Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987. 15 Lesendur Hatha yoga, frábær líkamsrækt „Æfingarnar reyna talsvert á þoirifin," segir bréfritari. Einn ánægður skrifar: Sem betur fer hefur áhugi fólks hér á landi sem annars staðar vaxið verulega á því að halda líkama sínum í góðu formi og eru líkamsræktar- stöðvar og svipaðar stofnanir hér á höfuðborgarsvæðinu óræk sönnun þess. , Ég hefi stundað þess konar nokkur undanfarin ár mér til mikillar ánægju og lífsfyllingar. Maður hefur farið á milli stöðvanna eins og geng- ur og verið nokkra mánuði hér og nokkra mánuði þar, svona til að breyta til og kynna sér það sem er á boðstólum á hinum ýmsu stöðum. Það er sammerkt með þeim öllum að þaðan fer maður endurnærður og fullur af krafti og áhuga fyrir átökum í hinu daglega lífi. En það er dálítill munur á samt sem áður, því að takast á við beina styrk- ingu líkamans og hinu að samræma hreyfingar líkamans við hugsunina og láta ekki vöðvana stjórna sér óhindrað. í einni stöðinni hér er þetta sam- hæft á einstaklega nákvæman og nærgætinn hátt. Það er í Yogastöð- inni Heilsubót í Hátúni 6a. Þar fær maður mjög góðar leiðbeiningar og æfingar í því að koma á jafnvægi í hreyfingum og samhæfingum þeirra við vilja einstaklingsins. Það er með ólíkindum hvað þessar æfingar skfia miklum árangri á skömmum tíma. Ég er einn þeirra sem sitja mikið við vinnu sína og hef stundum fundið til einkenna sem gætu bent til byijunar á vöðvabólgu í líkamshlutum þar sem álagið er mjög einhæft. Eftir nokkur skipti í Yogastöðinni Heilsubót eru slík ein- kenni gjörsamlega horfin. En enginn skyídi halda að þessar æfingar, sem notaðar eru, séu átaka- lausar því það eru þær ekki. Margir þeir sem ekki vita hvað Hatha Yoga er halda að hér sé um einhvers kon- ar hugleiðslu í kyrrstöðu að ræða. Það er þó alls ekki. Æfingarnar eru að vísu teygju- og slökunaræfingar að uppistöðu en reyna talsvert á þol- rifin í leiðinni. Enda lýkur hverjum tíma með góðri afslöppun í svo sem fimm til sjö mínútur og það er ekki sísti þátturinn í heildartímanum í hvert skipti. Þessi tegund æfinga er sennilega ein allra besta og árangursríkasta til alhliða styrkingar á líkamanum og það get ég dæmt um af eigin reynslu. Lítið úrval af kuldahúfum K.S. skrifar Maöur hefði haldið að hér á ís- landi væri mikið og gott úrval af loðhúfum. Svo er þó ekki. Ég leit inn í Hagkaup og Mikla- garð en á hvorugum staðnum voru þær fáanlegar. Samt var auglýst að þar væri vetrarfatnaður til sölu í Pinglandi og víðar á Norður- löndumun er til mikið úrval af þessum nauðsynlegu flíkum en hér á landi fiimast þær varla nema í mjög takmörkuðum mæli. Eitt sinn voru til úrvalskuldahúf- ur í verslun viö Hallveigarstíg. Annars staöar hef ég rekist á léleg- ar, þunnar húfur sem varla er hægt aö kalla kuldahúfur. Vonandi rumskar einhver kaup- maðurinn og uppgötvar að á Is- landi er þörf á góðum og hlýjum höfuðfótum í frosti og kulda. Mað- ur sér útlendinga, sem hingað koma að vetrariagi, með faUegar loðnar kuldahúfur en þær eru ekki á boöstólum hér í Reykjavík a.m.k. Úrvalið er vægast sagt mjög tak- markaö og ennþá verra að finna réttar stæröir. Vona ég að úr rætist. Eru tallegar kuldahúfur ekki á boð- stólum? Þaft hiltyrðír brétritari. Öiyggisvarsla í Kringlunni: Verð ég hand- jámaður? Er ástandið á íslandi orðið það skeifilegt að venjulegir varðmenn í verslunum þurfi að vera gráir fyrir jámum? Halldór Ásgeirsson skrifar: Nýlega fór ég í Kringluna sem er svo sem ekki í frásögur færandi. En það sem ég sá, er ég kom inn, hefði þó einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Þama gekk um ungur maður í ein- kennisbúningi. Þetta var öryggis- vörður og var hann með handjám, áberandi, hangandi utan á sér. Mér fannst eins og handtaka væri í uppsiglingu eða að eitthvað hræði- legt væri að gerast. Eg spyr því: Er ástandið á íslandi orðið það skelfilegt að venjulegir varðmenn í verslunum þurfi að vera gráir fyrir járnum? Hafa slíkir varð- menn leyfi til að skella handjárnum á samborgara sína? Ég vil taka fram að ég hefi aldrei séð íslepska lögregluþjóna bera handjám (a.m.k. ekki utan klæðaj, nema í algjörum neyðartilfellum og þá við sérstakar aðgerðir. Þess vegna kom þessi sjón mjög flatt upp á mig. Það væri gott að fá frekari upplýsingar um þetta mál. Fréttir Krakkarnir virtust una sér hið besta í nýja leikskólanum við Blómsturvelli á Stokkseyri. DV-mynd Ingi S. Ingason Stokkseyri: Nýtt leikskóla- hús vígt Ingi S. Ingason, DV, Stokkseyri: Nýtt húsnæði leikskólans á Stokks- eyri var vígt nýlega. Húsið, sem er að grunnfleti tæpir 130 m2, stendur við nýja götu í þorpinu en hún ber nafnið Blómsturvellir. Hálfur áratugur er nú hðinn síðan ákveðið var aö byggja yfir starfsemi leikskólans en honum var komið á fót í leiguhúsnæði í kjölfar kosninga- sigurs G-hstans árið 1982. Það var þó ekki fyrr en í mars á þessu ári að framkvæmdir hófust og má því segja að verkinu hafi miðað drjúgt eftir að það hófst. Húsið, sem er einn- ar hæðar timburhús, er teiknað af arkitektunum Ásmundi Harðarsyni og Karl-Erik Roxén. Sams konar teikning mun hafa verið notuð á Eyrarbakka, Seltjarnarnesi. á Bíldudal og í Hafnarfirði. Hún gefur möguleika á að bæta við annarri deild meö sömu stjórnunaraðstöðu. Nú þegar er kostnaður við bygging- una komin í 5,7 milljónir kr„ en með fullfrágenginni lóö með leiktækjum og ýmsu smálegu er reiknað með að kostnaður verði um 7 mihjónir. Á fjárlögum áranna '86 og '87 hafði samtals verið varið 800.000 kr. úr rík- issjóöi en auk þess fékkst fram- kvæmdalán frá Húsnæðisslofnun ríkisins að upphæð 1,2 millj. kr. Loks veitti Lánasjóður sveitarfélaga lán að upphæð 1,9 millj. kr. til fram- kvæmdanna. Afgangurinn hefur verið sóttur í sveitarsjóð. Skv. nú- gildandi lögum ber ríkissjóði að greiða helming stofnkostnaðar. Aðalverktaki að húsinu var Hinrik Árnason en jarðvegsvinna var í höndum starfsmanna hreppsins. Auður Sveinsdóttir landslagsarki- tekt teiknaði lóðina en um innrétt- ingar sá Sigfús Kristinsson. byggingameistari á Selfossi. Snorri Ólafsson hannaði og sá um raflögn, Hjálmar Gunnarsson, Eyrarbakka, sá um málningarvinnuna en tækni- leg umsjón öll var í höndum Boga Þórðarsonar, byggingarfulltrúa hreppsins. í nýja húsinu verður starfrækt tví- skipt leikskóladeild. Fyrir'hádegi eru 14 börn á aldrinum 2-6 ára en e.h. 17 börn 3-6 ára. Verið er að velta vöngum yfir því hvort börnum ein- stæðra foreldra verði gefinn kostur á 6-7 klst. vistun daglega en of snemmt er að spá í hvað gert verður. Forstöðumaður leikskólans er Kristín Eiríksdóttir fóstra en auk hennar munu starfa þar 6 konur í hálfu starfi frá 1. des. nk. Birgir isleifur Gunnarsson menntamálaráðherra og Sverrir Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, voru meðal viðstaddra þegar fyrsta fé- lagsheimili tónlistarmanna var vigt á laugardaginn. DV-mynd GVA Klappað í nýju félagsheimili Félagsheimili tónlistarmanna að Vitastig 3 í Reykjavík var vígt ný- lega. Yfir hundrað manns voru við vígsluna og þeirra á meðal voru menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, og fyrrverandi mennta- málaráðherra, Sverrir Hermanns- son. i í stjórn félagsheimilisins eru Bjarni Marteinsson arkitekt og harmóníkuleikari, Þorkell Sigur- björnsson tónskáld, Jóhann G. Jóhannsson tónskáld og Stefán Edel- stein. Fullkomið 24-rása hljóðupptökuver er á sömu hæð og félagsheimilið og geta alhr þeir sem æfa í heimilinu látið taka æfingarnar upp á band. Þetta er fyrsta félagsheimili tónlist- armanna. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.