Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. 15 Lesendur Frá fundi um kvenréttindamál í Gerðubergi í Reykjavik. Útvarpsráð: Tilskipað jafnrétti í fréttaflutningi? Eygló hringdi: Jólaboðin geta verið og eru, ekki síður en fermingarboðin, vettvang- ur sögusagna og frétta af ýmsu tagi. Stundum reynist ekki nema flugu- fótur fyrir ýmsu sem maður heyrir, en oft kemur einnig margt fram af því sem ótrúlegt kann að þykja um leið og látið er flakka. Ég heyrði af vörum manns, er ég þekki ekki að ööru én að vera hinn frómasti, að á nýafstöönum fundi hjá útvarpsráöi hefði verið sam- þykkt að fela yfirmönnum frétta- stofa Ríkisútvarps (bæði hljóð- varps og sjónvarps) að vinna aö þvi að auka hlut kvenna í fréttum og fréttaþáttum þannig, að kvenfólk væri sem oftast viðmælendur og yfirleitt aflvaki í sem flestum mál- mn er tengjast fréttum þessara ríkisfjölmiðla. Lögð hefði verið til grundvallar þessari fyrirskipun skýrsla frá fjöl- miðlafræðingi einum, kvenkyns, þar sem fram kom, að konur væru mjög afskiptar í fréttum Ríkisút- varps og hefði svo veriö lengi! Ef~þetta er rétt með farið, og ég held, að viðkomandi skýri rétt frá, þar sem hann sagðist hafa góðar heimildir fyrir þessu, þá finnst mér skjóta nokkuð skökku við, því mér sýnist ekki betur en konur „manni“ fréttastöður hjá hinu op- inbera til jafns við karla og eru kannski í meirihluta sem frétta- menn hjá hinum opinberu fjölmiðl- um í ríkum mæli. Þessir „kven“-fréttamenn eru reyndar mjög áberandi og taka á málum af engu minni „hörku“ en samstarfsmenn þeirra karlkyns. Hitt, hvort konur séu orðnar jafn- gildandi í framkvæmd og umsvif- um í atvinnulifi t.d. og karlmenn, er spuming, sem augljóst svar ligg- ur viö. Þær eru það ekki. Og það leiðir af sjálfu að konur eru ekki jafnmikfil „fréttamatur" og hinar manneskjimiar, karlmenn. Það er því enn nokkuö langt í það, að konrn- verði jafnokar karla sem aflvaki frétta og fréttaþátta, hvort sem er hjá ríkisfjölmiölunum eða hinum fijálsu. En að þessu slepptu finnst mér útvarpsráö hafa sýnt konum almennt talsverða lít- ilsvirðingu með þvi að gera sér- staka samþykkt (ef rétt er með farið) um að fela yfirmönnum fréttadeildanna að leggja sig sérs- taklega fram um að gera hlut kvenna meiri og betri. - Ekki verð- ur þetta til að auka jafnrétti á grundvelli ,jafnréttis“. íslensk leikrrt: Ofbeldi aðaleinkenni? Friðrik skrifar: Það virðist færast í vöxt með hveiju ári sem líður að í íslenskum leikritum, sem samin eru og flutt, sé ofbeldi í einhverri mynd haft að leiðarljósi eða sem aðaleinkenni. Dæmin um svokölluð nýársleikrit í Ríkissjónvarpi eru fyrir hendi, einnig sum þeirra leikrita sem sett eru á svið í leikhúsunum. . Má nefna leikritið Bílaverkstæði Badda og Hremmingu, sem er að vísu ekki islenskt leikrit en svið- sett hér og hefði verið hægt að færa það upp með einhveijum mildari hætti en gert er. Mér þykir stinga í stúf við hinn almenna áhuga sem við íslending- ar virðumst hafa á friði og almenna andúð á ofbeldi hve ofbeldi, klám og ruddamennska er í hávegum höfð í þeim leikritum sem sýnd eru hér í leikhúsum. Eða erum við sem þjóð ekkert áhugaminni en aðrar um að sjá sem mest af morðum, glæpum og ofbeldi og helst í návígi og í lifandi flutningi á leiksviði? Verra er þó að hið opinbera skuli stuðla sér- staklega aö slíkri þróun, t.d. með því að taka slík verk til sýninga, eins og Þjóðleikhúsiö gerir þar sem er Bílaverkstæðið. Mjög lítið er um þetta rætt og ekki hef ég enn séð neina umræðu- þætti um þetta í sjónvarpi, þar sem hvert „vandamáT, sem upp kemur í þjóðfélaginu, er sett á svið með spekingum úr hverri stétt. Það hafa t.d ekki verið fá viðtöl við sérfræð- inga á sviði mengunarvama, varð- andi vaxandi mengun hér á Reykja- víkursvæðinu. - Hvað um umræðu- þátt um ofbeldi í leikritum leik- húsanna - er hann ekki tímabær? Þann 24. desember var dregið í símahappdrætti STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG FATLAÐRA 1987 Vinningar komu á eftirtalin númer: Bifreiö af gerðinni Volvo. 91-25772 5 bifreiöar af gerðinni Nissan Sunny. 97-58912 91-37440 91-44623 96-61440 91-16570 5 bifreiðar af gerðinni Nissan Micra GL 91-38673 96-25877 91-41296 91-18108 91-35253 Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla FB fer fram dagana 4. 5. og 7. janúar. kl. 16.00-20.00. Almennur kennarafundur verður 5. janúar kl. 9.00- 12.00. Námskynning fyrir nýnema kvöldskólans verður 7. janúar. kl. 20.00-22.00 en dagskólans 8. janúar kl. 10.00-16.00. Stundatöflur dagskótenemenda verða afhentar 8. janúar, nýnemum kl. 9.00-10.00 en eldri nemendum kl. 10.00-13.00. Kennsla hefst í dagskóla og kvöldskóla mánudaginn 11. janúar 1988 skv. stundaskrá. Skólameistari BILASALAN BUK SKEIFUNNI 8. SÍMAR 686477, 687177, 687178 OG 686642 VW Transporter Nýsprautaður og nýyfirfarinn. Mjög traustur vinnuþjarkur. Góð greiðslukjör. Skipti - Skuldabréf 0PIÐ LAUGARDAGA KL. 10-19. Innritun hafin í síma 656522 i§i> frá kl. 13-19 alla daga Kennslusl Reykjavík: Skeifan 17 Gerðuberg, Breiðholti KR Heimilið v/Frostaskjól Innritun í síma 92-13010 allí :aðir: Hafnarfjörður: B íþróttahús Hafnarfjarðar m £ v/Strandgötu m Keflavík: • á Hafnargata 31 i virka daga frá ki. 16-19. Barnadansar M Samkvæmisdansar Djassdansar Rock’n Roll Gömlu dansarnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.