Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. Fréttir Nýtt lyf sem lækkar veru- lega kólesteról í blóði - „gæti valdið byttingu í meðferð kransæðasjúkdóma“ „Þetta er nýtt lyf frá Merck sem er áhrifaríkt til að laekka kólesteról i blóði. Þaö lækkar kólesteról- magniö um allt aö 30-40% en hátt kólesterólmagn í blóði ásamt reykingum og háum blóðþrýstingi eru aðaláhættuþættimir sem valda kransæðasjúkdómum," sagði Þórður Harðarson, prófessor á Landspítalanum. „Það voru Japanir sem fundu þetta lyf upp fyrir tveimur eða - Er búið að skrá þetta lyf hér á „Þaöeróneitanlegahollariaðferð fituneyslu. Við erum meðal þeirra þremur árum og gæti það valdið landi? ,J7ei, það er ekki búið, en að draga úr neyslu á harðri fitu til þjóða sem hafa hvað hæst kólester- byltingu í meðferð kransæðasjúk- hér á landi hefur Gunnar Sigurðs- að draga úr blóðfitu heldur en ólmagn í blóðinu. Karlmönnum á dóma. Þau lyf sem hingað til hafa son, yfirlæknir á Borgarspítalan- gleypatöflur. En þeireru vissulega miðjum aldri er hvaö hættast við veriðnotuðtilaðdragaúrkólester- um, verið að gera tilraunir með til sem eru hræddir viö aö menn kransæðasjúkdómum en hættan ólmagni i blóði hafa öii haft þetta nýja lyf.‘* hætti að ástunda hoUt matarræöi. eykst verulega hjá konum sem eru margvíslegar aukaverkanir og ekki - Verður þetta lyf ekki til þess að Þaðermikiðaðgerastímanneld- komnar fram yfir tíöahvörf," sagði verið eins áhrifarík og þetta iyf. menn hætta að ástimda hoUt mat- ismálumhérálandLManneldisráð Þórðin: að lokum. Þaö virðist því svo sem á markað- arræöi til að draga úr kólester- íslands setti fyrir skömmu fram -J.Mar inn sé komiö lyf sem er laust við ólmagni í blóði en fara þess í stað nokkur markmið þar sem þess er alvarlegar aukaverkanir." að eta piUur? farið á leit að íslendingar dragi úr Eigendur nýja hótelsins, Kristin Þóröardóttir og Sturla Fjeldsted, standa fyrir framan fokhelda bygginguna ásamt dóttur Kristinar, Erlu Lind, og vin- konu hennar, Dagbjörtu Hjartardóttur. DV-mynd Ægir Þórðarson Rif: Nýtt hótel í byggingu „Við erum að byggja þríþætta þjón- ustumiðstöð hér á Rifi og ætlum aö hafa undir sama þaki hótel, veitinga- stað og matvöruverslun,“ sagði Sturla Fjeldsted húsasmiður, en hann er ásamt Kristínu Þórðardótt- ur, sambýUskonu sinni, eigandi væntanlegs hótels. Sturla er auk þess byggingameistari hússins. Hótelbyggingin, sem nú er fokheld, er 440 fermetrar að grunnfleti, tvær hæðir, kjallari og ris og því alls með um 1200 fermetra gólfflöt. í hótelinu er gert ráð fyrir að verði níu tveggja manna herbergi. „Við hófum vinnu við húsið fyrir rúmu ári og við reiknum með því að taka verslunina í gagnið upp úr ára- mótum. Veitingastofuna og hóteliö tökum við svo í notkun í vor eða fyrri hluta sumars.“ Sturla sagði að ferðamönnum, sem kæmu til Snæfellsness á sumrin, hefði fjölgað mikið svo að hann hefði ekki áhyggjur af því að viðskiptavini vantaði. Þá hefði skort þjónustu við fyrirtækin á svæðinu sem oft fengju til sín viðskiptavini og viðgerðar- menn en litla gistingu væri að hafa fyrir þetta fólk. „Við stefnum að því að hafa hótelið opið allt árið og sjá hvemig það geng- ur en á Hellissandi og Rifi eru engin hótel eða gistiheimili fyrir. Við erum mjög bjartsýn á að þetta gangi upp,“ sagði Sturla Fjeldsted. -ATA Greiðslustöðvun Hótel Arkar: Vill framlengingu Hótel Ork hefur sem kunnugt er greiðslustöðvun til 2. desember. Helgi Þór Jónsson, eigandi Hótel Arkar, segist vongóður um að hann fái tveggja mánaða framlengingu á greiðslustöðvuninni. „Ég er búinn að fá heimild til að taka 125 mifijón króna erlent lán. Núverandi ráðherrar hafa gefið grænt Ijós og ég hef leyfi langlána- nefndar til að taka lánið, sagði Helgi Þór Jónsson. Helgi Þór hefur ekki enn fengið vilyrði fyrir láni erlendis. Hann sagði að búið væri að smia öllum nauðsyn- legum gögnum yfir á ensku og væri því engin fyrirstaða lengur. Hann sagöist geta farið að sækja á lána- markaði af krafti. Erlenda lánið, sem Helgi Þór hyggst taka, ætlar hann að tryggja með veði í fasteignum sínum. „Ég er ekki orðinn órólegur. Mikil vinna hefur farið í endurskipulagn- ingu á rekstrinum. Nú get ég farið aö berjast af alvöru, ég er á réttri leið,“ sagði Helgi Þór Jónsson. -sme Heitar umræður um bjórfrumvarpið á Alþingi: Bjórinn mun flæða yfir skólaæskuna - sagði Svenir Hermannsson Tveir fyrrverandi ráðherrar, Sverrir Hermannsson og Ragn- hildur Helgadóttir, lýstu andstöðu við bjórfrumvarpið er fyrstu inn- ræðu um þaö var fram haldið í neðri deild Alþingis í gær. Má bú- ast við að heitar umræöur um bjórinn haldi áfram á Alþingi eftir helgi. Sverrir og Ragnhildur gagn- rýndu flutningsmenn bjórfrum- varpsins harðlega. Sverrir sagði dapurlegt að sjá unga lögfræðinga í sínrnn flokki setja saman slíka rökleysu sem fram kæmi í greinar- gerð frumvarpsins. „Við skulum hætta þessum blekkingarleik að þetta þýði ekki auknaáfengisneyslu. Óhrekjanleg- ar sannanir hafa verið færðar fyrir hinu gagnstæða. Ekki er á bætandi ástandið á íslandi. Við megum ekki hætta á neitt að það versni," sagði Sverrir, fyrrverandi menntamála- ráðherra. Hann sagði að íslandsmaðurinn væri haldinn þeirri sjálfsblekkingu að hann væri ekki að drekka áfengi þegar hann væri að drekka bjór. Hreint glapræði „Ég get ekki tekið undir það að tilgangur flutningsmanna sé góður. Þetta er bara glæfraspil. Ég er sannfærður um að hér er hreint glapræði á ferðinni. Hinn „saklausi bjór“ muni flæða yfir skólaæskuna í landinu." Sverrir sagði að þótt ríkissjóður fengi einhverjar tekjur af bjómum myndu afleiðingar hans kosta tvöf- alt til fjórfalt meira. Geir H. Haarde, annar flutnings- maður bjórfrumvarpsins, sagði að það væri rökleysa að leyfa fólki aðgang að sterkum, áfengum drykkjum en meina því aðgang að þeim hættuminnstu. Misrétti viðgengist. Bjórbannið væri dauður bókstafur gagnvart þeim fjölda íslendinga sem keypti bjór eftir löglegum leiðum í Frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli eða flytti hann inn sem tollfrjálsan vaming. „Lögin um bjórbann eru orðin tóm gagnvart flölda íslendinga. Þau grafa undan virðingu fyrir öðmm lögum. Ástandið hvetur menn til afbrota. Það ýtir undir smygl,“ sagði Geir. Stéttaskipting Hann taldi að í þessum efnum vottaði fyrir stéttaskiptingu. Skor- aði hann á andstæðinga bjórsins í þinginu að beita sér fyrir því að afnema hlunnindi farmanna og ferðamanna. Annað bæri vott um tvískinnungshátt. „Það er eflaust rétt að heildar- neysla áfengis muni eitthvaö aukast. En er ekki jafnlíklegt að innbyrðisneysla muni breytast og neysla sterkra drykkja minnka?“ spurði Geir. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, sagði að sér heföi blöskrað þegar fyrsti flutningsmaður, Jón Magnússon, flutti rökin með frumvarpinu. Rök- semdimar stasðust alls ekki. „Þær bera vott um afskaplega dapurlega krókaleið að þeirri nið- urstöðu sem flutningsmenn vilja fá. Það eru fullkomin falsrök að leiðin til að draga úr vandanum sé að auka heildameyslu áfengis." „Það er röng og hættuleg rök- semd, sem ég hafna algerlega, að bjór dragi úr neyslu sterkra drykkja. Aukið framboð á bjór myndi tvímælalaust flölga áfengi- snotendum. Um meiri hversdags- neyslu yrði að ræða. Halda menn að það dragi úr ölv- unarakstri? Alþingi væri nær að bregðast við þeirri miklu vá sem umferðarslysin em. Þeir peningar, sem kæmu í ríkis- kassann af bjór, kunna að vera fljótteknir. En afleiðingamar kosta miklu meira. Ég er alveg viss um að það yrði margföld hækkun á gjaldahliðinni," sagði Ragnhildur. Birgir Dýrflörð, varaþingmaður Alþýðuflokksins, sagði að ölið væri ekki áhættunnar virði. Það sýndu staðreyndir, sannaðar með manns- lífum. Rökstuddi hann mál sitt með því að vitna til ýmissa rannsókna erlendis á bjór og áfengisneyslu, meðal annars á drykkju danskra skólabarna. Áfengisneysla eykst um þriðjung „Öldrykkjumenn virðast í meiri hættu á að fá skorpulifur, hinn banvæna sjúkdóm, en aðrir drykkjumenn. Það er litli, daglegi skammturinn sem er hættulegur. Ekki íslensku fylliríin," sagði Birg- ir. „Ef sala áfengs öls næði ekki til- gangi flutningsmanna að breyta neysluvenjum væri það ávísun á aukið heilsufarslegt, efnahagslegt og félagslegt tjón.“ Skýrði hann frá því að Þjóðhags- stofnun hefði áætlað að áfengis- neysla myndi aukast um 33% vegna bjórsinsc -KMU Bjórinn ætti ekki að sofria Litlar líkur virðist á að bjórfrum- varpið nú „sofni“ í þingnefnd. Hér á árum áður vom það algeng örlög bjórfrumvarpa að sofna í þinginu. Fmmvarpinu, sem flutt er í neðri deild, verður að lokinni fyrstu umræðu væntanlega vísað til alls- heijamefndar deildarinnar. Formaður hennar, Ólafur G. Ein- arsson, er talinn stuðningsmaður frumvarpsins. Er því ólíklegt að hann muni leggja stein í götu þess. Tveir aðrir nefndarmenn em taldir styðja bjórinn, þeir Guðni Ágústsson og Jón Kristjánsson. Tveir em yfirlýstir andstæðingar, þeir Geir Gunnarsson og Friöjón Þórðarson. Óvíst er um afstöðu Sig- hvats Björgvinssonar og Óla Þ. Guðbjartssonar. í allsherjarnefnd efri deildar, sem einnig mun fá bjórfrumvarpið til meðferðar, bendir könnun DV til þess að sex nefndarmenn af sjö séu fylgjandi bjómum. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.