Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987.
33
Fólk í fréttum
Markús Öm Antonsson
Markús Örn Antonsson hefur
verið í fréttum DV vegna frétta-
skýringa fréttastofu útvarpsins um
samskipti CLA og §tefáns Jóhanns
Stefánssonar. Markús Örn er fædd-
ur 25. maí 1943 og varð stúdent frá
M.R. 1965. Hann var fréttamaður
við Ríkisútvarpið - sjónvarp
1965-1970 og var ritstjóri tímarits-
ins Frjáls verzlun frá 1972. Hann
var borgarfulltrúi í Reykjavík
1970-1984 og átti sæti í bogarráöi
1973-1978 og 1982-1985. Markús var
forseti borgarstjómar 1983-1985 og
var formaður æskulýðsráðs
Reykjavíkur, félagsmálaráðs
Reykjavíkur og fræðsluráös. Hann
sat í útvarpsráði 1980-1985 og var
fformaður þess 1984-1985 og hefur
verið útvarpsstjóri frá 1985.
Markús giftist 1965 Steinunni
Ármannsdóttur, f. 20. febrúar 1946,
kennara. Foreldrar hennar eru
Ármann Halldórsson, námsstjóri í
Rvík, og kona hans, Sigrún Guð-
brandsdóttir. Börn Markúsar og
Steinunnar eru Sigrún Ása, f. 13.
nóvember 1965, við nám í fjölmiðl-
un, heilsurækt og íþróttum í
Bandaríkjunum, og Anton Björn,
f. 6. janúar 1971. Foreldrar Markús-
ar eru Anton Björn Björnsson,
íþróttakennari í Rvík, sem lést 1943
og unnusta hans, Bertha Karls-
dóttir. Föðursystur Markúsar eru
Sigríður, kona Bjarna Benedikts-
sonar forsætisráðherra, Ásta,
móðir Grétars Hjartarsonar, bíó-
stjóra Laugarásbíós, og Hildur,
móðir Antons Kærnested, for-
stöðumanns Bókaklúbs AB. Faðir
Antons var Björn, skipstjóri í Ána-
naustum í Rvík, Jónsson, tómthús-
manns í Ánanaustum, Björnsson-
ar, b. á Eiði, Bjarnasonar, b. á
Syðri-Mælifellsá, Einarssonar.
Móðir Björns var Hildur, systir
Jóns, afa Guðmundar Böðvarsson-
ar skálds. Hildur var dóttir Jóns,
b. í Fljótstungu í Hvítársíðu, Böð-
varssonar og konu hans, Margrétar
Þorláksdóttur, b. á Vatni í Hauka-
dal, Einarssonar, en hún var
langamma Halldórs Laxness. Móð-
ir Antons var Anna, systir Stef-
aníu, ömmu Þórðar Arnar
Sigurðssonar dósents, föður prest-
anna Döllu og Yrsu. Anna var
dóttir Páls, b. í Neðradal í Biskups-
tungum, bróöur Egils, afa Egils
Thorarensens kaupfélagsstjóra.
Páll var sonur Stefáns, b. í Múla,
Pálssonar, b. í Neöradal, Þorsteins-
sonar. Móðir Stefáns var Guðrún
Guðmundsdóttir, b. á Kópsvatni,
Þorsteinssonar, forföður Kóps-
vatnsættarinnar, langafa Magnús-
ar Andréssonar alþingismanns.
Móðir Páls var Vigdís Diðriksdótt-
ir. Móðir Vigdísar var Guðrún
Högnadóttir „prestaföður“, Sig-
urðssonar, langafa Þuríðar,
langömmu Vigdísar Finnbogadótt-
ur.
Bertha er dóttir Karls, bryta í
Rvík, bróður Ágústs, fööur Harðar
listmálara. Karl var sonur Markús-
ar, veggfóðrarameistara í Rvík,
bróður Guðlaugs, afa Andrésar
Gestssonar bólstrara, Óskars Jóns-
sonar fræðimanns og langafa
Víglundar Þorsteinssonar, for-
manns félags íslenskra iðnrek-
enda. Markús var sonur Þorsteins,
b. í Gröf í Hrunamannahreppi,
Jónssonar, bróður Jóns, langafa
Þorsteins Einarssonar íþróttafull-
trúa. Móðir Markúsar var Guðrún,
systir Ingibjargar, langömmu Eð-
varðs Sigurðssonar alþingismanns.
Guðrún er dóttir Jóns, b. í Galta-
felli, Björnssonar, b. í Vorsabæ,
Högnasonar, lögréttumanns á
Laugarvatni Björnssonar, bróður
Sigríðar, móður Finns Jónssonar
biskups. Móðir Jóns var Bryngerð-
ur Knútsdóttir, systir Sigríðar,
ömmu Tómasar Guðmundssonar
skálds og þeirra bræðra, Hannesar
þjóðskjalavaröar og Þorsteins hag-
Markús Örn Antonsson.
stofustjóra Þorsteinssona. Móðir
Guðrúnar var Guðrún Guðmunds-
dóttir, prests í Hruna, Magnússon-
ar. Móðir Karls var Jóhanna
Sveinbjörnsdóttir. Móðir Jóhönnu
var Kristín Einarsdóttir, systir Ing-
veldar, langömmu Steinþórs
Gestssonar alþingismanns. Móðir
Berthu var Ingeborg, f. Tengelsen.
frá Arendal í Noregi.
Afmæli
Geir Þormar
Geir P. Þormar ökukennari,
Barmahlíð 15, Reykjavík, er sjötug-
ur í dag. Geir fæddist á Norðfirði
og ólst þar upp hjá fjöldskyldu
sinni í húsinu Þórsmörk. Geir var
í sveit á sumrin uppi á Héraði, á
bæjunum Geitagerði og Skriðu-
klaustri, en hann stundaði fisk-
vinnu eins og aðrir unglingar, sem
þá var ekki síst í því fólgin að
breiða saltfisk á reiti til þurrkunar.
Hann kom til Reykjavíkur í fylgd
með föður sínum 1935 og var þá
fyrst í vinnu á bílaverkstæði hjá
Páli Stefánssyni en fór síðan aö
starfa á viðgerðarverkstæði Ríkis-
útvarpsins. Geir fór aftur austur
og var þar í nokkur ár en kom svo
aftur til starfa hjá Ríkisútvarpinu.
Geir starfaði svo um skeið á Járn-
smíðaverkstæði Sigurðar Svein-
björnssonar en tuttugu og fimm ára
fékk hann ökukennararéttindi og
hefur hann verið ökukennari í
ijörutíu ár. Geir hefur verið með
einkaflugmannspróf frá því fljót-
lega eftir stríð, en hann er einn af
stofnendum Félags ísl'enskra
einkaflugmanna og Flugbjörgun-
arsveitarinnar. Þá var Geir einn
af stofnendum Ökukennarafélags-
ins og hann hefur setið í stjórn
þess.
Kona Geirs lést í sumar en hún
var Sigríöur J. Þormar, dóttir Jóns
Pálma, sjómanns í Hafnarfirði,
Jónassonar, og konu hans, Guð-
laugar Daníelsdóttur, bæði eru
látin. Geir og Sigríður giftu sig 1941.
Geir og Sigríður eignuðust einn
son, Sigurð Þormar, sem er loft-
skeytamaður að mennt en hefur
stundað ökukennslu eins og faðir
hans. Sigurður á fjögur börn
Geir átti fimm systkini: Konráð,
verkamaður í Reykavík, er látinn;
Garðar, sem lengst af var rútubíl-
stjóri hjá Norðurleið; Þór, sem er
búsettur í Reykjavík; Sigríður, en
hún fórst með Goðafossi 1944; og
Kári sem er tæknimaður hjá ísal.
Foreldrar Geirs eru báðir látnir,
en þeir voru Páll Guttormsson
Þormar, kaupmaður á Norðfirði,
Geir P. Þormar.
og kona hans, Sigfríð Konráðsdótt-
ir. Föðurforeldrar Geirs voru
Guttormur, skólastjóri á Eiðum og
alþingismaöur, Vigfússon, og kona
hans, Sigríður Björg Anna Sig-
mundsdóttir. Móðurforeldrar
Geirs voru Konráð, stórútgerðar-
maður á Norðfirði, Hjálmarsson og
kona hans, Sigríður Jónsdóttir.
Geir verður ekki heima á af-
mælisdaginn.
Hannes Jonsson
Hannes Jónsson, fyrrv. b. á
Eystri-Meðaiholtum og síðar iðn-
verkamaður í Reykjavík, er níutíu
og fimm ára í dag. Hann fæddist á
Eystri-Meðalholtum í Flóa og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hannes
reri margar vertíðir á opnum ára-
bátum frá Þorlákshöfn og Selvogin-
um en sautján ára að aldri fór hann
á vorvertíð á skútu sem Akron hét
og var gerð út frá Reykjavík. Næsta
vetur var hann á kútter Hannesi
en þar var skipstjóri Jón Ólafsson
frá Sumarliðabæ sem síðar varð
bankastjóri og þingmaður. Hann
var svo hjá foreldrum sínum fram
undir þrítugsaldur en faðir hans
lést 1921 og starfaði hann þá hjá
móður sinni næstu þrjú árin.
Hannes kvæntist 19.7. 1924 Guð-
rúnu Andrésdóttur, f. 27.9.1888, frá
Vestri-Holtum í Hellum, en þau
hófu búskap á Eystri-Meðalholtum
og bjuggu þar í fjörutíu ár. Guðrún
er nú látin. Hannes og Guðrún
eignuðust eitt barn sem dó við fæð-
ingu en fósturdóttir þeirra og
jafnframt systurdóttir Hannesar er
Ásdís Lárusdóttir frá sama bæ,
húsmóðir í Reykjavík, en Hannes
er hjá henni nú.
Hannes starfaði mikið i Ung-
mennafélaginu Samhygð í Flóa en
hann hefur alla tíö haft mikinn
áhuga á leiklist og mun hafa átt
þátt í uppsetningu meira en tuttugu
leikrita í sinni sveit, jafnframt því
sem hann lék í kvikmynd um þjóð-
hætti og forna búskaparhætti í
Árnessýslu.
Eftir að Hannes brá búi gerðist
hann iðnverkamaður í Reykjavík
en hann vann fullan vinnudag
fram á tíræðisaldur.
Systkini hans voru Kristín, hús-
frú að Haugi í Flóa, f. 1878, d. 1963;
Magnús, f. 1880, d. 1882; Guðlaug,
húsfrú á Eystri-Hellum i Flóa, f.
1882, d. 1940; Magnús, f. 1885 en
mun hafa dáið 1894; Jón, sjómaöur
í Reykjavík og síðar vinnumaður í
Eystri-Meðalholtum, f. 1888, d. á
Elliheimilinu Grund í Reykjavík
1956; Ingibjörg, vinnukona í
Hannes Jonsson
Eystri-Meðalholtum, f. 1890; Krist-
inn, f. 1895, d. sama ár; Kristín
bústýra í Reykjavík, f. 1896; og
Guðný, húsfrú í Vancouver í
Kanada, f. 1899, d. 1958.
Foreldrar Hannesar voru Jón
Magnússon, b. í Eystri-Meðalholt-
um í Flóa, f. á Fljótshólum 16.11.
1851, og kona hans, Kristín Hannes-
dóttir, f. 5.11.1854.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því
myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upp-
lýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
Inga Ásgrímsdóttir
Inga Ásgrímsdóttir húsmóðir,
Borg í Miklaholtshreppi, er sextug
í dag. Hún fæddist að Borg í Mikla-
holtshreppi og ólst upp i foreldra-
húsum. Inga stundaði nám við
Húsmæðraskólann að Varmalandi
veturinn 1946-47 og giftist Páli
Pálssyni, f. 19.9. 1922, en foreldrar
hans voru Páll, hreppstjóri á Þúf-
um við ísaflarðardjúpi, Pálsson og
kona hans, Björg Andrésdóttir.
Páll og Inga hófu búskap á Borg
1949, fyrst í félagsbúi með foreldr-
um Ingu. Þau hafa búið þar síðan.
Börn Ingu og Páls: Páll, f. 16.4.1950,
sölustjóri hjá Heklu hf., kvæntur
Hafdísi Halldórsdóttur fulltrúa, en
þau eiga tvær dætur; Ásgrímur
Gunnar, f. 31.12. 1952, er bifreiða-
stjóri í Gröf í Miklaholtshreppi,
kvæntur Helgu Tryggvadóttur
kennara, en þau eiga tvo syni;
Arndís, f. 10.101958, verslunarmað-
ur hjá Hagkaupi; Auðunn, f. 10.10.
1958, b. á Borg í Miklaholtshreppi.
kvæntur Rósu Einarsdóttur kenn-
ara, en þau eiga eina dóttur;
Björgvin Rúnar, f. 19.5. 1967, en
hann er rafvirki hjá Heklu hf. og
sambýliskona hans er Fríður
Reynisdóttir.
Systkini Ingu: Soffia, f. 1917, gift
Kiell Lundberg, bryta í Kristian-
sand í Noregi; Stefán, f. 1919, d.
1981. b. á Stóru-Þúfu í Miklaholts-
hreppi, en eftirlifandi kona hans
er Laufey Stefánsdóttir; Ósk. f.
1921, gift Ásmundi Böðvarssvni,
stýrimanni í Garði í Gerðahreppi;
Ágúst, f. 1923, bifreiðarstjóri í
Reykjavík, kvæntur Guðríði
Björnsdóttur; Halldór, f. 1933. b. að
Minni-Borg í Miklaholtshreppi,
kvæntur Ingu Guðjónsdóttur; Karl.
f. 1935, bifreiðarstjóri í Réykjavík.
kvæntur Sigríði Gústafsdóttur.
Foreldrar Ingu eru báðir látnir
en þeir voru Ásgrímur Gunnar
Þorgrímsson, f. 16.9.1895, b: á Þúfu
í Miklaholtshreppi. og kona hans.
Anna Stefánsdóttir. f. 20.1. 1897.
Inga og Páll taka á móti gestum
á afmælisdaginn í félagsheimilinu
Breiðabliki eftir klukkan 15.
80 ára 50 ára
Axel Jansen, Norðurbrún 1. Reykjavík, er áttræður í dag. Björn Jónsson, Ytri-Hóli. Vind- hælishreppi, Húnavatnssýslu. er áttræður í dag. Júlíus S. Lárusson, Einibergi 3. Hafnarfirði, er áttræður í dag. Laufey Steindórsdóttir. Kirkjuvegi 29, Selfossi; er fimmtug í dag. Sigrún Ingimarsdóttir. Álftamýri 31, Akureyri, er fimmtug í dag. Trausti Sigmundsson, Skógarbraut 3. ísafirði, er fimmtugur í dag. Karl J. Stefánsson, Víðihvammi 14. Kópavogi, er fimmtugur í dag.
60 ára 40 ára
Eiríkur Guðmundsson, Heiðar- braut 11, Gerðahreppi í Gull- bringusýslu, er sextugur í dag. Einar Jónsson, Hjarðarhaga, Aðal- dælahreppi, Þingeyjarsýslu. er sextugur í dag. Halldóra Sigurðardóttir, Þórunn- arstræti 110, Akureyri, er sextug í dag. Sigríður Héðinsdóttir, Neðstaleiti 5, Reykjavík. er fertug í dag. Þórhildur Valdimarsdóttir, Birki- lundi 12, Akureyri. er fertug í dag. Erna Sigrún Hákonardóttir, Ægis- grund 8, Garðabæ, er fertug í dag.
Andlát
Sigurjón Björnsson, Jaðarsbraut 21, Akranesi,. lést í Sjúkrahúsi Akraness 22. nóvember. Jón Sigurðs Jónsson, Lundar- brekku 2, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 21. nóvember. Karl Jónsson frá Mjóabóli lést í Sjúkrahúsi Akraness 13. nóvemb- er. Helgi Vigfússon, fyrverandi kaup- félagsstjóri, Breiðumörk 8, Hvera- gerði, lést laugardaginn 21. nóvember. Guðný Margrét Jóhannesdóttirfrá Þorgrímsstöðum lést í Landspítal- anum 22. nóvember.