Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 12
12 * MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON- Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Maður ársins Ritstjórn DV hefur haft það fyrir sið að útnefna mann ársins. Sú útnefning hefur falhð í hlut ýmissa einstakl- inga sem hafa ýmist unnið afrek, skarað fram úr eða sett svip sinn á atburði liðins árs. Á því ári, sem nú er nýhðið, kennir margra grasa og eins og áður hefur margt verið vel gert, sem réttlætir viðurkenningu. í menningarlífi hafa margir sigrar unnist, í íþróttum og skákhst eru afrekin fjölmörg og á sviði vísinda og tækni hefur okkur niiðað vel á tölvuöld. Margir hafa komið þar við sögu en fáir sem skara svo fram úr að beri af. Helst má nefna Kristján Jóhannsson sem náð hefur langt á hstabraut sinni, Jóhann Hjartarson skákmeist- ara sem hefur unnið sér rétt th áskorendaeinvígis og á íþróttasviðinu hafa fleiri en einn og fleiri en tveir verið í sviðsljósinu vegna afreka og árangurs. Á stjórnmálasviðinu hefur vissulega margt gerst, al- þingiskosningar, stjórnarmyndun og nýir flokkar. Eins og áður hafa stjórnmálamenn verið áberandi í þjóðlífinu en lesendur eru sjálfsagt sammála DV um að fæstir þeirra verðskuldi viðurkenningar miðað við sljórnmála- og efnahagsástand. Á árinu bættust enn við útvarpsstöðvar og Stöð tvö festi sig í sessi undir forystu Jóns Óttars Ragnarssonar. Jón Óttar er vissulega einn af þeim mönnum hér á landi sem hafa haft umtalsverð áhrif með lofsverðu og að- dáunarverðu fraintaki, enda fer enginn í grafgötur um að Stöð tvö veldur tímamótum í fleiri en einum skhn- ingi. Niðurstaða DV er hins vegar sú að útnefna Pálma Jónsson, aðaleiganda Hagkaups, sem mann ársins. Þar ræður mestu bygging Kringlunnar sem er bylting í verslunarrekstri, auk þess að vera eitt glæshegasta mannvirki hér um slóðir. Saga Hagkaups er ævintýri hkust, aht frá því fyrirtækið hóf rekstur fyrir nær þrjá- tíu árum í htlu fjósi við Miklatorg og þar th Kringlan var opnuð í ágúst síðasthðnum. Pálmi í Hagkaup er þjóðsagnapersóna, sem með stórhug og nýjungum í verslunarrekstri sínum hefur rutt brautina th heh- brigðrar samkeppni og lægra vöruverðs og þannig haft víðtæk og jákvæð áhrif á kjör ahs almennings. Sumir einstaklingar hafa sig í frammi með bægsla- gangi. Aðrir hafa hægt um sig en láta verkin tala. Pálmi í Hagkaup er í hópi þeirra síðarnefndu. Hann hefur ekki sóst eftir sviðsljósinu né heldur tranað sér fram í sjálfumgleði. Þegjandi og hljóðalaust hefur hann skipu- lagt fyrirtæki sitt með þeim hætti að það hefur algjöra forystu í smásölusverslun hér á landi, jafnt í umsvifum, þjónustu og hagstæðum kjörum gagnvart viðskiptavin- um sínum. Kórónan á þessum ferh er Kringlan. Þar koma vissu- lega fleiri við sögu, en Pálmi er persónugervingur þessa framtaks, þessarar uppbyggingar og þess brautryðj- endastarfs sem Hagkaup hefur unnið. Hér er hvorki verið að lofsyngja auðæfj né haharsah heldur þá versl- unarhætti sem koma bæði verslunarmönnum sem neytendum th góða. Th þess þarf framsýni athafna- mannsins og skynsemi kaupsýslumannsins að skhja að verslun er rekin th að þjóna í þágu þeirra sem þangað sækja. Góð verslun er guhs íghdi. Það hefur Pálmi í Hagkaup sannað betur en flestir aðrir. Hann og fyrir- tæki hans er ímynd þeirrar kaupsýslu sem bætir kjörin og þjónar fólkinu. Þar er Kringlan einsdæmi og fordæmi sem ekki á sinn hka. Það er kominn tími th að verð- launa þá menn sem þar standa fremstir í fylkingu. Ehert B. Schram 5, / ^O-OQO Kr.l0.CK)0 \ \ 10S7 2.A.P anðs sköVB#.*.: ríkissjódúk ÍSl „Fjármálaráðherra býður út rikisskuldabréf með háum vöxtum í stórum stíl...“, segir m.a. t greininni. Vextir og vaxta- verkir Nú hriktir aldeilis í vaxtapólitík- inni. „Ríkisstjórnin taki af skarið,“ segir Steingrímur Hermannsson. „Við erum fyrir löngu búin að fá reynslu af því, að í þessu litla efna- hagsþjóðfélagi okkar, sem er langt frá því að vera í jafnvægi, þar gilda alls ekki þessu heilögu lögmál hag- fræðinnar." Ljótt ef satt er! Hvað er um aö vera? Hvernig á venjulegt fólk að skilja hamaganginn í ís- lenskum stjómmálamönnum sem gala eins og hanar við sólarupprás og telja sig þekkja náttúrulögmálin. Hvemig stendur á því að trúverð- Kjallarinn Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur ugir fræðimenn láta ekki í sér heyra og útlista fyrir fólki hvers vegna hið guðsútvalda land ísland er undanþegið náttúrulögmálun- um? Hænan og eggið Stundum hljómar umræðan eins og hin klassíska deila um hænuna og eggið. Hvort þeirra kom á und- an? Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Dr. Magni Guðmundsson telur að háir vextir valdi verðbólgu vegna þess að vextimir fari óðfluga út í verðlagið. Aðrir hagfræðingar segja að háir vextir dragi úr eftir- spurn eftir lánsfé og þar með úr þenslu, þ.e. verðbólgu. Sennilega hafa báðir rétt fyrir sér. Málið er bara það að stundum hefur Magni rétt fyrir sér og stundum hinir. Það er ekkert einfalt samband til á milli vaxta og verðbólgu. Steingrímur Hermannsson telur að ekki megi bíða með aðgerðir þangað til annaö hvert fyrirtæki í landinu er komið á hausinn vegna vaxtaokurs sem ríki við íslenskar verðbólguað- stæður. Þar með hefur Steingrímur tekið afstööu. Hænan kom á undan egginu. Hver er skýringin á háum vöxtum á Islandi? Svarið er í raun mjög einfalt. Það er of mikil eftirspum eftir lánsfé. Þetta svar dugar að vísu skammt því næsta spurning vaknar. Hvers vegna er eftirspurn eftir lánsfé óeðlileg? Svarið er einfalt. Það eru of margir sem telja sig hafa góða fjárfestingarkosti. En nú er svarið ekki einfalt. Þetta er í raun alveg sambærilegt við vandamál manns sem þjáist af offitu. Svarið við hans máli er einfalt. Hann á að borða minna. En vandamál feita manns- ins er miklu flóknara eins og allir vita. Hvers vegna telja svo margir sig hafa góða fjárfestingarmöguieika? Vextir í nágrannalöndum með stöðugt efnahagslíf og góð lífskjör almennings em miklu lægri en á íslandi um þessar mundir. Þeir eru gjaman helmingi lægri en hér og það er ekkert smáræði. Hvers vegna ávaxtast peningar verr í Þýskalandi en á íslandi? Steingrím- ur segir að íslendingar spyrji ekki um vextina heldur bara hvort þeir fái lán eða ekki. Ef þetta er rétt þá em íslendingar annaðhvort af- spymuilla upplýstir eða algjörir glæframenn nema hvort tveggja sé. Einnig getur verið að aðstæður séu með öllu afbrigðilegar á íslandi, og sú er skýringin sem kjallarahöf- undur hallast að. Oheilbrigð eftirspurnartilefni Það má segja að summan af eftir- spurn eftir peningum skapi vext- ina. „Menn hrópa vextina ekki niður,“ sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra og vill láta á það reyna hvort framboð og eftirspurn eftir peningum muni ekki komast í jafnvægi en þá lækka vextir að sjálfsögðu. Til þess að svo megi verða verður margt að gerast. Þeir útgerðarmenn, sem nú fá lánaða peninga til að kaupa kvóta, telja sig hafa góðan íjárfestingarkost. Þeir halda sig vera að kaupa forréttindi fyrir framtíðina á kostnað annarra í þjóðfélaginu þrátt fyrir offjárfest- ingar í útgerð. Þeir kaupmenn, sem stíga trylltan vöruinnkaupadans, ætla sér ekkert að borga vextina af lánsfénu því þeir telja sig geta velt þeim beint út í verðlagið. Þeir eru að veðja á skort á aðhaldi og samkeppni í verslun. Eigendur að veitingastöðum og ýmsum fyrir- tækjum, sem hafa næsta litla möguleika á því að reka fyrirtæki sín, treysta e.t.v. á hlutafélagalögin og láta fyrirtækin sín bara fara á hausinn til þess að geta stofnað annað hlutafélag um reksturinn í kjölfarið. - Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra býður út ríkisskuldabréf með háum vöxtum í stórum stíl og hefur aldrei ætlað sér að borga vextina því einhverjir aðrir vérða að sjá um það. Land- búnaðurinn heldur áfram sínum fjárfestingum því vextirnir fást ein- faldlega greiddir af neytendum og skattborgurum þrátt fyrir að tæp- ast nokkur hagkvæmnisrök séu fyrir frekari íjárfestingum í hefð- bundnum búskap. Húsbyggjendur telja sig verða að greiða vexti hús- næðiskerfisins og gera sér fæstir grein fyrir byrðunum fyrr en ein- hvern tímann seinna. Steingrímur segir að jafnvægi skorti. Þess vegna þurfi ríkisstjóm- in að grípa inn í málin. En einmitt inngrip ríkisstjórnarinnar seinka lækningunni því sjúkdómurinn sjálfur stafar af misgjörðum stjóm- málamanna og jafnvægisleysi af þeim sökum. Rætur vandans liggja nefnilega í atvinnu- og efnahagslíf- inu sjálfu vegna þeirra leikreglna sem Framsóknarflokkurinn á mestan þátt í, þ.e. samkeppnis- hindrunum, eymamerkingum á peningum og leyfafargangi. Hvem- ig geta^ framsóknarmenn krafist frelsis í peningamálum og mark- aðsvaxta þegar þeirra atvinnulíf byggist á skömmtunum? Hvemig er hægt að spila bæði grand og nóló samtímis í framsóknarvist? Dr. Jónas Bjarnason „Vextir í nágrannalöndum með stöðugt efnahagslíf og góð lífskjör almennings eru miklu lægri en á íslandi um þessar mundir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.