Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987.
19
dv__________________Meiming
Hjá sálarleysingjum
Álfrún Gunniaugsdóttir:
Hrlnsól.
Mál og menning, 1987.
Sagan hefst meö ferðalagi. Lítil
stelpa tekin upp frá heimili sínu í
sjávarþorpi og send burt frá fjöl-
skyldu sinni, föðursystur og
uppeldisbróður. Barnið er móður-
laust, heimilið í örbirgð og fóðum-
um gengur gott eitt til en sár
viðskilnaðurinn markar endalok
fyrir bamið.
Og hún fer úr öskunni í eldinn
þrátt fyrir það að stöndug kaup-
mannshjón í Reykjavík taki hana
að sér. I ljós kemur að hún lendir
á engu kærleiksheimli þó svo að
efnin vanti ekki. Hún hefur lent
hjá „sálarleysingjum“.
Húsmóðirin og kaupmannsfrúin,
Sigurrós, ræður flestu á heimlinu,
einnig kaupsýslunni. Hún er köld
við bamið, vill gera úr henni fín-
heitastúlku eins og hún er sjálf en
eignast aldrei hug hennar því hlýj-
una vantar.
Húsbóndinn Jakob er konu sinni
undirgefinn, gæðalegur, en er eng-
inn bógur, forðast ófriö.
Andrúmsloft togstreitu
Svo er það Daníel, bróðir Jakobs,
hann ereins og grár köttur á heim-
ilinu, býr þar stundum. Hann er í
dálæti hjá Sigurrósu sem er, þótt
köld sé, ekki kynköld.
Segja má að bamið lendi á algeru
vandræðaheimiii og læsist innan
lokaðra veggja þess í andrúmslofti
togstreitu og undirferils. Nær sér
aldrei af áfalhnu er hún skilur við
sitt fólk.
Frá þessu greinir fyrsti kafli bók-
arinnar á magnaðan hátt, les-
andinn gengur nánast inn í björg
með sögumanni, er tekinn um-
svifalaust seiðmögnuðum og föst-
um tökum skáldskaparins eins og
gerist með bestu bækur. Engin leið
önnur en að feta sig áfram síðu eft-
ir síðu inn í líf Boggu, miskunnar-
laust og vonlítiö.
Því lesandinn verður að vita
umfram allt hvort henni lánast að
komast burt frá þessum þrúgandi
veggjum og þungu viðarhurðinni
sem „lagðist að stöfum með lágu
andvarpi og skall aldrei“.
Álfrún Gunnlaugsdótiir.
í lífsóláni
Og í næstu þremur köflum grein-
ir síðan frá stríðu lífsóláni Elín-
borgar (kölluð Ella heima hjá sér
en breytist í Boggu í „höfuðstaðn-
um“). Og í húsinu er aðeins Dísa
henni mannleg, vinnukonan, og
betri en enginn. En „frændinn"
Daníel, ómennið, sem einu sinni
var lítill drengur, lúbarinn í vist,
Bókmenntir
Berglind Gunnarsdóttir
og hraktist einn yfir heiði um nótt
til bróður síns (svo hún vorkennir
honum), hann markar sér Boggu á
klúran hátt og lokar endanlega
flóttaleið hennar undan þessu fólki
og „húsinu“ með því að giftast
henni.
í bókinni fer fram mörgum sög-
um samtímis - nútíð, þátíð, framtíð
og fortíð Boggu fléttast saman svo
ört að oft verður vart á milli greint:
í aðeins fáeinum línum lendir les-
andi jafnvel í þremur sögum
samtímis. Hann verður að láta sig
fljóta í eins konar ytra meðvitund-
arleysi um krókótta farvegi frásög-
unnar sem er eins og samhengis-
laus hugsunin og reikar vítt yfir
(hringsólar um) sögu langrar og
sársaukafullrar ævi. Ef til vill i því
skyni að finna ákveðinn þráð sem
leiðir mann áfram þessa lífsins
braut og leynist e.t.v. þama ein-
hvers staðar, en um það veröur
samt ekkert vitað fyrir vist, né af
hverju; hvorki í skáldsögu né veru-
leika kemst maður að óyggjandi
niðurstöðum. Bogga var ekki einu
sinni viss um hvort það væri hatr-
ið, nei, það var flóknara en svo.
Römm saga
Fyrir utan frásögn Boggu fer
einnig fram langri sögu af Daníel
og sambandi hans við konuna
Rósu, erlendis í stríðinu og örlög-
um hennar hörmulegum. Enda
Daníel á sinn hátt lánleysingi eins
og Bogga, þau skildu hvort annað,
þótt hann yrði síðar hörkutól og
fantur en hún undirokuð og þrúg-
uð. Tvær ólíkar greinar af sama
meiði. Hún missti allt það sem heföi
gert henni fært að lifa með reisn.
Samt brotnaði hún aldrei, þrjósk-
aðist við að þrauka.
Það liggur við að ólán þessarar
konu verði meö vélrænum hætti -
allt frá þvi hún er send burt að
heiman og bemsku hennar lýkur
svo skyndilega ,og sársauka-
fullt.
Betri heföi henni veriö örbirgðin
en „velstandið" hjá þessari sjúk-
legu fjölskyldu í Reykjavík. Rót-
leysi hennar og upplausn sem
kallaði á blóraböggul og akkeri um
leið. Það verður dapurlegt hlut-
skipti Boggu og lýkst smám saman
upp fyrir lesanda í sundurlausum,
þó föstum vefnaði frásögunnar-.
Þaö er römm saga.
BG
„Jólagjöfin fyrír
bíleigandann“
- fæst hún ekki hjá okk-
ur?
Athugið málið, hringið eða lítið inn.
„NÝKOMIГ
Barnastólar, 3 gerðir, upphækkunarpúð-
ar, öryggisbelti með og án rúllu. Taum-
ottusett, 5 litir, sætaáklæði í heiium settum
og ekta gæra fyrir framsæti. Bremsuljós
í afturglugga, radarvari, litlar ryksugur,
hjólkoppar, margar gerðir o.m. fl.,
10% staðgreiðsluafsláttur til áramóta.
Opið
Þorláksmessu til kl. 23.
Siðumúla 17.
Simi 37140.
VUtu spara? -
Nýkomið
mikið úrval af
ódýrum
skóm.
Ódýri skómarkaðurinn
Hverfisgötu 89
&
DELTAWAVE
KYNNTU ÞER
DELTAWAVE
ÞAÐ BORGAR SIG
&
&
&
&
*
í’/ .
^ <CP
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI