Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987.
5
Kona féll af efstu svölum þessa húss. „Hún var skrafhreifin eftir lending-
una,“ sagði lögregluþjónn í samtali við DV.
DV-mynd S
Mikil olvun
Mjög mikil ölvun var í Reykjavík
um helgina. Fangageymslur voru
þéttskipaðar bæði aðfaranótt laugar-
dags og sunnudags. Töluvert var um
rúðubrot og áflog í miðbænum.
Ástandið var slæmt báðar næturnar,
þó öllu verra aðfaranótt laugardags-
ins.
Ölvunin var vítt um borgina og
stóð gleðskapur víða fram á morgun.
Lögreglan varð að hafa afskipti af
drykkjulátum bæði í heimahúsum
og á götum úti.
Um klukkan eitt aöfaranótt sunnu-
dags hrapaði ölvuð kona af svölum
á fjórðu hæð húss við Torfufell. Slas-
aðist hún ótrúlega lítið þrátt fyrir að
lenda á steyptri gangstétt. Rann-
sóknarlögregla ríkisins vinnur að
rannsókn málsins.
Lögreglan elti vélhjól um borgina
aðfaranótt sunnudags. Ökumaður
vélhjólsins hafði sést aka á gífurleg-
um hraða og þegar honum var veitt
eftirfor virti hann engar umferðar-
reglur. Þótti mikil mildi aö hann
skyldi ekki valda slysum með slíku
aksturslagi. Ekki náðist í ökuþórinn
en lögreglan veit hvaða vélhjól var á
ferð og eru því líkur á að til manns-
ins náist.
-sme
Áriega 40 úrskurðir
um forsjá bama
Um það bil 40 úrskurðir um forsjá
bama hafa að jafnaði verið kveðnir
upp á ári í dómsmálaráðuneytinu á
ámnum 1983-1986.
Þetta kom fram í svari Jóns Sig-
urðssonar dómsmálaráðherra fyrir
stuttu við fyrirspurn þeirra Álfheið-
ar Ingadóttir varaþingmanns og
Margrétar Frímannsdóttur þing-
manns varðandi deilur um forræði
barna. Athygli vekur að forsjárúr-
skurðum fer ekki fjölgandi þrátt fyrir
vemlega aukningu hjónaskilnaða en
ástæðuna telur ráðherra vera aukna
áherslu á sáttaumleitanir í ráðuneyt-
inu og hjá barnaverndamefndum.
Ennfremur kom fram í máli ráð-
herra aö afgreiðsla þessara mála
tekur mjög mismunandi langan tíma.
Stysti afgreiðslutími er nokkrir mán-
uðir en sá lengsti á annað ár. Dæmi
eru jafnvel um enn lengri afgreiðslu-
tíma. Dómsmálaráðherra sagði tafir
hjá barnaverndaryfirvöldum oftast
orsaka þennan langa afgreiðslutíma.
Hann tók fram að starfsemi barna-
verndaryfirvalda væri ekki á vegum
dómsmálaráðuneytisins og væru þaö
því fyrst og fremst sveitarstjórnir
sem þyrftu að bæta aðstöðu barna-
verndamefnda svo þær gætu afgreitt
málin á skemmri tíma. Lokaaf-
greiðsla málanna í dómsmálaráðu-
neytinu tæki yfirleitt örfáar vikur.
-JBj
Fjölbrautaskóli Suðuriands:
Skólaslit við hátíðlega athöfn
Regina Thorarensen, DV, Selfössi:
Fjölbrautaskóla Suðurlands var
slitið nýlega í Odda á Selfossi, en svo
er hið nýja hús skólans kaílað. Er
þaö í fyrsta sinn sem skólanum er
slitið þar. Áður fóru skólaslitin alltaf
fram í kirkjunni.
Athöfnin var feikilega hátíðleg og
naut fólk þess að geta fengið sér kaffi
eftir skólaslitin sem stóðu yfir í hálf-
an annan tíma, en boðið var upp á
veitingar eftir athöfnina.
Alls útskrifuðust 47 nemendur. Þar
af eru 28 stúdentar. Svo bar við að í
þetta sinn útskrifaðist í fyrsta sinn
hérlendis stúdent sem jafnframt
náminu hefur afplánað fangelsis-
dóm. Hann heitir Hilmar Þór Ólafs-
son. Námið hefur hann að langmestu
leyti stundað innan veggja Litla-
Hrauns við Eyrarbakka, en þar fer
fram kennsla á vegum skólans fyrir
þá fanga sem áhuga hafa. Hann út-
skrifaðist af félagsfræðibraut og
sóttist námið svo vel að hann fékk
verðlaun við útskriftina.
Enn fremur útskrifaðist annar
vistmaður á Litla-Hrauni, Þórður
Eyþórsson, sem er vélavörður.
Fréttir
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins:
Auka má geymsluþol
fiskflaka með
koldíoxíð loftblöndu
Við tilraunir sem Rannsókna-
stofnun fiskiðnaöarins hefur gert,
undir stjórn Gríms Valdimarsson-
ar og Guðmundar Stefánssonar,
kom í Ijós að auka má geyrasluþol
fiskflaka af ófeitum fiski, svo sem
ýsu og þorski, verulega með því
að pakka þeim í koldíoxíð loft-
blöndu.
Niðurstöður uröu á þá leiö að
glæný ýsuflök, unnin við bestu að-
stæður, geymd við 0 gráður á
Celcíus í opnum plastpoka, höfðu
8-13 daga geymsluþol, samkvæmt
skynmati. En þegar flökunum var
pakkað í blöndu af súrefni og koldí-
oxíði, reyndist geymsluþolið 16-20
dagar. í þessum tilraunum kom í
Ijós að venjuleg loftþétt pökkun
eykur geymsluþol fiskflakanna
minna en gaspökkunin.
Fyrir þá sem flytja út fersk fisk-
flök er þessi niðurstaða afar
athyglisverð.
Grimur Valdimarsson, forstjóri
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins, sagöi í samtali við DV að
koldíoxíð væri rotvarnarefni og
þess vegna ykist geymsluþolið.
Hann benti á að koldíoxíð, sem
notaö væri í bjór nú til dags og
orskaði gosiö í honura, væri sett í
hann sem rotvaraarefni.
í tilraununum við pökkun flak-
anna kom í ljós að aðferðin dugar
ekki ef pakka á feitum fiski eins
og síld, karfa eða silungi.
Eins kom fram í sérstökum at-
hugunum að áhrif koldíoxíðsins
minnkaverulega ef vikið er frá
bestu vinnslu og geymsluaðstæð-
um hráefnisins.
-S.dór
Kaffivél með hitakönnu, Kaffivél, 1-10 bolla, tískuútlit,
verð frá kr. 3.940 kr. 2.590
Eggjasjóðari, kr. 1.660 Krullujárn með blæstri, Kraftmiklir 1000 watta
hárblásarar,
verð kr. 1.315
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - N/HO BILASTÆÐI
3 gerðir,
verð frá kr. 2.195