Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1987, Blaðsíða 32
Hafir þu ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 28. 0KT0BER 1987. Meint kynferðisafbrot: Heilt ár í Sakadómi Mál á hendur manni, sem grunað- »4jr er um að hafa framið kynferðisaf- brot á ungum dreng, hefur verið til meðferöar hjá Sakadómi Reykjavík- ur síðan 6. nóvember í fyrra. Ármann Kristinsson sakadómari hefur með málið að gera. Hann var spurður um gang málsins. „Ég segi ekkert um gang þessa máls. Mál af þessu tagi eru rekin fyrir luktum dyrum. Ég get ekki gefið upplýsingar um málið,“ sagði sakadómarinn. Eftir því sem DV kemst næst hefur framburður fómarlambs og þess grunaða í slíku máli sjaldan eða aldr- ei verið eins samhijóma. Það er því undrunarefni hve langan tíma málið hefur verið í Sakadómi. Á meðan gengur sá grunaði laus. DV hafði samband við þann grun- tiða í gær. Hann sagðist ekkert vilja fjalla um málið við fjölmiðla. _sme Síldarsöiumálið: Samninga- fundi frestað „Ég þori ekkert að láta hafa eftir mér, hvorki jákvætt né neikvætt. Við áttum fund með samningamönnum Sovétmanna í gær, þar sem skipst var á skoðunum. Fundi, sem átti að hefjast í morgun, hefur nú verið frestað fram eftir degi og við verðum bara að bíða og sjá hvað setur,“ áagði Gunnar Flóvehz, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, í samtali við DV í morgun. Gunnar er foringi nefndar sem reynir um þessar mund- ir að semja við Sovétmenn um kaup á verkaðri síld. Að þessu sinni er samiö við fulltrúa frá sovéska sjávarútvegsráðinu en ekki fyrirtækinu Protentorg eins og i/erið hefur mörg undanfarin ár. ^ Að fundinum í dag skuli hafa verið frestað fram eftir degi bendir til þess að eitthvað í málinu sé í skoðun. Sovétmenn hafa haldið sig við verð sem er 40% lægra en íslendingar telja sig þurfa að fá fyrir síldina. -S.dór ÞR0STIIR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Eru rjúpnaskyttur ekki alfriðaðar? Helgi Bergs bankastjóri: Kemur til greina að ég hætti fyrr „Ég á tæp þrjú ár eftir í bankan- um og það er ekki víst að ég sitji í bankanum allan þann tíma, það getur komið til greina að ég hætti fyrr og komi til þess greini ég ekki íjölmiðlum frá því fyrst,“ sagði Helgi Bergs, bankastjóri Lands- bankans, við DV í morgun. Miklar umræður hafa verið um bankastjóramál Landsbankans að undanfórnu. Sverrir Hermanns- son, fyrrum ráðherra, er kandídat Sjálfstæðisflokksins í stöðu Jónas- ar Haralz en hann lætur af störfum næsta vor þegar hann hefur störf hjá alþjóðabankanum í Washing- ton. Nafn Vals Amþórssonar, for- manns stjórnar Sambandsins, hefur í um tvö ár verið bendlað við stöðu landsbankastjóra. Pétur hef- ur sagt við DV að hann mundi hiklaust styðja Val, í stað Helga Bergs, ef til þess kæmi að Helgi óskaði eftir því á næstunni að hverfa frá störfum bankastjóra. „Það hefur enginn þrýst á mig að undanfómu að ég hætti fyrr, ég hef ekki orðið var við slíkan þrýst- ing,“ sagði Helgi Bergs í morgun þegar hann var spurður hvort ve- rið væri að þrýsta á hann að hætta fyrr. Spurningin sem liggur því í loft- inu er sú hvort Sverrir Hermanns- son og Valur Amþórsson verði báðir ráðnir á næstunni sem lands- bankastjórar? -JGH Veðrið á morgun: Hiti víðast nálægt frostmarid Á morgun verður hægviðri um mestallt landið og víða bjart veður. Skúrir eða slydduél verða þó við austurströndina og ef til vill smáél á annesjum vestaniands. Hiti víð- ast nálægt frostmarki. Dýra gröfin: Sýslumaður meti kostnaðinn Sóknamefndir Hveragerðis og Ölf- ushrepps hafa skrifað sýslumanni Árnessýslu bréf þar sem farið er fram á að sýslumaður hlutist til um að mat varði lagt á verk verktaka frá Hveragerði í Kotstrandarkirkjugarði en verktakinn tók eina gröf í kirkju- garðinum og krafðist um 40 þúsund króna fyrir verkið. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk hjá Aðalsteini Steinþórssyni, umsjónarmanni kirkjugarða, var verktakanum tilkynnt að umrædd upphæð yrði ekki' greidd og eftir því óskað að hann endurskoðaði reikn- inginn. Sagði Aðalsteinn að verktak- inn hefði ekki fallist á það og því heíði verið óskað eftir því við sýslu- mann að hann hlutaðist til um að verkið yrði metið. Verktakinn hefur hins vegar sent lögfræðingi reikning- inn til innheimtu. „Við munum bíða álits matsmanna sýslumanns og munum að sjálfsögðu gangast undir það,“ sagði Aðalsteinn Steinþórsson í gær. -ój Umferðin: Lögreglan klippir ogsviptir Lögreglan í Reykjavík gerði skyndiskoöun í gær. Fimmtán bílar voru skoðaðir. Ástæöa þótti til að klippa númer af þremur bílum. Sjö bílar voru kyrrsettir og þeir fimm sem eftir voru fengu aðvörun. Þá voru kiippt númer af tólf bílum vegna vanrækslu á aðalskoðun. Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur. Einn ók á 109 kílómetra hraða og var hann sam- stundis sviptur ökuleyfi. Alls voru 28 árekstrar í Reykjavík í gær. Flestir voru þeir í hálkunni í gærmorgun. -sme Breiðafjörður: Bátur strandaði - engan sakaði Glaður ÍS 28 strandaði á skeri við Flatey á Breiðafirði um klukkan hálffimm í gær. Áhöfnin, fimm menn, komust um borð í nærliggj- andi bát og sakaði engan. Glaður er enn á skerinu og verður gerð tilraun í dag til að ná bátnum á flot. Ólafur Halldórsson útgerðarmaður sagði í morgun að Halldór Sigurðs- son ÍS 14 hefði verið nærstaddur og hefði hann verið kominn á strand- stað hálfri klukkustund eftir strand- ið. Haft hefði verið samband við hjálparsveitina Lómfell á Bijánslæk. Hjálparsveitin eignaðist hraðbát fyrir viku og var komið á honum á strandstað og áhöfnin á Glað feijuð yfir í Halldór Sigurðsson ÍS. Glaður og Halldór Sigurðsson eru einu bátamir sem afla hörpuskelfisk fyrir Flóka á Bijánslæk og sagði Ól- afur að strand Glaðs hefði slæm áhrif fyrir vinnsluna og það fólk sem þar starfar, bæði til sjós og lands. Hann sagðist vera bjartsýnn á að tækist að bjarga bátnum. -sme Hér er verið að taka heilasýni úr fé sem slátrað var í Sláturhúsinu Vík hf. En á hverjum degi eru tekin sýni og send til rannsóknar á Keldum til að fylgjast með því hvort riðuveiki sé í sauðfé. Á bæjum, þar sem riða greinist, er fénu slátrað og búið haft fjárlaust um hríð. Riðuveiki varð vart á einum bæ i Mýrdalnum síðastliðið vor en menn vonast til að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. DV-mynd KAE Riðuveikisýni tekin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.