfi okkur til BíldudalísamtaliviöDVímorgun. lækni verði vikið frá störfum eftir
handa, nái fram að ganga og þá Hann sagði að það væri ekki bara það sem á undan er gengiö,“ sagði
verður ekki um annað að gera fyr- hreppsnefndin sem stæöi að því að Sigurður. Hann benti á að eftir birt-
irokkurenaðlátaslátraáPatreks- fara í mál, allir íbúar á Bíldudal ingu fréttamynda afýmsum slátur-
firði. En það er líka Ijóst að stæðu aö baki henni, enda væri húsum sem fengið hafa sláturleyfl,
hreppsnefndin hér ætlar ekki að búið að ausa þorpið og þorpsbúa færiþaðekkimilhmálaaðeitthvað
sitja hljóð undir þeim svívirðingum shkum auri að ekki yrði undir se- annað en fagmennska réði aðfór
sem yfirdýralæknir hefur látið tiðán þessaðberahöndfyrirhöfuð settsyfirdýralæknisaðBílddæling-
dynja á Bílddælingum og hyggur á sér. Hann sagði mikla og aimenna um.
máiaferli gegn honum. Þá munum reiði hjá Bfiddælingum vegna um- -S.dór
við í stjórn sláturfélagsins fara í raæia setts yfirdýralæknis.
Sigríður fundar sunnan heiða
Sigriður Stefánsdóttir mætti í gær á fund sem stuðningsmenn hennar á Stór-Reykjavikursvæðinu boðuðu til að
Hótel Holti. Um 40 manns mættu á fundinn. Hér er Sigriður með Guðrúnu Ágústsdóttur borgarfulltrúa sem var
fundarstjóri og Vilborgu Harðardóttur blaðamanni. - Sjá nánar á blaðsiðu 2 DV-mynd GVA
Veðrið á morgun:
Norð-
austanátt
ríkjandi
Á morgun verður austan- og
norðaustanátt, víðast gola eða
kaldi. Skúrir og slydduél á Suð-
ur- og Austurlandi en él norðan
til á Vestfjörðum. í öðrum lands-
hlutum verður úrkomulítið. Hiti
verður mjög jafn, 3 til 5 stig.
Amarfjarðarbændur klofnir:
Bíldudalsfé
slátrað á
Patreksfirði
Bændur í Arnarfiröi eru klofnir í
tvær fylkingar. Önnur fylkingin hef-
ur þegar ákveðið að slátra á Patreks-
firði.
í gær var sauðfé Tálknfirðinga,
sem slátra átti á Bíldudal, flutt yfir
á Patreksfjörð.
„Við erum að slátra fé úr Tálkna-
firði í dag. í dag verður byrjað að
flytja fé úr Arnarfirði til okkar,"
sagði Ari ívarsson, sláturhússtjóri á
Patreksfirði, í morgun.
„Ég reikna með að fara með það á
Patreksfjörð á morgun. Við erum
neyddir til þess,“ sagði Ingi Bjarna-
son, bóndi í Feigsdal við Arnarfiörð.
Er DV spurði hvort samstaða væri
meðal bændanna um það svaraði
Ingi:
„Nei, það er nú ekki. Það munu
ekki allir vera sammála því að fara
yfir á Patró að svo stöddu. Rúmur
helmingur, held ég, þóttist sjá aö fiár-
hagslega þýddi þetta ekki lengur. Ég
held aö það sé rúmur helmingur sem
vill slátra á Patró.“
-KMU
Sauðárkrókur:
Innbrot og
skemmdir
Brotist var inn á Leikskólann
Furukot á Sauöárkróki um helgina.
Þjófarnir unnu miklar skemmdir,
meöal annars tóku þeir brunaslöngu
og sprautuðu miklu vatni úr henni.
Gólfin í húsinu eru mikið skemmd
af vatninu.
Þjófarnir virðast ekki hafa fundið
neitt fémætt. Auk vatnsskemmd-
anna unnu þeir einhverjar skemmd-
ir á húsbúnaði og fleiru.
Það var í morgun þegar fólk mætti
til vinnu í Furuborg að ljóst var hvað
hafði gengið á um helgina. Lögreglan
á Sauöárkróki vinnur að rannsókn
málsins.
-sme
Jón L.
sigraði á
hraðskák-
móti
Jón L. Árnason stórmeistari sigr-
aöi á Hraöskákmóti Hafnarfiaröar
sem Skákfélag Hafnarfiarðar og
Sparisjóður Hafnarfiarðar héldu á
laugardaginn. Á mótinu tefldu 56
menn og þeirra á meðal voru allir
titilhafarnir okkar í skák nema Jó-
hann Hjartarson og Karl Þorsteins.
Jón L. fékk 9 vinninga af 11 möguleg-
um og því fyrstu verðlaunin, 40
þúsund krónur. í 2.-A. sæti höfnuðu
svo Margeir Pétursson, Snorri
Bergsson og Ásgeir Þ. Árnason og
fengu þeir 8 vinninga.
Ingvar Ásmundsson hreppfi sér-
stök öldungaverðlaun og Brynjar
Jóhannsson fékk unglingaverölaun-
in. -ATA