Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987.
Spumingin
Hefur þú unnið við fisk-
vinnslu?
Róbert Rósmann: Já, sem sjómaður
gerir maður það - hef gert það nokk-
ur ár.
Alexander Björnsson: Já, fyrir mörg-
um árum og þá sem „púki“ eins og
N það er kallað fyrir vestan. Þaö var í
einu frystihúsanna þar.
María Lea Guðjónsdóttir: Já, ég vann
á borði hjá ísfélaginu í Vestmannayj-
um.
Jón Erlingsson: Aldrei, nema þá að
eigin veiði (laxveiði).
Arnheiður Andrésdóttir: Já, við
snyrtingu í frystihúsi í Ólafsvík.
'Gunnlaugur Arnórsson: Nei, aldrei,
enda úr sveit, nánar tiltekið úr
Hrunamannahreppi.
Lesendur
Kjúklingar á útsölu:
Allt seldist
upp!
Hve mikið þarf að krydda kjúklinga til að ná yfirhöndinni yfir salmonellu-
sýklum?
Húsmóðir skrifar:
Sú umræöa um salmonellu-sýki
í kjúklingakjöti sem farið hefur
fram nú að undanfórnu virðist ætla
að draga dilk á eftir sér. Ekki síst
eftir þá fullyrðingu eins kjúklinga-
framleiðandans í sjónvarpsfréttum
að salmonella væri viðloðandi alla
kjúkhngaframleiðslu í landinu!
Ég get vart ímyndað mér annað
en sala á þessari tegund kjöts drag-
ist stórlega saman og þar með
framleiðsla. Þetta er óheillavænleg
þróun, þar sem kjúklingar eru hinn
besti matur.
En þegar sú staða kemur upp að
ein tegund matvæla eða hráefnis
hefur fengið það orð á sig að salm-
onellusýkill sé viðloðandi í því
skyldi engan undra þótt eftirspurn
minnkaði og legðist jafnvel af.
Það kom mér því mjög á óvart
að heyra af auglýsingu eða frétt í
útvarpi nýlega þar sem sagt var að
kjúkhngar væru til sölu á „útsölu-
verði“ í tiltekinni verslun í kaupt-
úni austanfjalls.
Það liggur í augum uppi aö mat-
vara, sem búin er aö fá á sig stimpil
sem salmonehusýkt, er varla eftir-
sótt til neyslu. En það undarlega
skeði. Alhr kjúkhngarnir seldust
upp á svipstundu!
Hvað er komið yfir þessa þjóð
sem rýkur upp til handa og fóta við
að heyra auglýsingu um matvöru
á útsölu, vitandi það að hún er göl-
luð, og keppast um að kaupa hana.
Og það er ekki eins og hér sé um
að ræða vöru sem vel megi nota
þrátt fyrir smávegis úthtsgaha,
eins og t.d. hurðarhúna, vaska,
teppi eða annað sem oft er vel not-
hæft, þrátt fyrir gallana.
Hér er um að ræða vinsæla mat-
vöru sem er sýkt af hættulegum
gerlum sem geta leitt til langvar-
andi veikinda. Það má með sanni
segja að íslendingar kaha ekki aht
ömmu sína þegar afslátturinn eða
útsalan er annars vegar.
Eða muna menn enn eftir handa-
ganginum sem varð þegar fréttist
um kjötið sem ekið var á sorphauga
Reykjavíkur? Hver skyldi hafa trú-
að þessu á fólk að óreyndu!
Það er meira en lítið að hjá þjóð
þar sem græðgin situr í shku önd-
vegi að fólk ryðst hvað fram fyrir
annað til að nálgast skemmd og
ónýt matvæh. Maður gæti haldið
að hér væri hungursneyð líkt og í
sumum Afríkuríkjum.
Það má kannski nota þessi
skemmdu matvæh eftir allt með
því að bæta þau kryddi eftir þörf-
um? En mér finnst vera tímabært
að yfirdýralæknir eða önnur heU-
brigðisyíirvöld gefi út greinargerö
um stöðu kjúkhngaframleiðslunn-
ar svo að fólk viti nákvæmlega
hvar það stendur í þessum efnum.
- Annað er ekki sæmandi.
Sjónvarpsfréttir hjá RUV:
Hafið fréttir kl. 20.30 eða
21 á kvöidin
Fréttaþulirnir Helgi Jónsson og Edda Andrésdóttir að störfum.
RÚV-hlustandi skrifar:
Nú er enn einu sinni verið að ræða
um dagskrá ríkissjónvarps, og í þetta
sinn vegna þess að sennilega þurfi
að þrengja að rekstrinum, eins og
víðast mun þurfa að gera ef við ætl-
um að gera átak í sparnaði hjá hinu
opinbera sem og annars staðar.
Þegar Stöð 2 og RÚV-sjónvarpið
deUdu sem mest um fréttatímann var
haft eftir fréttastjóra sjónvarps RÚV
að hann hefði lagt til, að þeirra frétt-
ir yrðu kl. 19.30. Þessu fékk hann
ekki framgengt og Stöð 2 er því á
undan með sjónvarpsfréttir kvölds-
ins.
Sá fréttatími er þó afskaplega
óþægUegur fyrir mjög marga og fyrir
ýmissa hluta sakir. Á þessum tíma
stendur oft yfir kvöldverður og
kvöldfréttir hljóövarps, þær sem
Uestir hlusta eftir eru nýbúnar.
Það er því ekki sjálfgefið að fólk
vilji rífa sig upp, annaðhvort frá
matarborði, blaðalestri eða bara al-
mennu heimUisrabbi eftir daginn, til
að fara að hlusta að nýju og nú í sjón-
varpi.
Kl. 20 kemur síðan RÚV með sínar
sjónvarpsfréttir. Margir eru þá til-
búnir að setjast við og horfa, en þó
ekki nærri ahir. Margt fólk er enn
að ganga frá ýmsu eftir daginn og
kvöldverðinn. Hér eru fáir sem hafa
sjónvarp í eldhúsi eins og víða tíök-
ast erlendis, t.d. í Ameríku og ekki
mjög algengt að sjónvarp sé í borð-
stofu heldur enda er gott að geta farið
annað og horft á sjónvarp þar sem
ekki er verið að sinna öðru á meðan.
Fréttir kl. 20.30 eða jafnvel kl. 21.00
væru vel þegnar. Þá er líka búið að
nálgast flest það sem skeð hefur að
deginum og vinnsla frétta yrði
kanske mun nákvæmari og auðveld-
ari með því móti.
Viö fengjum t.d. fullkomnari fréttir
frá Ameríku, þar sem þá er vinnu-
degi um það bil að ljúka, og ýmislegt
annaðgæti unnist við að seinka frétt-
um RUV-sjónvarps þar tU kl. 21.00,
sem ég tel bestan fréttatíma.
Fram að þeim tíma gæti þá verið
efni af léttara tagi sem væri fremur
við hæfi yngri kynslóðarinnar og eft-
ir fréttir taéki svo við annað almennt
efni sem væri frekar viö hæfi hinna
fullorðnu.
En hvað sem þessum vangaveltum
líöur þá ættu þeir hjá RÚV og þá
einkum fréttastjórinn að athuga
hvort þetta er svo galin hugmynd.
Að mínu mati myndu þeir á margan
hátt slá þeim viö á Stöð 2 með þessum
fréttatíma og fá mun almennari
„áhorfun“ að fréttum en nú er og á
það við um báðar stöðvar. í þessu
tilfelli myndi þó RÚV hafa vinning-
inn.
f leiðinni vU ég þakka þeim sjón-
varpsfréttamönnum RÚV, og sérs-
taklega þeim Eddu Andrésdóttur og
Helga Jónssyni, sem eru, ásamt
fréttastjóra, mjög skilmerkileg og
góöir fréttaþuhr í sjónvarpi.
Niðrandi
ummæli í
sjónvarpi
Þorsteinn skrifar:
í einum af fréttatímum Stöðvar
2, þar sem veriö var að gera út-
tekt á skreiðarmálinu svohefnda,
var haft viötal við einn þeirra
aðUa, sem lengi hefur verið í for-
svari fyrir þessum málum, a.m.k.
fyrir einhvem hóp þeirra aðila,
sem selur skreið til Nígeríu.
Margt fróðlegt kom þar frara,
bæöi af því sem sagt var og eins
vegna hins sem ekki var sagt.
Eitt þótti mér þó nUkUl ljóður
istii, hann kaUaði keppinaut sinn
„svarta“ Pétur í áheyrn alþjóöar
og átti þetta sennUega að gefa þá
mynd af samkeppnisaðilanum ís-
lenska að ekki væri nú allt með
felldu í viðskiptum hans við níge-
rísk stjómvöld.
Þessi aðili, sem þama var upp-
nefndur, er þó, að þvi er fram
kom í fréttinni, eini aðilinn sem
emr getur selt skreið lfmdsmanna
til Nígeríu. í máium er snerta
utanríkisviöskipti okkar getur
enginn leyfl: sér að níða niður
keppinautana.
Þaö er Ula farið ef menn geta
komið fram í fjölmiðlum, jaflivel
þótt þeir séu ekki ríkisstuddn,
og beint orðum sínum tti alþjóðar
í þeim tilgangi að sverta náung-
ann, keppinautinn eða hvem
annan þegar hann er ekki viö-
staddur.
Atökin í Alþýðubandalaginu:
Er formannsefhi aðalmálið?
Áhorfandi hringdi:
Ég er nú ekki flokksbundinn al-
þýðubandalagsmaður en hef kosiö
þann flokk langoftast. Mér finnst að
detiurnar um formannsefnið í
flokknum séu orðnar honum lítt til
framdráttar. I
Auðvitað skiptir máh hver er for-
maöur eins stjómamálaflokks en það
er þó ekki aðalatriöið því fleiri eru
við stjórnvöhnn en formaðurinn. Það
sem skiptir mestu máli nú fyrir Al-
þýðubandalagið, að mínu viti, er það
að halda flokknum vel aðskildum frá
hinum flokkunum með þau stefnu-
mál að leiðarljósi sem sýna að
flokkurinn er enn með eigin baráttu-
mál en ekki þau sömu og hinir miðju-
og félagshyggjuflokkamir, Fram-
sókn og Alþýðuflokkur.
Mesta hættan hjá Alþýðubl. í dag
er sú að það verði fljótlega orðið einn
þeirra flokka sem síðan verði sam-
einaður hinum tveimur. Þetta er
hættan í dag. Ég held að formaður,
hver sem hann verður, geti ekki haft
úrsUtaáhrif í þessu sambandi þ ví það
er fólkið sem ræður.
Hins vegar getur formaður beitt
áhrifavaldi sínu ef hann hefur nógu
mikla leiðtogahæfileika. Þessa hæfi-
leika tel ég hvorugan frambjóöand-
ann hjá Alþ.bl. hafa. En formanns-
efnið er, eins og ég segi, ekki
aðalmálið. Aðalmálið er það hvort
Alþbl. verður tilkippUegt til við-
ræöna um hugsanlega sameiningu
eða nána samvinnu við hina miðju-
og vinstri flokkana. Þá er það flokks-
fólksins að styðja viö bakið á form-
anni sínum og jafnvel móta stefnuna
fyrir hann.