Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. 29 Sviðsljós Jólasveinarnir Jólanes og Jólaráð stigu dans við góðar undirtektir yngstu kynslóðarlnnar á jólaballlnu I Tónabæ. Nú þessa dagana eru haldin jóla- böll víða um borg og bæi fyrir yngri kynslóðina. Börnum starfsfólks DV gafst kostur á að mæta í Tónabæ fyr- ir stuttu, og mættu alls um 350 manns og skemmtu sér hið besta. Hljóm- sveit Andra Backman sá um jólalög- in og er hún skipuð auk hans harmóníkuleikaranum Gretti Bjömssyni og Herði Friðþjófssyni sem leikur á gítar. Að sjálfsögðu mættu svo tveir jóla- sveinar á svæðið og hétu þeir allund- arlegum nöfnum. Þeir voru kallaðir Jólanes og Jólaráð. Mikið fjör var á ballinu og virtust krakkamir ekkert vera hræddir við jólasveinana, enda vom þeir hinir viökunnanlegustu. Hinn 412 kílóa þungi blökkumaður, Walter Hudson, svarar hér spurning- um blaðamanná eftir að hafa lést um taep 200 kíló á þremur mánuðum. Símamynd Reuter Sér varla högg a vatni Mikið hefur verið rætt og ritað um megrun 1 gegn um tiðina og menn staöið sig misvel í henni eins og gengur. Sumir einsetja sér aö léttast um 5 kíló, aörir tíu eða jafn- vel nokkra tugi. Hitt mun þó öllu sjaldgæfara aö menn einsetji sér að léttast um svona 450 kíló. Þá ákvörðim tók þó Walter Hudson, 42 ára blökkumaö- ur, fyrir þremur mánuöum og hefur á þeim tíma tekist að léttast um tæp 200 kíló. Þó sér varla högg á vatni því aö hann var um 600 kíló. 1 tilefni þess að hann var 200 kíló- um léttari efndi haim til blaða- mannafundar nu fyrir stuttu þar sem hann sýndi árangurinn. Hann gekk sjálfur frá svefhherbergi sínu í tilefni dagsins inn í stofu heima hjá sér og kom þar inn í fyrsta sinn í 16 ár. Hann hafði ekki yfirgefið svefhherhgrgi sitt í 16 ár samfleytt og enn fleiri ár eru síðan haim kom út undir bert loft. Gaman verður að fylgjast með því hvort-honum tekst að létta sig um 250 kíló í við- bót. Einar Kvaran, tölvustjóri á DV, og einkona hans, Kristin Kvaran, fréttamað- ur á Stöð 2, virða fyrir sér jólasveininn, en dóttir þeirra, Thelma Kristín, sem Einar heldur á, virðist hata meiri áhuga á Ijósmyndaranum. DV-myndir GVA Fjárlagaræðan geinút Fjármálaráöherra, Jón Baldvin Hannibalsson, flutti fjárlagaræöu sína fyrir tæpum tveimur mánuðum. Nú fyrir stuttu var hún gefin út af fjárlagadeild fjármálaráðuneytisins og er hún til sölu í nokkrum bóka- verslunum og fjármálaráöuneytinu fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sérhana. Ekki hefur verið vaninn að gefa hana út til sölu en að þessu sinni hefur almenningur greiðan aðgang að henni. Fjármál ríkisins væru í sjálfu sér efni í heila bók en í fjárlaga- ræðu Jóns Baldvins er drepið á það helstaífjárlögum. Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra áritar hér sérútgáfu af fjárlagaræðu sinni sem menn geta nú orðið sér úti um af þeir vilja kynna sér hana. DV-mynd GVA Lengst til vinstri er Eyþór Gunnarsson, sem sá um flestar útsendingar á plötunni, Jón Múli Árnason og Kristján Jóhannsson, forstjóri AB. Á milli þeirra grillir í útgáfustjóra AB, Sigurð Valgeirsson. DV-mynd GVA AfhencLing gullplötu Plötur sem seljast í yfir 3 þúsund eintökum fá viðurkenningu sem gullplötur. Platan með lögum Jóns Múla Árnasonar við texta Jónasar Árnasonar náði þessu marki fyrir jólin og tóku aðstandendur hennar viö viðurkenningunni í Kringlunni á Þorláksmessu í beinni útsendingu Bylgjunnar. Að sögn Sigurðar Valgeirssonar hjá AB, sem gefur plötuna út, hefur platan selst í hartnær 4 þúsund ein- tökum til þessa. í Kringluna mættu, til þess að taka á móti gullplötu, Jón Múli Ámason, Eyþór GunncU'sson, sem sá um tónlistarstjórn og flestar útsendingar á plötunni, og Kristján Jóhannsson, forstjóri AB. Ölyginn sagði... hefur löngum verið hrifinn af blökkustúlkum umfram aðrar. Nú hefur kólumbísk kona, sem heitir Mauricia, lögsótt hann og kennir honum barn sitt. Robert De Niro varð að mæta fyrir rétt í Kólumbíu og þar neitaði hann öllum ásökunum. Hún heldur því fram að verkn- aðurinn hafi verið framinn á meðan tökur fóru fram á kvik- myndinni Mission. Niro hefur neitað að fara í blóðprufu til að sanna mál sitt. Mick Jagger sem lengi hefur verið kvæntur fyrirsætunni Jerry Hall, lenti í miklu rifrildi við hana um dag- inn. Hann vildi endilega að hún eyddi með honum jólun- um á Barbadoseyjum þar sem hann á hús. Hún vildi ekki fyr- ir nokkum mun eyða leyfinu á sama stað og hún var dæmd fyrir að vera með eiturlyf. Þau eyddu því jólunum sitt I hvoru lagi en hafa náð sáttum á ný að sögn kunnugra. Jack Nicholson lofaði góðvini sínum, John Houston leikstjóra, á dána/- beði hans að hann myndi kvænast Anjelicu Houston, dóttur hans. Nicholson hefur nú svikið það loforð og yfirgef- ið Anjelicu. Hann er nú farinn að halda við gullfallega breska leikkonu sem heitir Karen Mayo-Carpenter. Jack er fimmtugur að aldri en Karen er 28 ára gömul. Hún lék með- al annars í myndinni Beverly Hills Cop. ■r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.