Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987.
UV AKUREYRI
Blaðberi óskast
á YTRI-BREKKUNA. Uppl. í síma 25013.
Tilvalin gönguferð fyrir eldra fólk.
DAGMAMMA ÓSKAST
Óskað er eftir dagmömmu - í nágrenni Hlíðanna eða
Túnanna -til að gæta 2 'A árs drengs. Nánari upplýs-
ingar gefur Hanni Lore Helga í síma. Vinnusími
29133 og heimasími 36528 á kvöldin.
B-stigs
þjálfaranámskeið
í knattspyrnu verður haldið dagana 13., 14. og 15.
nóv. nk. í íþróttamiðstöðinni Laugardal.
Þátttökutilkynningar ásamt gjaldi, kr. 5000, skulu
berast skrifstofu KSf, pósthólfi 8511, 128 Reykjavík,
fyrir 12. nóv. nk.
Rétt til þátttöku hafa þeir sem lokið hafa A-stigi.
Tækninefnd KSÍ
OPNA Í DAG
brauðstofu undir nafninu
BRAUÐSTOFAN
Gleym - mér - ei
Nóatúni 17.
SMURT BRAUÐ
KAFFISNITTUR
KOKKTEILSNITTUR
BRAUÐTERTUR O.FL.
Áhersla lögð á aðeins það besta.
Reynið viðskiptin.
Pantanamóttaka í síma 15355.
Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar 1988
Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 1988. Athygli borgarbúa, svo og
hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að
óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjár-
hagsáætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði
fyrir 24. nóvember nk.
4. nóvember 1987.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu-
stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar:
1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina
í Ólafsvík.
2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina
á Þingeyri.
3. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina
í Reykjahlíð, Mývatnssveit.
4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð
Suðurnesja í Keflavík.
5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð á
Skagaströnd.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík.
UtLönd
Segja bandarísk
um hermönnum
stríð á hendur
Lögreglan á Filippseyjum hefur handtekið mörg hundruð manns í skyndiár-
ásum á bækistöðvar skæruliða komrnúnista. Símamynd Reuter
Skæruliðar kommúnista á Filipps-
eyjum lýstu í morgun yflr stríði á
hendur bandarískum hermönnum
og starfsmönnum bandarísku her-
stöðvanna á eyjunum.
Tilkynningin, sem afhent var al-
þjóðlegum fréttastofum, var undir-
rituð af aöalritara samtakanna.
Virðist hér vera um nýja stefnu að
ræða hjá kommúnistum. Áður hafa
viðvaranir þeirra tO Bandaríkja-
manna ekki verið jafngreinilegar og
yfirleitt án undirritunar.
Morðin á Bandaríkjamönnunum
þremur fyrir utan flugstöðina Clark
í síðustu viku voru ekki nefnd beint
í tilkynningunni. Þar var hins vegar
sagt að Bandaríkin myndu þurfa að
greiða hátt verð fyrir stjórnmálalega
og hemaðarlega íhlutun á Fihppseyj-
um. Og var gefið í skyn að lífi og
eignum yröi ekki hlíft nema þeir létu
af íhlutun sinni.
Afhjúpa Barschel
Gizux Helgason, DV, Lúbedc
Flokksbræður Uwe Barschel,
hins látna forsætisráðherra í
Schleswig-Holstein, hafa nú lýst
því yfir í leyniskýrslu að hann hafi
sagt ósatt.
Einhver leki virðist hafa orðið
varðandi þetta trúnaðarmál sem
eingöngu var ætlað þingmönnum
kristilegra demókrata. Talið er
sennilegt að þessar nýju upplýsing-
ar geti sprengt þingskipuðu rann-
sóknarnefndina sem hefur með
hneykslismálið í heild að gera en í
henni sitja þingmenn allra flokka.
Leyniskýrslan var unnin af með-
limum kristilegra demókrata í
rannsóknamefndinni og þar segja
þeir hreint út að nefndin hafl vitað
fyrirfram að Barschel hafi logið
varðandi flölmörg atriði er tengjast
hneykshsmálinu. Meðal annars
það aö hann hafi neitað allri vitn-
eskju um persónunjósnir varðandi
Björn Engholm, formann sósíal-
demókrata.
Duarte lýsir yfir
einhliða vopnahléi
Duarte, sem nýtur stuðnings
Bandaríkjastjómar, sagði að hann
hefði gert allt sem í hans valdi stæði
til að hrinda í framkvæmd friðará-
ætlun Mið-Ameríkuríkja sem hann
undirritaði ásamt flórum öðrum leið-
togum í Guatemala í ágúst síðastliön-
um. Sagðist Duarte hafa veitt föngum
sakaruppgjöf og leyft flóttamönnum
að snúa heim aftur í samræmi við
friðaráætlunina.
Tilkynnt var um vopnahléð um leið
og flutningabann skæruhða lamaði
E1 Salvador þriðja daginn í röð.
Hvatti forsetinn samtök skæruliða
til að sjá til þess að banninu yrði af-
lýst.
Forsetinn sagði að herinn í E1
Salvador myndi aðeins grípa til
vopna sér til varnar.
Forseti E1 Salvador, Jose Napoleon
Duarte, lýsti í gær yfir einhliða
vopnahléi í styijöldinni viö skæm-
hða. Hvatti hann skæruliða til að
leggja niður vopn þar sem nú hefðu
þeir enga ástæöu til að berjast leng-
ur.
Talsmaður skæruliða kallaði yfir-
lýsinguna um vopnahlé brögð af
hálfu stjómarinnar.
í San Salvador til þess að ræða um
áframhaldandi viðræður. Mun fund-
urinn verða haldinn í Mexíkó.
Þar sem Duarte er sagður hafa beð-
ið Reagan um meiri peninga og kysst
bandaríska fánann í heimsókn sinni
til Washington fyrr í þessum mánuði
eru skæruliðar vantrúaðir á alvör-
una á bak við vopnahlésyfirlýsing-
una.
Hingað til hafa farið fram tvennar
viðræður milh skæruliða og stjóm-
arinnar en án árangurs. Skærahðar
aflýstu þriðju viðræðunum til að
mótmæla morði á mannréttindabar-
áttumanni í síðustu viku. Skæmhðar
hafa fallist á að hitta erkibiskupinn
Talsmaður skæruliða er vantrúaður á alvöruna á bak við vopnahlésyfirlýs-
ingu Duartes, forseta El Salvador. Simamynd Reuter