Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987. Auglýsendur Síðasta blað fyrir jól kemur út á Þorláksmessu, 23. desember. Fyrsta blað eftir jól kemur út mánudaginn 28. desember. Síðasta blað fyrir áramót kemur út miðvikudaginn 30. desember. Fyrsta blað eftir áramót kemur út mánudaginn 4. janúar. Vinsamlegast hafið samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta. Gleðileg jól Auglýsingadeild DV symny . * $ SMÁAUGLÝSINGADEILD Þverholti 11, sími27022, VERÐUR OPIN um jólahátíðina: Miðvikudaginn 23. des. kl. 9-18. LOKAÐ: OPIÐ: 4cA1 aðfangadag sunnudaginn jóladagog 27.des. annan í jólum kl. 18-22 1«. Merming dv Asta Erlingsdóttir. Grös geta byggt upp ónæmiskerfið -segirÁsta grasalæknir íviðtali um nýútkomna bók „Ég held aö viðhorf almennings til grasalækninga sé að breytast. Þeg- ar faðir minn fékkst við þær vöru þær af sumum taldar til skottu- lækninga en ég held að reynslan sýni að grösin erufær um að byggja likamann upp, betur en margt ann- að.“ Þetta segir Ásta Erlingsdóttir, betur þekkt sem Ásta grasalæknir, en nú nýverið kom samnefnd bók út á vegum bókaútgáfunnar Amar og Örlygs þar sem fjallað er um líf Ástu og störf. Atli Magnússon skráði. Meginhluti bókarinnar er byggð- ur upp á frásögn Ástu sjálfrar. Þar rekur hún meðal annars hvernig þekking á íslenskum grösum og lækningarmætti þeirra hefur varð- veist milli kynslóða í hennar ætt, hún greinir til dæmis frá starfi ömmu sinnar, Þórunnar Gísladótt- ur, og fóður síns, Erlings Filippus- sonar. Loks segja þrettán einstakl- ingar frá kynnum sínum af Ástu og þeirri hjálp sem grös hennar hafa veitt þeim. „Það eina sem ég get í rauninni leitt fram til staðfestingar á mætti grasanná er fólkið sem leitar til mín og verður gott af því,“ segir Ásta. „Það eru ekki nema fáeinar manneskjur sem koma fram í bók- inni miðað við þann fjölda sem hefur leitað til mín síðan ég tók við af foður mínum fyrir tuttugu árum.“ í bókinni talar þú um grasalækn- ingarnar sem þitt hlutskipti. Heldur þú að okkur sé ef til vill ætlað visst hlutverk í Iífinu? „Ég Bókmenntaviðtalið Jón Karl Helgason er ekki frá því. Það var aldrei mein- ingin hjá mér að helga mig grösun- um. Ég vildi bara ekki ganga á bak orða minna. Áður en faðir minn dó lofaði ég honum að halda þess- ari þekkingu við og það hef ég gert. Þetta hefur verið óhemju erfið vinna og afskaplega tímafrek. Það er ekki nóg með að maður þurfi að ferðast út um allt land að afla jurta heldur fer gífurlegur tími í að tala við fólk. Þannig séð hefur verið lít- ill heimilisfriður. En þetta hefur allt verið gert með ljúfu geði.“ Eitt barnabarnið að læra „Ég hefði hfns vegar aldrei kom- ist yfir þetta nema með þjálp frá öðrum, sérstaklega frá mínum nánustu. Börnin mín hafa verið dugleg við að fara í grasaferðir og nú er svo komið að tvö þeirra búa yfir mikilli þekkingu á þessu sviði. Eitt bamabarn mitt er þar að auki að læra. Ég fer að hætta en ég veit að þekkingin á ekki eftir að týnast í bráð.“ í bókinni kemur margt athyglis- vert fram um einstök grös og eins hvemig rétt samsetning þeirra get- ur haft ótrúlegan lækningarmátt. Þú segir meðal annars að með réttri grasameðferð sé hægt að byggja upp ónæmiskerfi líkamans. Er það ekíu mikið færst í fang? „Slíkt getur tekið langan tíma en þaö fer að mestu eftir því hversu margir þættir eru í ólagi. Ef læknar gæfu leyfi sitt hefði ég áhuga á að sjá hvernig sjúklingi með eyðni yrði af þessari meðferð. Að mínu mati er allt að vinna og engu að tapa. Ég þekki áhrif jurtanna og veit hvers þau em megnug.“ Nú sérð þú fram á að grasaþekk- ingin mun varðveitast í náinni framtíð, en hvemig lýst þér á fram- tíð íslensku grasanna? . „Hún er undir okkur sjálfum komin. Fram til þessa finnst mér sem margir hafi hagað sér ófyrir- gefanlega. Verksmiðjur og stór- iðjuver em fljót að spilla gróðrinum. Maður sér dæmi þess í Straumi þar sem álverið hefur haft slæm áhrif. Þeir sem taka ákvarðanir í þessum efnum gleyma því gjarnan að það er erfiðara að losna við svona verksmiðjur en koma þeim upp. Þeir hugsa ekki til framtíðarinnar þegar þeir leyfa er- lendum auðhringum að ná fótfestu hér á landi á þennan hátt. Ég tel að við getum vel fundið okkur eitt- hvað annað til lífsviðurværis en verksmiðjuvinnu. Hún er ekki heilsusamleg, hvorki fyrir um- hverfið né þá sem vinna við hana. Ekki gæti ég hugsað mér að eitra svo mikið sem lófastóran blett af íslandi. Landið er svo yndisleg perla. Við eigum að halda henni hreinni." JKH ATHUGJÐ! Sendið inn alla 10 seðlana - í einu umslagi TAKIÐ ÞÁTT GLÆSILEGIR VINNINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.