Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Síða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Varðbergs verður haldinn þriðjudaginn
29. des. 1987 í Litlubrekku.
Fundurinn hefst kl. 17.30, venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
FRÁ RAFMAGNSVEITU
REYKJAVÍKUR
Rafmagnsveitunni er það kappsmál að sem fæstir
verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um
jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt
rafmagn um hátíðirnar vill Rafmagnsveitan benda
notendum á eftirfarandi:
1
2
3
4
5
6
Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni
yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga-
dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota
mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns-
ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta-
vélar - einkum meðan á eldun stendur.
Farið varlega með öll raftæki til að forðast
bruna- og snertihættu. Illa með farnar lausar
taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar.
Utiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og
af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti
ríkisins.
í flestum nýrri húsum eru sjálfvör (útsláttar-
rofar) en í eldri húsum eru vartappar (öryggi).
Eigió ávallt til nægar birgðir af vartöppum.
Helstu stærðir eru:
10 amper - Ijós
20-25 amper - eldavél
35 amper - aðalvör fyrir íbúð.
Ef straumlaust verður skuluð þið gera eftir-
farandi ráðstafanir:
- Takið straumfrek tæki úr sambandi.
- Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð,
(t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þið sjálf skipt um
vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straum-
laus getið þið einnig sjálf skipt um vör fyrir
íbúðina í aðaltöflu hússins.
Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt að
taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja leka-
straumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er
nauðsynlegt að kalla til rafvirkja.
Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma
686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan
sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er
einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í
síma 686222.
Við flytjum ykkur bestu óskir um gleðileg jól
og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir
samstarfið á hinu liðna.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
____(Geymið auglýsinguna)
Meiming
DV
Skerfur til flugsögu
Jóhannes R. Snorrason:
Skrifað i skýin III
Snæljós sf. 1987.
Flugsagan er ævintýri. Svo er einn-
ig lífshlaup Jóhannesar R. Snorra-
sonar, handhafa flugskírteinis
númer 5. Sem lítill snáði á Flateyri
sumarið 1928 hafði hann heillast af
þýsku flugmönnunum sem lentu
Súlunni á Önundarfirði. Nítján árum
síðar hafði hann sjálfur lent flugbát
á firðinum. Og enn áttu ekki eftir að
líða nema, tveir áratugir þangað til
hann hafði lent fyrstu þotu Islend-
inga á Reykjavíkurflugvelli einn
fagran sumardag árið 1967.
„Svona stutt er flugsagan, hún hef-
ir að geyma ótrúleg ævintýr og
Bókmenntir
Kristján Már Unnarsson
byltingarkenndar framfarir," segir
Jóhannes í lok þriðja bindis ævi-
minninga sinna, Skrifað í skýin.
Með skráningu minninga sinna
hefur Jóhannes lagt fram skerf til
þess ritsafns sem geyma mun braut-
iyðjendaárin í flugsögu íslendinga.
Ahugamenn um flugsöguna fögnuðu
fyrri bókum hans. Og enn hefur þeim
bæst kostagripur í safnið.
Fjarri fer þvi að hér sé á ferðinni
þurr sagnfræði um skrúfublöð,
vænghöf og hestaflafjölda. Þvert á
móti er hér lifandi og myndræn frá-
sögn af atburðum í lífi Jóhannesar
þau 40 ár sem hann starfaði við flug-
ið.
Viö ritun æviminninga kjósa marg-
ir að opna fólki sýn að liðnum
atburðum, sem á sínum tíma þótti
ekki rétt að væru á margra vitorði.
Jóhannes viröist ófeiminn við að
skýra frá eigin mistökum sem hefðu
getað valdið slysi en í frásögn af sam-
ferðamönnum skín í gegn eðliskost-
ur farsæls flugstjóra, varkámin.
Þaö skiptust á skin og skúrir, gleði
Jóhannes R. Snorrason:
og sorg. Lesandinn tekur þátt í gleði
hans þegar lítil dóttir fagnar pabba
sínum við komu Gullfaxa til landsins
en finnur til í sorg hans við missi
sonar í flugslysi.
Með ritflmi sinni fangar flugstjór-
inn lesandann, sem flnnst hann
stundum sitja við hlið hans í flug-
stjórnarklefanum. Hvort sem farið
er um eyðisanda Afríku eða eyðifirði
Grænlands eða bara gengið um
brekkur Akureyrar á yndislegum
vordegi má finna hitamollu, kulda-
hroll eða gróðurangan úr textanum.
Og niðurstaða þessa víðforula
manns er auðvitað sú að hvergi sé
betra að vera en á íslandi.
Kristján Már Unnarsson
Hin nærandi
skáldskapargyðja
Ragnhildur Ófeigsdóttir:
Andlit i' bláum vötnum
Bókrún hf. 1987.
Andlit í bláum vötnum hefur að
geyma sjötíu og þrjú ljóð. Fyrsti
hlutinn eru ljóð ort til móður
skáldsins, látinnar, tileinkuð
henni. Þau segja frá dauðanum og
sorginni. Athygli vekur að dauði
og sorg eru fegruð í sumum ljóðun-
um. Ef til vill er það sökum þess
að dauöinn boðar lausn og sorgin
er hreinsandi afl, hún gerir tilver-
una ljósa. Og í hreinleika sínum er
hún einnig fögur.
Ljóð
Dauði þinn breytti hjarta mínu
í hvíta marmarahöll
þakta speglum að innan
sorgin stendur á miðju gólfi
ljómi hennar speglast í þeim
öllum
sem fullur máni
er speglar andlit sitt
í bláum vötnum
Þetta eru mjög upphafm ljóö,
nánast tilbeiðslukennd. Lífið kallar
á dauða, er jafnvel lítilsviröi án
hans og þjáningin, hún berst áfram
frá einni kynslóð til annarrar.
Ég er lifandi legsteinn þinn
eldfingur dauðans
risti þjáningar lífs þíns
í kjarna sálar minnar
brennandi þjáningar þínar
silfurslegnum stöfum
inn í líf mitt
ég gleymi engu
þjáningar þínar
lifandi brennandi letur
sem heldur áfram
að skrifa sig sjálft
Kvenleikinn skipar vænan sess í
ljóðum Ragnhildar. Og goðafræöin
Bókmenntir
Berglind Gunnarsdóttir
á einnig hug hennar. Þannig yrkir
hún til gyðjunnar miklu sem er
einnig móðir jörð, hin nærandi og
gefandi, um skáldskapargyöjuna
og Afrodítu, ástargyðjuna. Og
kvæöið Þjóðvísa er tilbrigði við
gamalt rómantískt stef, hér um síg-
auna með brotinn gítar sinn og
svört augu. Einnig er að finna ljóð
sem bregða upp skýrum myndum
af þekktu efni.
Óttinn
Óttinn er eins og maöur í
herklæðum
úr jámi
sem þú mættir villtur á dimmu fjalli
um nótt
þú sérð ekki andlit hans
þú bíður í ofvæni eftir að sjá augu
hans
en þegar hann nálgast séröu
að hann hefur ekkert andlit
herklæðin eru tóm
full af myrkri
Ljóð Ragnhildar eru auðug af til-
flnningaríku myndmáli en þó er
einnig viss fjarlægð milli ljóös og
lesanda. Ef til vill vegna þess að
ljóðheimur hennar er að sumu leyti
ekki svo nákominn þessum allra
síðustu nútímiun, táknmyndir ljóð-
anna oft svo skrautlegar og
rómantískar.
Þaö er svo aftur skemmtilega
jarðbundinn tón að finna í ljóðinu
Afternoon, um ástríðuleysi reyk-
víska vordagsins, en það endar svo:
. . .Reykvíski
vordagur, þú þarft aö mála
þig, þú ert Utlaus. Ég elska þig
ekki en ég sit uppi meö þig.
Allt útlit bókarinnar og kápu-
mynd, verk Elísabetar Önnu
Cochran, sem og prentun, er ein-
staklega fallega unnið.
Berglind Gunnarsdóttir