Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. Viðskipti Heilræðin sem ég fæ eru: Blessaður Dóri, hættu þessu Halldór Einarsson fataframleiö- andi í Henson segir aö íslenskir fataframleiöendur tísku- og sport- fatnaöar búi viö sífellt versnandi samkeppnisstööu og eigi erfitt meö aö halda uppi eðlilegri markaðshlut- deild á íslandi og aö framleiðsla á , fótum til útflutnings sé á verulegu undanhaldi. „En vonandi er nú botn- inum náö í íslenskri fataframleiöslu. Ég tel aö binda megi vonir við sam- einingu Álafoss og ullariönaöar- deildar Sambandsins. Sú sameining blæs mönnum í brjóst smábjartsýni og vonandi heppnast það dæmi,“ seg- ir Halldór Einarsson. Ég er ekki að hætta Halldór er aö loka saumastofu sinni á Akranesi og fyrr á árinu lok- aði hann á Selfossi. Hann rekur núna saumastofu í Reykjavík, sem ekki er aö loka, og í framtíðinni ætlar hann Peningamarkaður - segir Halldór Einarsson í Henson ég hef trú á að hægt sé að gera betur.' INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 20-22 Lb.lb, Úb.Vb, Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsogn 20 24 Ub.Vb 6mán. uppsogn 22 26 Úb 12mán.uppsogn 24 30,5 Ub 18mán. uppsogn 34 Ib Tékkareikningar, alm 6 12 Sp.lb. Vb Sértékkareikningar 12 24 Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsogn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán meðsérkjörum 18 34 Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6-7,25 Ab.Sb. Sterlingspund 7,75 9 Ab.Sb Vestur-þyskmork 3-3.5 Ab.Sp Danskarkrónur 8.75-9 Allir nema Bbog Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv) 33 34 Sp.Lb. Úb.Bb. Ib.Ab Viöskiptavixlar(forv.) (1) 36 eða kaupgengi Almenn skuldabréf 36 37 Lb.Bb, Ib.Ab, Sp Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 36-39 Lb.Bb, lb,Ab, Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Ub Útlán til framleiðslu Isl. krónur 31-35 Úb SDR 8 9 Vb Bandaríkjadalir 9-10,5 Vb Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Úb Vestur-þýskmork 5,5 6,5 Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. des. 87 35 Verðtr. des. 87 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala des. 1886stig Byggingavisitala des. 344 stig Byggingavisitala des. 107.5stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 5% . okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,3536 Einingabréf 1 2,507 Einingabréf 2 1,466 Einingabréf 3 1,553 Fjölþjóðabréf 1,140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,518 Lifeyrísbréf T.260 Markbréf 1,277 SjÓðsbréf 1 1,226 Sjóðsbréf 2 1,226 Tekjubréf 1,317 HLUTABREF Sóluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130 kr. Eimskip 365 kr. Flugleiöir 252 kr. Hampiöjan 136 kr. Hlutabr.sjóðurinn 141 kr. Iðnaðarbankinn 154 kr. Skagstrendingurhf. 186 kr. Verslunarbankinn 133 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. ' (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. að láta saumastofur í Asíu og Bret- landi framleiða meira fyrir sig. Hann segir samt aö heilræðin sem hann fái frá mönnum séu einfold: Blessaður Dóri, hættu þessu. „En ég er ekki aö hætta, ég hef yndi af að sjá hluti framleidda," segir Halldór Einars- son. Halldór er núna með um 30 manns í vinnu en var áöur, þegar mest lét, með um og yfir 120 manns. í verk- smiðjunni á Selfossi framleiddi hann nær eingöngu regnfatnaö en á Akra- nesi framleiddi hann margar tegund- ir fatnaðar, mest bómullarfatnaö eins og jogging-galla og skyrtuboli. „Saumastofan á Akranesi framleiddi um 60 til 70 þúsund flíkur á ári.“ Hvers vegna Selfoss og Akra- nes Ástæöur þess að hann setti upp saumastofur á Akranesi og Selfossi segir hann hafa verið þær að fá stöð- ugt vinnuaíl. „Ég hugöi aö fatafram- leiöslu til framtíöarinnar og vildi þess vegna fá stöðugt vinnuafl, ég fór ekki á þessa staöi til að fá ódýrara vinnuafl, eins og einhverjir hafa kannski haldið. Mér þykir sárt aö loka þessum verksmiðjum en um annaö var ekki að ræða. Ég verð einfaldlega aö þola skipbrot mitt og draga saman seglin. Ég ætla mér að hlúa að saumastof- unni í Reykjavík en þar er að mestu framleitt eftir pöntunum. Þá er ég í sambandi við saumastofur í Kíria, Taiwan og Bretlandi sem munu framleiða fyrir mig föt. Ég hef flutt út föt og ætla að styrkja þann þátt í starfmu. Til þessa hefur ekki verið um neinar rosaupphæöir að ræða, svona 15 milljónir króna á ári. En Bjöm Matthíasson: Menn eru ekki á eitt sáttir um dollarann Björn Matthíasson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að litlar líkur séu á að dollarinn breytist mik- ið í verði til áramóta, en hvað næstu mánuði snerti séu hagfræðingar er- lendis óvenjuóvissir í spám sínum. „Sumir spá því að hann hafi náð botninum og muni styrkjast úr þessu, aðrir spá að hann eigi eftir að falla rneira," segir Björn. Björn byggir spá sína um að dollar- inn breytist lítið til áramóta á því aö þeir sem versli með gjaldmiðla á al- þjóða peningamörkuðum séu þegar búnir að færa sig yfir í þá gjaldmiðla sem þeir ætli að vera meö þegar þeir gera upp stööuna um áraótin. „Reynslan sýnir að um miðjan des- ember eru menn komnir í þá stöðu sem þeir ætla að vera í um áramótin og hreyfa sig lítið úr því, nema eitt- hvað mikilvægt gerist," segir Björn. -JGH Þrenns konar fataiðnaður Að sögn Halldórs má skipta fata- iönaðinum á íslandi í þrennt. Fyrst sé það ullariðnaðurinn, þá sauma- stofur sem framleiöi fyrir ákveðna markhópa, til dæmis Sjóklæðagerðin og Max, og Henson, sem einkum sinni íþróttafélögum og fótum á starfsmenn fyrirtækja, og loks stofur sem framleiði tískuvörur í verslanir. „Það er á síðastnefnda markaönum sem staðan er erfiðust." Menn verða að standa og falla með því sem þeir gera „Verslunum hefur íjölgað gífurlega og þær reyna flestar að vera meö sérvörur og helst að stunda innflutn- ing sjálfar. Síðast en ekki síst eru efnahagsleg skilyröi afar slæm hjá iðnaöinum, verðbólgan er mikil, vextir háir og gengi krónunnar stöð- ugt þannig að það er í raun vonlaust að keppa við innflutninginn. En al- menningur hefur fengið ódýrari fót fyrir bragðiö og það tel ég jákvætt. Þótt þetta hafi komið mér sem fata- framleiðanda illa er ég ekki talsmað- ur þess að hefta innflutninginn til að halda uppi vinnu hjá mér. En ég vil að þetta gangi jafnt yfir allar at- vinnugreinar en ekki sé verið að mismuna þeim eins og við horfum nú upp á. Menn verða einfaldlega að viðurkenna fyrir sjálfum sér að á meðan efnahagsskilyrðin eru ekki betri hérlendis en raun ber vitni er erfitt að keppa við innflutninginn. Menn verða að standa og falla með því sem þeir eru að gera.“ -JGH Halldór Einarsson í Henson. Dregur saman seglin hérlendis en er á leiðinni í meiri viðskipti við saumastofur í Bretlandi, Kína og Taiwan. Könnun DV á eggjamarkaönum: Sala eggja tekið kipp síðustu tvær vikumar Könnun DV í gær hjá nokkrum stórmörkuðum á Reykjavíkur- svæðinu sýnir að sala á eggjum hefur aukist verulega síðustu tvær vikurnar og er mjög áþekk sölunni á sama tíma í fyrra. Kaupmenn eru þó ekki sammála um stöðuna. Einn sagði að um enga jólasölu hjá sér væri að ræða, salan værí ekki enn orðin jafnmikil á viku og var áður en verðið hækkaði upp í 199 krónur kílóið mánudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Aðrir hafa oröið varir viö mikinn kipp í sölunni og segja að fólk hafi ektó látið verö eggj anna hafa áhrif á jólabaksturinn hjá sér. „Enda er verð eggja lágt miðaö við aörar vörur,“ var sagt. .Hjá einum stórmarkaönum seld- ust rúm 5 tonn af eggjum í nóvember í fyrra. í nóvember þetta árið seldust um 5,5 tonn og mikiö var hamstrað um miðjan mánuö- inn þegar ljóst var að verðið var að hækka. Salan h)á sama stórmarkaði í desember í fyrra var um 9 tonn en nú er útlit fyrir að desember geri 10,4 tonn. „Áöur en verðið hækkaði seldum við um 1,3 tonn á viku, en eftir verðhækkunina datt salan niöur í 220 kíló á viku. Næstu viku þar á eftir seldust um 450 kiló og vikuna þar á eftir fór salan í um 900 kíló. Én svo er komimi mikill kippur í desember og við náum 10 tonna sölu í mánuðinum." Annar kaupmaður sagði að salan væri engan veginn komin í eðlilegt horf ennþá. „Viö seldum 3 tonn á tveimur dögum áður en veröið hækkaöi. Og svona sala hlýtur aö hafa áhrif. Viö seljum núna um 750 kíló á viku en seldum áöur um tonn á viku. Ef tekið er tillit til hinnar miklu eftirspurnar sem verður ætíð um jólin ætti salan að vera miklu meiri. Hér hefur því ekki verið um neina jólasölu á eggjum að ræða þessar síðustu vikumar fyrir jólin. Ég ætti kannski öllu heldur að segja að þessi sala hafi farið fram um miðjan nóvember þegar verðið hækkaði og fólk hamstraði," var sagt. Tökum fleiri dæmi. Hjá einum stórmarkaðnum, sem hefur seltum 1,6 tonn að undanfórnu, hafa selst um 4 til 5 tonn á viku síðustu tvær vikurnar. Sama sala og fyrir jólin i fyrra og greinileg jólasala segir kaupmaðurinn þar. Ljúkum þessu svo með umsögnum fólks um verð- ið. Hjá einum stórmarkaðnum kem- ur fram í könnun DV aö fólk er ennþá mjög óánægt með aö verð á eggjum skuli hafa hækkaö þrátt fyrir aö þaö kaupi eggin. Hjá öörum í könnuninni var sagt að fólk væri alveg hætt að tala um eggjaverðið. -JGH Dansstaðir opnir tíl 5 a nóttínni? - nokkrir veitingamenn hafa áhuga Nú hafa nokkrir veitingamenn áhuga á að hafa opið til 5 næturnar um helgar vegna þess hve fólk kemur seint á danshúsin. Nokkrir veitingamenn hafa áhuga á að hafa dansstaði opna til klukkan 5 á næturnar um helgar en nú eru skemmtistaðir opnir til kk. 3 um helgar. Opnunartími skemmtistaða er ekki fijáls heldur bundinn leyfi stjórnvalda. „Þetta kemur alltaf annaö slagið til tals. En það eru nokkrir sem hafa núna áhuga á að hafa opið lengur. En þetta er einvörðungu á umræðu- stigi, það hefur ekkert verið unnið frekar í málinu," segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. Að sögn Ernu koma gestir dans- húsa sífellt seinna og seinna á stað- ina. Ein skýringin er talin sú að fólk sé lengur heima hjá sér við að horfa á bíómyndir sjónvarpsstöðvanna. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.