Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Page 26
38 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. Fréttir dv Heimsmeistaraeinvígið í Sevilla: Biðskákinni lauk með jafntefli - staðan í einvíginu jöfh eftir níu skákir Heimsmeistarinn Garrí Ka- sparov hélt auðveldlega sínu í níundu skákinni í heimsmeistara- einvígmu í Sevilla, sem tefld var áfram í gær. Er skákin fór í bið hafði Karpov betri færi og margir spáðu þvi að Kasparov ætti langa og stranga vöm fyrir höndum. Stuttu eftir að þeir tóku til við taf- lið kom Kasparov á óvart með því að fóma peði og Karpov komst ekk- ert áleiðis gegn virkri vöm hans. Stórmeistarar í Sevilla dáðust að ömggri taflmennsku Kasparovs í gær. Sveit hans virtist hafa ranns- akað biðstöðuna gaumgæfilega, betur en Karpov og menn hans. Þetta er þriðja skákin í einvíginu í röð sem fer í bið og í öll skiptin hefur aöstoðarmannalið Ka- sparovs komið betur út úr bið- stöðurannsóknum. „Karpov hlýtur nú að forðast að setja flóknar stöð- ur í bið,“ sagði enski stórmeistar- inn Raymond Keene sem fannst mikið tíl taflmennsku Kasparovs koma. Aö loknum níu skákum er staðan í einvíginu jöfn, hvor hefur hlotíð Skák Jón L. Árnason 4 /i v. Sá sigrar sem fyrr hlýtur 12 'A v. eða sá sem fyrr vinnur sex skák- ir. Ljúki einvíginu með jafntefli, 12-12, heldur Kasparov heims- meistaratítlinum. Þannig tefldist biðskákin í gær. Kasparov hafði svart og lék biðleik. abcdefgh 43. - Df3! Ekki er erfitt að koma auga á fyrstu leikina á báða bóga. Með nokkrum þvinguðum leikjum nær Kasparov að laga stöðu sína. Bið- staðan er hreint ekki eins slæm hjá honum og margir töldu. Eftir drottningakaup væri taflið dautt jafntefli og 44. Dxa7 Dxe4 leiðir heldur ekki til ávinnings. 44. Dd4 He6 45. e5 Onnur hugmynd er 45. Hf2 Dxe4 46. Dh8 (46. HÍ6+ Kg7 gefur ekk- ert) en eftir 46. - De5 47. Df8+ Dg7 48. Df5 He5 og ef 49. Dg4, þá 49. - Kg6! bægir svartur hættunni frá. 45. - Df5 Stungið var upp á þessum leikj- um í DV í gær. Svartur bindur hvítan við að valda e-peðið og um leið ver drottningin viökvæma reiti kringum kónginn. 46. He2 a5 47. Dd5 b4! Skemmtileg lausn á vandamálum stöðunnar. Með því að fóma peði losnar Kasparov við hvíta kóngs- peðið, nær að hrekja hrókinn á óvirkan reit og losa um kóngsstöðu sína. 48. Dxa5 Dd3 49. Hg2 Dd4 50. Da8 Hann getíu1 ekki valdað e-peðið því 50. He2 Dd3 leiðir til sömu stöðu og áður. En hann nær öðru peði í staðinn. 50. - Dxe5 51. Df8+ Kg6 52. Dxb4 h5! 53. h4 Annars léki svartur h5-h4 en nú verða enn peðakaup og þá er eftír litlu að slægjast. 53. - gxh4 54. Dxh4 Hd6 55. Dc4 Hd4 56. Dc6+ Kg7 57. Db7+ Kh6 58. Dc6+ Kg7 59. Hc2 Hh4+! í raun er þetta lykilleikurinn í vöm svarts. Hvítur kemst ekki hjá drottningakaupum. 60. Kg2 De4+ 61. Dxe4 Hxe4 62. Hc7+ Kg6 63. Ha7 He3 64. Kh3 Hc3 65. Ha8 Hc4 66. a4 Kg5 67. a5 Ha4 68. a6 Kh6 69. Kg2 Ha3 70. Kf2 Kg7 Og jafiitefli samið. Ef hvítur reynir að nálgast drottningarvænginn með 71. Ke2 kæmi 71. - Hxg3 og svartur fær nægilegt mótvægi með h-peðinu. Ef hins vegar fyrst 71. a7 má svartí hrókurinn ekki fara af a-línunni en þá á hvítí kóngurinn ekkert skjól á drottningarvæng og svartm- skákar endalaust. Umræður um kynferðis- afforotamál eru ákall til réttarkerfisins - segir í frumvarpi um breytingar á hegningarlögum Sólveig Pétursdóttir, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, fluttí á Alþingi í gær frumvarp til laga mp breytingar á almennum hegningarlögum. Flutningurinn á frumvarpinu var um leið jómfrú- ræða Sólveigar. í frumvarpinu er lagt til að tvær greinar laganna breytist. Það er 202. gr. og 203. gr. laganna. Þær breyting- ar, sem er mælst fyrir á 202. gr., kveða meðal annars á um þyngri refsingu en hámarksrefsing er nú. í frumvarpinu segir, ef brot sé sérstak- lega stóifellt, varði það fangelsi ekki skemm en eitt ár og allt að 16 árum. í frumvarpi Sólveigar er einnig lagt til að refsiákvæði hvaö varðar kyn- ferðisafbrot við persónu af sama kyni verði öllu ákveðnari og meiri en nú er. í greinagerð með frumvarpinu seg- ir meöal annars: „Mikil umræða hefm átt sér stað undanfarið um kynferðisafbrot og þá ekki síst gagn- vart börnum og ljóst er að allur almenningur lítur þau mál mjög al- varlegum augum. Túlka má þessa umræöu sem nokkurs konar ákall til íslenska réttarkerfisins um að bregð- ast ekki hlutverki sinu þegar slík brot eru annars vegar. Þess eru jafn- vel dæmi að menn hafi haft tækifæri til að fremja fjölda kynferöisbrota á löngu tímabili og getm slíkt haft það í fór með sér að almenn virðing fyrir lögum þverri." I greinargerðinni er vitnað í rit Jónatans Þórmundssonar prófess- ors, Um kynferðisbrot, þar segir: „Það kann þó að vera jafnalvarlegt, ef brotaþola er misboðið kynferðis- lega með öðrum hætti, aö slepptri þungunarhættunni. Má þar nefna kynferðisathafnir, er beinast gegn öðrum hlutum líkamans eða fram- kvæmdar eru með verkfærum." -sme Mikið hefur verið unnið við lagningu bundins slitlags á götur á Hellissandi og Rifi í sumar. DV-mynd Ægir Þórðarson Hellissandur og Rif: Miklar vega- framkvæmdir Högni Óskarsson geðlæknir: „Afkynjun er ( fhimstæð aðgerð á fjölmennum fundi um kynferðisafbrotamál Á fjölmennum fundi Orators, fé- lags laganema, í gærkvöldi var meðal annars rætt hvort afkypjun væri nothæft úrræði í meðferð kynferðis- afbrotamála. Högni Óskarsson geðlæknir var einn frummælenda. Hann sagðist vera á móti því að afkynjunaraðgerð væri beitt vegna kyiiferðisafbrota. „Sú aðferð er frumstæð og byggir á svartsýni í garð mannkyns," sagði Högni. í máli hans kom fram að til væru betri aðferðir til lækninga þeirra sem haldnir eru kynórum. Nefndi hann lyfjameðferðir. Þær kæmu þó aðeins að gagni ef sá brotiegi vildi taka þátt í þeim að fullum hug. Högni spurði hvort rétt væri að neyða lyfjum í þá sem á þyrftu að halda. Sjálfur sagðist hann vera þeirrar skoðunar að þaö væri rétt. í máh Högna kom einnig fram að hann teldi fangelsisvist lítinn vanda leysa. Hann sagði að þeir sem gerast sekir um kynferðisafbrot þyrftu frekar á betrunarvist að halda. Það er að á meðan á úttekt refsingar stendur, fái afbrotamennimir með- ferð. Frumstætt væri að loka menn inni í skamman tíma án meðferðar eða skilyrða. -sme Sumaiveður á Norðurlandi Gyifi Kristjánasan, DV, Akureyri: „Ég á ekki von á því að veðrið breytist hjá ykkur á Akureyri og Norðurlandi á næstu dögum,“ sagöi Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur er DV ræddi við hana um veðurblíð- una á Norðurlandi að undanfomu og það sem fram undan er. Segja má að sumarveður hafi verið á Norðurlandi undanfama daga. Vindur hefur verið að sunnan eða suðvestan og hitinn um tíu stig. Hann fór í gærmorgun í 13 stig. Allan spjó hefur tekiö upp á Akureyri og samkvæmt upplýsingum Unnar munu suðlægir vindar blása áfram og hlýindin haldast. Ægir Þórðarson, DV, HeDissandi: Miklar gatnagerðarframkvæmdir vom á HeUissandi og Rifi í sumar og var lagt bundið shtlag á um tvo og hálfan kílómetra. Þetta em ein- hveijar mestu gatnagerðarfram- kvæmdir á einu sumri í sögu hreppsins. í leiðinni var skipt um nær allar vatnsleiðslur á Hellissandi en þær voru orðnar um 30 ára gamlar og því famar að gefa sig. Einnig voru lagðar skólpleiðslur í vesturhluta kaup- túnsins. Öll vinna við undirbyggingu gatna, lagningu vatnsleiðsla og skólplagna var unnin af heimamönnum en lagn- ing shtlags var unnin af Borgarverki í Borgamesi. Að sögn Gunnars Más Kristófers- sonar sveitarstjóra gekk verk þetta vel og er kostnaður við það nokkuð undir kostnaðaráætiun. Iðnaðarbankinn á Selfossi: Stóweisla í útibúinu Regma Thoiarensen, DV, Selfossi: Að sögn Gunnlaugs Sveinssonar, skrifstofustjóra útibús Iðnaðarbank- ans á Selfossi, var mikil veisla haldin í bankanum á miðvikudaginn. Um hálfþijú, þegar ég kom þar inn, voru um 300 manns búnir að komá og þiggja hinar rausnarlegu veitingar sem vora þar á borð bomar af hinum glæsilegu stúlkum sem vinna í bank- anum. Þaö var auðséð að það em landsbyggðarmenn sem stjórna Iön- aðarbankanum á Selfossi. Banka- stjórinn, Stefán Bárðarson, er frá Fáskrúðsfirði og skrifstofustjórinn er frá Djúpuvík á Ströndum. Að sögn hins unga bankastjóra hefur útibúið á Selfossi stækkað um 300% síðan hann settist þar í banka- stjórastólinn fyrir rúmum tveim árum. Allt brauð í veislunni var frá Sel- fossi en þegar áður hafa verið veislur hjá þessum stofnunum hafa veriö keyptar smákökur úr Reykjavík sem varla hefur fundist bragð að. Nú voru tertunar úr Guðnabakaríi á Selfossi og snitturnar frábæru héðan, enda sveitakona sem útbýr þær. Óg svo vom fengnar kleinur, einnig frá Sel- fossi. Veitt var af mikilli rausn og átti bankastjóri von á að kæmu allt að 600 manns. Ekki dró það úr viðhöfninni að fólki, sem kom fyrir hádegi þennan dag, vom gefnar rauöar rósir. Þetta vom auðvitað ekki kratarósir en þó ekki ólíkar þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.