Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987.
47
Sjónvarp kl. 20.55:
Menntaskólinn
við Sund
- kynnir félagslrf skólans
Sjónvarpsáhorfendur fengu að
sjá þátt framhaldsskólanema, Ann-
ir og appelsínur, í fyrsta skipti fyrir
viku. Þátturinn heppnaðist í alia
staði vel og voru kynningar á fé-
lagslífj Fjölbrautaskólans í Ármúla
mjög skemmtilegar. í kvöld verður
annar þátturinn og er það að þessu
sinni Menntaskólinn við Sund sem
kynnir það besta í félagslífinu fyrir
sjónvarpsáhorfendum. Umsjónar-
maður er Eiríkur Guðmundsson.
Útvarp - Sjónvarp
Stöð 2 kl. 00.25:
Ást í geimnum
Kvikmyndin Satúrnus 3 er byggð
á vísindaskáldsögu. Sagan gerist
úti í geimnum, nánar tiltekið í
rannsóknarstöðinni Satúmusi 3.
Adam og Alex, leikin af Kirk Dou-
glas og Farrah Fawcett, una sér vel
í starfi sínu sem geimvísindamenn
þangað til þriðji maðurinn bætist í
hópinn. Hann kemur með vél-
menni í stöðina sem á að aðstoða
við rannsóknirnar. Brátt fer hann
að keppa við Adam um hylli Alex
en upp úr sýður þegar vélmennið
blandast í deilurnar. Myndin er frá
árinu 1980 og er leikstjóri Stanley
Donen. Myndin er bönnuð börnum.
Geimvisindamennirnir Adam og
Alex eru leikin af kvikmyndastjörn-
unum Kirk Douglas og Farrah
Fawcett.
Ur myndinni Geislabaugur fyrir Athuan.
Stöð 2 kl. 22.40:
Nunnur bregða
á leik
Ástralska gamanmyndin Geisla-
baugur fyrir Athuan fjallar um tvær
nunnur sem valda miklum usla í
munkaklaustri þegar þær sýna fram
á að ekkert er í siðareglum reglunnar
sem útilokar þátttöku kvenna. Þær
setjast því að í klaustrinu og hefjast
handa við að setja helstu tekjulind
klaustursins, kirsubeijalíkjör, á
markað. Þeim tekst það mjög vel
enda nota þær nýtískulegar aðferðir
sem falla ábótanum alls ekki vel i
geð.
Aðalhlutverk leika Gwen Plumb,
Ron Haddrick og Fiona Stewart.
Leikstjóri er Alan Burke.
Föstudagur
6. nóvember
Sjónvarp
17.50 RitmálsfrétUr.
18.00 Nilli Hólmgeirsson. 40. þáttur.
Sögumaður örn Árnason. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
18.25 Antilópan snýr aftur (Return of the
Antelope). Lokaþáttur. Breskur
myndaflokkur fyrir börn og unglinga.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Matarlyst - Alþjóða matreióslubók-
in. I þessum þætti verður fjallað um
meðferð þorskhausa. Umsjónarmaður
Sigmar B. Hauksson.
19.20 Á döfinni.
19.25 Popptoppurinn (Top of the Pops)..
Efstu lög bresk/bandaríska vinsælda-
listans, tekin upp I Los Angeles.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Þingsjá. Umsjónarmaður Helgi E.
Helgason.
20.55 Annir og appelsfnur. Vikulegur þátt-
ur í umsjá framhaldsskólanema. Að
jiessu sinni sjá nemendur Menntaskól-
ans við Sund um að kynna fyrir
áhorfendum það besta sem fyrirfinnst
í félagslífi skólans og fórum nema.
Umsjónarmaður: Eiríkur Guömunds-
son.
21.30 Derrick. Þýskur sakamálamynda-
flokkur með Derrick lögregluforingja
sem Horst Tappert leikur. Þýðandi
Veturliði Guðnason.
22.30 Vftiseldar (Hellfighters). Bandarisk
bíómynd frá árinu 1969. Leikstjóri
Andrew McLaglen. Aðalhlutverk John
Wayne, Katharine Ross, Jim Hutton
og Vera Miles. Hér segir frá nokkrum
hörkutólum sem hafa það aö atvinnu
að berjast við olluelda. Þeim kemur illa
saman og kvennamálin eru þar að
auki i stakasta ólestri.
00.25 Útvarpsfréttir f dagskrárlok.
Stöð 2
16.35 Svindl. Jinxed. Bette Midler leikur
söngkonu I Las Vegas sem býr með
atvinnuspilamanni og stórsvindlara.
Aðalhlutverk: Bette Midler, Ken Wahl
og Rip Torn. Leikstjóri: Don Siegel.
Þýðandi: Hersteinn Pálsson. United
Artists 1982. Sýningartlmi 103 mln.
18.20 Hvunndagshefja. Patchwork Hero.
Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. Þýðandi: Örnólfur Árnason.
ABC Australia.
18.30 Lucy Ball. Ma Parker heimsækir
Lucy. Þýðandi Sigrún Þorvaröardóttir.
Lorimar.
19.19 19.19.
20.30 Sagan af Harvey Moon. Shine On
Harvey Moon. Jólin nálgast en Moon-
fjölskyldan hefur litið tilefni til þess að
gleðjast; Harvey er sakaður um bóka-
stuld á vinnustað og heilbrigðiseftirlit-
ið angrar bróður Friedu vegna dauðrar
rottu sem fannst í brauðgerð hans.
Þýðandi: Asthildur Sveinsdóttir. Centr-
al.
21.25 Ans-Ans. Spurningakeppni frétta-
manna. I þættinum eigast við frétta-
menn frá Morgunblaöinu, Sjónvarpinu
og Degi, Umsjónarmenn: Guðný
Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirsson.
Kynnar: Óskar Magnússon lögmaður
og Agnes Johansen. Stöð 2.
21.55 Hasarleikur. Moonlighting. Gift
kona tekur að fá ástarbréf frá óþekktum
aðdáanda, en þegar ástin snýst upp i
eigingirni og eigingirnin í hótanir, leitar
hún á náðir Maddie og David. Þýð-
andi: Olafur Jónsson. ABC.
22.40 Geislabaugur handa Athunan. A
Halo for Athunan. Tvær nunnur valda
miklum usla i munkaklaustri þegar þær
innleiöa nýjar aðferðir við markaðs-
setningu kirsuberjalikjörs. sem er
helsta framleiösluvara klaustursins.
Aðalhlutverk: Gwen Plumb, Ron
Haddrick og Fiona Stewart. Leikstjóri:
Alan Burke. Framleiöandi: Alan Burke.
Þýðandi: Friðþór K. Eydal. ABC Austr-
alia. Sýningartlmi 80 mín.
00.00 Max Headroom. Viðtals- og tónlist-
arþáttur í umsjón sjónvarpsmannsins
vinsæla Max Headroom. Þýðandi: (ris
Guðlaugsdóttir. Lorimar.
00.25 Satúmus III. Saturn III. Mynd þessi
er gerð eftir visindaskáldsögu sem ger-
ist í rannsóknarstöð á Satúrnusi III.
Óður maður smlðar vélmenni sem brátt
fer að draga dám af skapara sinum.
Aðalhlutverk: Farrah Fawcett, Kirk
Douglas, Harvey Keitel og Douglas
Lambert. Leikstjóri: Stanley Donen.
Þýðandi: Margrét Sverrisdóttir. Rank
1980. Sýningartími 88 min. Bönnuð
börnum.
01.50 Dagskrárlok.
Útvaip rás I
12.00 Fréttayfirlit. Tónlist. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttlr.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist.
13.35 Miðdegissagan: „Sóleyjarsaga"
eftir Elfas Mar. Höfundur les (8).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobs-
dóttir kynnir.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.03 Suöaustur-Asia. Jón Ormur Hall-
dórsson ræðir um stjórnmál, menningu
og sögu Singapore. Fjórði þáttur end-
urtekin frá kvöldinu áður.
15.43 Þlngfréttlr. Tilkynningar.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókln. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Bamaútvarpiö. Tilkynningar.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á siðdegi - Tsjaikovski og
Lehár. a. Þættir úr ballettinum „Þyrni-
rós'' eftir Pjotr Tsjafkovski. Sinfónlu-
hljómsveit breska útvarpsins leikur;
Gennadi Rozhdestevensky stjórnar. b.
Þættir úr „Kátu ekkjunni" eftir Franz
Lehár. Hilda Giiden, Emmy Loose,
Valdemar Kmentt, Kurt Equiluz o.fl.
syngja með kór og hljómsveit Ríkis-
óperunnar í Vinarborg; Robert Stolz
stjórnar. (Hljómplötur.) Tilkynningar.
18.00 Fréttir.
18.03 Tekiö til fóta. Umsjón: Hallur Helga-
son, Kristján Franklin Magnús og
Þröstur Leó Gunnarsson. (Einnig út-
varpað nk. mánudag kl. 15.03.)
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur-
tekinn þáttur frá morgni sem Finnur
Karlsson flytur. Þingmál. Atli Rúnar
Halldórsson sér um þáttinn.
20.00 Lúörajiytur. Skarphéðinn H. Einars-
son kynnir lúðrasveitartónlist.
20.30 Kvöldvaka - a. „Þegar Salómon
snjókonungur fæddist á Hnjúkshlaól."
Sveinn Skorri Höskuldsson les þriðja
og siðasta lestur frásöguþáttar Jóns
Helgasonar ritstjóra. b. Prestur og
træðimaöur. Séra Björn Jónsson á
Akranesi minnist dr. Eiríks Albertsson-
ar á aldarafmæli hans og Friðrik Eirlks-
son les úr ritum Eiriks. Kynnir: Helga
Þ. Stephensen.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes-
sonar.
23.00 Andvaka. Þáttur I umsjá Pálma
Matthíassonar. (Frá Akureyri.)
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra
Jónsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá
morgni.)
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
Útvaxp zás n
12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á há-
degi hefst með fréttayfirliti. Stefán Jón
Hafstein flytur skýrslu um dægurmál
og kynnir hlustendaþjónustuna, þátt-
inn „Leitað svars" og vettvang fyrir
hlustendur með „orð I eyra". Slmi
hlustendaþjónustunnar er 693661.
12.20 Hádeglsfréttir.
12.45 Á milli mála. Umsjón: Gunnar
Svanbergsson og Snorri Már Skúla-
son.
16.03 Dagskrá. Illugi Jökulsson fjallar um
fjölmiðla. Annars eru stjórnmál, menn-
ing og ómenning i vlöum skilningi
viöfangsefni dægurmálaútvarpsins i
siðasta þætti vikunnar I umsjá Einars
Kárasonar, Ævars Kjartanssonar, Guö-
rúnar Gunnarsdóttur og Stefáns Jóns
Hafsteins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Eftirlæti. Umsjón: Valtýr Björn Val-
týsson.
22.07 Snúnlngur. Umsjón: Skúli Helga-
son.
00.10 Næturvakt Útvarpsins. Erla B.
Skúladóttir stendur vaktina til morg-
uns.
Fréttir eru sagöar klukkan 7.00,7.30,8.00,
8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20,
14.00, 15.00, 16.00,17.00, 18.00,19.00,
22.00 og 24.00.
Svæðisútvaxp
Akuxeyri
8.07-8.30 Svæölsútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5.
18.03-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5. Umsjón: Krist-
ján Sigurjónsson og Margrét Blöndal.
Bylgjan FM 98ft
12.00 Fréttir.
12.10 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt
hádegistónlist og sitthvaö fleira. Fréttir
kl. 13.00.
14.00 Ásgelr Tómasson og föstudags-
poppið. Ásgeir hitar upp fyrir helgina.
Fréttir kl. 14.00, 15.00 og 16.00.
17.00 Hallgrimur Thorsteinsson i Reykja-
vik sfðdegis. Leikin tónlist, litið yfir
fréttirnar og spjallað við fólkið sem
kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00.
18.00 Fréttir.
19.00 Anna Björk Blrglsdóttir. Bylgju-
kvöldið hafið með tónlist og spjalli við
hlustendur. Fréttir kl. 19.00.
22.00Haraldur Gislason, nátthrafn Bylgj-
unnar, kemur okkur í helgarstuð með
góðri tónlist.
03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar - Kristján
Jónsson leikur tónlist fyrir þá sem fara
seint í háttinn og hina sem fara
snemma á fætur.
Stjaxnan FM 1Q2£
12.00 Hádegisútvarp. Rósa Guöbjarts-
dóttir við stjórnvölinn.
13.00 Helgi Rúnar Osl.arsson. Helgi leikur
af flngrum fram meö hæfllegri btöndu
af nýrri tónlisL Alltaf eitlhvaö að ske
hjá Helga.
14.00 og 16-00 Stjömutréttir(fréttasimi
689910).
16.00 Mannlegl þátturinn. Jón Axel Ólafs-
son meö tónlist, spjall, fréttir og frétta-
tengda atburði á föstudagseftirmið-
degi.
18.00 Stjömufréttir (fréttasimi 689910).
18.00 íslenskir tónar. Innlendar dægur-
flugur fljúga um á FM 102 og 104 f
eina klukkustund.
19.00 Stjömutiminn. Gullaldartónlistin
flutt af meisturum.
20.00 Ámi Magnússon. Árni er kominn I
helgarskap og kyndir uppfyrir kvöldið.
22.00 Kjartan „Daddi" Guöbergsson. Og
hana nú... kveöjur og óskalög á vixL
03.00 Stjömuvaktln.
Utrás FM 88^
17-19 Kvennó.
19-21 Skýjaglópar. Helga RuL MH.
21-23 MS.
23- 24 Daviö Hrafnsson og Einar Lee, FB.
24- 01 Mlðnæturrokk. Sigurður Helgason,
FB.
01-08 NæturvakL Ums. FG.
Veður
Suðaustangola eða kaldi. Vestan-
lands var hægviðri en sunnan gola
í öðrum landshlutum. Þokulofl var
á Suður- og Vesturíandi, lítils háttar
rigning við norðurströndina en létt-
skýjað á Austurlandi. Hiti var 6-9
stig nema í bjartviðri austanlands
en þar var (M stiga hiti.
Ísland kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjað 8
Egilsstaðir léttskýjað 0
Galtarviti súld 9
Hjarðames þokumóða 2
Ketia i'íkurílugvöllur þokumóða 8
Kirkjubæjarklausturþoiia 6
Raufarhöfn alskýjað 7
Reykjavik þokumóða 8
Sauðárkrókur skýjað 8
Vestmannaeyjar alskýjað 7
Útlönd ki. 6 i morgun:
Bergen skýjað 7
Helsinki rigning 4
Kaupmannahöfn skýjað 7
Osló þoka -2
Stokkhólmur skýjaö 6
Þórshöfh alskýjað 9
Algarve skýjað 18
Amsterdam þokumóða 8
Barceiona þokumóða 9
Berlin súld 8
Chicagó heiðskírt 1
Frankfurt þokumóða 4
Glasgow mistur 6
Hamborg súld 8
London þoka 4
LosAngeles léttskýjað 13
Lúxemborg þokumóða 2
Madrid hálfskýjað 8
Malaga alskýjaö 19
Matiorca skýjað 16
Montreal snjóél -2
New York léttskýjað 5
Nuuk skýjað -5
París þoka 2
Vin alskýjað 6
Winnipeg heiðskirt -3
Valencia léttskýjað 13
Gengið
Gengisskráning nr. 211 - i. nóvember
1987 kl. 09.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 37.000 37.120 38.120
Pnnd 65.879 66,092 64,966
Kan. dollar 28.083 28,175 28,923
Dönskkr. 5.6698 5,7182 5.6384
Norskkr. 5.8236 5.8424 6,8453
Sænsk kr. 6.1197 6.1396 6,1065
Ft. mark 8.9806 8.0097 8,9274
Fra.franki 6.5385 6.5598 6.4698
Belg.franki 1.0550 1.0585 1.0390
Sviss. franki 26.8798 26.9669 26,3260
Holl. gyllini 19.6349 19.6986 19,2593
Vþ. mark 22.0896 22,1612 21.6806
Ít. lira 0.03005 0.03014 0.02996
Aust.sch. 3.1376 3,1478 3,0813
Port. escudo 0,2731 0,2739 0,2728
Spá.peseti 0,3281 0.3292 0,3323
Jap.yen 0,27391 0,27480 0,27151
irskt pund 58.738 58,928 57,809
SDR 49.9456 50,1067 50,0614
ECU 45.6099 45,7578 44,9606
Simsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir*'
Fiskmarkaður Suðurnesja
5. nóvember seldust alls 10.7 tonn
Magn í Verð i krónum
tonnum Meðal Hæsta Lægsta
Þorskur 7,8 43,55 42,00 45,00
Ýsa 2,4 59,51 57,00 60.00
Karfi 0.5 24.00 24,00 24,00
6. nóvember verða seld um 60 tonn al þorski úr Slétta-
nesi.
Faxamarkaður
6. nóvember seldust alls 49 to
Hlýri 1,4 20,13 20,00 22,00
Karfi 27,4 23,10 21.00 24.00
Þorskur 13,5 44,68 44,50 45.00
Ýsa 3.8 39,37 31.00 52,00
Næsta uppboð verður þriðjudaginn 10. nóvember.
Fiskmarkaður Norðurlands
5. nóvember seldust alls 5.0 tonn
Þorskurósl.
45,50
Afsöl og
sölutilkynningar
Ertu að kaupa eða selja
bíl? Þá höfum við handa
þér ókeypis afsöl og sölu-
tilkynningar á smáauglýs-
ingadeild
Þverholti 11, simi 27022