Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987. 13 Hinar eitniðu raunvaxtaprósentur Lesandi góöur. Hefur þú hugleitt þá þróun sem orðið hefur í vaxta- málum á íslandi á undanfómum misserum? í dag er svo komið að íslenska ríkið, það er sameignar- sjóður okkar landsmanna, býður skuldabréf til sölu sem jafntrygg og peningaseðlar með 8,5% árs- ávöxtun umfram verðbólgu. Þá þurfa einstaklingar og fyrir- tæki, sem ekki geta boðið jafngóða tryggingu að öllum jafnaði, að bjóða betur og borga eitthvað hærri raunvexti til að vera samkeppnis- fær um sparifé landsmanna. Og hvað er 'svo sem athugavert við það? Jú, 8,6% raunvextir þýða að skuldir tvöfaldast að raunvirði á um átta og hálfs árs fresti. Skoðum þrjár dæmisögur um þetta. Tökum dæmi Segjum sem svo að Ingólfur Am- arson landnámsmaður hafi keypt ríkisskuldabréf með þessum kjör- um fyrir eina krónu er hann nam hér land árið 874. Hvað skyldi eitt slíkt einnar krónu ríkisskuldabréf hafa ávaxtast á 1113 árum? Það væri í dag um það bil 776 827 840 000 000 000 000 000 000 000 000 000 íslenskar krónur eða eitthvað um 13 milljón milljón milljón milljón sinnum hærra en íjárlögin á næsta ári. Tökum annað dæmi. Jón Jónsson launþegi er að byrja búskap og kaupir -sér íbúð sem hann stað- greiðir fyrir tvær milljónir króna. Jón borgar úr eigin vasa eina millj- ón og fær eina milljón króna að láni. Lánið skal hann greiða í einu lagi eftir 9 ár. Þá skal hann greiða um 2 083 856 krónur, sem er rúm- lega íbúðarverðið, flytur út með fjölskylduria og tæplega hundrað þúsund króna vanskilaskuld á bak- inu. Tökum eitt dæmi enn. Sigurður Sigurðsson á tvær milljónir króna KjaUaiinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur eða um íbúðarverð, kaupir ríkis- skuldabréf fyrir peninginn. Eftir átta og hálft ár á hann fjórar millj- ónir eða sem svarar tveggja íbúða virði, eftir sautján ár á hann átta milljónir eða sem svarar til fjög- urra íbúða virði, eftir tuttugu og fimm og hálft ár á hann sextán milljónir eða sem svarar til átta íbúða viröi, eftir þrjátíu og fjögur ár á hann þrjátíu og tvær milljónir eða sem svarar til sextán íbúðá virði og getur keypt heila blokk. Mismunur á raunvöxtum Okkur íslendingum bregður ekki í brún þótt raunvextir hækki á mjög skömmum tíma úr 5% í 8,5%, sem þýðir að tvöfóldunartími skulda hefur styst úr 14 árum í 8,5. Eðlilegir raunvextir hafa oft verið taldir um 2 til 3% sem þýðir að tvöfóldunartími lána er á bilinu 24 til 35 ár. Ef Sigurður Sigurðsson í dæmisögunni hér á undan hefði keypt ríkisskuldabréf með 2% raunvöxtum í stað 8,5 ætti hann sem svarar til tveggja íbúða virði. Það er með ólíkindum með jafn- vel menntaða, fróða og skynsama þjóð, eins og við íslendingar annars erum, hvað viö eigum erfitt með að átta okkur á þessum gríðarlega mun í vaxtakjörum sem mismun- urinn á t.d. 2% raunvöxtum og 8,5% er. Eitrið í vaxtaprósentunum felst nefnilega í því að þegar talað er um vexti eða raunvexti er átt við prósentur á ári. Það er þetta „á ári“ sem er eitrað eins og dæmisög- unar hér á undan sýna. En hvaða áhrif hafa mjög háir raunvextir? í stuttu máli þá verða hinir efnuðu mjög fljótir að verða miklu ríkari en þeir eru ef þeir ávaxta fé sitt rétt og hinir sem lán taka á þessum kjörum eru ótrúlega fljótir að tapa miklu til lánar- drottna sinna. Við þekkjum mjög nýlegt dæmi úr Islandssögunni sem hafði mjög svipaðar afleiðing- ar og háir raunvextir. Það var þegar lánskjaravísitalan og kaup- gjaldsvísitalan gengu á skjön fyrir nokkrum árum. Á svipuðum tíma ollu gengisbreytingar Bandaríkja- dollars mörgum fyrirtækjum „Jafnvægi í ríkisbúskapnum er út af fyrir sig göfugt markmið en það má ekki kaupa hvaða verði sem er.“ „Hvað skyldi einnar krónu ríkisskuldabréf hafa ávaxtast á 1113 árum?“ spyr greinarhöfundur. - Svarið er að finna i greininni. verulegum búsifjum. Afleiðingar hárra raunvaxta verða mjög fljótar að skila mörgum einstaklingum og fyrirtækjum svipuðum afleiðing- um. En hver verða viðbrögð einstakl- inga og fyrirtækja við mjög háum raunvöxtum? Jú, eins og alltaf reyna þessir aðilar að velta vand- anum yfir á aðra. Jón í dæmisög- unni kemur til með að krefjast mannsæmandi launa og lái honum hver sem vill. Fyrirtækin hækka sitt verð og svq er spurningin: Hvemig ætlar ríkissjóður að greiða ríkisskuldabréfin? Kannksi með nýjum ríkisskuldabréfum með enn hærri raunvöxtum? Á að banna raunvexti? Það er alveg sama hvernig maður lítur á 8,5% raunvexti, niðurstaðan verður alltaf sú sama, þeir hafa mikinn og hraðan eyðileggingar- mátt. Þeir eru kjarnorkusprengja á íslenskt efnahagslíf. En hvað er þá til ráða? Banna raunvexti hærri en eitthvað tiltek- ið með lagasetningu? Nei. í þessu máli duga ekki boð og bönn stjórn- valda nema mjög takmarkað. Ríkissjóður, sem er langstærsti að- ilinn á íslenskum peningamarkaði, verður að sjá til þess að eðlilegt jafnvægi haldist með því að stilla lántökum í hóf og er ábvrgur fyrir því að eðlilegir raunvextir séu í landinu. Ef það er ekki framkvæmanlegt þá verðum við bara að hverfa aftur um nokkur ár í frjálsræöisþróun peningamála. En hvernig má það ske að ís- lenskum stjórnmálamönnurn takist að fela svo ljótar staöreyndir sem 8,5% raunvextir eru. Jú, fjöl- miðlar eru yfirfullir af jákvæðri umfjöllun jafnvægis í ríkisbú- skapnum sem virðist hilla undir í flárlagafrumvarpi, rikisstjórnar- innar. Jafnvægi í ríkissbúskapnum er út af fyrir sig göfugt markmið en það má ekki kaupa hvaða verði sem er. Brynjólfur Jónsson Þenslan á undanhaldi Það var ekki laust við að manni fyndist sem margir hefðu það á til- finningunni, meðan á myndun ríkisstjómarinnar stóð, og síðan fyrstu mánuðina eftir að hún var mynduð, að eitthvað óvænt væri framundan. Nú hlyti eitthvað það að koma í ljós sem gerði hinni nýju ríkis- stjórn ókleift að starfa. Margir myndu sjá til þess. Og það var svo sannarlega reynt ýmislegt til þess að gera þessari nýju þriggja flokka ríkisstjóm óhægt um vik. Allir samtímis Aðilar hins svokallaða vinnu- markaðar riðu á vaðið. Þeir voru taldir geta ráðið úrslitum um hvort ríkisstjómin gæti .setið yfirleitt. Fram í dagsljósið var dregin ný og ógnvekjandi mynd af þenslunni á vinnumarkaðinum og látið í það skína að nú vantaði milli fjögur og fimm þúsund manns í vinnu, þó frekar sex þúsund ef öllu væri til skila haldið! Þetta var nú eitthvað fyrir ríkis- stjórnina til að glíma við í bili! Samtímis kom fram aðili eirin hug- myndaríkur sem vildi fá lóð til að byggja yfir þann vinnúkraft sem væntanlegur væri frá útlöndum - ekki færri en tvö þúsund manns. Yfir þetta fólk þyrfti að byggja hið bráðasta því allt ylti á því að fólk þetta fengi húsnæði! Og fleiri fóru af stað. Frægt er upphlaup Verslunarráðs íslands sem lét kaupa sleddu mikla til þess að senda fjármálaráðherranum að gjöf, með þeim orðum að gripinn skyldi nota við niðurskurðarað- gerðir sem framundan væru. Ráðherra sýndi þó ekki af sér meiri asa en svo að hann brá sveðj- unni á skegg sér, til reynslu, en sá KjaUarinn Geir.R. Andersen blaðamaður því sama og vafinn kemur fram um að ríkisstjórnin nái tilsettum ár- angri með aðgerðum sínum að halda verðbólgunni í skefjum á næstu mánuðum. er samt sérstak- lega tekiö fram að takist ekki að lækka verðbólgu hafi fastgengis- stefna ríkisstjómarinnar sungið sitt síðasta. Við næstu mánaðamót megi vænta „gusu verðhækkana", vegna skattahækkana, segir einnig i áliti Verslunarráðsins. Auðvitað getur verið að satt reyn- ist að ein hækkunargusan dembist enn yfir þetta veikbyggða þjóðfélag sem sífellt á í vök að verjast gegn ásókn þrýstihópa í ívilnanir sér til handa umfram aðra sem þeir bera sig saman við. En þær verðhækkanir, ef yfir „Þaö er margt sem bendir nú þegar til þess aö fólk sé farið að skilja aö tími sparnaðar sé runninn upp.“ að þar dugði hún ekki. Hefur sveðj- an mikla frá Verslunarráði legið ónotuð síðan. En Verslunarráðið er samt við sig. Þar efast menn um að ríkis- stjórnin nái tilsettum árangri. Ráðið spáir 30% verðbólgu og 30% gengissigi, til að ekki hallist á töl- urnar, - „ef launaforsendur þjóð- hagsspárinnar bresta“, bæta þeir að vísu við. Gusa verðhækkana? í plaggi frá Verslunarráði ís- lands, sem kallast Minnisblað VÍ, dynja, eru ekki tilkomnar vegna skattahækkana ríkisstjómar þeirr- ar er nú situr. Þær skattahækkanir, sem hún hefur nú orðið að framkvæma, eru meira en réttlætanlegar eftir það góðæri sem hér hefur ríkt og ríkir enn og þá umframeyðslu sem landsmenn hafa í'sameiningu stað- ið að. Það er á allra vitorði að þjóðin hefur lifað um efni fram á undan- fórnum áratugum og þá umfram- eyðslu getur enginn greitt nema landsmenn sjálfir. Og eins og Verslunarráð íslands tekur fram á Minnisblaði sínu um þjóðhagsáætlun getur aðeins stór- aukinn sparnaður komið í veg fyrir að neyslan aukist í kjölfar væntan- legrar kaupmáttaraukningar. En gusa verðhækkana á ekki að þurfa til að koma vegna skatta- hækkana ríkisstjórnarinnar. Skattahækkanir hennar era ein- mitt til þess gerðar að ná niður þenslunni, draga úr óþarfa fram- kvæmdum og gera fyrirtækjum kleift að aðlaga rekstur sinn nýjum og breyttum aðstæðum, tímum að- halds og spamaðar. Sýnilegur samdráttur Það er margt sem bendir nú þeg- ar til þess að fólk sé farið að skilja að tími sparnaðar sé runninn upp. Kaupæði hefur runnið af mörg- um þeim er áður voru fremstir í flokki og fylgdust gjörla með hvem hreyfingu í gengis- og verðlagsmál- um, keyptu upp hverja þá vöruteg- und sem fyrirsjáanlega myndi hækka í verði, hvort sem not myndu fyrir hana eða ekki. Þar kemur fastgengisstefna stjórnarinnar til m.a. og sú ákvörð- un að láta ekki undan þrábeiðni þrýstihópa um gengislækkun. Gengislækkun hér á landi getur beðið „betri“ tíma, eða þar til hún er óhjákvæmileg vegna breytinga á galdmiðli helstu viðskiptalanda okkar. Verðbólgusamningur eða skyn- samlegir samningar við aðila vinnumarkaðarins á ekki að vera mál ríkisstjómarinnar. Traust á ríkisstjórninni á ekkert skylt við þá samninga. Launasamninga á að gera með tilliti til þess hvernig árar hjá viðkomandi fyrirtækjum sem greiða launin. Auðvitað verða slíkir samningar aldrei gerðir af neinu viti fyrr en hver atvinnugrein fyrir sig semur sjálfstætt við þá launþegahópa sem að atvinnugreininni starfa. og þá í einu lagi fyrir alla starfsmenn hennar. Það er viðtekinn háttur hjá þeim þjóðum sem best era á vegi staddar og þar sem laun eru hvað best. Samdráttur og spamaður er það sem til þarf í þessu þjóðfélagi svo að séð verði fyrir endann á þeirri ringulreið sem hér hefur ríkt. Og þaö er ekki Örgrannt um að þess sjáist merki nú þegar að fólk sé farið að hægja á sér. Þannig er nú lítið sem ekkert tal- að um að byggja þurfi fvrir tvö þúsund farandverkamenn sem óskað var eftir hingað sem vinnu- dýrum í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. Sú umræða, að þörf sé fyrir íjög- ur til sex þúsund manns á vinnu- markaðinn, hefur verið lögð til hliðar í bili og skýtur væntanlega ekki upp kollinum á ný fyrr en umsvif aukast og grynnkað hefur verið á skuldum. Kannski hefur hugmyndin um þegnskylduvinnu hér á landi til að leysa vandann með eigin hendi slegið eitthvað á kröfuna um hið erlenda vinnuafl. Nú hvetja íslenskir iðnrekendur félagsmenn sína til að draga úr rekstrar- og launakostnaði vegna skilaboða ríkisstjómarinnar til at- vinnuveganná um að gengið verði ekki lækkað á næsta ári. Þetta er góð byrjun og sýnir skilning, a.m.k. hjá sumum að- standendum hins íslenska vinnu- markaðar. Og fleiri teikn eru á lofti um að þenslan sé á undanhaldi og hún verði komin út í hafsauga á nýju ári - ári samdráttar og spam- aðar. Geir R. Andersen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.