Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987.
11
Utiönd
Aka um okeypis a hraðbrautum
Bjami Hiniiksson, DV, Bordeaux:
í ár einskorðast jólaverkfollin hjá
frönskum verkalýðsfélögum viö
samgöngur. Flugmenn og vélvirkjar
hjá félaginu Air Inter reyna að bæta
kjör sín með verkfallsaðgerðum en
gengur illa sökum dræmrar þátt-
töku, ósamkomulags milli verkalýðs-
félaga og þeirrar áráttu atvinnurek-
enda að rjúka strax með málið fyrir
dómstólana og kreíjast þess að verk-
fallið sé lýst ólöglegt. Þetta er að
verða margkveðin vísa í verkalýðs-
deilum og dómstólarnir grípa oftar
inn í en áður.
Hjá Air Inter, sem er annað stærsta
ílugfélagið í Frakklandi, hafa hingað
til ekki fallið niður margar flugferðir
vegna verkfallsins og erfitt að segja
hvaða framhald verður á því.
Starfsmenn hraðbrauta eru líka
óánægðir og verkfallsþurfi sem þýðir
að í dag geta allir keyrt um ókeypis
í Frakklandi. Ekki þarf að greiða
hinn venjulega vegatoll sem fylgir
því að nota hraðbrautimar.
Örvæntingarfull leit
að geislavirku plútoníum
Gizur Helgason, DV, Liibedc
Vestur-þýsk yfirvöld hafa nú hafið
örvæntingarfulla leit að rúmlega 350
gámum sem innihalda geislavirkt
plútóníum. Flutningsfyrirtækið
Trans Nuklear hefur nú viðurkennt
að hafa ekið leynilega með gámana
í geymslu við v-þýskar kjarnorku-
stöðvar.
Klus Töpfer, umhverfismálaráð-
herra Bonn-stjórnarinnar, hefur nú
afturkallað leyfi flutningafyrirtækis-
ins til flutninga á kjamorkuúrgangs-
efnum. Það þykir nú víst að
fyrirtækiö hafi verið gróðrarstía alls
kyns svindls og mútuþægni í sam-
bandi við flutninga á hættulegum
úrgangsefnum.
Trans Nuklear hefur um árabil séð
um flutninga á tiltölulega lítt geisla-
virkum úrgangsefnum hjá v-þýskum
kjamorkustöðvmn til úrvinnslu í
Belgíu. Þar er bætt ákveðnum efnum
í úrganginn þannig að hann fær á sig
fast form. Því næst em gámarnir
fluttir austur yfir landamærin á ný
og varðveittir við v-þýskar kjarn-
orkustövðar í þar til gerðum geymsl-
um. í stað hins tiltölulega lítt
geislavirka úrgangsefnis hefur flutn-
ingafyrirtækið á ólöglegan hátt flutt
yfir landamærin kjarnorkuúrgang
sem inniheldur mjög geislavirkt
plútóníum og kóbolt.
Yfirvöld vita ekki hvaða gámar það
em sem innihalda hin bráðhættu-
legu efni þar eð fyrirtækið hefur
merkt aUa gámana sem lágt geisla-
virka. Sérfræðingar vinna því nú að
því að kanna allan gámalagerinn við
íjölmörg kjarnorkuver.
Þetta öryggishneyksli eða öllu
fremur öryggisleysishneyksli var af-
hjúpað þegar verið var að kanna
mútumál sem fjölmargir starfsmenn
fyrirtækisins voru viðriðnir.
Bandarískur
jólapappír
og merkimiðar
með Gretti
Líka
Grettis
loðdýr
HUSIÐ
LAUGAVEGI178, SlMI 686780.
lENsa
Stereo höfuð-útvörpin
s eru komin
Vasadiskó
m/armbandsúri
stereosamstæða
tombóluverð, frá 15.210,
Urval
stereo
heyrnartóla
Verð frá kr. 265
TENSai HEai5
ferðatæki, verð frá 4.400
Síðumúla 2, símar 689090-689091