Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1987, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987.
23
Menrdng
Hrædd við Irfið
Upp á æru og trú.
Höfundur: Andrés Indrlöason.
Útgefandi: Mál og menning 1987.
Upp á æru og trú gerist á einum
örlagaríkum sólarhring í lífi nokk-
urra unglinga og er til skiptis sögð
frá sjónarhóli stelpu og stráks sem
eru gjörólík en kynnast fyrir tilvilj-
un.
í gildru
Sagan hefst á nóvembernóttu á
því að stelpan fær heimsókn fjand-
vinar síns, dópista og glæpons sem
hefur setið inni en verið sleppt út
fyrr en hún ætlaði. Honum skýtur
upp þegar stelpan er að byrja nýtt
og betra líf en hún hafði áður verið
í slagtogi með honum.
Stelpan segir frá í annarri per-
sónu, ávarpar sjálfa sig. „Þú ýtir
honum frá þér. Hefur á tilfinning-
unni að hann hafi lokkað þig í
gildru. Platað þig. Þú ert alltaf að
láta plata þig. Þú ert vingull. Getur
aldrei tekið réttar ákvarðanir."
(11).
Auminginn, eins og hún kallar
hann, dregur stelpuna með sér út
í nóttina, það þýðir ekki að vera
með neitt múður þar sem Valdimar
B. Ársælsson er annars vegar. At-
burðirnir gerast hratt, tvö innbrot,
eltingarleikur löggunnar, bílslys,
þar sem vinur Valda, eða verkfæri
öllu heldur, örkumlast fyrir svo
utan andleg átök milli Valda og
stelpunnar annars vegar og stelp-
unnar og stráksins, hinnar aðal-
persónunnar, hins vegar.
Aðalpersónurnar tvær hittast í
sjoppu sem Valdi brýst inn í en þar
vinnur strákurinn sem segir frá
atburðunum í fyrstu persónu frá
sínum sjónarhóh. „Ég hafði hugsaö
mér að vera töíf og sparka henni
út án nokkurra málalenginga. Nú
féllust mér hendur.“ segir hann í
eitt skipti af mörgum sem hún skýt-
ur upp kolli í sjoppunni á þessum
sólarhring. Og honum fallast hend-
ur við að losa sig við þessa „nætur-
drottningu" þó að hann sé á föstu.
Andrés Indriðason.
Bókmenntir
Hildur Hermóðsdóttir
Hann vorkennir henni, óttast lífs-.
máta hennar en laðast þó að henni
án þess að nokkuð fari á milli
þeirra nema orð þennan ■ sólar-
hring. í sögulok er stórt spurning-
armerki varðandi framtíð þeirra,
fara þau sitt í hvora áttina eða
munu leiðir þeirra liggja saman,
og þá hvert?
Aftur og aftur
Aftur og aftur sýnir Andrés Ind-
riðason hve lipur penni hann er og
kunnugur heimi unghnganna.
Fram að þessu hefur hann aðahega
haldið sig við fyrirmyndarbörnin
en nú skiptir hann um svið og lítur
inn í skuggasund thverunnar. Les-
andinn skynjar glöggt netið sem
stelpan brýst um í og er einkum
átakanlega trúverðugt hvernig lýst
er ofurvaldi karlmannsins yfir
stúlkunni sem hann leikur hrein-
lega með eins og köttur að mús.
Það er raunar aðdáunarvert að
karlmaður skuli skrifa af svo mikl-
um skilningi um kúgunina sem
ofbeldismenn beita konur sí og æ
í krafti aflsmunar og drottnunar-
girni og hve varnarlaus konan er
gagnvart shkri misnotkun. Textinn
endurspeglar aftur og aftur hvern-
ig sjálfsvirðing stelpunnar er í
molum.
„Asni varstu að taka í mál að
koma með honum hingað í dag.
Láta hann aftur gefa þér í nös. Það
skal alltaf verða aftur og aftur og
aftur.
Og svo græturðu bara.“ (125).
Persónur bókarinnar eru skýrt
mótaðar. Harðjaxhnn er miskunn-
arlaus ógnvaldur, lafhræddur
aumingi þegar á reynir en hefur
þó hf annarra í hendi sér. Ósjálf-
rátt hefur lesandinn óbeit á þessari
persónu eins og lifandi manni. Þaö
er líka auðvelt að taka þátt í tog-
streitu „ólánsmanneskjunnar",
baráttu hennar vð sjálfa sig, kúg-
ara sinn og flóttaleiðina frá öllu
saman, dópiö og lygina. Bakgrunn-
ur hennar er líka trúverðugur, hún
stendur ein í baráttunni, hrædd við
að takast á við lífið og nú er eina
vonin að strákurinn styöji hana.
Trausti, heiðarlegi hkamsræktar-
maðurinn sem hka á í baráttu við
sjálfan sig. Hann hefur séð lífið í
nýju ljósi. Hvað vill hann, hvert á
hann aö stefna?
Þessi bók markar ný spor á ungl-
ingabókamarkaði hér hvað varðar
umfjöllun um undirheimalífið, lífið
sem fáir viðurkenna að sé th á ís-
landi en er samt orðið hluti af
þjóðfélaginu. Hér er þó ekki um að
ræða neinn sora heldur er umíjöll-
unin þannig að alhr unglingar hafa
gagn og gaman af því að lesa hana.
Sthl höfundar er sem jafnan fyrr
blæbrigðaríkur og læshegur. Eng-
ar málalengingar heldur öllu
komið til skha á venjulegu talmáli
vafningalaust og alltaf er stutt í
gamansemina. Utlit bókarinnar og
frágangur er sérlega fahegt og
vandaö.
HH
Vönduð tónlistarsaga
Chrlstopher Headington
Saga vestrænnar tónlistar.
Þýð: Jón Ásgeirsson.
Útg: ísafold, 1987.
Saga vestrænnar tónlistar eftir
Christopher Headington í þýðingu
Jóns Ásgeirssonar er þörf og góð
útgáfa sem lengi hefur verið beðið
eftir.
■ Bækur um tónlistarefni á ís-
lensku eru sjaldgæfar á markaðn-
um og stendur það allri tónlistar-
fræðslu mjög fyrir þrifum. Jón
Bókmeimtir
Leifur Þórarinsson
Ásgeirsson tónskáld er einn þeirra
manna sem hafa gefið stóran hluta
af lífi sínu th að fræða fólk um
leyndardóma hstarinnar og gert
þaö vel og vandlega. Hann mun
hafa stuðst við bók Headingtons við
kennslu í Kennaraháskólanum um
árabil, enda er greinhegt á þýðing-
unni að hún er engin hraðsoðning,
hún er vönduð og yfirveguð.
Bókin er mjög skynsamlega gerð
og er ætlað að höfða th almennings
en er um leið prýðilega hentug th
skólakennslu. í formála lýsir höf-
undur ætlan sinni með nokkrum
orðum og ég get með góðri sam-
visku tekið undir þau: „Thgangur-
inn með þessari bók er augljós,
jafnvel við lauslega athugun. Ég
hef reynt að draga fram þau atriði
sem virðast mikilvæg, ekki aðeins
út frá sögulegu sjónarmiði, heldur
og hstrænu. Ég get ekki látist hafa
Jón Asgeirsson.
verið algjörlega hlutlægur í mati
mínu (hvaða sagnfræöingur getur
eða vill vera það?) en ég hef reynt
að vera heiðarlegur."
Bókina prýða nokkrar ágætar
myndir og fjöldi þarfra tónlistar-
dæma. Allur frágangur hennar er
hinn rausnarlegasti og er hún eigu-
legur gripur. Það eina sem veru-
lega má athuga við hana er verðið,
kr. 3.400. Það er auðvitað ekki hátt
miðað við íslenskar smáskáldsögur
sem eru seldar á Dostojevskíprís-
um. En fyrir skólanemendur, sem
alltaf eru blankir, er þetta mikil
fúlga. Það væri því óskandi að sem
flestir fengju hana í jólagjöf.
LÞ
Tobfas á frábœrt sumar með Tinnu
vinkonu sinni og Sighvati pabba
hennar á ferðalagi úm landið. En
þegar heim kemur á hann að
byrja í skóla í fyrsta sinn. „í huga
hans hafði skólinn alltaf verið eins
og risastórt ógnvekjandi skrímsli,
sem lá fram á lappir sínar og opn-
aði ginið og gleypti þá sem komu
of nálœgt því, hafði þá svo í
maganum á sér allan daginn, en
spýtti þeim út úr sér, þegar dagur-
inn var búinn og kvöldið kornið." -
En þar skjátlaðist Tobíasi œrlega,
skólinn var hreint ekki svo slœmur,
hann var ekki sá eini sem var feim-
inn, - og kennslukonan var með
svart tagl eins og Tinna! Hvíta fjöðr-
in var líka búin að hjálpa honum
að eignast góðan vin sem heitir
Axel...
TOBÍAS, TINNA OG AXEL er saga
sem gerir lífið að litlu œvintýri og
erfiðleikana til þess eins að sigrast
á þeim, - því að draumar og óskir
kosta ekki neitt og geta líka stund-
um rœst!
Sigrún Eldjárn prýddi bókina
skemmtilegum teikningum.
MAGNEA FRA KLEIFUM
TOBÍ/ö,
TINMA OG
AXEL