Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. Meiming Afmæliskveðja - kór Menntaskólans við Hamrahlíð 20 ára Þegar Pólýfónkórinn var stofnað- ur, fyrir u.þ.b. 30 árum, hófst nýr kapítuli í sönglistarsögu íslands. Síðan hafa verið gerðar æ meiri kröfur, um blæbrigðaríkan og áreynslulausan söng, kröfur sem harðvítugum atvinnukórum er- lendis þætti jafnvel erfitt að svara. 10 árum seinna varð enn merkis- viðburður í sönglífinu þegar Hamrahlíðarkórinn var stofnaður, þ.e.a.s. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, svo ekki sé verið að rugla skólakórnum saman við „Framhaldskórinn" sem er annar handleggur. Þar með var orðinn til ungmennakór sem gat gefið músík- inni góðan tíma og þá ást og virð- ingu sem aðeins er til í óspjölluðum hjörtum. Og ég éfast ekki um að margt sem horfir til framfara í tón- listarmálum landsins á einmitt rætur að rekja til þessarar starf- semi sem hefur notið handleiðslu TánM Hamrahlíðarkórinn. DV-mynd S Leifur Þórarinsson Þorgerðar Ingólfsdóttur Guð- brandssonar frá byijun. Þetta erfist semsé og það er engin tilvilj- un að það eru feðgin sem halda merki kórsönglistarinnar hæst á lofti landsins. Kórinn hélt upp á 20 ára afmæli sitt um helgina með myndarlegum tónleikum í skólan- um. Þar var mikið fjölmenni vina og velunnara, ásamt eldri og yngri kórfélögum sem tóku lagið af hjart- ans lyst. Þetta var falleg samkoma sem yljaði manni um hjartarætur og maður fylltist þakklæti og hljóðri bæn. Þarna var hamingju- dagur. -LÞ Til hamingju - frá tónleikum Hljómsvertar Tónlistarskólans í Bústaðakirkju Það voru faliegir og stór- skemmtilegir tónleikar sem hljóm- sveit Tónlistarskólans j Reykjavík hélt í Bústaðakirkju um daginn. Það voru Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran sem leiddu hina ungu og efnilegu tónlistarmenn í gegnum þijú meistarstykki, kanón eftir Pachebel, A-dúr fiðlukonsert- inn eftir Mozart og Oktett Mend- elsohns. Og það var augljóst að þessi heiðurshjón kunna að örva ungmennin til dáða, leikurinn var hreinn og tilþrifaríkur. Aðalmálið var flutningur fiðlu- konsertsins en þar kom fram ungur fiðluleikari, Hildigunnur Halldórs- dóttir, en hún er að útskrifast úr einleikaradeild skólans þar sem Guöný hefur verið hennar aðal- Tórúist Leifur Þórarinsson kennari. Og það er engum blöðum um það að fletta að Hildigunnur á góða framtíð fyrir sér sem fiðlu- leikari. Túlkun hennar á Mozart var bæði vel unnin og lifandi og framkvæmd af ótrúlega miklu ör- yggi. Það verður áreiðanlega gaman að heyra hana á heilum tón- leikum, með píanói, seinna í vetur. Til hamingju. LÞ Fimmtu áskríftar- tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands Nýtt yfirhragð á tónleikum hljómsveitarinnar Taröarfarir Útför önnu Kristmundsdóttur, Hjarðarhaga 44, fer fram í dag, þriðjudaginn 24. nóvember, frá Laug- arneskirkju kl. 15. Útfor Jónbjörns Magnússonar, Gljúfraseli 2, fer fram frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 25. nóvember kl. 15.00. Laufey Guðnadóttir, Hraunstig 7, Hafnarfirði, verður jarðsungin mið- vikudaginn 25. nóvember. Útfórin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju og hefst kl. 13.30. Ágúst Kristjánsson prentari verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 25. nóvember. Vilhelmína Soffia Tómasdóttir, Hof- svallagötu 18, verður jarðsungin frá DómkirKjunni miðvikudaginn 25. nóvember kl. 15. Ester Sighvatsdóttir,Blöndubakka 3, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Haukur Magnússon, Tunguvegi 3, Hafnarfirði, vérður jarðsunginn frá Hafnarfj arðarkirkj u fimmtudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Sísí Tómasdóttir, ráðgjafi á Sogni, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju miðvikudaginn 25. nóvember kl. 10.30. Tapað - Fundið Kötturinn Tommi frá Kópavogi er týndur Hann Tommi er stór og fallegur högni sem fór aö heiman frá sér í Snælands- hverfi í Kópavogi sunnudaginn 15. nóvember og hefur ekki sést síðan. Tommi er gulbrúnn og bröndóttur en hvítur að framan og á bringunni og mag- anum. Hann hefur hvítar loppur. Þegar hann hvarf að heiman var hann með ljós- bláa leðuról um hálsinn með rauöu merki þar sem skráö var nafn hans og síma- númer. Ef einhver hefur orðið var við köttinn Tottima eða véit hvar hann gæti verið niðurkominn núna þá vinsamlegast hafi hann samband við fjölskyldu hans í síma 42139 eða 688943. Tátaertýnd Fyrir nokkru hvarf grábröndótt læða frá 'Baldursgötu 12. Hún var með gula ól-og Tilkyrmingar Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Opið hús frá kl. 14 á sunnudag í Goð- heimum, Sigtúni 3. Dansað frá kl. 20. Upplýsingamiðstöð ferðamála hefur aðsetur að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar upplýsingar um ferðalög á ísiandi og það sem er á döfrnni í borg- inni. Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 10-14. Sími 623045. merkt. Hún gegndi nafninu Táta. Ef ein- hver veit um afdrif hennar, lifandi eða dauðrar, þá vinsamlegast hringið í síma 25859 eða til Kattavinafélagsins, s. 76206. Sýning á skriftargrafík Howards Glasser stendur yfir í Gallerí Borg í Austur- stræti. Verkin eru stílbrigði á latneska stafróinu og hebresku letri. Þau spanna nokkurt árabil og eru hluti af sýningu sem haldin var í London fyrr á árinu. Howard Glasser var var skrifari og hönn- uður í New York um árabil. Nú er hann prófessor í listadeild South-Eastem Massachusetts University. Þar að auki er hann forkólfurinn í „LetterWorks". Sýningin stendur til miðvikudagsins 25. nóvember. Múlahreppur Fyrrum íbúar Múlahrepps ætla að hittast fóstudaginn 27. nóvember kl. 20 í Þinghóh, Hamraborg 11, Kópavogi. Lögfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema, er með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning á fimmtudagskvöldum í vetur milli kl. 19.30 og 22 í síma 11012. Hörpuskin Málningarverksmiðjan Harpa hf. hefur sett á markaðinn nýja innanhússmáln- ingu sem nefnist Hörpuskin. Þessi nýja málning hefur 10% gljástig sem gerir hana bæöi áferðarfallega og auðvelda í þrifum. Hörpuskin er einkuip ætlað á steinveggi innanhúss, er einföld í notkun og þekur mjög vel. Hörpuskin er fáanlegt í 10 staðallitum en völ er á fleiri litum með blöndun við aðrar málningartegund- ir Hörpu. Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudög- um kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld eru minningarkort félagsins og veittar upplýsingar um starfsemina. Sími 25990. Dagskráin á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands nk. fimmtudag verður frábrugðin því sem gestir hljómsveitarinnar mega oftast venj- ast. Frumflutt verður nýtt íslenskt verk eftir eitt okkar yngri tónskálda, Mist Þorkelsdóttur, Pétur Jónasson gítarleikari leikur einleik í spænsku verki og frumflutt verður hérlendis Sinfónía nr. 1 eftir William Walton. Stjórnandi verður Frank Shipway sem stjórnað hefur tvennum tónleik- um hljómsveitarinnar í haust, auk þess sem hann stjórnaði við útvarps- upptökur í síðustu viku. Verk Mistar heitir Fanta - Sea og þar er leikið með tóna rétt eins og leikið er með orðin í nafni verksins. Mist hefur vakið athygli fyrir tón- smíðar sínar og hlaut hún meðal annars 2. verðlaun í samkeppni Rík- isútvarpsins fyrir ung tónskáld 1985. Þetta verk er fyrsta verk hennar fyr- ir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Pétur Jónasson gítarleikari leikur í fyrsta skipti á tónleikum með Sin- fóníuhljómsveitinni en hann lék með henni í sjónvarpsupptöku 1982. Pétúr Jónasson lærði gítarleik hérlendis og erlendis, í Mexíkó og á Spáni. Hann hefur víða komið fram og hald- ið fjölmarga tónleika. Hann hefur hlotið margháttaða viðurkenningu og styrki, m.a. frá „Sonning" sjóðn um í Danmörku. í fyrra var hann valinn ásamt ellefu öðrum úr stórum hópi gítarleikara víða að úr heimin- um til þess að leika fyrir Andrés Segovia á námskeiði sem haldið var í Los Angeles í Bandaríkjunum. Innilegt þakklœti sendi ég öllum þeim sem glöddu mig og aóstoðudu á einn eða annan hátt á 75 ára afmœli mínu sem haldið var að Hamrahlíð 17. MARGRÉT ALBERTSDÓTTIR Pétur Jónasson gítarleikari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.