Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. BSIstjöm - Auðlýsingar - Á ■ - &■ skrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst óháð dagblað MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. Banaslys á Holtavörðu- heiði r Ung kona beið bana í umferðar- slysi á Holtavörðuheiði daginn fyrir gamlársdag. Slysið varð meö þeim hætti að Volvobíll var á norðurleið en pallbíll á suðurleið. Mikil hálka var á þessum stað sem er um tvo kílómetra frá Brú í Hrútafirði. Volvobíllinn rann í hálkunni þvers- um og beint í veg fyrir pallbílinn sem kom aðvífandi. Slysið átti sér stað um klukkan hálfsjö. Bæði myrkur og glerhálka eru því orsök þess. í Volvobílnum var konan sem lést ásamt eiginmanni sínum og tveimur bömum. í pallbílnum var ökumaður- inn einn. Enginn meiðsl urðu á öðrum í bílunum en konan mun hafa látist á leið í sjúkrahús. Hún hét Erna ^Guðlaug Ólafsdóttir, til heimihs að Langholtsvegi 100 í Reykjavík. Hún var 33ja ára gömul. -ELA Beið bana í eldsvoða Maður á sjötugsaldri beið bana er eldur kom upp í íbúðarhúsinu Bakka Kópaskeri um klukkan 2 á nýárs- ‘ clag. Ekki er vitað um eldsupptök en maðurinn bjó einn í húsinu, ókvænt- ur og barnlaus. Slökkvistarf stóð fram á kvöld. Maðurinn, sem beið bana, hét Árni Jónsson. Máhð er í rannsókn. ELA Skákin: Nær Þröstur titlinum? Þröstur Árnason heldur en foryst- unni á Evrópumóti unglinga, 16 ára >og yngri, í Svíþjóð þrátt fyrir að hann hafi tapað sinni fyrstu skák í gær fyrir Frakkanum Degrave. Þröstur er með 6 vinninga eftir 7 umferðir en tvær umferðir eru eftir. Guðfríður Lilja er við toppinn í kvennaflokki. -SMJ lílta^gingar ili ALÞJOÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF. I.ÁGMLT.15 -RLYkJÁVlK Smii ívSI(44 Þá hafa þeir í Mosó eignast sinn Hróa hött! LOKI Ólafux Amatson, DV, New York; Paul Watson, leiðtogi Sea Sheþ- herd samtakanna, sagði i viðtali við DV í gærkvöldi að hann hygðist koma til íslands síðar í þessum mánuði til að vekja athygh á mál- staö hvalverndunarsinna. Sagði. Watson það engu máh skipta hvort íslensk stjómvöld ætluðu að sækja hann til saka vegna skemradarver- kanna á eigum Hvals hf. fyrir rúmu ári eða ekki. Hann kæmi samt. Watson sagði að hann myndi reyna að vera hér á landi um sama leyti og fundur hvalveiðiþjóða færi fram. í samtalinu sagði Watson að mennimir tveir, sem fr ömdu spell- virkin á íslandi, myndu aðeins koma til íslands að því tilskildu að íslendingar hættu algerlega hval- veiðum. Undir þeim kringumstæð- um sagði hann að þeir myndu koma til að sæta afieiðingum verka sinna. í síðasta mánuði sagði Wat- son að mögulegt væri að spellvir- kjarnir tveir færu til íslands í kjölfar sinnar ferðar, þannig að eitthvaö viröist Sea Shepherd mönnum hafa snúist hugur aö þessu leyti. - Aðspurður sagðist Watson teþa möguiegt aö hann yrði sóttur til saka á íslandi. Hann sagði jafii- framt að ef svo færi rnyndu samtökin reyna að snúa réttar- höidum upp í áróður fyrir hval- vemdunarmálstaðinn. Hann sagði að hvernig semmál myndu skipast yrði það til góðs fyrir hvalina. „Ef ég verð handtekinn eða sóttur til saka þá hjálpar þaö hvölunum. Ef ekki þá hjálpar þaö lika hvölun- um. Watson sagði að hann kæmi ör- ugglega til íslands, jafnvel þótt hætta væri á því að hann yrði sótt- ur til saka. „Þaö er ekki svo slæmt ef ég þarf aö fara í fangelsi á ís- landi Mahatrfla Gandhi sagöi eitt sinn aö þegar menn væm í fangelsi hefðu þeir nægan tíma til að lesa. Það hefur sínar góðu hliðar. Ég get sennilega lært íslensku." Paul Watson sagði aö vel gæti farið svo aö Sea Shepherd samtökin myndu senda skip á íslandsmið í suraar til að trufla hvalveiöar. Það færi algerlega eftir niðurstöðum af ftrndi hvalveiðiríkjahha í Reykja- vík síðar í þessum mánuði. Sagði hann að það yröi mun erfiðara fyr- ir íslendinga að stöðva slíkar aðgerði hjá Sea Shepherd en var þegar Greenpeace samtökin stóðu í svipuðum aðgerðum. Sagði hann að Sea Shepherd meðlimh’ myndu verjast og emrfremm- að skip sam- takanna væru mun betur varin en skip Greenpeace. Sagði hann að hvorki Færeyingum né Sovét- mönnum hefði tekist aö komast um borð í skip samtakanna þrátt fyrir mikinn viöbúnað hinna síðar- nefndu. Einnig sagði, hann aö Kanadastjóm heföi þurft aö nota tvö hundruö sérþjálfaöa menn ásamt vel vopnuöum skipum til að komast um borö i skip samtakanna árið 1983. Watson sagöi að eina leiðin til að stöðva skip félagsins væri að skjóta þau niður. „Ef íslendingar, vilja stöðva okkur með þvi að sökkva skipinu okkar myndi ég fagna því tækifæri vegna þess að það myndi skýra stöðuna á þann veg að hag hvalanna yrði betur borgið.“ Wat- son sagðist telja það raunhæfan möguleika að Islendingar myndu beita slíkum aðferðum og bætti viö að sér væri vel kunnugt um fram- komu Landhelgisgæslunnar í þorskastríöinu. Banaslys í moigun: | Eldri mað- ur lést í i og þrennt mikið slasað Farþegi í hægra (ramsæti lést af völdum áverka er hann hlaut er bifreið var ekið á Ijósastaur á Suðuriandsbraut í morgun. Fernt var í bílnum og liggur hitt fólkið slasað á sjúkrahúsi. DV-mynd S Veðrið á morgun: Mjög kalt áfram Á morgun verður norðanátt á landinu og áfram mjög kalt í veðri. Snjókoma eða él verða með norðaustur- og austurströndinni en úrkomulaust víðast annars staöar. Hitastigið verður á bilinu -5 til -13 gráður. Bifreið, sem í voru fjórar mann- eskjur, var ekið á ljósastaur á Suðurlandsbraut á áttunda tímanum í morgun. Farþegi, sem var í hægra framsæti, var látinn af völdum slyss- ins þegar sjúkrahðar komu á slys- stað. Var það 68 ára gamall karlmaður. Ökumaðurinn og hinir farþegarnir voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans. Ökumaðurinn var með höfuðá- verka og einhver innvortis meiðsl. Farþegarnir, sem voru í aftursæti bifreiðarinnar, hlutu einnig höfuð- meiðsl og annar þeirra handleggs- brotnaði. Fólkið var á leið til vinnu er slysið varð og er ekkert sem bendir til að bifreiðinni hafi verið ekið hratt. Bif- reiðinni var ekið á tréstaur og lítið sást á staurnum. Greinilegt er að bif- reiðin hefur hitt staurinn afar illa. Að sögn lögreglu var erfitt aö sjá í morgun hvað varð til þess að bifreið- in lenti á ljósastaurnum. Bifreiðin er talin ónýt. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.