Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987.
17
Lesendur
Hin sívinsæla og myndarlega jólagjafahandbók kemur út 3. desember nk.
Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á aö auglýsa í
J ÓL AGJ AF AH ANDBÓKINNI
vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild
Þverholti 11 eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga sem fyrst.
í síöasta lagi fimmtudaginn 26. nóv. nk.
Áfengt öl eykur böl
10% AFSLATTUR
Bjóðum 10%
afslátt á
2,5 og 3,0metra
KIMADAN
mykjudælum
meðan birgðir
endast.
BOÐI hf
Flatahrauni 29
220 Hafnarfirði.
Sími 91-651800
Einar Hannesson skrifar:
Enn á ný er ölmálið komið á dag-
skrá í Alþingi. Eins og fyrr eru
skiptar skoðanir um mál þetta, eins
og eðlilegt er, þar sem það snertir
vissulega alla þjóðfélagsþegnana
með einum eða öðrum hætti.
Það sem mér hefur fundist athygl-
isverðast í sambandi við opinbera
umræðu um áfengismálið er plaggið
sem var gefið út skömmu eftir ára-
mótin seinustu og heitir „Skýrsla
Áfengismálanefndar ríkisstjórnar-
innar“. Útgefandi er heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið í janúar
. 1987. í plaggi þessu er að finna niður-
stöðu sem 14 valinkunnir borgarar
frá hinum ýmsu samtökum og stofn-
unum voru sammála um.
Þar sem ölmálið er nú á dagskrá
þykir mér rétt aö rifia upp nokkur
atriði úr fyrrgreindri skýrslu. í kafla
er fiallar um innflutning segir um
áfengt öl: „Áfengismálanefnd ríkis-
stjórnarinnar er falið að gera tillögur
í samræmi viö markaða stefnu Al-
þjóöaheilbrigðismálastofnunarinnar
sem er m.a. að minnka áfengisneyslu
um fiórðung. Kemur því ekki til
greina að bæta nýjum gerðum af
áfengi við þær sem fyrir eru.“
í fyrrgreindum kafla segir um inn-
fluting farmanna og ferðamanna:
„Taka þarf til endurskoðunar reglur
þær er gilda um tollfrjálsan innflutn-
ing á áfengi hjá farmönnum, fluglið-
um og ferðamönnum." Á bls. 5 í
plagginu er fiallað um sölu öl- og
vímugerðarefna: „Sala slíkra efna
fari einungis fram á vegum ÁTVR.“
Þá er að flnna í skýrslunni m.a. frá
nefnd um mörkun opinberrar stefnu
í áfengismálum: ,,h) Innflutningur á
bjór ferðamanna verði stöðvaður og
bjórsala á Keflavíkurflugvelli af-
lögð.“
Ennfremur er í skýrslunni að finna
efni úr greinargerð að tillögum um
átak í áfengismálum frá 1983 þar sem
segir: „Þær reglur sem hér um ræöir
mismuna þjóðfélagsþegnunum og
verða því að teljast óeðhlegar. Sumir
eru þeirrar skoðunar að þessum
reglum sé beitt sem kjarabót (þ.e.
tollfijáls innflutningur farmanna og
flugliða), sem eitt út af fyrir sig er
ærið umhugsunarefni, eigi það við
rök að styðjast. Að bjóða áfengissýk-
ingu heim i kjarasamningum hefði
einhvern tíma þótt ótækt.“
Það sem hér hefur verið tíundað
úr fyrrgreindri skýrslu áfengismála-
nefndar eru skynsamlegar ályktanir
manna sem vilja minnka áfengis-
neysluna og þar með minnka bölið
sem hefur fylgt henni; Þeir eru sjálf-
sagt nfiög fáir í þjóðfélaginu sem vilja
ekki stefna að því marki að dregið
verði úr áfengisneyslu. Hvers vegna
þá ekki að taka tillit til ráða, gefin
aö bestu manna yfirsýn?
Mig minnir að núverandi fiármála-
ráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson,
hafi einhvern tíma látið þau orð falla
að ef alþingismenn samþykktu ekki
tillögu um sölu á áfengu öli bæri aö
afnema allar undanþágur í sambandi
við slíkt öl.
Ég vildi mega treysta því að þegar
og eftir að ölmálið, sem nú er í gangi,
verður svæft eða fellt á Alþingi láti
fiármálaráðherra hendur standa
fram úr ermum, felli niöur tollfríð-
indi í sambandi við ölið og afnemi
ólöglega (sbr. álit Sigurðar Líndals
lagaprófessors) sölu áfengs öls til
ferðamanna á Keflavíkurflugvelli og
bæti þar með fyrir óhappaverk for-
vera síns í embættinu, Sighvatar
Björgvinssonar, á sínum tíma.
skýrslu, sem bréfritari vitnar í, er lagt til að bjórsala á Keflavíkurflugvelli verði aflögð.
Húsbyggjenda-
afeláttur
Ingunn Ríkharðsdóttir hringdi:
Eg var að reyna að fá upplýsingar
hjá skattstjóraembættinu hér á
staðnum um ofangreint efni og
skyld mál, en þar gat ég ekki feng-
ið nein viðhlítandi svör.
Ég tek dæmi um íbúð sem ég sel
á árinu og afskrifa lán upp á 280
þúsund krónur, þar af eru verö-
bætur og vextir 260 þúsund. -
Samkvæmt gamla kerfinu töldust
vextir og verðbætur frádráttarbær-
ar, án tillits til þess hvort fólk væri
að kaupa eða selja í fyrsta sinn.
Nú virðist þetta hins vegar vera
óljóst. Þess vegna spyr ég: Er hægt
að fá upplýst frekar um þetta at-
riöi?
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Lesendasíða DV fékk, þá er
allt óbreytt hvað varðar framtals-
gerðina í ár, að öðru leyti en því
að felldur er út vaxtafrádráttur
sem slíkur.
Þess í stað er tekinn upp í stað-
greiðslukerfinu annars vegar
vaxtaafsláttur og hins vegar hús-
næðisbætur og er vaxtaafsláttur-
inn ákveðið hlutfall af frádráttar-
bærum vöxtum, meö vissum
takmörkunum þó. Þessi vaxtaaf-
sláttur er útborganlegur að vissu
marki.
Þess má svo geta að lokum að
skattstjóraembættin, hvert fyrir
sig, eiga að geta gefið allar þær
upplýsingar, sem þegar liggja fyrir,
varðandi hið nýja staðgreiðslu-
kerfi. Enn er verið aö taka saman
frekari upplýsingar sem almenn-
ingur á að geta haft aögapg að og
má búast viö að þær verði tiltækar
mjög fljótlega.
Laus staða við
félagsvísindadeild
Háskóla Íslands
Staða lektors í aðferðafræði við félagsvísindadeild
Háskóla Islands er laus til umsóknar. Staðan verður
veitt til þriggja ára.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. desember
1987.
Menntamálaráðuneytið,
18. nóvember 1987.
Jólagjafahandbók