Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBÉR 1987.
5
ViðtaJið
María E. Ingvadóttir settist á þing í
fyrsta skipti á mánudaginn og líkaöi
prýðilega. DV-mynd BG
í fyrsta sinn á þingi:
Mjög
skemmti-
leg reynsla
- segir María E. Ingvadottir
„Það var mjög athyglisvert að setj-
ast inn á pallana þarna, mjög
skemmtileg reynsla að taka þátt í
störfum þessarar samkundu. Ég er
þó viss um aö ég hef litið þetta dálít-
ið öðrum augum en þeir sem eru
gamalreyndir þama inni,“ sagði
María E. Ingvadóttir sem tók sæti á
Alþingi í fyrsta skipti á mánudaginn,
kom þá inn sem varamaður fyrir
Birgi ísleif Gunnarsson mennta-
málaráðherra. María mun sitja á
þingi í að minnsta kosti tvær vikur
að þessu sinni.
„Það er í sjálfu sér mjög gaman að
kynnast því hvernig farið er með
mál þama og hvaða leiðir menn
þurfa að fara til að koma sínu fram.
Það er ýmislegt sem ég vildi reyna
að koma á framfæri á Alþingi en það
verður bara að koma í ljós þegar þar
að kemur hveiju ég kem til leiöar.
Ég er ekki tilbúin með nein mál
eins og er en á þingi em hins vegar
nú þegar mál í umræðunni sem ég
hef mikinn áhuga á, til dæmis hús-
næðismálin. Ég er formaður hús-
næðismálanefndar Sjálfstæðis-
flokksins og hef setið í þeirri nefnd
síðustu tvö árin þannig að þetta er
náttúrlega einn af mínum uppá-
haldsmálaflokkum. ‘ ‘
- Hefurðuáhugaáþvíaðleggjaþing-
mennskima fyrir þig?
„Ég held að allir sem eru í pólitík
séu þar vegna þess að það er eitthvað
sem knýr þá áfram til þess að reyna
að hafa áhrif á ýmis mál sem betur
mættu fara í þjóðfélaginu. Og auðvit- -
að er ég komin þarna inn þess
vegna.“
María hefur starfað töluvert að fé-
lagsmálum og meðal annars verið
formaður Hvatar í nokkur ár og setið
þar í stjórn. Hún er viðskiptafræð-
ingur að mennt og starfar sem
fjármálastjóri hjá Útflutningsráði ís-
lands og þar hefur hún verið frá því
í apríl. María lauk viðskiptafræði-
prófi árið 1983, hún hóf framhalds-
menntun sína seint, fór í öldunga-
deildina við Menntaskólann á
Akureyri árið 1974 en hún er Akur-
eyringur í húð og hár og Þingeyingur
að auki.
„Við Þingeyingarnir erum að sjálf-
sögðu alls staðar og til alls vísir.“
María er fædd árið 1946.
„Þetta er mjög gott ár og ég segist
yfirleitt vera fertug þó að ég'sé í
rauninni nýorðin 41 árs.“
María er ekkja og á tvö börn, tví-
tuga dóttur, sem er á síðasta ári í
menntaskóla, og fjórtán ára gamlan
son.
„Ég hef ekki haft mikinn tíma til
tómstundaiðkana en áður fyrr spil-
aði ég svolitið á píanó og var í tónlist-
arskóla. Svo hef ég gaman af
ljóðalestri og les mikið.“
DV
Fiskvinnsla á Dalvík:
Fréttir
Fiskurinn út í gámum
ogvinnafellurniður
Það hefur tvívegis gerst á tæpum
tveimur vikumáð vinna í frystihúsi
og saltfiskvinnslu Kaupfélags Eyfirð-
inga á Dalvík hefur falhð niður vegna
hráefnisskorts. Ástæðan fýrir hrá-
efnisskortinum er að togarar Útgerð-
arfélags Dalvíkur hafa landað afla
sínum í gáma á ísafirði og selt til
Bretlands.
„Afli togaranna hefur verið sára-
tregur og það svo að ekki þótti taka
því að láta þá sigla af Vestfjarðamiö-
um og heim til Dalvíkur með þann
slatta sem þeir voru komnir með sem
að stærstum hluta var koli. Því var
ákveðið að landa aflanum í gáma og
flytja hann út,“ sagði Valdimar
Bragason, framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Dalvíkur, í samtali við
DV.
Sem dæmi um hvað aflinn hefur
verið tregur hjá togurunum undan-
farið sagði Valdimar að Dalvíkurtog-
arinn, sem landaði á ísafirði í gáma
síðastliðinn laugardag, var með 30
lestir eftir vikuveiðitúr. Hann sagði
aö þegar veiðin væri svona lítil væri
eðlilegt að sjómenn gerðu kröfur til
að eitthvað af aflanum væri selt út
þar sem miklu hærra verð fengist
fyrir hann.
Albert Ágústsson hjá frystihúsinu
á Dalvík sagði að vinna hefði lagst
niður um hádegi á mánudaginn og
óvíst væri að um meiri vinnu yrði
áð ræða þessa vikuna, þó væri það
ekki ljóst enn. í síðustu viku var full
atvinna en vikuna þar á undan duttu
úr 4 dagar. Hann sagði að það væri
á mijli 30 og 40 manns sem senda
þyrfti heim þegar hráefni skorti.
-S.dór
Skafti Ottesen, eigandi Hótel Bláfells, og Björn Björgvinsson smiður grafa fyrir viðbyggingunni vió hóteliö.
DV-mynd Sigursteinn Melsteð
Breiddalsvík:
Hotelið
stækkað
Siguxsteiim Melsteð, DV, Breiðdalsvik;
Framkvæmdir við stækkun Hótel
Bláfells á Breiðdalsvík eru hafnar og
eykst grunnflötur hótelsins úr 240 í
805 fermetra við stækkunina. Gisti-
rýmið stækkar verulega og í matsal
verður pláss fyrir 120 matargesti í
stað 40 áður.
Áætlað er að taka þessa viðbót í
notkun vorið 1989 en hér hefur um-
ferð almennra ferðamanna, svo og
sölu- og eftirhtsmanna, aukist til
muna undanfarin ár.
Þá hefur það færst í vöxt að félög
og starfshópar hér og úr nágranna-
byggðarlögunum haldi veislur í
Bláfelli og notfæri sér þá ágætu þjón-
ustu sem þar er að fá en eigendurnir
fengu viðurkenningu á síðasta ári
fyrir góðan mat og þjónustu. Hótel
Bláfell er opið allt árið.
Skeyti streyma
til Jóhönnu
„Hingaö hafa borist milli 80 og
90 skeyti og undirskriftalistar til
stuðnings Jóhönnu og stefnu henn-
ar í húsnæðismálum," sagði Lára
V. Júlíusdóttir, aðstoðarmaður Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra.
Lára nefndi sem dæmi að frá
verslun Nonna og Bubba í Keflavík
hefði borist skeyti þar sem lýst
væri stuðningi 50 manna.
Starfsfólk verslunarinnar Mikla-
garðs í Reykjavík hefði sent
undirskriftalista með nöfnum 34
starfsmanna.
-KMU
Lára V.' Júliusdóttir, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, með
skeytabunkann. DV-mynd Brynjar Gauti
-ATA