Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. Udönd Varar Vesturiónd við Andrei Gromyko, forseti Sovét- ríkjanna, varaöi í gær Vesturlönd við tilraunum til þess aö hrófla viö þeirri skiptingu Evrópu í Austur- og Vestur-Evrópu sem kom út úr siöari heirasstyijöldinnL Sagöi forsetinn að þessi skipting heföi gifuriega mikla þýðingu í málefnum Evrópu og að enginn ætti að reyna að breyta henni. Gromyko lýsti þessu yflr 1 ræöu í veislu sem haldin var Mario Soar- es, forseta Portúgal, sem nú er í opinberri heirasókn í Sovétríkjun- um. Réðust á tvö skip íranskt herskip réðst í gær á tvö flutningaskip á Persaflóa í öðru tilvikinu skaut íranska skipið á Jit- iö rúmenskt flutningaskip við innsiglinguna í flóann um Hormuz-sund. Að sögn heimilda kviknaöi 1 flutningaskipinu og þrír úr áhöfninni særðust. í hinu tilvikinu réðust íranimir á gámaflutningaskip frá Panama. Þá gaf íranska herskipið út við- vörun til fransks herskips sem var á þessum slóðum og sagði því að nálgast ekki meir án þess að biðja um heimild fyrst. Cariucci sver Frank Carlucci sór í gær embættiseið sinn sem vamarmálaráðherra Bandarikjanna. Carlucci hefur verið ráðgjafi Ronalds Reagan Bandaríkja- kontra hneykslið riðlaði röðum þesss. Reagan forseti hefur borið mikiö lof á Carlucci og segir hann vera Carlucci tekur við af Caspar Weinberger sem gegndi embætti vamar- málaráðherra í sjö ár. Weinberger sagði af sér vegna hrakandi heilsufars eiginkonu sinnar, en talið er aö óánægja hans meö stefhumótun forsetans í vamarmálum hafi einnig átt þátt í afsögninni. Carlucci er fimmtíu og sjö ára gamall. Rannsóknarmenn bandarískra stjórnvalda liggja nú yfir skjölum frá Sameinuðu þjóöunum um striðsglæpi i siöari heimsstyrjöld- inni, en sköl þessi hafa nýverið verið gerð opinber eftir fjörutíu ára leyndarhjúp. I skjölum þessum er að flnna nöfh nærri flörutíu þúsund ein- staklinga sem taliö er aö hafi annaðhvort framiö striösglæpi eða oröið vitni að þeim. Aðgangur að skjölum þessum hefur veriö gefinn mun fxjálsarl en áður, að mestu vegna þrýstings frá Israelsríki. Mótmælendur köstuöu eld- sprengjum að kóreska forsetafram- bjóðandanum Roh Tae-Woo í gær. Um eitt þúsund stúdentar, sem andsnúnh’ eru framboði Roh, réð- ust að bílalest frambjóöandans og köstuðu eldsprengjunum að hon- um. Frambjóðandann sakaði ekki og lögreglan í Seoul réðst að stúd- entunum og dreifði þeim. Roh hefur til þessa orðið að þola aö stúdentar köstuðu í hann eggj- um, táragassprengjum og nú loks eldsprengjum. Kúbönsku fangarnir i Atlanta og Louisiana hafa kveikt í fjölda bygginga í fangabúðunum. Simamynd Reuter Föngunum geit tilboð Dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, Edwin Meese, hefur boöið kúbönsku fongunum, er geröu upp- reisn í tveimur fangelsum, frest og lofað þeim að mál hvers og eins verði tekið upp að því tilskildu að þeir hætti óeirðunum og sleppi gíslunum. Óeirðirnar í Louisana hafa nú stað- ið yfir í þrjá daga og í gær hófust óeirðir í Atlanta. Hafa fangamir brennt byggingar í fangabúðunum. Einn maður er sagður hafa látist og þrjátíu særst, þar af fjórir af skot- sárum. Boði dómsmálaráðherrans var fagnað í hvorum tveggja fangabúð- unum og er búist við að kyrrð komist fljótlega á. Sjónvarpsfréttamanni var leyft að fara inn í annað fangelsið samkvæmt beiðni fanganna og sagðist hann hafa staðfestingu á því að einn maður Kúbönsku fangarnir á rölti í fangabúðunum í Louisiana á meðan á samn- ingaviðræðum við yfirvöld stóð. Simamynd Reuter Ættingjar kúbönsku fanganna réðust til atlögu að fangabúðunum i Atlanta í gærkvöldi en voru stöðvaðir af fangavörðum. Atburðurinn átti sér stað eftir að lík var flutt út úr fangabúðunum. Símamynd Reuter hefði beöið bana. Ekki vissi hann þó hvort um var að ræða fanga eða fangavörð. Sagöi fréttamaðurinn að fangarnir héldu sjötíu og fimm manns í gíshngu í fangelsinu í Atl- anta. Öldungadeildarþingmaður, er fékk leyfi dómsmálaráðherrans til að fara í fangelsið í Louisiana sem milli- göngumaður, sagði að spennan þar hefði minnkað eftir tilboð dómsmála- ráðherrans. Rósturnar hófust í Louisiana á laugardagskvöld þegar tvö þúsund fangar tóku tuttugu og átta verði í gíslingu. Þar hefur fjórum gíslum verið sleppt. Eru fangamir að mót- mæla samkomulagi sem gert var við Kúbu á fóstudag, þess eðhs að tvö þúsund og sjö hundruð fóngum, sem gerst hafa brotlegir við lögin eða eru ekki heilir á geði, verði gert að snúa aftur til Kúbu. Reykingar bannaðar Yfirstjórn neðanjarðarbrauta- kerfisins í London hefur nú ákveðið að setja á algert bann við reykingum í brautarstöðvum og brautargöngum kerfisins, eftir eldsvoðann sem varð um þrjátíu manns að bana í Kings Cross braut- arstöðinni í síðustu viku. Reykingar hafa verið bannaðar í lestunum sjálfum, svo og á braut- arpöllum, frá því árið 1985, þegar eldur kviknaði í Oxford Circus stöðinni. í gær var bannið hins vegar víkkað út og nær nú til allra hluta brautakerflsins, allt að út- göngudyrum stöövanna. Líkur eru taldar á aö sígaretta hafi kveikt í tróöi og olíusulli undir rennistiga í Kings Cross stöðinni í síðustu viku. Stöðin var opnuð að nýju fyrir umferð í gær en miðasölusvæðið, þar sem flestir hinna látnu létu líf- ið í síðustu viku, hefur ekki enn verið tekið í notkun að nýju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.