Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. Flestir þeir sem þræöa kvik- myndahúsin kannast viö Krókódíla Dundee. Sú mynd kostaði ekki nema 360 milljónir króna í framleiðslu en frá því hún var sett á markað hefur hún halað inn 2,2 milljaröa króna. Hún heldur jafnvel enn áfram að hala inn milljónir því hún er ofarlega á lista yfir vinsælustu myndböndin. Það var aðallega ástralski leikar- inn Paul Hogan sem gerði myndina svona vinsæla því hann sló í gegn á einu kvöldi í hlutverki Krókódíla Dundee. Hann hefur nú samþykkt að leika í Krókódíla Dundee II en ætlar ekki að faUa í sömu gryfju og Sylvester Stallone því hann ætlar aíls ekki að leika í fleiri myndum um þennan ævintýramann. Það er Paramount Pictures sem Goðsögnin Ir Meö nýjustu upptökutækni tókst ekki, í umfangsmestu leit til þessa, að finna Loch Ness skrímshð í Skotlandi. AUt síðan árið 565 hafa verið uppi meðal fólks sagnir um Loch Ness skrímslið og margar sögur verið sagðar. Nú á tuttugustu öldinni hafa menn margsinnis reynt að sanna tilvist þessarar furðuskepnu og aUtaf af og til koma fram ljós- myndir sem eiga að hafa verið teknar af skrímshnu. En engin þeirra hefur verið talin óyggjandi sönnun um tilvist þess. Til þess aö gera út um málið í eitt skipti fyrir öll fór Uð færustu vísindamanna fyrir stuttu tU leitar með fullkomnustu tæki sem völ er á í dag. Þannig var allt vatnið mælt og átti engin stór skepna að geta komist hjá því að koma á skerminn. Einu sinni kom skepna á skerminn, sem vísindamenn Ein af mörgum myndum sem á aö hafa verið tekin af Loch Ness skrimsl inu, en visindamenn eru ekki sannfærðir. segja að geti þó ekki verið skríms- lið. Stærð hennar samsvaraði aðeins stærö meðalhákarls en fyrri hugmyndir gera ráð fyrir miklu stærri skepnu. Þessi leiðangur er búinn að géfa út yfirlýsingu um að skepnan sé ekki til en gamUr vitringar frá Loch Ness svæðinu hlusta ekki á svona buU. Goðsögnin lifir áfram þrátt fyrir niðurstöður vísindamann- anna. Krókódílafrainhald Sviðsljós Það kannast flestir við Paui Hogan í þessum búningi sem Krókódíla Dundee. Ólygúm sagði... Hér laumar Hogan einum kossi að meðleikara sinum i myndinni, Lindu Kowalski, sem sagt er að hann eigi ástarsambandi við. framleiðir myndina og þeir ætla nú að eyða 600 miUjónum í framleiðsl- una. Það er nú ekki of mikið ef eitthvað viðlíka kemur inn fyrir myndina og af þeirri fyrstu. Annars ganga þær sögur nú fjöll- unum hærra í Hollywood að Hogan eigi í ástarsambandi viö meðleikara sinn úr myndinni, Lindu Kowalski. Hún vakti talsverða athygU fyrir góðan leik og glæsUegan vöxt í fyrri myndinni. Hogan er harðgiftur maö- ur en skUur konuna eftir henna í ÁstraUu á meðan myndatökur á seinni myndmni fara fram. Linda og Paul eru sögð skemmta sér mikið og ágætlega saman utan kvikmynda- versins. Ný stjama Flestir tónUstaraðdáendur kann- ast við nafn söngvarans Rithie Valens. Stjörnubíó hefur undanfam- ar vikur sýnt bíómynd um ævi þessa söngvara sem náði aðeins 17 ára aldri en tókst þó að semja þijú metsölulög. Minning þessa efnilega söngvara hefur verið eftirminnilega endurvak- in í kvikmyndinni „La Bamba“. í þeirri mynd hefur aðalleikarinn vak- ið mikla athygli fyrir góða túUcun sína á söngvaranum. Hann þykir leika þaö vel að sumir halda jafnvel að hann syngi og spiU öll lögin í myndinni. Þessi ungi leikari heitir Lou Dia- mond PhiUps og blandaöur af næstum öUum þjóðflokkum. Hann á ættir sínar að rekja til Spánar, FUippseyja og Cherokee indiána. Forfeður hans eru emnig frá Japan, írlandi og Hawan. Sjálfur hefur hann kosið að búa í Kalifomíu, svo stutt væri á kvikmyndamarkaöinn. Þetta er fyrsta stóra hlutverk hans en nú fær hannfjölda tilboða eftir frammi- stöðu sína. Maöur skyldi ætla að Lou Diamond hefði tónUstina í blóðinu, svo sann- færandi var hann í hlutverkinu. En sannleikurinn er sá að hann hafði aldrei haldið á gítar á ævinni áöur en hann fékk hlutverkið. Hann varð að æfa sig þrotlaust þangað til blæddi úr fingmm. Lou segir að hann hafi misst fimmfalt lag af húð af fingrum sér við þessar æfingar sem vom hel- víti líkastar. Auk þess var Lou aUt of grannur í hlutverkið svo hann varð að bæta á sig 15 kfióum, en hann segir að það hafi verið smámunir miðað við æfingamar. Leikumm með suðrænt yfirbragö hefur ekki gengið of vel í kvikmynda- bransanum hingað til. Lou Diamond PhiUps er undantekningin og Uklega eigum viö eftir að sjá meira tíl hans í framtíðinni. Warren Beatty Hinn fimmtugi sjarmör, sem frægur er meðal armars fyrir hlutverk sitt í Shampoo, er kvik- myndaframleiðandi nú. Hann eyddi nýlega 1,2 milljörðum ís- lenskra króna í ævintýramynd sem heitir Ishtar. Aðalleikarar myndarinnar eru Dustin Hoff- man og IsabeUe Adjani. Búið er að markaðssetja myndina. Það er aðeins eitt vandamál í veginum. Áhorfendur vUja ekki sjá myndina og gagnrýnendur segja ojj bjakk. Kunnugir ségja að þessi mynd sé jafnvel stærsta slys kvikmyndasögunn- ar. Mariel Hemingway sonardóttir rithöfundarins Er- nest Hemingway var búin að hasla sér vöU á hvíta tjaldinu sem hin frambærilegasta leik- kona. Hún er gift bisnessmann- inum Stephan Crisman sem fyrir þremur árum reyndi fyrir sér með stofriun veitingastaðar. Mariel gaf góð ráð á matseðlin- um og staðurinn varð geysivin- sæU. Nú eru þau búin að koma á fót heilli veitingahúsakeðju sem gengur glimrandi vel og Mariel hefur ákveðið að snúa sér alfarið að veitingahúsa- rekstrinum. Robert De Niro var í fréttunum um daginn þvi hann gekk með grasið í skónum á eftir söngkonunni Whitney 'r Houston. Hún vildi bara aUs ekki þýðast hann, og nú þráir hann ekkert nema einveru þar sem hann getur verið í friði og hugsað ráð sitt. í því skyni keypti hann sér Kyrrahafseyju fyrir 200 miUjónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.