Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987.
13
dv____________________________________________________________________Neytendur
Hvað viltu vita um tiyggingamál?
Ekkjubæturnar teknar
af þegar heilsan bilaði
Þættinum hafa borist fimm bréf með-
an ég var fjarverandi, svo að ég ætla
að láta nægja að svara þeim núna.
Að vísu var beðið um að birta ekki
tvö bréfin svo að ég hef svarað þeim
beint. Bið ég bréfritara velvirðingar
á að þeim hefur ekki verið svarað
fyrr.
Bréf 1: Kæra Margrét.
Ég er 60 ára gömul og varð ekkja
fyrir tveimur árum. Síöan hef ég
fengið ekkjulífeyri frá Trygginga-
stofnun ríkisins. Eftir lát manns
míns fór ég að vinna í frystihúsi og
undanfarin ár meira af vilja en
mætti. Þar kom að læknirinn minn
ráðlagði mér í ágúst að taka mér
hvíld. Ég vissi ekki hvernig ég ætti
að komast af því að ég fékk 6.823 kr.
á mán. í ekkjulífeyri og 5.600 kr. í
makabætur úr lífeyrissjóði Dags-
brúnar. Læknirinn minn sagði að
hann skyldi gefa mér sjúkradag-
peningavottorð svo aö þetta myndi
bjargast.
Ég vissi að sjúkradagpeningar voru
lágir en var samt búin aö afla mér
upplýsinga um að þeir væru tæplega
10 þús. kr. á mánuði. í byijun októb-
er fékk ég fyrstu greiðslu mina úr
sjúkrasamlagi og fékk ég greiddar
2.390 kr. fyrir 30 daga. Mér lá við
sturlun en skýringin sem ég fékk var
sú að ég hefði ekkjulífeyri og hann
drægist frá sjúkradagpeningun-
um.
Hvemig getur þetta átt sér stað?
Ekkjulífeyrinn fékk ég vegna þess
að ég missti fyrirvinnuna og hélt
honum þó ég væri í fullri vinnu en
þegar ég missi heilsuna er hann tek-
inn af mér.
Margrét mín, ég veit að þú hefur
hjálpað svo mörgum. Geturðu nokk-
uð gert í þessu?
Kær kveðja, Sigurlaug.
Svar: Kæra Sigurlaug.
Því miður get ég lítið gert fyrir þig,
því í 51. gr. almannatryggingalaga
er ákvæði um hvaða bætur mega
fara saman en bótaþeginn getur valið
hærri bæturnar ef hann á rétt á
tvenns konar bótum sem ekki mega
fara saman.
Samkvæmt þessari lagagrein geta
Tryggingamál
Hver er
réttur okkar?
Greinar um tryggingamál birtast
á neytendasíðunni á þriðjudögum.
Það er Margrét Thoroddsen sem
sér um þennan þátt. Hún svarar
einnig fyrirspurnum ef einhveijar
kynnu að berast. Utanáskriftin er
DV, c/o Margrét Thoroddsen, Þver-
holti 11, Reykjavík.
sjúkradagpeningar og ekkjulífeyrir
ekki farið saman og þess vegna færð
þú greidda upphæð sem samsvarar
hærri bótunum, sem í þessu tilfelli
eru sjúkradagpeningar, eða í sjúkra-
samlaginu færðu sem sé mismuninn
á ekkjulífeyri og sjúkradagpening-
um.
Ég hef margoft bent á að endur-
skoða þyrfti þessa lagagrein og vona
að svo verði gert af þeirri nefnd sem
núverandi tryggingaráðherra er bú-
inn að ákveða aö skipa til að endur-
skoða tryggingalöggjöfina.
Það eina sem ég get bent þér á er
að fara fram á örorkumat, ef veikindi
þín verða til langframa, og þá þarf
þinn læknir að senda inn örorkuvott-
orö til tryggingayfirlæknis. Annars
er þrautalendingin aö leita til Félags-
málastofnunar þar sem þú ert búsett.
En helst vildi ég óska þér góðs bata
eftir smáhvíld þannig að þú gætir
tekið til starfa á ný.
Margrét.
Bréf 2: Kæra Margrét.
Fyrir nokkrum árum voru sett lög
um að þeir ættu rétt á að fá úr lífeyr-
issjóði sem væru orðnir 70 ára og
hefðu ekki borgað í lífeyrissjóð. Mig
minnir að þeir ættu að vera fæddir
fyrir 1914.
Nú langar mig til að vita hvort ég
hef rétt á að fá úr þessum sjóöi og
til hverra á að leita ef svo er. Ég er
fæddur 1916 og stundaði sjálfstæðan
rekstur frá 1955-1979 og hef ekki
borgað í lífeyrissjóð.
Svo þakka ég fyrir.
Þinn aðdáandi Ólafur.
Svar:
Það er alveg rétt að í árslok 1979
voru sett ný lög um eftirlaun til aldr-
aðra, sem náöu m.a. til þeirra sem
hafa stundað sjálfstæðan atvinnu-
rekstur og hafa ekki greitt í lífeyris-
sjóð.
Skilyrðin eru þó þau að viðkom-
andi sé fæddur 1914 eða fyrr, eins og
þú réttilega minnist á, og því hefur
ekki verið breytt, svo þú átt því mið-
ur engan rétt þar.
Hin skilyrðin eru að viðkomandi
sé orðinn 70 ára og hættur störfum
og eigi að baki 10 ára starfstíma eftir
55 ára aldur. Þó það komi ekki að
gagni fyrir þig er rétt að taka fram
að umsjónarnefnd eftirlauna, Suður-
landsbraut 30, sér um afgreiðslu
þessara mála.
Ég vil svo í lokin geta þess að gott
er að eiga aðdáanda þó maður viti
aðeins að hann heitir Ólafur og sé
fæddur 1916.
Kær kveðja. Margrét.
Bréf 3:
Við eigum 10 ára dreng sem er
mikið fatlaöur og fer heilsu hans
hrakandi þannig að ég þurfti að
hætta vinnu utan heimilis fyrir 2
árum til að vera heima hjá honum.
Örorka var metin hjá tryggingun-
um og fáum við nú í okt. greiddar
6.096 kr. í örorkustyrk og sagði lækn-
irinn að hann fengi hámarks-
greiðslu.
Fyrir utan launatapið höfum við
mikinn kostnað vegna fotlunar hans,
t.d. getum viö ekki farið neitt með
hann nema í bíl. Við sóttum um bens-
ínstyrk en var synjað. Ef hann væri
inni á stofnun væri greitt fyrir hann
aö fullu en við getum ekki hugsað
okkur aö láta hann frá okkur.
Er útilokað að fá einhveijar aðrar
greiðslur vegna fotlunar drengsins
okkar?
Móðir fatlaðs drengs í Garðabæ.
Svar:
1. janúar 1984 gengu í gildi lög um
málefni fatlaðra, þar sem segir m.a.
að fatlaðir að 18 ára aldri, sem dvelja
í heimahúsum og þarfnast sérstakrar
umönnunar, eiga rétt á aðstoð. Kjósi
framfærendur að annast þetta sjálfir
geta þeir sótt um styrk til viðkom-
andi svæðisstjórnar, sem í ykkar
tilfelli myndi vera Svæðisstjóm
Reykjaness, Lyngási 11, Garðabæ, s.
651056.
Síðan gerir svæðisstjórn tillögur til
félagsmálaráðuneytisins en þar hef-
ur verið stofnuð sérstök deild um
málefni fatlaðra sem Margrét Mar-
geirsdóttir félagsráðgjafi veitir for-
stööu. Eftir að tillögur svæðisstjórn-
ar berast úrskurðar hún í málinu og
úrskurðurinn er sendur til Trygg-
ingastofnunar sem annast greiðsl-
urnar.
Hámarksgreiðsla er kr. 21.782 á
mánuöi og er þá miðað viö að hinn
fatlaði dvelji eingöngu í heimahúsi.
Barnaörorka myndi þá falla niður.
Þvi miður er ekki heimilt að greiða
bensínstyrk vegna fatlaöra barna en
aftur á móti bílalán, sem eru 80 þús.
kr. Þau eru mjög hagstæð því að þau
eru óverðtryggð og bera aðeins 8%
vexti. Endurgreiðast þau síðan á 3
árum.
Vona ég að þessar upplýsingar
hjálpi ykkur eitthvað.
Margrét.
REYKJkVIKURBORG
Jlcuctovi Sfödun,
„SÁLFRÆÐINGUR - UNGUNGADEILD“
Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar auglýsir eftir sálfræöingi í fullt starf.
Skilyrði er aö viðkomandi hafi a.m.k. tveggja ára
starfsreynslu sem sálfræðingur.
Starfið felst m.a. í meðferð, ráðgjöf við starfshópa
og þátttöku í stefnumótun og skipulagningu ungl-
ingastarfs. Umsóknarfrestur er til 8. des.
Upplýsingar veita Snjólaug Stefánsdóttir, deildar-
stjóri unglingadeildar, í síma 622760 og Gunnar
Sandholt, yfirmaður fjölskyldudeildar, í síma 25500.
Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Pró-
1988
Kæliskápar * frystiskápar * frystikistur.
/FOniX
gæði
á verði sem kemur þér notalega á óvart
Kæliskápar án frystis, 6 stærðir
K130 K 200 K 244
130 ltr. kælir 200 ltr. kælir 244 ltr. kælir
K 180 K 285
173 ltr. kælir 2771tr.kælir
K395
382 ltr. kælir
Kæliskápar með frysti, 6 stærðir
KF 120
103 ltr. kælir
17 ltr. frystir
KF19SS
161 ltr. kælir
34 ltr. frystir
KF233
208 ltr. kælir
25 ltr. frystir
KF 250
173 ltr. kælir
70 ltr. frystir
KF35S
277 ltr. kælir
70 ltr. frystir
KF 344
198 ltr. kælir
146 ltr. frystir
Dönsku GRAM kæliskáparnir eru níðsterkir, vel einangraðir og því sérlega sparneytnir. Hurðin er alveg einstök, hún er massif (nær óbrjótanleg) og
afar rúmgóð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. Færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. 053 4-stjörnu
frystihólf, aðskilið frá kælihlutanum (minna hrím). Sjálfvirk þíðing. Stílhreint og sígilt útlit, mildir og mjúkir litir.
4-stjörnu frystiskápar með útdraganlegum
skúffum, 5 stærðir
FS 100
100 ltr. frystir
FS 175
175 ltr. frystir
FS 146
146 ltr. frystir
FS 240
240 ltr. frystir
FS330
330 ltr. frystir
4-stjömu frystikistur,
fullinnréttaðar
(sra
HF234 HF348 HF462
234 ltr. frystir 348 ltr. frystir 462 ltr. frystir
VAREFAKTA, vottorð dönsku
neytendastofnunarinnar, um kælisvið,
frystigetu, einangrun, gangtíma vélar
og orkunotkun fylgir öllum GRAM tækjum.
GRAM frá FÖNIX =gæði á góðu verði.
Góðir skilmálar - Traust þjónusta.
/FQ mx
Hátúni 6A SÍMI (91)24420
/ponix
ábyrgð
f 3ár