Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖR-ÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Dómstóla-doðinn Hæstiréttur er oröinn skotspónn sérstakrar ádeilu- bókar eftir þekktan lögmann, auk fyrri gagnrýnisgreina í tímaritum lögfræðinga og laganema. Ennfremur hafa fimm saksóknarar sent dómsmálaráðherra bréf og kvartað yfir ruglingslegum hæstaréttardómum. Hæstiréttur er ekki eini skotspónninn í réttarkerfi íslands. Um þessar mundir er rekið mál gegn því fyrir mannréttindadómstóli Evrópuráðsins í Strasbourg. Ennfremur ríkir vaxandi óánægja með stjórnleysi og seinagang hjá Borgardómi og Sakadómi í Reykjavík. Samanlagt segir allt þetta þá sögu, að taka megi til hendinni í réttarkerfmu. Sumpart þarf að setja lög, til dæmis um aðskilnað stjórnsýslu og dómsvalds. Einnig verða dómstólar að bæta starf sitt innan ramma núgild- andi laga, einkum með því að vinna meira og hraðar. Borgardómur og Sakadómur bera stundum sviþ bandalags smákonungsríkja. Sumir dómarar virðast ekki nenna að vinna neitt að ráði og komast upp með að liggja á einstökum málum langt umfram hefðbundinn tíma. Yfirmenn þeirra þykjast engu ráða um þetta. Ef allir dómarar ynnu verk sín af samvizkusemi og hóflegum dugnaði og væru skemur í kaffi, má fullyrða, að enginn umtalsverður málahali væri stíflaður hjá dómstólum landsins. Gera þarf yfirmönnum dómstóla kleift að aga doðnu dómarana eða losa sig við þá. Það er líka doði, en ekki fyrirlitning á mannréttind- um, sem veldur því, að ísland er dregið fyrir dómstól Evrópu. Dómsmálaráðuneytið hefur einfaldlega ekki nennt að hafa frumkvæði að lagafrumvörpum um auk- inn skilnað framkvæmda- og dómsvalds í landinu. Hinar skammarlegu fréttir frá Strasbourg hafa knúið ráðuneytið til bragarbótar. Gera má ráð fyrir, að á þessu þingi verði sett lög, sem samræmi íslenzka kerfið vest- rænum mannréttindahefðum. Hinn nýi ráðherra hefur lagt áherzlu á, að þessi merki árangur náist. Hugsanlegt er, að doðinn, sem hér hefur verið nefnd- ur, setji einnig svip á Hæstarétt. Hinn fátæklegi rök- stuðningur réttarins fyrir dómum sínum getur hreinlega stafað af, að dómararnir nenni ekki eða telji sig ekki hafa tíma til að fara ofan í svokölluð smáatriði. Forseti Hæstaréttar er ekki sannfærandi, þegar hann heldur fram, að ekki þurfi að fjalla um allar hliðar málsins, ef dómstóllinn telur, að ein málsástæða nægi til að komast að niðurstöðu. í löndum eins og Bandaríkj- unum og Noregi eru ítarleg rök tahn nauðsynleg. . Enn síður er traustvekjandi, er forseti Hæstaréttar segir dæmin um óhóflega hohustu dómstólsins við ríkis- valdið vera of ný til að vera marktæk um 67 ára sögu hans. Vandinn er ekki sagnfræðilegur, heldur lifandi vandi, sem brennur á þjóðfélaginu þessa dagana. Hitt má svo segja Hæstarétti til málsbóta, að hann hefur á síðari árum ekki haft eins mikla tilhneigingu til að draga taum ríkisvaldsins og hann hafði fyrr á árum. Á þetta hafa bent sumir þeir, sem hafa fjallað um ádeiluna á Hæstarétt og viðbrögð forseta réttarins. Umræðan í þjóðfélaginu á öndverðum þessum vetri um vandamál í réttarkerfinu hefur verið nytsamleg og mun áreiðanlega leiða til endurbóta í mörgum eða jafn- vel flestum þáttum þess. Það sýnir, að þjóðin hefur burði til að koma lýðræði sínu í sómasamlegt horf. Annmarkarnir eru fæstir kerfisbundnir, heldur stafa fyrst og fremst af doðanum, sem löngum hefur einkennt dómsmáhn í landinu, dómstólana og einstaka dómara. Jónas Kristjánsson Mikilvægar tilraunir eru framkvæmdar fyrir landbúnað á Rannsóknarstofu landbúnaðarins. Er meirihluti þings og þjóðar að tapa áttum? Er meirihluti þingmanna og þorri þjóðarinnar að tapa áttum eða hefur hvorki þing né þjóð áttað sig á þeirri stefnubreytingu sem felst í fjárlagafrumvarpinu og sem fjármálaráðherra áréttaði í fjár- lagaræðu sinni er hann flutti 4. nóv. sl.? Stefnan var skýr frá hendi fjármálaráðherra. Enginn hefði átt að misskilja orð hans. Það sem ég á fyrst og fremst við er þetta: 1. Setja á söluskatt á allar vörur um næstu áramót sem breytt veröur í virðisaukaskatt í árs- byrjun 1989, þar með taldar allar matvörur. 2. Skatturþessiverður21eöa22%. 3. Fella á niður allan toll af inn- fluttum matvælum. 4. Lækka á tolla af ýmsum öðrum innfluttum vörum úr 80% í 30%. Áður hefur komiö fram hjá fjár- málaráðherra og ýmsum öðrum frjálshyggjupostulum að stefnan verði sú að fella niöur allar niður- greiðslur á búvörum. Fjármálaráð- herra sagði að til að mæta þeirri hækkun, sem söluskattinum nem- ur á búvörum, yrðu hækkaðar barnabætur, persónuafsláttur og tryggingabætur. Hins vegar verður persónuafsláttur ekki kjarabót fyr- ir þá sem hafa það lágar tekjur að þeir borga engan tekjuskatt. Það liggur því fyrir að ríkis- stjórnin ætlar að kippa grundvell- inum undan innlendri matvæla- framleiðslu og matvælaiðnaði með því að afnema tolla af innfluttum matvælum og stórhækka verð á okkar eigin matvælaframleiðslu með 21-22% söluskatti. Fjármálaráðherra hefur einnig boðað að stefna beri aö því að af- nema allar niðurgreiðslur og það talar sá sem ræður í þessari ríkis- stjórn, eins og fram hefur komið. Ef neyslan yrði svipuð á búvörum og hún var á síðasta ári yrði heild- arsalan um 13 milljarðar og því 22% söluskattur 2.860 milljónir. Framkvæmd brugðist Hins vegar er það með öllu óraun- hæft að gera ráð fyrir svipaðri magnsölu ef slíkar hækkanir yrðu. Við höfum nokkra reynslu af því hvað verð hefur mikil áhrif á neyslu búvara, og sú reynsla spáir ekki góðu í því efni. Rökin fyrir þessari aðgerð eru talin vera þau að þetta sé eina leiðin til að hindra undan- skot, að skila í ríkissjóð innheimt- um söluskatti. Þetta er að vísu niðurstaða tveggja nefnda sem sagt er að hafi fengið það verkefni að kanna þessi mál og koma fram með tillögur til úrbóta. Frá því hefur verið sagt að þessar nefndir hafi komist að þeirri niðurstöðu að ýms- ir aðilar skili ekki söluskatti og hafa verið nefndar mjög háar tölur í því sambandi. Meira að segja hafði for- KjaUarinn Stefán Valgeirsson alþingismaður fyrir Samtök um jafnrétti og féiagshyggju sætisráðherra þær á hraðbergi á meðan hann var fjármálaráðherra. Sé það rétt að umræddar nefndir hafi komist að því að vissir aðilar skili ekki innheimtum söluskatti og þeim hafi tekist að reikna það út með nokkurri vissu hve háar upphæðir er hér um aö ræða þá hljóta stjórnvöld að vita hvaða aöil- ar þetta eru og þá ætti aö vera auðvelt að innheimta þessar upp- hæðir. Séu þetta hins vegar ágiskunar- tölur og hinir seku ófundnir er niðurstaða nefndarinnar ekki marktæk. Ég geri þó ráð fyrir að um veruleg undanskot sé að ræða á skilum á söluskatti, ekki síður en á öðrum sköttum. Það er a.m.k. álit almennings í þessu landi að það sé ekki söluskattskerfið, hvorki lög né reglur um það efni, sem sé ábótavant heldur sé það fram- kvæmdin sem hafi þar brugðist eins og í mörgu öðru. Verri vandamál Það liggur ljóst fyrir að ekkert skattakerfl hefur enn verið upp fundið sem er það fullkomið aö ekki séu möguleikar á undanskoti ef kunnáttumenn á því sviði leggja sig eftir því. Og eitt er víst að það er engin oftrú á virðisaukaskattin- um í þeim löndum sem af honum hafa mesta reynslu sem sést best á því að nú fer fram umræða í þessum löndum um að hverfa frá honum aftur. Virðisaukaskattur leysir ekki þann vanda sem sagt er að hann muni leysa. Hins vegar munu af honumn leiða meiri og verri vanda- mál í okkar þjóðfélagi en flestir virðast gera sér grein fyrir. Ef þær breytingar ná fram að ganga, sem fjármálaráðherra hefur boðað, mun hrikta víða í þessu þjóðfélagi. Tollar af innfluttum matvælum verða felldir niður. Söluskattur á þeim vörum lækkar enn fremur um 3^%. Söluskattur verður settur á allar innfluttar bú- vörur 21-22%. Stjórnvöld hafa boðað að niðurgreiðsla á áburðar- verði verði nú afnumin og þess vegna muni áburðarverð hækka um 46%, en við það mundi verð t.d. á mjólk hækka a.m.k. um 4% og dilkakjöti um 5%. Framkvæmdir úti um land eru skornar niður til að minnka þensluna á suðvestur- horninu. Tilraunir og leiðbeining- arþjónusta fyrir landbúnaðinn er stórlega skert, og þó sérstaklega í héruðunum sjálfum. Hvað gera bændur nú? Áf þessari stefnu ríkisstjómar- innar leiðir að það verður neyslu- breyting í þjóðfélaginu. í ört vaxandi mæli fer þjóðin að neyta innfluttra matvæla, matvæla sem tákmarkað eftirlit mun vera með og gætu þess vegna verið skaðleg heflsu manna. En neysla á innlend- um búvörum mun að sama skapi minnka og af því leiði að margar byggðir fara í eyði ef þessi stefna nær fram að ganga. Er þetta sú byggðastefna sem Framsókanrflokkurinn hefur til- einkað sér við góðar undirtektir þjóðarinnar samkvæmt síöustu skoðanakönnunum DV? Er þetta sú stefna sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur boðað að undanförnu eða sjá þeir menn, sem nú ráöa í okkar þjóðfélagi, ekki út fyrir þéttbýlið við Faxaflóa? Er ekki kominn tími til að landsbyggðarfólk bijóti þessi mál til mergjar og láti í sér heyra og snúist til varnar? Fyrir 22 árum átti að setja inn- vigtunargjald á mjólk. Þá voru kosnar 5 manna nefndir í öllum sýslum landsins. Þessar nefndir fóru til Reykjavíkur og neyddu við- reisnarstjórnina til að hætta við að setja á innvigtunargjaldið. Þá stóðu bændur saman, fylktu liði og höfðu sitt fram. Hvað gera þeir nú? Stefán Valgeirsson Ef þær breytingar ná fram að ganga, sem fjármálaráðherra hefur boðað, mun hrikta víða 1 þessu þjóðfélagi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.