Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 26
26
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988.
Andlát
Ragna Jónsdóttir kennari, Skjól-
braut 10, Kópavogi, lést 30. desember
í Borgarspítalanum.
Guðný Jónsdóttir, Heiðargerði 80,
Reykjavík, andaöist 30. desember sl.
JCristin J. Guðmundsdóttir, Kötlu-
felli 7, Reykjavík, lést í Borgarspital-
anum að morgni 30. desember.
Sigríður Hannesdóttir, Meðalholti 9,
lést þriðjudaginn 29. desember.
Erna Guðlaug Ólafsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, Langholtsvegi 100,
Reykjavík, lést af slysforum 30. des-
ember.
Ingólfur Egilsson, HeUu, Garðabæ,
andaðist í Landspítalanum 2. janúar.
Helgi Harald Nils Rosenberg er lát-
inn.
-- Jarðarfarir
Guðbjörg Torfadóttir, Austurbrún
4, lést í Landspítalanum 21. desemb-
er. Útforin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 4. janúar, kl. 15.
Geir G. Bachmann, fyrrum bifreið-
eftirlitsmaður, Borgamesi, verður
jarðsunginn frá Borgarneskirkju
þriðjudaginn 5. janúar 1988 kl. 14.
Sætaferöir verða frá BSÍ kl. 11.30
sama dag.
Guðmunda Pálína Guðmundsdótt-
ir, Skipasundi 92, verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu þann 5. janúar
kl. 10.30.
Guðrún Bjarnadóttir, Kópavogs-
braut 63, sem andaðist 16. desember,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriöjudaginn 5. janúar kl.
13.30.
Þóra Jónsdóttir frá Siglufirði,
Hraunbæ 138, Reykjavík, andaöist 20.
desember. Útfor hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 4. janúar, kl.
13.30.
Ólafur Hlivarr Jónsson kaupmaður,
Dalalandi 2, sem andaðist í Landspít-
aianum 21. desember sL, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 5. janúar kl. 15.
. Halldóra Pétursdóttir frá Höfðakoti
á Skagaströnd verður jarðsungin frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd þriðju-
daginn 5. janúar' kl. 14.
Gísli V. Sigurðsson, fyrrv. póstfull-
trúi, Fálkagötu 13, verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
5. janúar kl. 13.30.
Ragnhildur Helgadóttir lést 26. des-
ember sl. Hún fæddist 2. júní 1911 að
Laugabóli í Ögursveit. Foreldrar
hennar voru Dagbjört Kolbeinsdóttir
og Helgi Kr. Jónsson. Ragnhildur
öðlaöist ung réttindi sem kjólameist-
ari og vann við sauma meðan heilsa
hennar leyíði. Maður hennar var
Samúel Jónsson en hann lést árið
1982. Þau hjón eignuðust fimm böm.
Útfor Ragnhildar verður gerð frá
•Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Tilkyimingar
Afmælishátíö Paramahansa
Yoganando
verður haldin á morgun, 5. janúar, kl. 20
að Bolholti 4. Á dagskrá er erindi með
myndasýningu, hugleiðing, söngur og
fleira. Allir velkomnir.
Tapað - Fundið
Bíllykill tapaðist
að öllum líkindum í Hafnarflrði rétt fyrir
jólin. Finnandi vinsamlegast skili honum
>ól lögreglunnar.
Ferðlög
Útivistarferðir
Mánudagur 4. jan. kl. 20.
Tunglskinsganga, fjörubál. Brottför frá
BSÍ, bensínsölu. Gengið um Suðumes á
Seltjamamesi og með ströndinni inn í
Sketjafjörð. Strandgangan 2. ferð (s-2).
Verð 200 kr., frítt f. böm m. fullorðnum.
, Happdrætti
Happdrætti skólahljómsveitar
Akraness
Þann 18. des. var dregið í happdrætti
skólahljómsveitar Akraness og upp
komui eftirtalin númer. 1. Ferð til Costa
del Sol nr. 827, 2. Helgarferð til London
nr. 301, 3. Helgarferð til Amsterdam nr.
96.
Menning
Uppar i vanda
Guðrún Gisíadóttir og Kjartan Bjargmundsson í hlutverkum sinum í ieik-
riti Christophers Durang, Algjört rugl.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir:
Algjört rugl
Höfundur: Chrisfopher Durang.
Þýðing: Birgir Sigurðsson.
Leikmynd og búningar: Karl Aspelund.
Lýsing: Lárus Bjarnason.
Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir.
Leikritið Algjört rugl, sem LR
frumsýndi í Iðnó þann 30. des. sl.,
er bandarískt nútímaverk eftir
ungan höfund, Christopher Dur-
ang. Þar er hæðst að firringu og
eigingirni uppanna í landi alls-
nægtanna. Vandamál persónanna
eru flest heimatilbúin og allir eru
aö meira eöa minna leyti á röngu
róli í einkalífinu. Þó að hver og einn
eigi nóg til hnífs og skeiðar er til-
finningalífið alveg í rusli.
Gríniö byggist einkum á tvennu,
kynlífsvandamálum persónanna
og viðskiptum þeirra við smá-
skritna sálfræðinga og geðlækna.
Mörgum og föstum skotum er beint
að þessum nútímaskriftafeðrum
sem margir hveijir eru taldir svo
uppfullir af eigin vandamálum að
ekkert annað kemst að ef þeir eru
þá ekki bara heiðarlega klikkaðir.
Sjálfsagt kunna bandarískir
áhorfendur betur að meta það en
íslenskir hvemig skopast er að við-
skiptum sálfræðingsins og sjúkl-
inga hans, enda þjóðaríþrótt þar í
landi að leita á náðir sála þegar
menn hafa ekkert þarfara að gera.
Sá hluti grínsins, sem beinist að
kynlífi persónanna, hittir ekki
heldur alveg í mark á þessum síð-
ustu og verstu tímiun. Það þykir
ekki lengur jafnrokfyndið og áður
að skopast að ástarmálum homma
og það er orðin gömul lumma að
íjalla um þá sem hafa endalausar
áhyggjur af eigin bólfimi.
Mér fannst líka harla lítíð búa
undir þessu öllu og vanta bein-
Nú
Áramótaskaup sjónvarpsins er
fyrir löngu orðinn fastur liður í
dagskránni á síðasta kvöldi ársins.
Þá eru rifjaðir upp ýmsir atburðir
ársins og slegið á létta strengi.
Það er líka árvisst að eftir ára-
mótin rífst fólk um það hvort
skaupið í ár hafi verið betra eða
verra en það í fyrra og hvort yfir-
leitt hafi verið nokkuð varið í þetta
síðan Flosi hætti.
skeyttari fyndni í textann. Leik-
endumir era eins og hálfutangátta
í hlutverkum sínum ef frá em tald-
ir þeir Jakob Þór Einarsson, sem
leikur Bob, og Þröstur Leó Gunn-
arsson í litlu hlutverki þjónsins.
Hins vegar komst einangrun per-
sónanna og sambandsleysi þeirra
hverrar við aðra vel til skila þó að
mér fyndust þær að ýmsu öðm
leyti ósannfærandi og undarlega
lífvana. En þar er fyrst og fremst
innihaldsrýrum texta að kenna.
Aðalpersónan, Prudence, leitar
örvæntingafull að hinum eina rétta
en gengur illa að finna hann. Hún
finnur öllum eitthvað til foráttu og
bregður loks á það ráð að svara
auglýsingu í blaði. Brace, sem hún
hittir þannig, á sér vin og sambýlis-
mann, Bob, sem að vonum er
ekkert hrifinn af þessu kvenna-
stússi. • Og sálfræðingar þeirra
skötuhjúa, hvors um sig, hafa
Oftast hefur skaupið verið sett
upp í revíuformi. Efnið er blandað
og fengið úr ýmsum áttum og söng-
og dansatriöum Qéttað inn í skop-
útfærslu á ýmsu fréttnæmu sem
gerðist á árinu.
Að þessu leyti var skaupið í ár
ekki frábrugðið hinum fyrri en á
því mátti þó merkja að reynt hafði
verið að forðast aulafyndni og
grettuhúmor og þess í stað vandað
Leiklist
Auður Eydal
ýmislegt til málanna að leggja. Ást-
arþríhymingurinn er áður en varir
orðinn ferhymdur og allt lendir í
algjöru mgU.
Karl Aspelund býr leikritinu
ágæta umgjörð, sviðsmyndin er
einfóld og nútímaleg, en mér fund-
ust honum hins vegar mislagðar
hendur við val á búningum. Sumir
vom vel við hæfi en aðrir miður,
sérstaklega er Stuart, sem Harald
G. Haralds leikur, hallærislega
klæddur og úr stíl viö persónuna.
Mér fannst enginn leikendanna
ná sér verulega á strik við að skop-
gera þá einstaklinga, sem verkið
Qallar um, en það erþómjög mikil-
vægt þvi hér er fremur byggt á
Leiklistov
Auður Eydal
til verka betur en stundum áöur.
Margar hugmyndimar vora góðar
en sum atriðin urðu of löng og
misstu þess vegna marks. í heild
fannst mér skaupið launfyndið en
vanta meira af bráðfyndnum atrið-
um.
Síðasta ár bauð upp á ýmislegt
sem tilvaliö var aö taka fyrir í
skaupinu. Kosningar vom í
brennidepli og ýmsum skotum að
þeim beint sem stóðu í eldlínunni
þar. Þá lá líka beint við að taka
fyrir síbyljuna á öllum nýju og
gömlu útvarpsrásunum og breytt
viðhorf sem fylgdu harðnandi sam-
keppni sjónvarpsstöðvanna.
Þá lá líka einstaklega vel við að
taka fyrir nokkur af þessum maka-
lausu dægurmálum sem þyrla upp
miklu moldviðri í nokkra daga en
em svo gleymd meö öllu. Mistök í
lottódrætti, leikarastjórinn við
töku myndarinnar „í Ijósi ijúpunn-
ar“, ráðhús eða eklti ráðhús í
túlkun einstakra persóna en bita-
stæðum texta. Sennilega þarf
leikara sem em innvígðari í hugs-
unarháttinn og hefðina til að lifga
betur við þetta grátbroslega lið.
Guðrún Gísladóttir leikur Prad-
ence, dæmigerðan uppa. Hún gerir
margt vel og útiitið fellur ágætlega
að persónunni. En samslcipti þeirra
Prudence og Bruce, sem Kjartan
Bjargmundsson leikur, vom háif-
þvinguð og ósannfærandi. Mér
fannst Kjartani láta betur að túlka
hommann, sambýlismann Bobs,
heldur en glaumgosann, sem fer á
fjörurnar við Pmdence. Og þar er
strax mikilvægur hlekkur brost-
inn.
Harld G. Haralds leikur sálfræð-
ing og fyrrverandi elskuhuga
Prudence. Dr. Stuart þessi er upp-
tekinn af sjálfum sér og meö kynlíf
á heilanum og lítils stuöning hjá
honum að vænta fyrir hrelldar sál-
ir. Ekki er meiri akkur í hinum
sálfræðingnum, frú Wallace, sem
Valgerður Dan leikur. Mér finnst
að í leikritinu sé gert ráð fyrir að
hún sé nokkuð við aldur, mun eldri
en hér er sýnt. Hún er illa haldin
af minnisleysi og hálfur tíminn fer
í að reyna að rifja upp hvað hún
ætlaði aö segja. Mér fannst þau
Valgerði og Harald bæði vanta
nokkuð á að gera þessar persónur
sannfærandi.
Bríet Héðinsdóttir er leikstjóri og
Birgir Sigurðsson þýddi verkið
áheyrilega.
Gamanið er heldur grátt í þessu
verki og einstaklingamir, sem
koma við sögu, em hlálegir og
aumkunarverðir í senn. Sýningin
hefur fágað yfirbragð, kannski of
fágað, svolítið meira líf hefði bara
verið til bóta. Þetta lið á jú allt að
vera í algjöra rugli. AE
Tjöminni, sláturhúsaslagurinn,
hraktir og kaldir hvalavinir, allir
þessir atburðir og margir fleiri
fengu sitt.
Margir þéttingsgóðir leikarar
lögðu sitt af mörkum undir traustri
stjóm Sveins Einarssonar. Hand-
ritshöfundar era sagðir margir og
upptöku stjómaði Andrés Indriða-
son.
Of langt yrði að telja alla þá leik-
ara upp sem þátt tóku í skaupinu.
Einna minnisstæðastar em mér þó
skopstælingar þeirra Guðmundar
Ólafssonar á Jóni Baldvin Hanni-
balssyni og Jóhannesar Kristjáns-
sonar á Halli Hallssyni. Inga Hildur
Haraldsdóttir var líka góð sem ráð-
herrafrúin,
Það er list að gera létt grín að
sjálfúm sér og öðrum þannig að
öllum sé skemmt og enginn verði
sár. Það er ekki markmiðið á gaml-
árskvöld aö vera meö áleitna
gagnrýni heldur skemmta fólki
með græskulausu gríni.
Mér finnst að skaupið hafi
kannski stundum verið fyndnara
við fyrstu sýn heldur en núna, en
hins vegar skilja mörg atriðin
meira eftir núna en stundum áður.
AE
Úr áramótaskaupi sjónvarpsins.
árið er liðið
Fimleikar—Fimleikar
Nú stendur yfir innritun í byrjendaflokki.
Vinsælu megrunartímarnir okkar eru nú bæði fyrir
stráka og stelpur.
Upplýsingar og innritun í símum 74925 og 72907.
íþróttafélagið Gerpla, fimleikadeild
• s n REYKJÞNIKURBORG 5 5 0
Acuttein Sfödun
DAGVIST BARNA
NÓABORG
STANGARHOLTI 11
Deildarfóstra eða starfsfólk með uppeldismenntun
óskast. Einnig vantar starfsfólk í hlutastörf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 29595 og
á staðnum.