Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1987.
29
£
Sviðsljós
DV-Myndir GK
Ekki ber á öðru en leikritið hafi fengið góðar undirtektir gesta á frumsýningunni ef marka má svip þeirra í hléinu.
Lokaæfing frum-
sýnd á Akureyri
Fyrsta frumsýning starfsársins hjá Leikfélagi Akureyrar var um daginn.
Frumsýnt var verk Svövu Jakobsdóttur, Lokaæíing. Áhorfendur fjölmenntu
í Samkomuhúsið þar sem frumsýningin var og fékk leikritið góðar undirtekt-
ir frumsýningargesta.
Leikritið Lokaæfmg fjallar um hjón sem hafa komið sér upp fullkomnu
kjarnorkubyrgi undir kjallara húss síns. Þangað halda þau á lokaæfmgu og
gengur á ýmsu í samskiptum þeirra þar. Einnig kemur ung stúlka, sem er
píanónemandi eiginkonunnar, við sögu.
Leikendur í verkinu eru Sunna Borg, Theódór Júlíusson og Erla Rut Harð-
ardóttir.
Þessir snillingar eru nú komnir í hár saman. Frá vinstri: Roger Waters,
sem er hættur i hljómsveitinni, Nick Mason, Rick Wright og David Gilmo-
ur.
Pink Floyd
íifir enn
Nú er hafin hljómleikafór í Norð-
ur-Ameríku hjá hljómsveitinni
Pink Floyd. Eins og margir vita
yflrgaf Roger Waters hljómsveit-
ina, en hann hefur löngum verið
talinn aðaldrifljöður hljómsveitar-
innar og lagahöfundur. Þegar
Waters yflrgaf Pink Floyd lýsti
hann því yfir að hljómsveitin Pink
Floyd væri liðin undir lok,
Aðalforsprakki hljómsVeitarinn-
ar nú, David Gilmour, er á öðru
máli. Gilmour, gítarleikari og
söngvari, lýsir frati á tilraunir
Waters til að jarða hljómsveitina
og segir að hún lifi góðu lífl. Mein-
ingin er að sanna þaö á hljómleika-
fórinni í Norður-Ameríku.
Þeir sem eftir eru i hljómsveitinni
nú eru Nick Mason, Rick Wright
og David Gilmour, sem reyndar
samdi öll lögin á nýrri plötu þeirra
félaga, Momentary Lapse of Rea-
son. Gilmour heldur því fram að
Waters hafi aldrei verið það stóra
númer sem haldið hafl verið fram.
„Ég söng t.d. flest lögin á plötunum
Dark Side of the Moón og Wish You
Were Here“ segir Gilmour.
Roger Waters hefur hótað því að
lögsækja fyrrum félaga sína ef þeir
noti Pink Floyd nafnið áfram. Sjálf-
ur hefur hann haflð sólóferil og
hefur gefið út tvær plötur síðan
hann hætti með Pink Floyd. Þær
hafa ekki selst vel, en þrátt fyrir
það telja mjög margir að hann sé,
og hafi verið, mesti snillingur Pink
Floyd.
Snemina beygist
krókurinn
Nýlega var gefin út hljómplata með rokkstjörnunni Mark Sutter frá Sviss.
Til þess að fylgja henni eftir eru haldnir tónleikar í þremur borgum. Hið
sérkennilega er að Mark Sutter er aðeins sjö ára gamall. Sutter segir sjálfur
aö tónlist hans tilheyri þungarokksstílnum. Ef til vill fáum við að heyra
meira frá þessum rokkara en hann hefur svo sannarlega tímann fyrir sér í
þessu efni.
Hann viróist kunna taktana á sviðinu, hann Mark Sutter. Hann er aðeins
sjö ára gamall og félagi hans baka til, Manuele Scire, er átta ára.
Simamynd Reuter
Ólyginn
sagði...
Sylvester
Stallone
var varaður við en hann er
ekki einn af þeim sem hlusta
á ráð annarra. Þess vegna
dembdi hann sér í sundsprett
í Dauðahafið eins og sannri
hetju sæmir. Hann er þar um
þessar mundir við töku á ný-
justu Rambokvikmynd sinni.
Dauðahafið er saltasta innhaf
í heimi enda liðu ekki nema
fáeinar sekúndur þangað til
Stallone kom veinandi upp
úr, af litlum hetjuskap, og
gólaði ....augun í mér
brenna".
rússneski ballettdansarinn, er
rétt að verða fimmtugur.
Hann er enn að dansa á fullu
en segir að það sé orðið sí-
fellt erfiðara að standa sig.
Hann er farinn að tala um að
draga sig í hlé. Hann er búinn
að kaupa sér búgarð í Virgi- <-
níufylki sem hann hefur
hugsað sér að eyða elliárum
sínum á. Eina ósk hans nú
er að fá aldraða móður sína
til sín en hún hefur ekki feng-
ið brottfararleyfi frá Sovétríkj-
unum.
Rudolf Nurejev
Elton John
er ekki mjög hress um þessar
mundir. Síðasta LP-plata
hans, Live in Australia, hefur
fengið mjög lélegar undir-
tektir og selst ekki neitt. Ekki
bætir heldur úr að liði hans,
Watford, í ensku knattspyrn-
unni, hefur gengið afleitlega
og er í botnbaráttunni. Það
er vonandi að eitthvað rætist
úr hjá kappanum, á öðrum
hvorum vígstöðvum, eða
hvorum tveggja.