Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. 23 Ekkert áramótaskrall var í Sjailanum. Ekki áhugi á nýársfagnaði A sama tíma og víðast hvar var uppselt á hina svokölluðu nýársfagnaði að kvöldi 1. jan- úar i Reykjavík reyndist ekki áhugi meðal Akureyringa á að sækja shka samkomu. Undanfarin ár hefur verið haldinn nýársfagnaður í Sjallanum á Akureyri en að- sókn hefur ekki verið mikil, hvað sem veldur. Þvi var beð- ið átekta núna þar sem lítið sem ekkert var um fyrir- spumir. Þegar langt var liðið á desember var ákveðið að halda ekki slíkan fagnað að þessu sinni. Þess í stað voru hinir eldhressu Skriðjöklar settir upp á svið í stað Ingi- mars Eydals og hljómsveitar hans sem var að skemmta á nýársfagnaði í Broadway sunnan Qalla og haldið ósköp venjulegt bail í Sjallanum. Það hefúr hins vegar vakið athygli víða á landsbyggðinni að þótt framboð á nýársfogn- uðum aukist sífellt í höfuð- borginm þá virðast færri komast að en vilja og virðist ekki skipta máli þótt slíkt kvöld kosti 25-30 þúsund krónurfyrirhjón. Seilst í budd- una Davíð konungur í Reykja- vík er nú sagður hafa komist að niðurstöðu um hvemig skuli refsa þeim bifreiðaeig- endum sem leggja bflum sínum ólöglega í borginni eða borga ekki í stöðumæla. í stað gamálla manna, sem röltu um og útdeildu sektarmiðum sem oftar en ekki var einung- ishentafþeimseku, ernú komin af stað sveit stöðu- mælavarða sem fara um á bflum og mótorhjólum og hlífa engum sem af sér hefur brotið. Lögveð verður komið íviðkomandibifreiðástaðn- • um og síðan verður hart gengið eftir því að sektin verði borguð. Mörgum finnst hins vegar að Davíð og co hefðu fyrst átt að gera átak í því að bæta úr bflastæða- vandamálum í borginni áður en til slikra aðgerða var grip- ið. „Kóngur" meðferða- tösku Þá hafa Akureyringar eign- ast sinn Pan-kóng og segist sá ferðast um með ferðatösku milli staða og selja hjálpar- tæki kynlifsins þeim sem þurfandi eru fyrir slíkt. Þessi nýi norðan-kóngur heitir Stefán Þengilsson og hefur m.a. REKIÐ myndbandaleigu á Akureyri undanfarin miss- eri. Hann segir að það sé Sandkom langbest fyrir sig að hafa vör- umar í ferðatösku í bflnum sínum og leyfa fólki að skoða vaminginn þar. Stefán hefur upplýst að það séu margir einstæðingar sem hafi þörf fyrir slflc tæki og einnig fatlaðir. Að hans mati er þörftn þ ví greinflega fyrir hendi á Akureyri því þar eru einstæðingar eins og annars staðar og fatlaðir einnig. Náttföt úr lakkrís Frá því var sagt hér á dög- unum að fólki á Akureyri hefði verið boðinn lakkrís til kaups á tröppunum hjá sér fyrir jólin. Þeir sem að þessu stóðu munu hafa selt vel. En nú er nýr aðili farinn að bjóða lakkrís til sölu í bænum. Hjálpartækjakóngurinn með ferðatöskuna hefur nefhilega upplýst að meðal þess sem hann hefur upp á að bjóða úr töskunni góðu séu undir- fót úr lakkrís sem elskendur geti nagað h ver utan af öðr- um í hita leiksins. Ekki er að efa aö þetta á eför að njóta vinsælda þegar fram liða stundir. Vaktir í morg- unsárið Það þarf varla að fiölyrða um það að alþingismenn okk- ar hafa verið önnum kafnir menn um hátíðamar og fengu ekki sitt hefðbundna mánaðaijólafri. Þeir máttu mæta til fundar mánudaginn mflli jóla og nýárs og sitja þá fram til morguns daginn eft- ir. Þá var komið að atkvæða- greiðslu um kvótamáhð svokallaða, en þá brá svo við að ekki var hægt að greiða atkvæði. Nokkrirþingmenn höfðu nefnflega gefist upp og skriðið heim í skjóh nætur. Vom þeir vaktir og skipað að mæta á ný til atkvæða- greiðslu sem þeir og gerðu. Þetta vekur ýmsar spuming- ar, eins og t.d. þá hvemig vinnuveitandi myndi taka á því máh að starfsmaður hans, sem vera ætti í vinnu, væri kominn heim og sofnað- ur þegar hans væri virkilega þörfávinnustað. Sumir þeirra laumuðust heim i skjóli nætur. Umsjón: Gyifi Kristjánsson Kvikmyndir Estevez og Dreyfuss mynda stórgott par í enn betri mynd, Stakeout. Bíóborgin/Á vaktínni Pottþétt vakt Stakeout Bandarísk mynd frá Touchstone. Handrit: Jim Kouf. Leikstjóri: John Badham. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Emilio Estevez, Madeleine Stowe. Þegar margir góðir leggjast á eitt getur útkomansjaldnast orðið önn- ur en góð. Slík er líka raunin „á vaktinni". Þar fer aUt saman sem prýtt getur góða mynd. Spennandi söguþráður með léttum brossmell- um inni á milli, sérlega góður leikur aðalleikarans Richard Dreyfúss, skemmtilegur samleikur hans og Emilio Estevez og stór- skemmtileg atriði. Söguþráðurinn segir frá tveimur rannsóknarlögreglumönnum í Se- attle. Þeir iifa hasarlífi og fmnst þvi lítiö til koma þegar þeir eiga að vera hækjur og hjálpargögn fyrir alríkislögregluna, FBI. Stórhættulegur refsifangi hefur flúið út úr rammgerðu fangelsi og þeim félögunum (leiknum af Dreyf- uss og Estevez) er falið að fylgjast með húsi fyrrverandi vinkonu strokufangans. Þó að þeir séu ekki hressir í fyrstu breytíst viðhorfið þegar vinkonan kemur heim enda hin huggulegasta stúlka. Málin taka óvænta stefnu og fljót- lega er annar þeirra, Kris Leece (Dreyfuss), kominn í hið nánasta samband við konuna sem hann á að fylgjast með, félaga sínum tíl li- tillar ánægju enda brot á öllum starfsreglum. Spennan ágerist síðan þegar líður á myndina, bæði vegna sambands- ins, sem veröur auðvitað að fara leynt, svo og vegna strokufangans. Meira verður ekki rakið hér enda ættí fólk að bregða undir sig betri fætinum og valhoppa á honum í Bíóborgina. Hér er um kvikmynd að ræða sem hrein synd væri að missa af. -JFJ VISTUNARHEIMILI Á REYKJAVÍKURSVÆÐINU Okkur vantar heimili fyrir unga stúlku utan af landi vegna skólagöngu hennar í Reykjavík. Upplýsingar hjá félagsráðgjafa Öskjuhlíðarskóla, simi 689740. REYKJKIIKURBORG Acuctoin, Sfödun DAGVIST BARNA SKÓLADAGHEIMIUÐ SKÁLI VIÐ KAPLASKJÓLSVEG óskar eftir að ráða fóstru eða kennara til starfa frá 15. janúar. Á heimilinu er starfandi fóstra. Upplýsingar í síma 17665. Lóðaúthlutun I Grafarvogi III, svokölluðu Brekkuhverfi, verða til úthlutunar á þessu ári lóðir fyrir um 500 íbúðir í ein- býlis-, fjölbýlis- og rað- eða parhúsum. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar á þessu ári. Úthlutun 140 einbýlis- og parhúsalóða verður hafin nú í janúar. Nánari upplýsingar verða veittar á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig afhent umsóknareyðublöð og skipulagsskilmálar. Borgarstjórinn í Reykjavík FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Leiðbeinandi f. sambýli. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir eftir leiðbeinanda í sambýli fólks með geðræn vandamál. Starfið felst í félagslegum stuðningi við íbúa og að- stoð við heimilishald og er unnið í samvinnu við Félagsmálastofnun og félagsráðgjafa og iðjuþjálfa á geðdeild Landspítalans. Um hlutastarf er að ræða (ca 40-50 st. á mán.). Starfið er laust f.o.m. jan. 88. Nánari upplýsingar hjá eftirtöldum aðildum: Rannveig Guðmundsdóttir félagsráðgjafi, geðdeild Landspítalans, stmi 29000/503, 271, 619. Sylvian Pétursson iðjuþjálfi, geðdeild Landspítalans, sími 29000/651. Ingibjörg Flygenring félagsráðgjafi, Félagsmála- stofnun Reykjavíkur, sími 74544. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar í Pósthússtræti 9 og skal umsókn- um skilað þangað fyrir 10. jan. 88.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.