Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. Neytendur Þrjú tilbrigði af skötu Skata er á mörgum heimilum ómissandi matur á Þorláksmessu. Siðurinn er þó einna útbreiddastur á Vestfjöröum. Sigríður F. Jóns- dóttir gaf neytendasíðu upp þrjár mismunandi aðferðir við að bera skötu á borð og eru þær allar að vestfirskum sið. Vestfirðingar kæsa skötuna en salta hana yfirleitt ekki fyrr en við súðu. í búðum í Reykjavík er skat- an aftur á móti bæði kæst og söltuð svo að ekki þarf að salta við mat- reiðslu hennar. Vissara er að spyija fisksalann hvort hún sé sölt- uð og hvort hugsanlega þurfi þá að leggja hana í bleyti. Soðin skata Skatan er soðin i vel rúmum potti í 15-20 mínútur við vægan hita eða þar til fiskurinn er orðinn laus frá brjóskinu. Færið þá upp á fat og berið fram með soðnum kartöfium, rúgbrauði og mörfloti (þ.e. brædd- um hnoðmör). - að hætti Vestfirðinga Komið úr veiöiferð með vænan afla af skötu. • Heit skötustappa Sama aðferð er notuð við suðu og hér á undan er getið en þegar fiskurinn er fullsoðinn er aUt brjósk hreinsað frá. Hnoðmör er síðan bræddur í potti við vægan hita (magn eftir smekk). Skatan er þá sett út í feitina og hrært vel sam- an við. Skötustappan er borin fram með soðnum kartöflum og rúg- brauði. Einnig er möguleiki að brytja kartöflumar út í stöppuna um leið og fiskinn. Köld skötustappa Sama matreiðsluaðferð er notuð og við heitu stöppuna en í þessu tilviki er stappan sett í skál eða form meðan hún er enn heit. Þar er hún látin kólna þar til feitin er storknuð. Þá er stappan tekin úr forminu og skorin í sneiðar líkt og kæfa. Sama meðlæti er boriö fram og nefnt er hér á undan. Athugið að hnoðmörinn má aldr- ei ofhitna eða sjóða. Því er best að bræða hann yfir gufu. -JBj Þorlaksmessuskata Skatan í þjóðtrúnni Enginn fiskur kemur jafnoft við sögu og skatan í þjóðtrú okkar ís- lendinga og er hún þá í flestum tilfellum talin verða til góðs. Var það t.d. trú manna að vel veiddist ef skata varð fyrsti dráttur á handfæri. Margar sögur era til sem sýna fram á að skata var talin einhver hollasti fiskur sem hægt var að fá. Ein þjóð- sagan segir frá konu nokkurri er lá á sæng. Bað hún guð um að sjá til þess að fyrsti fiskur, sem maður hennar drægi úr sjó ákveðinn dag, væri sá hollasti sem mögulegt væri að fá. Fyrsti fiskurinn, sem eigin- maðurinn veiddi, var skata og þótti honum guð hafa heyrt bæn konu sinnar illa. Skar hann því skötuna niður í bita og fleygði þeim á haf út. En þegar hann renndi aftur dró hann hvern bitann á fætur öðrum. Þóttist hann þá sjá að kona sín hefði verið bænheyrð og fór með skötuna heim þar sem hún var soðin og varð öllum gott af. í íslenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar kemur fram að sam- kvæmt þjóðtrúnni gat skötuát haft afdrifaríkar afleiðingar. Var m.a. tal- ið að ef kona borðaði skötuhjarta yrði hún ófrjó. Sagt var að ef maður, sem nýlega hafði étiö skötu, mætti líkfylgd þá blæddi líkinu. Og ef farið var á álftaveiðar fylgdi aflaheill því að snæða þijá bita af skötu á fastandi maga. Pétursskip eru eggjahylki skötunn- ar kölluð og er margs konar þjóðtrú tengd þeim. Sögðu menn að ef hrein mey bæri pétursskip á bijósti sér í þijú ár væri hægt að kljúfa það og kæmu þá í ljós þrír steinar sem höföu þá náttúru að sá sem bar þá á sér drukknaði aldrei í vatni, hafði ávallt sigur í máli og varð aldrei févana. Einnig töldu sumir að steinar í pét- ursskipi gætu gert menn ósýnilega. -JBj Best þótti að þefinn legði fram ur Kæst skata hefur frá aldaöðli verið algengur matur á Vestfjörðum, við Húnaflóa, Breiðaijörð og á Snæfells- nesi. í íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir um Þor- láksmessuskötuna á þessum slóðum: „Skatan var þá helzt ekki kösuö í minna en í 2-4 vikur, því að bezt þótti að þefinn legði fram úr nefinu, þegar hún var etin.“ Þessi lýsing á enn við um marga sem vanist hafa því að borða kæsta skötu og þykir því ekki verra að svíði svolítið í nefið efþví er stungið niður aö diskinum. I skötustöppuna þótti svokölluð lóðaskata best en hún er mjög stór. Lítil skata á borð við tindabikkju nefinu þótti heldur verri kostur þó að hún þyki herramannsmatur á veitinga- húsum nú til dags. Víða var skatan borðuð oftar en á Þorláksmessu og skipaði hún það stóran sess í lífi manna að a.m.k. tvö skálda þjóðarinnar létu hennar getiö í ljóðum sínum. Segir svo í kvæði Eggerts Ólafssonar, Sú íslenska mat- arsæla: „Rammstæka skatan rétt er fin rarari er hún en brennivín.“ Og í einu kvæða Hallgríms Péturs- sonar segir: „Úldin skata er iðra reynir." -JBj & .. Skata eins og hún litur út áður en hún er matreidd. Vestfirskur hnoðmör Hnoömör er seldur í svokölluð- urinn er þá skorinn í sneiðar og um mörtöflum (sem réyndar eru allir eitlar teknir úr. Hann er síðan ilangir, kantaðir klumpar) og fást hakkaður en þegar því er lokið er þær í flestum fiskbúöum. En til hakkið hnoðað aftur saman eins gamans má geta þess hvemig og deig. Þá eru mörtöflurnar mót- hnoðmörinn er búinn til. aöar. Sá siöur er á Vestfjörðum aö Eftir slátrun er mörinn tekinn og setja ávallt skákrossa á töflurnar geymdur I nokkura tíma þar til og oft setti sá sem hnoðaði mörinn hann fer að „fiðra“, þ.e. að sést stafina sína á og gera ffamleiðend- svolítil mygla í honum. Mörklump- ur það enn í dag -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.