Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1987, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1987.
17
Meirihluti studentaraðs:
Umbjóðendur skipta
Við Háskóla íslands er starfandi
stúdentaráð sem hefur það hlut-
verk að gæta hagsmuna stúdenta
og efla félagslíf meðal þeirra. Und-
anfarin ár hefur sú stefna verið
höfð að leiðarljósi að halda flokka-
pólitík og utanríkismálum utan við
starfsemi ráösins en einbeita sér
að faglegri hagsmunabaráttu í
þágu allra stúdenta.
En nýjum meirihluta fylgja nýir
siðir. Nú nýverið samþykkti núver-
andi meirihluti stúdentaráðs að
kaupa hlutabréf í útvarpsfélaginu
Rót h/f. Efni útvarpsins skal sam-
kvæmt stofnsamningi vera „í anda
félagshyggju" og ekki þarf annað
en líta yfir hlutafj árloforðalista til
að sjá að henni er ætlað að verða
pólitískt málgagn vinstriaflanna í
landinu. Af þessum sökum er ekki
réttlætanlegt að faglegt hagsmuna-
félag stúdenta gangi inn í stöð með
þennan stimpil, auk þess sem pen-
ingum stúdenta er betur varið í
annað en að stofna hlutafélög úti í
bæ.
Vettvangur hagsmunabar-
áttu
Núverandi meirihluti skýlir sér á
bak við það aö með hlutafjárkaup-
unum fáist vettvangur fyrir
hagsmunabaráttuna og baráttu-
vettvangurinn þannig víkkaður.
Með stofnuninni verði til fjölmiðill
sem leggi áherslu á umfjöllun um
málefni sem sjaldan fáist rædd.
Þeir gleyma hins vegar því að
þótt tilgangurinn sé ef til vill göfug-
ur er það ekki hlutverk stúdenta-
ráðs að auka umræðu um málefni
sem sjaldan fást rædd. Hagsmuna-
KjaUariim
Jónas Fr. Jónsson
laganemi
baráttuna á heldur ekki að reka
fyrir minnihlutahópa eða félags-
hyggjufólk sem er markhópur
Rótar h/f. Þá baráttu á að reka í
almennum fjölmiölum fyrir hið
venjulega fólk í landinu en væntan-
leg dagskrá stöðvarinnar er ekki
mjög aðlaðandi. Hver minnihluta-
hópurinn á fætur öðrum að tönnl-
ast á sínum vandamálum. Að auki
er ljóst að hægt er að notfæra sér
þennan vettvang án þess að vera
eignaraðili.
Margt óklárt enn
Margt er þar að auki enn óklárt
varðandi þetta Rótarglapræði stúd-
entaráðs. Ekki hafa ennþá verið
lagðar fram nægilegar upplýsingar
um fjármögnun, yfirstjórn og
rekstrarfyrirkomulag stöðvarinn-
ar.
Hagnaði skal varið til almenn-
ingsheilla sem er ansi víðtækt
hugtak. Stjórn félagsins á að setja
skilmála um dagskrárgerð en enn-
þá er ekki ljóst hver ber ábyrgð á
því sem sagt er á umræddri stöð.
Þar að auki hafa einungis borist
staðfestingar um hlutafjárkaup frá
örfáum aðilum, öðrum en stofnfé-
lögum, þegar þetta er skrifað.
Vilji umbjóðendanna hunds-
aður
Ljóst er að sterk andstaða er
meðal stúdenta gegn því að láta
draga hagsmunafélag sitt inn í póli-
tískt dægurþras. Sá vilji kom skýrt
fram í síðustu kosningum. And-
staða er meðal stúdenta við hluta-
fjárkaupin og formanni stúdenta-
ráðs „þótti ekki ástæða til að kynna
kaupin fyrir formönnum deildarfé-
laga fyrr en búið væri að sam-
þykkja þau í stúdentaráði".
Með þessum hlutafjárkaupum er
vilji umbjóðenda stúdentaráðs
hundsaður.og gróflega fariö út fyr-
ir umboð það sem stúdentaráð
hefur. Umboðið er til að sinna hags-
munamálum og félagslífi, ekki til
að stofna hlutafélög til aö gera
minnihlutahópum kleift að ræða
áhugamál sín. Stúdentaráð skal
notað í pólitískum tilgangi vinstri
sinna, sem áhrifalaus hluthafi í
vinstri útvarpsstöð. Umbótasinnar
æmta hvorki né skræmta enda ekki
við því að búast frá b-liöi vinstri
manna.
Skýrt dæmi um þessa misnotkun
er þegar stjómarmaður í Rót og
stofnandi hennar greiðir oddaat-
kvæði á stúdentaráðsfundi. Hversu
sanngjarn og réttsýnn sem viðkom-
andi er þá er erfitt að sitja báðum
megin við borðið. Að auki skýtur
það nokkuð skökku við aö meðhm-
ir í Félagi vinstri manna við
Háskólann skuli draga alla stúd-
enta inn í fyrirtæki sem vinstri
menn em þegar orðnir hluthafar
í. Það er hálfógeðfellt aö skrifstofa
stúdentaráðs skuli hafa verið not-
uö til sölu á hlutabréfum Rótar h/f
áður en meirihluti stúdentaráös
hafði formlega samþykkt kaupin.
Verra er þó að umbótasinnar skuli
láta teyma sig í hvem forarpyttinn
á fætur öðrum.
Hagsmunavettvangurinn fyrir
stúdenta í þessari útvarpsstöð er
enginn nema þá á neikvæðan máta
og hætt er við að rödd þeirra heyr-
ist síður í öömm fjölmiðlum þegar
þeir „eiga“ sinn eiginn.
Nú veltur á því að stúdentar fylg-
ist með og láti í sér heyra þegar
umboð þeirra og fjármunir em
misnotaöir. Stúdentaráð er fyrst og
fremst fyrir stúdenta og hags-
munabarátta þeirra á enga samleið
með Mið-Ameríkunefndinni,
Vinstri sósíalistum, Samtökunum
78, Samtökum kvenna á vinnu-
markaði eða Æskulýðsfylkingu
Alþýðubandalagsins.
Jónas Fr. Jónsson
„Það er hálfógeðfellt að skrifstofa stúd-
entaráðs skuli hafa verið notuð til sölu
á hlutabréfum Rótar h/f áður en meiri-
hluti stúdentaráðs hafði formlega
samþykkt kaupin.“
Launakjör fiskverkafólks
„Fólkið, sem vann 1 iðnaði var svipt
smávegis yfirborgunum og aldurs-
hækkunum svo það fékk sem minnst,
helst ekkert 1 grunnhækkun.“
Það hefur hrikt í Verkamanna-
sambandinu að undanfórnu. Alhr
sem hafa látið í sér heyra í fjölmiðl-
um, hvort sem er í töluðu eða
skrifuðu máh, hafa verið sammála
um að það mundi leiða til hinnar
mestu ógæfu fyrir verkafólk, og
ekki síst fyrir fiskverkafólk, að
nokkrir formenn verkalýðsfélaga
skyldu voga sér að ganga út af
fundi til að mótmæla því hvemig
forysta sambandsins ætlaði að
beita allsherjaratkvæðagreiðslu til
þess að halda niðri andófi fólksins
utan af landsbyggðinni. Samningar
þeir, sem Alþýðusambandið beitti
sér fyrir og vora samþykktir í des-
ember á sl. ári, færðu fólkinu, sem
vinnur úti í atvinnuvegum lands-
manna og vinnur hörðum og
hröðum höndum fyrir þjóðarkök-
unni, engar grunnlaunahækkanir.
Málin í eigin hendur
Fólkið, sem vinnur í fiskinum,
aðalútflutningi landsmanna, var
sjálft látið borga sér smávæghega
hækkun taxtakaups með því að
lækka bónusinn. Fólkið, sem vann
í iðnaði, var svipt smávegis yfir-
borgunum og aldurshækkunum
svo það fékk sem minnst, helst ekk-
ert, í grunnhækkun. Síðan hafa
hópar í öllum mögulegum störfum
og opinberri þjónustu fengið
ómældar launahækkanir enda
margir farið út í það að taka máhn
í sínar hendur og gefa toppunum í
miðstýringunni frí frá því að fjalla
um launasamninga.
Nú, svo skeður sú mikla ógæfa
að nokkrir formenn verkalýðsfé-
laga ganga út og skella hurðum í
Verkamannasambandinu til aö
mótmæla láglaunastefnu sam-
bandsins og mótmæla því hvemig
farið hefur verið með laun hinnar
almennu verkakonu og verka-
manns í fiskvinnu. Fólkið vih sjálft
stýra þessu og leggja fram kröfu
KjáHaiinn
Herdís Ólafsdóttir
starfsmaður Verkalýðsfélags
Akraness
sem hægt er að ná fram. En samn-
ingar eru fastir til áramóta og því
ekkert hægt að gera nema tuldra
eitthvað í skeggið og reyna að
bjarga þjóðarsáttinni sem þó er hka
sprungin í háaloft.
Bónusinn skertur
Ungur stjórnmálamaður skrifar
fyrir skömmu grein í DV sem ber
fyrirsögnina „Sætum lagi“. Þar
veltir hann fyrir sér þeirri stað-
reynd að atvinnurekendur, sömu
aðhar og kaupa nú fisk á hinum
frjálsa markaði á langtum hærra
verði en áður hefur þekkst, geta
með góðri samvisku sannfært fólk
um að rekstur fyrirtækja þeirra
þoli ekki launahækkun. Hann
kemst meðal annars þannig að
orði:
„Hvemig getum við verið sátt við
sjálf okkur þegar við nánast
göngum á höfðum þeirra sem vinna
við undirstöðuatvinnuveg þjóðar-
inar. Þeirra sem skapa verðmætin
sem við lifum á? Við verðum að
leiðrétta þetta mikla ósamræmi
sem nú er við skiptingu þjóðar-
tekna. Það eru sjálfsögð mannrétt-
indi að 8 stunda vinnudagur og 40
stunda vinnuvika dugi til fram-
færslu vísitölufjölskyldunnar. . .“
og ennfremur „. . .Sannur vilji er
aht sem þarf th að leysa launamál
fiskvinnslufólks, sem og annarra
láglaunahópa."
Þetta voru orð hins unga stjóm-
málamanns og það er hópur í
verkalýðsfélögunum sem er á sama
máli, að minnsta kosti útgöngu-
menn sem trúa því að nú eigi að
sæta lagi og leiðrétta kaupið þótt
samningar séu fastir. Vakinn er
skhningur á því hvernig farið hefur
verið með láglaunafólkið í kapp-
hlaupi við launaskrið. Fiskvinnsl-
an var látin borga fólki hækkaða
kauptaxta með því að lækka bónus
og álagsgreiðslur sem því nam en
bónusinn hefur fyrr verið notaður
th launahækkunar og það hefur
gerst með ýmsum hætti.
Hér verða rakin tvö dæmi því th
staðfestingar. Það fyrra er fyrir tíð
tvöfóldu taxtanna (launatölumar
eru frá því í sept. en þá var greinin
skrifuð).
1/91981 var hæsti nýtingarbónus
U300 kr. 42,99.
Þá var hæsta tímakaup í fisk-
vinnu kr. 31,69.
Þá gerir hæsti bónus kr. 11,30 eða
37% meira en að tvöfalda tíma-
kaupið. Nú 1/9 1987 er hæsti
nýtingabónus U300 kr. 143,89 og
hæsta tímakaup í fiskvinnu kr.
178,35 og nú hafa máhn snúist við
því nú vantar hæsta bónusinn kr.
34,46 eða 24% th að tvöfalda tíma-
kaupið. Staðreyndin er að á þessu
tímabhi, frá 1/9 1981 th 1/9 1987, er
búið að skerða hæsta bónusinn um
61% miðað við hæsta tímakaup í
fiskvinnu.
Leiðrétting á iaunum
Þótt þessar tölur beri með sér þá
gifurlegu skerðingu, sem laun
þessa fólks í fiskvinnu hafa orðiö
fyrir, er það fullvíst að þeir sem em
í lægri kantinum hafa orðið fyrir
enn meiri skerðingu.
Skal nú nefnt dæmi því th sönn-
unar:
1/9 1981 er nýtingarbónus þeirra,
sem höfðu U200 kr. 24,57. Hæsta
tímakaup er þá kr. 31,69. Á þessum
afköstum vantar bónusinn kr. 7,12
eða 30% th aö tvöfalda hæsta tíma-
kaup í fiskvinnu.
1/9 1987 er nýtingarbónus þeirra
Frá Verkamannasambandsþingi
1987.
sem höfðu U200 kr. 71,95. Hæsta
tímakaup í fiskvinnu er kr. 178,35.
Á þessum sömu afköstum og í fyrra
dæminu vantar bónusinn kr. 106,40
eða 148% th þess að tvöfalda hæsta
tímakaup í fiskvinnu. Þannig hefur
bónusinn verið notaður th lækkun-
ar á launum fólks smám saman.
Ef menn halda að fiskvinnan hafi
fengið meiri hækkun á töxtum á
þessum ámm en annað kaup þá er
það mesti misskhningur því boriö
hefur verið saman margs konar
kaup á þessu tímabhi og fiskvinnan
hefur ævinlega orðið lægst.
í Verkamannasambandinu hafa
orðið dehur um kröfur th leiðrétt-
ingar á fiskvinnslukaupinu.
Alþýðusamband Austurlands hef-
ur sett fram aðrar kröfur en
sprungu hjá Verkamannasam-
bandinu. Og þótt kröfur Alþýðu-
sambands Austurlands hafi ekki
verið birtar í blöðum, sem ég hef
séð, þá er samt alveg ljóst að þær
eru ekki hærri en því nemur sem
búið er að skerða laun fiskvinnslu-
fólks um sem unnið hefur í bónus
og premíu undanfarin 6 ár.
Og vegna þess að hlutur bónuss-
ins og þrældómur hans er á
undanhaldi er það rökrétt krafa,
sem sett hefur verið fram í Al-
þýðusambandi Austurlands, að
krefjast hækkunar á tímakaupi th
leiðréttingar.
Nú er lag th að feha niður bónus-
inn en það á ekki að gerast á
kostnað verkafólks heldur á að
taka upp það kerfi sem hefur verið
tekið upp í frystihúsi á ísafirði, að
færa hæsta bónus inn í hæsta tíma-
kaupið, en þá yrðu mánaðarlaunin,
miðað við þær tölur sem hér hefur
verið stuðst við í sept. sl„ kr. 51-52
þús. Þama fyrir vestan er gott
dæmi um leiðréttingu á launum
fiskvinnufólks og því þarf að fylgja
eftir annars staðar á landinu.
Herdís Ólafsdóttir