Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. JANtJAR 1988. Stjómmál - Þú hefur alla tíð verið yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins. Hvaða aðferð viltu nota til að stjórna fiskveiðunum? „Ég tel heppilegri aðferð að setja sér mark hvað veiða eigi mikið á hveiju ári og skipta því svo af sann- girni eftir stærð og mnfangi flotans á milli togara og báta. í annan stað að skipta því á ákveðin tímabil. Það er sjálfsagður hlutur að jafna sem mest tímabil togaraflotans en getur verið erfiðara að jafna tímabil báta- flotans. Ef flskiskipin fara yfir þann heildarkvóta, sem er á hveiju tímabili, er ekki um annað að gera en að beita stöðvun. Ef þau ekki ná markinu þá er haldið áfram.“ - Erum við þá ekki komin út i skrapdagakerfið? „Þetta er meira í ætt við það kerfi sem var á meðan ég var sjávarút- vegsráðherra og „Svarta skýrslan" kom fram. Ég held því fram að það hafi ásamt mörgu öðru gefist vel. Ég vil í því sambandi benda á að við breyttum möskvastæð tvívegis í botnfiskveiðunum. í fyrra sinnið úr 120 upp í 135 millímetra og síðar í 155 millímetra. Friðun svæða sem og eftirlitið, sem þá var komið á, höfðu einnig sitt að segja. Þegar „Svarta skýrslan" kom út veiddu útlendingar um 50% af heildar- botnfiskcdlanum og við vorum á síðasta snúningi að losa okkur við veiðar þeirra. En ég vil taka fram að hvorki fyrirkomulagið, sem þá var, né þetta kvótakerfi er það fuil- komið að það þurfi ekki endumýj- unar viö.“ - Áliturþúaðþessistjórnunarkerfi þurfi endumýjunar við oftar en verið hefur? „Já, ég er sannfærður um það. Þess vegna er ég nú andvígur því að rígbinda kvótakerfið til þriggja ára eða lengur." - Nú er boðað að betur skuli farið eftir tillögum fiskifræðinga en verið hefur. Heldur þú að Hafrannsókna- stofnun hafi alfarið rétt fyrir sér í mati sínu á stofnstærð? „Vitaskuld hafa fiskifræðingur að mörgu leyti rétt fyrir sér. En við megum ekki gleyma því að fiski- fræðin er ung vísindagrein og fiskifræðingar eru ekki fullkomnir frekar en við hin. Það þýðir ekki að ég sé að kasta rýrð á þá eða þeirra störf. Ég tel að þeir eigi eðli málsins samkvæmt að vera íhaldssamir í tfllögum þannig að stjórnmálamaður, í þessu tilfelli sjávarútvegsráðherra, eigi alltaf borð fyrir báru, eins og sagt er.“ - Þér hefur orðið tiðrætt um mikil völd sjávarútvegsráðherra og sem •þú telur fara vaxandi með þessu kvótafrumvarpi. Eru völd sjávarút- vegsráðherra of mikil? „Sjávarútvegsráðherra, hver sem hann er, hefur mjög mikfl völd. Ég minnist þess þegar frumvarp um fiskveiðflandhelgi íslands var tfl umfjöllunar 1976 að þá ógnaði mér þau völd sem hann hafði og sú ábyrgð sem lögð var mér á herð- ar sem sjávarútvegsráðherra. Ég hef verið talinn harðskeyttur mað- ur og óvæginn oft. Samt lét ég það yfir mig ganga að gerðar voru 19 breytingatillögur við þá mikilvægu löggjöf. Eftir þessari löggjöf er enn farið í flestum greinum nema hvað varðar kvótakerfið. Með því að samþykkja þessar breytingar náð- ist víðtæk samstaða á Alþingi um þetta mikflvæga mál. Vald sjávar- útvegsráðherra var mikið en það hefur vaxið stórlega, þegar farið er að ákveða veiðar hvers einasta báts í landinu. Og ég tel að það muni vaxa enn með þessu nýja kvóta- frumvarpi. Ég tel einnig að það sé ekki hollt fyrir einn mann eða eitt ráðuneyti að hafa svona mikfl völd.:.“ - Er það orðið hættulega mikið? „Ég vfl ekki nota orðið hættulegt en það er alltof mikið að mínu mati. Nú er svo komið að hver ein- asti maður sem sækir sjó verður að sækja að meira eða minna leyti allt í hendur sjávarútvegsráðu- neytisins.“ - Þú sagðir á dögunum, þegar Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir að formenn stjórnarflokkanna hefðu gert samkomulag um að eng- ar breytingar yrðu gerðar á kvóta- frumvarpinu nema þær sem Halldór Ásgrimsson gæti sam- þykkt, að þér hefði ekki verið ráðstafað á þann hátt. Stendur það enn? „Ég sagði líka að ég tryði því ekki að Þorsteinn Pálsson hefði staðið að slíku samkomulagi enda kom það á daginn. Þetta var einkayfir- lýsing Steingríms. Það er að mínum dómi fráleitt að stjóm- málaforingjar eða þingmenn gefi yfirlýsingar um það að þetta eða hitt frumvarpið, sem liggur fyrir Alþingi, verði að fara eftir vilja eins manns. Tfl þess höfum við Álþingi og þingræði að þar verður meiri- hluti að ráða. Ég er þeirrar skoðun- ar varðandi þetta þýðingarmikla mál, sem stjómun fiskveiða er, að meirihlutinn á Alþingi reyni að ná Yfírheyrsla: Texti: Sigurdór Sigurdórsson sem víðtækustu samkomulagi við minnihlutann. Enda tel ég að stjómun fiskveiða sé hafin yfir hið pólitíska dægurþras." - Hefur skort á þetta nú, hefur ve- rið reynt að binda hendur ykkar stjórnarþingmanna i málinu? „Ég get lýst því yfir hvað minn flokk varöar að þar hefur ekki ve- rið reynt að binda mínar hendur, enda væri það algerlega tflgangs- laust. Svo einfalt er það.“ - Eftir að hafa hlustað á umræður um kvótafrum varpið í báðum deild- um verður ekki önnur ályktun dregin en sú að ekki sé meirihluti fyrir frumvarpinu á þingi eins og það liggur fyrir. Samt fór það í gegnum efri deild. Voru menn að greiða atkvæði gegn sanfæringu sinni? „Hendur manna hafa ekki verið bundnar í Sjálfstæðisflokknum í þessu máli. Hins vegar kom afstaða ákveðinna þingmanna Sjálfstæðis- flokksins í efri deild mér mjög á óvart. Ég átti von á þvi að frum- varpið tæki miklu meiri breyting- um en raun varð á. Ég þori ekki að fullyrða neitt um það hvað olli én að vísu eru tfl menn sem pjóta þama forréttinda og þeir hafa vafa- laust hnippt í þá sem stóðu ekki fóstum fótum í þessu máli. Ætli það sé ekki sennilegasta skýringin.“ - Ef við lítum á frumvarpið eins og það liggur fyrir, hvaða atriði eru það sem þú getur alls ekki sætt þig við? „í hjarta mínu er ég á móti kvóta og því andvígur frumvarpinu í heild. En mér er það ljóst að ná þarf samstöðu í málinu og þá hafði ég haldið að tekið yrði tillit til skoð- ana okkar, sem erum kvótanum andvígir, um breytingar á frum- varpinu. Þær breytingar sem ég vil ná fram er aukið frelsi fyrir smá- bátana. Úthafsrækjan er nú tekin . inn í kvótakerfiö í fyrsta skipti og ég álit að taka beri tilllit til verk- smiðjanna. Þær hafa haft sérstöðu í innfjarðarrækjunni og þær áttu stærstan þátt í því að farið var út í veiðar á úthafsrækju. Því tel ég að þær eigi að fá hlutdeild í kvótan- um. Ég vil fá fram breytingar á nefndinni sem á að endurskoða frumvarpið, fjölda nefndarmanna og hverjir eigi sæti í henni. Ég vfl einnig koma inn ákvæði sem hjálp- ar byggðarlögum sem hafa orðið hart úti varðandi kvótann. Inn í það má taka mál þeirra 10 báta sem sukku eða strönduðu rétt áður en kvótinn var settur á. Eigendur þeirra báta hafa lent á milli stafs og hurðar í kvótakerfinu og ekki fengið kvóta á báta sem þeir hafa vfljað kaupa í staðinn. Þá þykir mér 3ja ára gildistími frumvarps- ins allt of langur. Hann ætti alls ekki að vera lengri en eitt ár. Eftir atvikum og tfl að ná samstöðu um málið hefði ég getað fellt mig við tvö ár. í því sambandi vil ég benda á að það var einmitt 2ja ára gfldis- tími sem þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti...“ - Af hveiju heldurðu að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi hvikað frá þeirri samþykkt í efri deild? „Ég veit það ekki, ég þekki ekki hugsanaganginn í efri deild enda aldrei komist þangað. Þú verður að spyija þá vísu menn sem þar sitja.“ - Hvert af þessum atriðum, sem þú hefur nefnt, heldurðu að komist i gegn í neðri deild? „Ég þori ekkert um það að segja á þessari stimdu. Það er fimdur í sjávarútvegsnefnd í dag. Þar hafa öll þessi atriði verið reifuð og um- ræðan hefur verið málefnaleg í sjávarútvegsnefnd og illindalaus með öllu. Eg hef rætt tvívegis við sjávarútvegsráðherra og mér sýn- ist hann vflja hlusta á breytingar gagnvart smábátunum, sem og þær reglugerðir sem eiga að fylgja frumvarpinu og eru nú ekki minnsta atriðið í málinu. Afstaða mín á þingi mun mótast mjög af því hversu mikið tillit verður tekiö tfl þessara atriða." - Er Halldór Ásgrimsson svo sterk- ur sem ráðherra að menn beygi sig fyrir honum, hvort sem þeim líkar betur eða verr og knýi ekki fram breytingar á frumvarpinu? „Eg vfl ekki ganga inn á það að við þingmenn séum beygðir undir ægivald einhvers ráðherra, alveg sama í hyaða stjómmálaflokki hann er. Ég'hef sjálfur verið ráð- herra í 8 ár og boriö fram fjölda- mörg frumvörp. Á þessum frumvörpum voru gerðar ýmsar breytingar í nefndum þótt sam- komulag hafi verið um þau í ríkis- stjóm eins og þau voru lögð fram. Sumar breytingamar voru mér að skapi, aðrar ekki, en ég hef mátt þola það að á þeim væm gerðar breytingar, frekar en að láta þau daga uppi.“ - Ottastu að Framsóknarflokkur- inn geri kvótafrumvarpið að stjórn- arslitamáli ef knúnar verða fram umtalsverðar breytingar? „Ég trúi því ekki og harma um- mæli Steingrims Hermannssonar ef þau em rétt eftir höfð að ekki megi gera breytingar nema eftir höfði viðkomándi ráðherra. Ég hef aldrei imdirgengist það að einhver einn ráðherra eigi að segja mér fyrir verkurn." -S.dór Hlgangslaust að ætla að binda hendur mínar - segir Matthías Bjamason alþingismaður um kvótafmmvarpið j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.