Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. 15 Olnbogaböm í tiyggingakeifinu Við stæram okkur gjaman af því að hafa sinnt félagslegri velferð' í vaxandi mæli, beitt samhjálpar- ráðum ríkulega í þá veru að gera þeim sem erfitt eiga uppdráttar líf- ið léttbærara. Stundum er svo að skilja sem við séum þar komin á leiðarenda og aUt sé þar orðið eins og allra best verður á kosið. Þar er mikill en allútbreiddur misskilningur á ferð. Sýnu alvarlegra er þó það þegar frjálshyggjumettaðir „uppar“ af báðum kynjum halda því blátt 'áfram fram að við höfum gengið alltof langt, séum komin í hreinar ógöngur „ölmusunnar", sóum fjár- munum í tilgangsleysi í staö þess að fjárfesta nú í einhveru arðbæra sem skilar skjótum gróða - auðvit- að til örfárra. Helst geymda - og gleymda Hér eru álvarleg viðhorf á ferð, endurvaktir draugar frá því fyrr á öldinni þegar afturhaldið vildi halda sínum réttlausu sveitaró- mögum á sínum stað og hafa „aumingjana" helst geymda - og gleymda umfram allt. En rétt er þó að staldra við og láta ekki fullyrðingar einar standa upp úr. Við skulum viðurkenna strax að í velferðarkerfi okkar leynast veilur og unnt er að benda á að ákveðin misnotkunarhætta er þar fólgin eins og í öllu er að ákveðnum rétti og réttindum lýtur. Að spila á kerfið er vissulega til staðar og óneitanlega þekkir mað- ur slæm dæmi slíks en af allþokka- legri reynslu fullyrði ég að þó dæmin séu slæm þá eru þau sem betur fer mjög fá. Hið versta við þau er annars vegar sú staðreynd að þau setja blett á þessa velferðar- viðleitni samhjálparinnar almennt en einnig að hinu leytinu aö þar KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálastjóri ÖBÍ njóta þeir sem síst skyldi. Annað umhugsunar- og aðvör- unarefni um leið era þau letjandi áhrif sem sumt í okkar annars ágætu löggjöf hefur óneitanlega. Um það mætti margt ræða og rita en skal ekki gert hér, aðeins á þaö bent og það undirstrikað að samtök fatlaðra hafa sérstaklega bent á þetta og viljað fá fram ákveðnar breytingar því engum er ljósara en fötluðum sjálfum hve dýrmæt vinnan er þeim og allt sem virkar þar letjandi er af hinu illa. En nóg um þetta. Sjúkradagpeningar Ég hefi löngum staðnæmst við tvö olnbogabörn okkar trygginga- kerfis og vakið á þeim athygli á öðrum vettvangi, vettvangi sem ég veit að á að taka þessi olnbogabörn upp á sína arma og gera betur við þau. Annars vegar eru það sjúkradag- peningarnir. Sjúkradagpeningar eru greiddir óvinnufærum aðila, sem ekkert hefur annað, þ.e. engar greiðslur frá vinnuveitanda sínum og engar bætur frá almannatrygg- ingum. Þessi upphæð er í dag tæpar 348 krónur á dag - ég endurtek - á dag. Mánuðurinn losar 10 þúsund. Hversu hinum óvinnufæra gengur að bjarga sér með þessa upphæð getur hver og einn sagt sér. Vitanlega er þessi upphæð gjör- . samlega úr takti við allt í þjóðfélag- inu. Hún er bæði í hróplegu ósamræmi við lágmarkslaun, sem engum nægja þó, í átakanlegu ó- samræmi við tryggingabætur sem þó eru í algeru lágmarki. Upphæð- in er blátt áfram óskiljanleg og veldur þvi t.d. að sá eða sú, sem í þessu lendir, fer að reyna að fá örorkumat til þess þó að fá þær bætur sem því fylgja og allir sjá hversu óheppilegur sá hvati er sem í þessu felst. Þaö fer auðvitað ekki milli mála að þessi upphæð kallar á leiðréttingu og hefur lengi gert. Fróðir aðilar segja mér það að nokkurt samhengi hafi verið milh lífeyrisbóta og sjúkradagpeninga fyrir tíma tekjutryggingarinnar 1971. Eftir það hafi hins vegar aldrei verið um eðlilega viðmiðun að ræða, sjúkradagpeningar hafi ein- faldlega orðið eftir eða þótt of stór biti að kyngja þegar stökkið stóra var tekið með tekjutryggingunni. Sé þetta rétt þá ættu sjúkradag- peningar nú aö vera samsvarandi grunnlífeyri + tekjutryggingu eða í stað 348 króna á dag um 710 krón- ur - sem sagt meira en tvöföldun. Á þessu vek ég athygli nú, fæ vonandi möguleika á því að gera það betur og á virkari máta síðar, En ofsagt er það ekki með þetta olnbogabarn að það er illa á vegi statt og það fólk, sem þar þarf að njóta, er oft í hörmulegri aðstöðu. Vasadagpeningar Annað olnbogabarnið til er svo tengt vasapeningunum svokölluðu, þ.e. greiðslum til þeirra sem vistað- ir eru á stofnunum og hafa trygg- ingabætur einar til að lifa á. Ef við rétt lítum á hvað viðkomandi fær með vistun þá er það einfaldlega fæði og húsaskjól ásamt tilheyr- andi umönnun og sums staðar allverulega niðurgreidda þjónustu af ýmsu tagi, svo alls sé nú gætt. En hvað er þá umfram, jú, í raun allar mannlegar þarfir - föt, félags- leg afþreying, ferðir og svo mætti telja utan enda og líti hver í eigin barm með það sem hér hlýtur eðli máls að vera þörf fyrir hjá hverjum einstaklingi. Og ekki er þörfin síðri hjá þeim sem við vissa einangrun og ýmsa, ómælda erfiðleika búa viö að njóta lífsins gæða, sem þeim er unnt, með eðlilegum hætti. Nógu erfið er sjálf vistunin þó við hana bætist ekki fjárhagsleg örvænting þess sem nær ekki endum saman þrátt fyrir sparsemi. Að lokinni þessari þulu fýsir ófróðan lesanda eflaust að vita um hvað verið er að tala. Hvaða-upphæð er það sem ætluð er til að sinna þörfum og kröfum vistfólksins til sæmandi lífs utan fæðis og húsaskjóls? Upp- hæðin er í dag á mánuði rúmar 4.200 krónur á sjúkrastofnunum. Núna i desember - í hátíöarmánuði Ijóss og friðar fær vistfólk þessara stofnana 4.200 krónur, m.a. til að gleðja sér kæra og kunnuga á hei- lögum jólum. Þessi upphæð er okkur alls ósæmandi og hefur alltof lengi verið. Sannleikurinn er sá að þegar grunntala er svo hlálega eða öllu fremur grátlega lág, eins og grunn- tala vasapeninganna er, þá hefur prósentuhækkun svo sáralítið aö segja og það sem á vantar í raun verður enn tilfinnanlegra. Þetta kannast fólk vel við úr launamálunum almennt. Því lægri laun, þvi minni raunhækkun og öfugt. Við þetta verður ekki unað. ! Heilbrigðis- og tryggingaráð- herra er manna líklegastur til að gera hér bragarbót. Svo vel þekki ég hans hugarfar til þarfra og góðra mála. Ekki ætti heldur að standa á ,jafnaðar“-ráðherranum sem með fjármálin fer. En víst er að hér bíða margir - alltof margir betri tíðar og þeirri bið þarf að linna. Frumvarp Guðrúnar Helgadótt- ur og fleiri þingmanna um stór- hækkun sjúkradagpeninga mun vera að. fá jákvæða afgreiðslu á Alþingi þessa daga. Helgi Seljan „Nógu erfið er sjálf vistunin þótt við hana bætist ekki Qárhagsleg örvænting þess sem ekki nær endum saman þrátt fyrir sparsemi.“ Er ekki sannleikurinn sagna bestur? Skyldi annars suðræn hitabylgja hafa gert innrás á Alþingi? - Hita- málin að undanförnu gætu bent til þess, ennþá er slátrunin í fersku minni sem tók suma þingmenn svo á taugum að þeir létu skapofsann hlaupa með sig í gönur. - Næst tók við nokkurs konar skæruhernað- ur. Öllum að óvörum haföi tíminn á Alþingi færst aftur um 40 ár. Norskur sagnfræðingur hafði kom- ist í bandarísk leyniskjöl er sögðu frá samskiptum íslenskra ráðherra og bandarískra stjórnvalda á þeim tíma. Að þetta mál skyldi berast inn á Alþingi, eða yfirleitt koma fram í dagsljósið, varð þess valdandi að margir urðu æfir. Þetta var í þeirra augum tími þagnarskyldunnar, tíminn sem átti að hyljast móðu og myrkri. Þetta var sá örlagatími sem stjómvöld þvinguðu íslendinga í hernaðarbandalag og fengu hingað bandarískan her og sviku þar með gefin loforð. Vel má vera ef einhverjir lesa það sem hér er sagt að þeir álíti það óviðféldið eða ljótt að tala um svik. En því er til að svara að sannleikur- inn er ekki ævinlega skemmtilegur eða fagur á að líta, en er hann ekki samt sem áður sagna bestur? Afskræmd sjálfsvitund í hartnær 40 ár hefir þjóðinni verið talin trú um aö þau verk sem klufu hana í tvo hluta, og ég leyfi mér að segja verstu verk sem hún hefir orðið að sætta sig við síðan lýðveldið var stofnað, hafi verið unnin af góðum og göfugum hvöt- um. - Þannig hafa sjónhverfmga- mennimir tekið blekkinguna í þjónustu sína, klætt hana í stolnar fÚkur og dansað við hana trylltan stríðsdans öll þessi ár svo að þjóð, sem fyrir 40 árum var hnarreist, Kjallariim Aðalheiður Jónsdóttir skrifstofumaður elskaði frið og frelsi og ætlaði ekki að láta beygja sig, skilur ekki leng- ur hvar hún stendur. - Aðskotadý- rið, sem þá var lagt við barm hennar, hefur afskræmt sjálfsvit- und hennar, án þess að hún hafi gert sér grein fyrir því, sogiö úr henni alla reisn og sjálfsvirðingu en spýtt frá sér ólyfjan sem gegn- sýrt hefir hana annarlegum við- horfum. - Svo að nú finnst henni meinvaldurinn orðinn eitt af nauð- synlegustu líffærum líkamans... án hans geti hún ekki lifað. Á valdi óttans Mikilla mótsagna gætti í mál- flutningi þeirra þingmanna sem hræddastir voru við leyniskýrsl- urnar. Það sem sumir sögðu tilhæfulaust með öllu, eins og ótti við valdatöku kommúnista, viður- kenndu aðrir, t.d. sagði einn góður og gildur: „Þaö er talað um þetta eins og eitthvað óheiðarlegt hafi átU sér stað.' Óttinn við kommúnis- mann er enn fyrir hendi, sami ótti og hefur orðið til þess að hér er bandarískur her. - Er þetta ekki hreinskilnisleg viðurkenning á sannleiksgildi skýrslunnar? Er líka hugsanlegt að vinirnir í vestri hefðu samið lygaskýrslur um sam- skipti sín og svona elskulegra vina. - Eða var sagt að ráðamennirnir hefðu ekki skilið hveijir aðra? Höf- um við kannski fengið hingaö bandarískan her og gengið í hern- aðarbandalag af því að skilnings- lausir ráðamenn með meira hafi ráðið ferðinni? Sporgöngumennirnir Eru hernámssinnar nútíma ís- lands eingöngu að hugsa um að veija æru genginna foringja eða sýnist þeim eigin æra og stefna í háska stödd? Það er næstum eins og þeir viti ekki sitt rjúkandi ráð, fyrirlíti orðið það sem bandarískt er, finnist það ekki trúverðugt lengur, en vilji óðir og uppvægir leita til Sovét og helst af öllu kom- ast í samband við KGB ef unnt væri. Ekki verður annað sagt en að þetta séu athafnasamir hug- sjónamenn og líklegir til að geta haft mörg járn í eldinum í einu. Samt sýnist vera erfitt um vik hjá ráðvilltum sporgöngumönnum, sem þora ekki að leita leiða, sem gætu sannað hverjir hinir „ágæt- ustu menn“ voru og hvað þeir gerðu, heldur segja: Þessir menn hafa varðað vel veginn fyrir sjálf- stæði og öryggi þjóðarinnar en gera sér samstundis grein fyrir því að þetta era hol og innantóm orð. í dauðans ofboði þrífa þeir í það sem hendi er næst til að styðjast við en lenda þá á frægu skáldverki... mæta þar mönnum ljóslifandi og reka upp ramakvein. Það er kapítuli út af fyrir sig hvernig sporgöngumennirnir hafa mætt þeim upplýsingum sem norski sagnfræðingurinn hafði meðferðis og verðskuldar reyndar að verða inngreypt sem skraut- fjöður í hernámssögu íslands. Þagnarmúrinn Mörgum sérkennilegum fyrir- bærum skaut upp á yfirborðið í öllu þessu moldviðri þrátt fyrir allt sem þögninni var falið að geyma. Á blaðamannafundi, sem utan- ríkisráðherra hélt þegar hann tilkynnti að Dag Tangen hefði ekk- ert getað sannað af því sem hann hefði sagt um Stefán Jóhann Stef- ánsson, fullyrti hann einnig að Tangen hefði engin skjöl meðferðis þar sem nafngreindir væru ís- lenskir ráðherrar. - Þetta væri að sjálfsögðu gott og blessað ef það væri ekki alrang. En líklega er til of mikils mælst að þeir sem vilja viðhalda leyndinni fari að skýra satt og rétt frá. Tveimur dögum áður en utanrík- isráðherra hélt blaðamannafund- inn var einmitt minnst á slíka skýrslu í DV sem blaðamaðurinn hafði fengið að láni hjá sagnfræð- ingnum. Greint var frá ýmsum atriðum og nafngreindir þrír ráð- herrar sem þar komu við sögu. - Það undarlega við allt þetta var að ekkert virtist skipta máli nema það að sagt hafði verið að Stefán Jó- hann Stefánsson hefði staðið i sambandi viö CIA. - En fvrst engu máli skipta þau ummæli. sem höfö eru eftir ráðherrunum þremur sem flugu í bandarískri herflugvél til Washington árið 1^49 og sögð eru hafa orðiö til þess að Bandaríkja- stjórn gerði áætlun um innrás í ísland ef þar kæmi til valda ríkis- stjórn sem henni væri ekki að skapi, hvaða máli skiptir þá hvort einn eða fleiri ráðherrar hafi staðið í sambandi við CIA? Hefðu þeir getað gengið lengra en þeir gerðu þó að CIA heföi verið með í leikn- um? Voru kannski allar umræöur um þetta atriði, sem Tangen gat ekki sannað, settar á svið til að kasta ryki á hitt sem hann var með glöggar heimildir fyrir? En hvað sem er og hvað sem ekki er stendur það upp úr rykföllnum leyniskjölum, sem íslendingar mega ekki sjá, aö við erum í hern- aðarbandalagi og verðum að þola þá smán aö hafa erlendan her í landi okkar. Sameinast þessi sundraða þjóð nokkurn tíma um aö slíta af sér herfjötrana? Það vitum við að sjálf- sögðu ekki. Hitt vitum við að það gerist ekki svo lengi sem hún geng- ur áfram með bundið fyrir augun og felur þeim mönnum að stjórna öllum sínum málum sem stöðugt herða fjötrana fastar og fastar að hálsi hennar. Og viö vitum einnig aö ef hún slítur ekki af sér herfjötr- ana er líf hennar glataö. Aðalheiður Jónsdóttir „Mikilla mótsagna gætti i málflutningi þeirra þingmanna sem hræddastir voru við leyniskýrslurnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.