Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987. 15 vegna ekki farþegaskip? Hvers Að undanfómu hef ég skrifað nokkrar kjallaragreinar í DV og vikið að ýmsum þeim málum sem mér hafa verið hugleikin. í þetta skipti ætla ég að kvarta yfir því að við íslendingar skulum ekki eiga farþegaskip. Ég veit reyndar ekki við hvern ég á að kvarta en von- andi tekur einhver þetta til sín. Margir muna Gullfoss Sem unglingur átti ég þess kost að ferðast milli landa með Gull- fossi. Þann hluta ferðarinnar (sem reyndar var meirihlutinn), sem ég var ekki illa haldinn af sjóveiki, komst ég að raun um að viðurgern- ingur um borð var til fyrirmyndar. Maturinn góður og þjónustan ágæt. Klefar hreinir og flest fínt og fágað, aö minnsta kosti það sem við sjón- um blasti. Fargjald var á hóflegu verði og hægt aö velja á milli 1., 2. og 3. farrýmis. Suma skipverja heyröi maður talað um eins og þeir væru þjóð- sagnapersónur. Kristján skipstjóri, Guðmundur bryti og Stebbi á barn- um voru menn sem flestir vissu einhver deili á, ýmist af afspurn eða persónulegum kynnum. Mörgum þótti eftirsóknarverð hvíld í að ferðast með Gullfossi og Kjallarinn Guðmundur Axelsson skrifstofumaður ekki er að efa að mörgum þeim sem hræddust að fljúga hefur þótt gott að vita að til taks var farartæki sem er þeirrar náttúru að ekki þarf neina heilaleikfimi til að skilja hvers vegna það flýtur og hvað heldur því gangandi. Leiguskip og skýringar Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun til að gera út farþegaskip hér á landi. Leigður var pólskur „dallur" eins og einhver leyfði sér að nefna skipið og gerður út í nokkra mánuði. Því miður varð verulegt tap á þessari útgerð og greinilegt að þeim sem að útgerðinni stóðu hefur þótt fullreynt á þessu eina sumri að ekki væri hægt að gera betur. Ýmsar skýringar hafa heyrst á því hvers vegna tapið varð. Til dæmis var nefnt að ómögulegt væri að gera héðan út farþegaskip vegna þess að þaö væri svo dýrt að sigla fyrir Reykjanes. En nú hafa Færey- ingar uppgötvað siglingaleiðina frá öðrum hlutum Evrópu til Aust- fjarða og fjölmargir íslendingar vita af Þorlákshöfn. Þegar íslendingar ferðast á milli landa fara þeir flestir um Keflavík- urflugvöll og þykir ekki tiitökumál aö aka þessa fimmtíu kílómetra sem þangað eru. Vegalengdin milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar er svipuö og varla er meira mál að aka til Þor- lákshafnar til þess að fara þaðan með skipi heldur en að aka til Keflavíkur til stiga um borð í flug- vél. Svo mætti sleppa hinni fokdýru sighngu fyrir Reykjanes ef gert væri út frá Þorlákshöfn. Samkeppni bönnuð Annars hefur það hvarflaö að mér og ef til vill íleirum hvort hluti ástæðunnar fyrir því að hér á landi er hvorki rekiö fraktflugfélag né farþegaskip geti verið að Eimskip er stór hluthafi í Flugleiöum og á þeim bæ þyki óskynsamlegt að styggja stóran hluthafa með því að keppa við hann um fraktflutninga og á sama hátt vilji Eimskip ekki styggja Flugleiðir með því aö keppa við þær um farþegaflutninga. Reyndar má svo sem segja að það standi öðrum jafnnærri og þessum aðilum að gera eitthvað í þessum efnum, en þessir tveir eru þó all- tjent stærstir í þessum greinum hér á landi og líklegastir allra hérlend- is til að geta staðið aö fraktflugi og farþegaflutningum á sjó með'glæsi- brag. Færeyingar í forystu áfram? Hvernig skyldi annars standa á því að við íslendingar, sem erum allra þjóða færastir á öllum sviðum og eins og einn ágætur maður sagði: „meira að segja flestir miðað við fólksfjölda", skulum hafa nán- ast afskrifað þann möguleika að flytja farþega með skipum á sama tíma og til dæmis Færeyingar gera þetta að þvi er virðist stóráfalla- og vandræðalaust? Varla eru þeir bara aö þessu til þess að fá okkur til aö trúa því að ef til vill séum við ekki þeir yfir- burðamenn sem við sjálfir höldum að við séum. Guðmundur Axelsson „En nú hafa Færeyingar uppgötvað siglingaleiðina frá öðrum hlutum Evr- ópu til AustQarða ogfjölmargir íslend- ingar vita af Þorlákshöfn.“ Rotin frjálshyggja Viðbrögð og ummæli Þorsteins Pálssonar og Steingríms Her- mannssonar í fjölmiðlum um Jón Sigurðsson hafa vakið mikla furðu og undrun meðal manna. Eins og kunnugt er af fréttum afnam við- skiptaráðherra einokunaraðstöðu SH og SÍS á frystum fiskafurðum í Bandaríkjunum og veitti sex fyrir- tækjum leyfi til sölu á afurðum sínum þangað. Flestir fognuðu þessu þarfa framtaki viðskiptaráð- herra, enda einokun í viðskiptum andstæð stjórnarskránni, en sér- hagsmunahópar og fulltrúar þeirra brugðust við á annan hátt. Formað- ur „nýfrjálshyggjuflokksins“ taldi aö með þessu framtaki sínu sýndi viöskiptaráðherra að hann kynni ekki almenna mannasiði og utan- ríkisráðherra varaði fyrirtækin sex við að nýta sér fengið frelsi því hann hefði jafnvel í hyggju að aft- urkalla leyfin. Vart verða ummæli ráðherranna túlkuð á annan veg en þann: að viðskiptafrelsi er í aug- um þessara manna frelsi þeirra til að mismuna þegnunum og við- halda einokun og annarlegum viðskiptaháttum SH og SÍS í Bandaríkjunum. Tvíeykið vestra Samkvæmt bandarískum lögum geta erlend fyrirtæki, sem starfa í Bandaríkjunum, aðeins greitt eig- endum sínum 5% af nettóhagnaöi í arð en 95% hagnaðarins verða þau að fjárfesta þar vestra. Þarna er e.t.v. komin ein af mörgum skýr- ingum á því af hveiju ekki er hægt að greiða mannsæmandi laun á ís- landi þrátt fyrir að verðmætasköp- un er hér meiri en almennt gerist. Hvað verður af þessum hagnaði? Tvíeykið hefur skýrt okkur frá því að hann komi fram í hærra vöru- verði til seljanda. En er það rétt? Hvernig getur þá staðið á því að mörg undanfarin ár hafa seljendur fengið mun hærra verð á mörgum láglaunasvæðum í Evrópu og Asíu fyrir afurðir sínar en hægt hefur verið að fá í BandaríKjunum gegn- um sölusamtök SH og SÍS þar sem laun eru allt aö helmingi hærri? Hér vantar skýringar. Þegar þessi samtök voru stofnuð og ein- okunin leyfð var haft á oröi að með því væri verið að tryggja hagsmuni Islendinga. Hafi það verið hinn raunverulegi tilgangur tel ég að nú sé svo komið KjáUariim Sigurður Arngrímsson framkvæmdastjóri að við komumst ekki hjá því að viðurkenna að tvíeykið er og var tímaskekkja og við eigum þegar í stað að selja þessi einokunarfyrir- tæki eða a.m.k. meirihlutann í þeim og láta svo frjálsa samkeppni ráða hvað hægt er að fá fyrir fisk- afurðir vestra, enda væri slík stefna meira í anda þess sem ríkis- stjórnin boöaði í stjórnarsáttmála sínum. Tímanna tákn Annars er það tímanna tákn þess'a daga að vart opnum við svo útvarp eða sjónvarp eða við lítum í blað eða tímarit að við rekumst ekki á dylgjur og stóryrði þing- manna stjórnarflokkanna og ráðherrar eru þar engin undan- tekning. Engu er líkara en á Alþingi ís- lendinga riki skálmöld og glund- roði. Til vitnis um þetta er þar viðhaft orðbragð götunnar, eins og: „Ráðherra getur ekki vænst þess að geta nauðgað heilum þing- flokki“ og annað þessu líkt sem þetta stjómlausa lið lætur frá sér fara í skjóli þinghelgi. En stjómleysi og stefnuruglingur kemur víðar fram. í blöðum og tímaritum eru oft greinar og viðtöl eða fréttir um merkismenn og kon- ur sem hætt eru aö þekkja flokkana sína sem þau hafa fylgt að málum, sum hver allt frá bernsku. Þetta sjónarmið kemur t.d. greinilega fram í viðtali sem Helg- arpósturinn hafði við þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrv. ráð- herra, Matthías Bjarnason, 12. þ.m. Er ég honum svo innilega sammála um það að ekkert af þeim sjónar- miðum og frjálsræði, sem ríkti t.d. í tíð Ólafs heitins Thors, er til í þessum flokki hans lengur. Öllu hefur verið snúið þar upp í andhverfu sína. Orðheldni þar á bæ er lítt fyrir að fara ef marka má kosningaloforð flokksforyst- unnar fyrir kosningar og efndirnar sem blasa við okkur í dag. Og þetta á við um Framsóknarflokkinn líka. Forystumenn þessara flokka lof- uðu frammi fyrir alþjóð að þeir myndu aldrei taka þátt í ríkisstjórn sem ætlaði að hækka skatta og lækka gengi. Ég læt þig um það - lesandi minn - að dæma um efnd- irnar. í þessu ágæta viðtali HP kemur einnig fram að Matthías er ekki hrifinn af þeirri stefnu sem nú veður uppi í þingflokki „nýfijáls- hyggjumanna" því samkvæmt ummælum hans er gert grín aö þingmönnum sem „eru svo vitlaus- ir“ að vinna fyrir kjördæmi sín. Það er að vonum að þessi gamla kempa sé ekki sátt við þetta nýja viðhorf því hvaö svo sem sagt verð- ur um Matthías Bjarnason þá verður hann aldrei ásakaður fyrir að hafa ekki unnið fyrir fólk úr öllum flokkum í kjördæmi sínu. Hitt mun sönnu nær að mörgum sjálfstæðismönnum á Vestfjörðum hefur fundist hann óþarflega tillits- samur viö andstæðinga sína eftir kosningar og þar með gleymt sum- um af skjólstæðingum sínum. En það hefur sýnt sig að fyrirgreiðslu- pólitík Matthíasar ber árangur og fellur kjósendum í geð. Flokkurinn vann þar sigur en tapaði í kjör- dæmum „nýfrjálshyggjumanna“ í síðustu kosningum. Greftrun nýfrjálshyggjunnar Hugmyndir Olafs heitins Thors um víðsýnan umbótaflokk, sem beri hag allra landsmanna fyrir brjósti, eru dauðar og ómerkar í Sjálfstæðisflokknum. Olafur Thors leit svo á að líf í þessu landi mótað- ist af því sem þjóðin aflaði. Jafnvægi í bæjum og sveitum landsins væri tryggt þegar tekið væri fullt tillit til allra einstaklinga en ekki fárra útvaldra. Það var hans bjargfasta trú að bændur, sjó- menn, verkamenn og menntamenn væru síður en svo andstæður viö kaupmenn og iðnrekendur. Hann trúði því að með víðsýni að leiöar- ljósi í hverri deilu næðum við alltaf áttum og sáttum. Ólafur var mannvinur og stjórn- málaskörungur sem trúði á stefnu og markmiö hinna mjúku gilda. En það er af sem áður var. í dag ráð- ast frammámenn „nýfrjálshyggj- unnar“ að þeim rótum sem eitt sinn gerðu Sjálfstæðisflokkinn að þeirri kjölfestu sem sagan vitnar um. Albert Guðmundsson er svo not- aður sem blóraböggull - vondur maður að dómi framagosanna. En einnig þar vaða þeir í villu þó að rétt sé að Albert hafi tekið fyrsta skrefið í þá átt að verja þau sjónar- mið sem Ólafur Thors barðist fyrir. Það er mikil sorg og nánast þjóð- arskömm að framagosum skuli hafa tekist að brengla dómgreind manna í þessu máli svo lengi sem raun ber vitni. Og allt hefur þetta verið gert á kostnað fjöldans til hagsældar fyrir fáa útvalda. Þetta eru staðreyndirnar sem við okkur blasa. En er þá hægt að bjarga Sjálf- stæðisflokknum? Ég held ekki. Það hefur sýnt sig gegnum árin að þeir sem mótmælt hafa valdastrúktúr flokksins og viljað færa hann til lýðræðislegri vegar eru lagðir í ein- elti. Það er miðstýring flokkseig- endafélagsins sem sýkt hefur flokkinn um árabil og hún hefur grafið sig svo djúpt inn að rótum flokksins að ég fæ ekki séð hvemig hægt veröur aö breyta innri kjarna hans. Enda hefur það sýnt sig í gegnum árin að þeir sem ráða vilja engu breyta. Hvað sem hver segir er það í krafti ótta og valds sem þeir stjórna og það gengur ekki í nú- tímaþjóðfélagi. Það er m.a. af þessum sökum að flokkurinn á sér ekki viðreisnar von. Það verður að játast að þetta eru ömurleg endalok mikilla hugsjóna. Lokaorð En til er önnur leið, sú leið sem Ólafur Thors valdi og vildi fara í þjóðmálum. Mjög mörg af viðhorf- um þessa mæta manns hefur Borgaraflokkurinn tekið upp í stefnuskrá sinni. Má þar nefna: orðheldni, drenglyndi, manngiidi og virðingu fyrir lífinu og rétti ailra manna til að lifa því og njóta síðan afraksturs af erfiði sínu en jafn- framt að taka sameiginlegan þátt í þörfum þeirra sem minna mega sín. Og það eru m.a. þessar hug- sjónir Ólafs Thors sem við erum að rækta og útfæra í Borgara- flokknum. Og nú bið ég þig, lesandi minn, að koma með og hjálpa okkur við að byggja upp fegurra og betra mannlíf á íslandi. Hjá okkur er rúm fyrir alla, úr hvaða flokki sem er. Og þú getur verið viss um að hug- myndir og tillögur þínar hafa sama vægi innan Borgaraflokksins og hugmyndir og tillögur þingmanna okkar. Og það frelsi og þau mann- réttindi, vinir mínir, er lýðræði hinna mjúku gilda í hnotskurn. Þegar svo borin eru saman mark- mið okkar og þeirra er ólíku saman að jafna. Nú er svo komið að fram- sóknar- og sjálfstæðismenn leita með logandi ljósi að einu einasta kosningaloforði sem þeir hafa ekki þegar svikiö. Og viðbrögðin, sem viðskiptaráðherra fékk hjá sam- ráðherrum sínum fyrir það eitt að hafa þjóðarhag að leiðarljósi þegar hann réðst að samtryggingu valds- ins og lét afnema einokun, segja meira en nokkur orö fyrir hverja þessir menn eru að starfa. Mörg ykkar voru svo ólánsöm að velja þetta fólk sem fulltrúa ykkar til setu á Alþingi. Og fyrir það þarf öll þjóðin að blæða um ókomin ár því það mun sagt og til þess tekið af almenningi að þetta er aumasta stjórn sem á íslandi hefur setið. Er þá mikið sagt því margar hafa þær slæmar verið. Sigurður Arngrimsson „Og það eru m.a. þessar hugsjónir Ól- afs Thors sem við erum að rækta og útfæra 1 Borgaraflokknum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.