Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987.
3
dv Vidtaliö
DV-mynd Sigurjón
Óli ión Gunnarsson:
Skemmtilegt
að takast á
við nýtt starf
„Ég tek viö stöðu bæjarstjóra
þann fyrsta janúar næstkomandi.
Það verður skemmtilegt að takast
á við nýtt starf,“ sagði Óli Jón
Gunnarsson, nýráðinn bæjar-
stjóri í Borgamesi.
Óli Jón er fæddur á Bálkastöð-
um í Hrútafirði 7. júlí 1949. Hann
er byggingartæknifræðingur aö
mennt frá Tækniskóla íslands.
Að loknu námi starfaði hann í
nokkra mánuði á verkfræðistofu
Guömundar G. Þórarinssonar.
Því næst hélt hann til Akureyrar
og starfaði þar hjá bæjarverk-
fræðingi. Þá lá leiðin til Borgar-
ness þar sem hann tók við stöðu
byggingarfulltrúa og hrepps-
tæknifræðings og gegndi þeim á
árunum 1977-1984 en flutti sig þá
yfir í einkageirann og hóf störf
sem forstöðumaður byggingar-
deildar Loftorku og hefur starfað
þar síðan.
„Ég vann það lengi hjá Borgar-
neshreppi að ég tel mig nokkuð
vel kunnugan bæjarmálefnunum
þó að bæjarstjórastarfið sé mun
víðtækara heldur en mitt gamla
starf var. Ég hef allar götur haft
áhuga á málefnum bæjarins og
fylgst nokkuð vel með þeim þann
tíma sem ég hef starfað hjá Loft-
orku.
Starf bæjarstjóra er mjög víð-
tækt og spannar breitt svið.
Bæjarstjórinn þarf að fylgjast vel
með því sem er að gerast í bæjar-
félaginu. Hér er allt á uppleið og
þónokkrir aðilar sem eru að
hugsa um að setja hér upp iðnfyr-
irirtæki. Því er ekki að neita að
Borgarnes, sem byggir að mestu
afkomu sína á þjónustu við land-
búnaðinn, hefur átt við ákveðin
vandamál að ghma í kjölfar sam-
dráttar í greininni en menn hafa
nú snúið vörn í sókn.“
- Eru einhver mál sem eru þér
hjartfólgnari en önnur nú þegar
þú ert um það bil að taka við
bæjarstjórastöðunni?
„Ég hef áhuga á að hér verði
byggð upp góð íþróttaaðstaða og
sér í lagi að hér verði komiö upp
góðum grasvelli til útiíþrótta.
Vonandi verður hægt að byrja á
þessum framkvæmdum eftir ára-
mót. Ég hef einnig áhuga á að
stuðla að uppbyggingu og vexti
staðarins og að tryggja eðlilega
atvinnuuppbyggingu hans því á
henni byggist vöxtur og viðgang-
ur sveitarfélagsins.“
- Hefur þú einhvern tíma til að
sinna áhugamálum?
„Ég hef mikinn áhuga á skák,
íþróttum og veiðiskap en tími til
að sinna þessum áhugamálum
hefur verið af skomum skammti
og ég á von á að svo verði einnig
í náinni framtíðinni,“ sagði Óli
Jón að lokum. -J.Mar
Fréttir
Gmnnskólinn í Þorlákshöfn:
Skólayfiwöld kærð
fýrir ábyrgðarleysi
Foreldrar ellefu ára gamallar
stúlku hafa sent Rannsóknarlög-
reglu rikisins kæru þar sem þeir
ásaka yfirmenn Grunnskólans í
Þorlákshöfn fyrir ábyrgðarleysi
Að sögn föður stúlkunnar var
henni misþjTmt á skólalóðinni,
hún hafi bæöi verið lamin og barin,
auk þess sem sparkað hafi verið i
hana. Faðirinn segir að fullorðinn
maður hafi verið vitni að þessum
atburði og það hafi gert útslagið á
að hann ákvað að kæra.
Það eru agavandamál við grunn-
skólann og það versta er að þaö er
ekkert gert í þvi að leysa þau, var
niöurstaða samtals DV við foreldra
nokkurra bama sem stunda nám
við Grunnskólann i Þorlákshöfh.
„Krakkamir era skikkaðir til að
vera úti i frímínútum en það er
engin gæsla á skólalóðinni. Því
hafa nokkur böm orðið illa úti, þau
hafa veriö áreitt af eldri krökkun-
um og jafiivel legiö við likamsmeiö-
ingum og nokkuð hefur borið á því
að eldri krakkamir hafi veriö aö
gyrða niður um þau yngri,“ sagði
móðir 8 ára drengs í skólanum í
samtaii við DV.
Einnig kvarta foreldrar mjög yfir
því aö ekki skuii vera stuðnings-
kennari fyrir böm sem dregist hafa
aftur úr i námi eða eiga viö aðra
námserfiðleika að stríöa.
-J.Mar
Bjami Sigurðsson skólastjóri:
Kannast ekki við agavandamál
„I hverjum frímínútum eru tveir
kennarar á vakt, auk gangavarðar,
sem hafa þann starfa með höndum
að annast gæslu. Þeir eru ekki alltaf
úti í frímínútum en auðvitað verður
bætt úr því.
Ég kannast ekki við agavandamál
hér í skólanum önnur en þau sem
eðlileg mega teljast, hvorki á lóðinni,
á göngunum né í skólastofum. Það
hafa komið upp tilfelli þar sem gyrt
hefur verið niður um krakka sem eru
í joggingbuxum og það er náttúrlega
mjög slæmt ef það gerist. Ég kannast
ekki við að eldri krakkar séu að níð-
ast á yngri krökkunum hér í skólan-
um, utan venjulegra árekstra."
- Skóhnn hefur verið kærður til
Rannsóknarlögreglunnar vegna aga-
vandamála:
„Mér hefur ekki verið birt sú kæra
ennþá en ég veit að það var kært
vegna tveggja bama sem voru að
slást þegar þau voru á leiðinni heim
í mat. En það er hlutur sem við eigum
erfitt með að ráða við.“
- Foreldrar kvarta einnig yfir því að
stuðningskennara vanti við skólann:
ísfirðingar
og Ólafsvík-
ingar tekju-
hæstir
jandsmanna
íbúar tveggja sjávarplássa, ísa-
ijarðar og Olafsvíkur, voru tekju-
hæstir landsmanna á síðastliðnu ári,
ef tekið er mið af útsvarsálagningu
þessa árs. Á hvern ísfirðing voru
lagðar að jafnaði 37.974 krónur í út-
svar en á hvern Ólafsvíking 37.657
krónur.
Þessar upplýsingar komu fram á
ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í
síðustu viku. Ná þær reyndar aöeins
til bæja en ekki hreppa.
ibúar svefnbæjanna viö Reykjavík,
Garðabæjar og Seltjarnarness, höfðu
næsthæstar tekjur. Garðbæingar
fengu að jafnaði 34.860 krónur í út-
svar en Seltirningar 34.606.
Önnur byggðarlög með háa út-
svarsgreiðendur koma í þessari röð:
Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar, Bol-
ungarvík, Eskiíjörður, Stykkishólm-
ur og Keflavík. Á þessum stöðum var
meðalútsvar á bihnu 32-34 þúsund
krónur.
í Reykjavík er meðalútsvar 30.362
krónur.
Lægsta útsvarið að jafnaði fengu
íbúar Hveragerðis, 25.415 krónur.
Önnur byggðarlög með meðalútsvar
undir 27 þúsund krónum era Egils-
staðir, Borgarnes, Sauðárkrókur og
Selfoss, allt bæir sem byggst hafa á
þjónustu viö landbúnað. -KMU
. „Það er alveg rétt, hann hefur vant- nú fyrir stuttu að við værum búin starfa við skólann eftir áramótin,“
að, en ég fékk þau gleðilegu tíðindi að fá stuðningskennara sem tæki til sagði Bjarni að lokum. -J.Mar
Nú geturðu eignast Mitsubishi farsíma
FLJÓTT og AUÐVELDLEGA
með laufléttum, 4.343,- kr.
mánaðarlegum greiðslum í 3 ár.
Það gerist ekki auðveldara I
Verð aðeins 118.750,-
* Fyrir utan vaxtabreytingar.
IS (5 (S
ili
000
000
A MITSUBISHI
..i aattt&iHdi
SKIPHOLTI 19
SIMI 29800
VIÐIOKUMVEL
Á MÓTIÞÉR