Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Síða 4
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987.
Fréttir
Þórarinn V. Þórarinsson um komandi kjarasamninga:
„Það er lítið svig-
rúm til kauphækkana
k k
„Ríkisstjómin óskaöi eftir mati
okkar á hvernig staðan væri í
samningamálunum. Inn í þá um-
ræðu blandaðist mat okkar á
samningsaðstöðu og á rekstrarað-
stæöum í atvinnurekstri. Við
lýstum okkar sjónarmiöum. Að því
að mér virtist var þessi fundur, af
hálfu ríkisstjómarinnar, einkum
ætlaður til að skýra fyrir henni
aðstæður á vinnumarkaðinum eins
og þær eru nú. Við fórum ekki með
neinn óskalista á þennan fund enda
var hann haldinn að framkvæði
ríkisstiórnarinnar,“ sagði Þórar-
inn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins.
í gær átti VSÍ fund meö ríkisstjóm-
inni vegna komandi samninga
aðila vinnumarkaðarins. Þórarinn
sagði að ekki væri mikið svigrúm
til launahækkana. Hann sagði enn-
fremur að á fundinum með rikis-
stjóminni hefði hvorki verið farið
fram á að ríkisstjórnin greiddi fyrir
samningum né aö rikisstjómin
hefði boðið upp á slíkt.
„Ef svo er gert hygg ég að það
yrði að fara fram með þrihliða við-
ræðum en ekki á þann veg að
margir aðilar fari í stjómarráðiö
með langa óskalista. Það væru ný
vinnubrögð af þannig yrði staðið
að raálum. Það var ekkert formlegt
framhald ákveðið i þessum viðræð-
um. Hitt er aftur Ijóst að við búum
saman í þessu landi og verðum að
halda áfram að tala saman,“ sagði
Þórarinn V. Þórarinsson.
-sme
Nýtt þinghús:
Skiptar
skoðanir
um fjár-
veitingu
Búist er við því að við þriðju um-
ræðu um fjárlagafrumvarpið komi
fram tillaga um að varið verði sex
milljónum króna til að ljúka hönnun
nýs þinghúss í samræmi við verð-
launatillögu þá sem unnið hefur
verið við undanfarin misseri.
Samkvæmt upplýsingum DV eru
þó skiptar skoðanir um réttmæti
þessarar ljárveitingar innan ýmissa
þingflokka og á þingflokksfundi hjá
SjáLfstæðisflokknum á laugardag,
lýstu þrír þingmenn því yfir að þeir
myndu ekki styðja slíka tillögu. Að
mati þeirra hefur ekki verið sam-
þykkt að byggja umrætt hús en þeir
álíta.að fjárveiting til lokahönnunar
sé í raun hluti byggingarkostnaðar
og með þvi að samþykkja það fram-
lag sé verið að samþykkja byggingu
téðs húss.
Samkvæmt heimildum DV er þó
búist við því að fjárveitingin verði
samþykkt þótt mjótt kunni að vera á
mununum.
-ój
Atriði úr myndinni Það þarf ekki að gerast sem sýnd verður í sjónvarpinu í kvöld. Fólki er ráðlagt að horfa á
myndina. Þar verða sýnd ýmis atriði sem gott er að hafa í huga um jólin og áramótin.
DV-mynd S
Sjónvarpið í kvöld:
Það þarf ekki að gerast
í sjónvarpinu í kvöld verður sýnd
tuttugu mínútna mynd sem Bruna-
varðafélag Reykjavíkur hafði for-
göngu um að gera. Myndin verður
sýnd klukkan 20.40 í kvöld.
Megintilgangurinn með myndinni
er að hvetja fólk til að kaupa sér
reykskynjara. í frétt um myndina
segir meðal annars að reykskynjari
sé ódýr líftrygging. Þá segir að góður
reykskynjari kosti aðeins rúmar
þúsund krónur.
Brunavarðafélagið hefur áhyggjur
vegna jólaskreytinga með kertum.
Slíkar skreytingar hafa oft valdið
miklum skaða. Sérstaklega er því
beint til fólks, ef verið er að gefa
gömlu fólki skreytingar, að forðast
að hafa kerti með. Það hefur ítrekað
komið fyrir undanfarin jól að gamalt
fólk hefur sofnað út frá logandi kert-
um með oft á tíðum alvarlegum
afleiðingum.
Jólaskreytingar Olís:
330 perur á
einni viku
Við bensínstöð Olís við Álfabakka
hafa verið sett upp tvö jólatré. Á
einni viku hafa horfið eða verið
brotnar 330 ljósaperur. Erling Sig-
urðsson, umsjónarmaður bensín-
stöðva Olís, sagði að fólk hefði ekki
not af perunum þar sem þær eru fyr-
ir 12 volta straum og gagnast því
ekki við venjulegt rafmagn.
Þvottaplönin verða mikið fyrir
ágangi skemmdarvarga. Slöngur og
kústar fá sjaldan að vera í friði. Kúst-
ar eru beyglaðir og skemmdir og
slöngur skornar. Hátalarar, sem
starfsmenn nota til að flýta fyrir af-
greiðslu, eru að verða sífellt vinsælli
hjá skemmdarvörgum.
Bensínsjálfsalar fá ekki að vera í
friði heldur. Menn eru að reyna að
plata sjálfsalana með alls kyns miða-
drasli, svo sem ónýtum happa-
þrennumiðum. Verður þetta til þess
að sjálfsalarnir ruglast og geta þeir
snuðað heiðarlega viðskiptavini.
Erling sagði að víða í Reykjavík
væru skemmdarverk unnin á bens-
ínstöðvum. Bensínstöðin við Álfa-
bakka hefur orðið verst úti. Þar hafa
verið unnin tjón fyrir tugi þúsunda
á örfáum dögum. Er svo komið að
ekki er lengur hægt að hafa kveikt á
jólaljósum og eins verður að tak-
marka mikið þvottaslöngur og kústa.
„Þetta kemur því miður niður á okk-
ar fjölmörgu viðskiptavinum. Við
vitum að það er aðeins fámennur .
hópur sem vinnur þessi skemmdar-
verk en því miður erum við ráða-
lausir vegna þessa,“ sagði Erhng
Sigurðsson.
-sme
Eskrfjördur:
Smyglgóssi stolið
frá lögreglunni
Bíræfinn þjófur braust inn á lög-
reglustöðina á Eskifirði um helgina
og stal þaðan smyglvarningi sem þar
var geymdur. Samkvæmt heimildum
DV hafði þjófurinn á brott með sér
tvö myndbandstæki og tvo geislaspil-
ara.
Lögreglan lagði hald á tækin eftir
tollskoðun um borð í Sæljóni SU 104
er báturinn kom til Eskifjarðar eftir
að hafa selt erlendis. Hjá sýslu-
mannsembættinu á Eskifirði var
varist allra fregna af málinu.
-sme
í dag mælir Dagfari
Umboðsmaður alþingis
Nýlega samþykkti alþingi lög um
umboðsmann alþingis og nú er
meira aö segja búið að skipa í það
embætti ágætis og öldungis valin-
kunnan sæmdarmann sem heitir
Gaukur Jörundsson. Hlutverk
þessa umboðsmanns er ekki að
gæta hagsmuna alþingis, eins og
nafniö bendir til, heldur að gæta
hagsmuna almennings. Starf um-
boðsmannsins er nefnilega fólgið í
því að taka við hvers konar vanda-
málum, klögumálum og kvörtun-
um frá hinum og þessum úti í bæ
sem telja sig eiga eitthvað vantalað
viö hið opinbera.
Þannig geta þeir sem ekki fá fyr-
irgreiðslu hjá hinu opinbera
samstundis klagað til umboðs-
mannsins og falið honum að rétta
hlut sinn gagnvart kerfinu. Sá sem
ekki fær úthlutað réttri lóð getur
snúið sér til umboðsmannsins. Sá
sem ekki fær lán hjá Húsnæðis-
stofnun gerir það sömuleiðis.
Einnig sá sem þarf að bíða lengi í
biðröðinni hjá Gjaldheimtunni og
mætir ókurteisi hjá starfsfólkinu.
Sá sem ekki fær skoðun á bílinn
sinn vegna þess að Bifreiðaeftirlitið
'segir hann í ólagi. Sá sem þarf að
greiða dráttarvexti af skuldum sín-
um í ríkisbönkunum. Sá sem ekki
fær íbúð hjá Félagsmálastofnun.
Sá sem situr uppi með lokaðan
síma án þess að hafa fengið til-
kynningu um það fyrirfram. Allir
þessir geta snúið sér til umboðs-
mannsins og rakið raunir sínar.
Yfirleitt allir þeir sem reiðast út í
kerfið og era í fúlu skapi þann dag-
inn geta fengið útrás fyrir skap-
vonsku sína með því aö tala við
umboðsmanninn sem fær borgað
fyrir það hjá alþingi að hlusta á
kverólantana.
Svo ekki sé nú talað um þá sem
eru búnir að reka sín mál fyrir
dómstólunum og tapa þeim samt.
Þeir geta kvartað til umboðs-
mannsins og sagt honum frá því
hvað dómstólarnir era ósanngjarn-
ir og umboösmaðurinn mun að
sjálfsögðu setja ofan í við dómstól-
ana en hóta því ella að alþingi
breyti lögunum og skipti um dóm-
ara, ef þeir ætla að hafa réttinn af
kverólöntunum. Þeir sem eru á
móti ráðhúsi í Tjörninni, hávaða í
umferðinni eða fá ekki svefnfrið
fyrir hasspartíum í næstu íbúð,
geta klagað til umboðsmannsins,
sem mun væntanlega hafa nóg að
gera við að bjarga fólki undan
óréttlætinu og ónæðinu í samfélag-
inu.
Þá er mjög líklegt að þetta nýja
embætti hjálpi til á öðrum sviðum.
Þannig hefur það verið hér á landi
um árabil að í hvert skipti sem ein-
hver óánægja kemur upp í gömlu
flokkunum hlaupa hinir óánægðu
til og stofna nýja flokka. Við mun-
um eftir Lýðveldisflokknum,
Þjóðvarnarflokknum, Samtökum
fijálslyndra og vinstri manna,
Kvennalistanum, Flokki manns-
ins, Þjóöarflokknum og Borgara-
flokknum. Allir þessir nýju flokkar
hafa skapað usla og óróa á vett-
vangi stjórnmálanna sem í raun og
veru hefur veri óþarfi vegna þess
að veslings fólkið hefur ekki haft
erindi sem erfiöi og þetta hefur
verið vesen fyrir gömlu flokkana
sem hafa þurft að stilla til friðar
og stundum meira að segja þurft
aö hlusta á þessa sérviskupúka til
að hafa þá góða.
Nú geta gömlu flokkarnir einfald-
lega bent á umboðsmann almenn-
ings og beint öllum sérvitringum
og sérviskupúkum inn á skrifstof-
una til umboðsmannsins og látið
hann um að taka við röflinu. Þann-
ig má búast við að þeir sem komast
upp á kant við flokkana blási út
með því að umboðsmaðurinn fær
laun fyrir að hlusta á þá og nýir
flokkar verði óþarfir í framtíðnni.
Umboðsmaður alþingis verður
nokkurs konar stuðpúði fyrir reið-
ina og klögumálin og fyrirgreiðsl-
una og losar pólitíkusa við allt það
ónæði sem hlýst af því að hlusta á
fólk sem ekki nær fram rétti sínum.
Nú verður öllu röflinu safnaö sam-
an á einum og sama staðnum og
vahnkunnur sómamaður fenginn
til að drepa þeim á dreif sem sér-
stakur umboðsmaður fyrir kveról-
antana. Hann er að vísu ekki
öfundsverður af þessu starfi sínu,
en hvað gera menn ekki fyrir rétt-
lætið til að koma í veg fyrir ranglæ-
tið? Gaukur verður haukur í horni
og laukur þeirra íslendinga sem
þurfa að ná sér niðri á kerfínu og
geta nú náð sé niðr á honum í stað-
inn. Vonandi er Gaukur heilsugóð-
ur!
Dagfari