Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. Spumingin Hvernig leggst nýja árið í Þig? Stefán Ragnarsson: Þaö leggst vel í mig, vona að það verði gæfuríkt fyrir þjóðina. Katrín Guðmundsdóttir: Bara vel, t.d hvað varðar veðurfar. Ems vona ég að efnahagslífiö fari ekki í kaldakol. Lúðvík Eiðsson: Ágætlega. Ef stjórn- málamennirnir geta komið sér saman þá ættum við aö geta það. Eyþór Ragnarsson: Ég þarf að fá 6 í þýsku. Að öðru leyti svona þokka- lega. Oddgeir Guðfmnsson: Vel en ég held að verðbólgan fari talsvert upp á við og efnahagur verði ekki eins góður á þessu ári. Ragnar Atli Guðmundsson: Það leggst bara vel í mig. Ég er alltaf svo bjartsýnn í byrjun nýs árs. Lesendur Versnandi viðskiptakjór: Vandasöm verkefni fram undan Eigum allt undir fiskveiðum og sölu aflans á tveimur ólíkum mörkuðum, austan hafs og vestan. Útflytjandi skrifar: Talsvert hefur verið fjallað um jöfnuð í ríkisfjármálum, undir- stöðu efnahagslífs og vaxandi þörf á aðgerðum á peningamarkaöi. Nú hafa þrír helstu forystumenn ríkis- stjórnarinnar haft á orði að gera þurfi víðtækar ráðstafanir í efna- hagsmálum, og þá sérstaklega varðandi þenslu og peningamál. Reikna ég með að þar eigi þeir við þaö hvort gjaldmiðill okkar haldi því verögildi sem hann nú hefur. Jöfnuður í ríkisfjármálum er undirstaða þeirrar viðleitni að ná jafnvægi í efnahagslífinu og ná nið- ur verðbólgu og lækka vexti. En næst þessi margumræddi jöfnuð- ‘ur? Nú er einmitt verið að afgreiða fjárlög þessa dagana og verður væntanlega lokið fyrir þessi ára- mót. Ef afgreiðslu fjárlaga lýkur, ásamt þeim tekjuöflunarfrumvörp- um sem fjármálaráðherra hefur lagt fram í tengslum við þau, ætti þessi jöfnuður aö nást á nýju ári. Þá ætti líka að sjást betur hvað það er sem þarf aö gera til að tryggja afkomu útflutningsgreina okkar íslendinga. En það verður svo aftur ekki ljóst fyrr en búið er að ganga frá kjarasamningum, þannig að raunar er framvinda í efnahagsmálum og afkoma okkar háð því að aldrei slitni þessi marg- þætta keðja sem við sjálf búum til hlekki í. Ég sem útflytjandi á sjávarvörum á auðvitað allt undir því að viðun- andi verð fáist fyrir þessar vörur. En ég á líka mikið undir því að ég þurfi ekki sífellt að greiða hærri og hærri upphæðir í afborganir og vexti af því sem ég skulda, en það gera flestir hér í einhverjum mæh. Þeir sem hafa tekið skuldabréfalán með mun hærri vöxtum en viður- kenndir eru í bankakerfmu eru þó verst settir og sér enginn fyrir end- ann á slíkum skuldum. Þaö sem kæmi mér best í þeim rekstri, sem ég er í, er að verð- trygging og vísitölubinding lána verði endurskoðuð hið bráðasta, með tilliti til þess þunga sem hvílir á atvinnurekstri, einkum í sjávar- útvegi, erlendir gjaldmiðlar verði rétt skráðir og sett verði jafnhliða lög um bindingu kaupgjalds og verðlags í svo sem eitt til tvö ár. Án slíkrar bindingar er allt unnið fyrir gýg. Ég vil þó taka fram að til eru hópar fólks, en þar er ekki um margt fólk að ræða, sem þyrfti að leiðrétta laun hjá áður en þessi lög yrðu samþykkt. Að þessari fram- kvæmd afstaðinni gætum við vænst þess að ná niður verðbólgu á skömmum tíma og um leið jafn- vægi í efnahagslífinu, að svo miklu leyti sem það verður hægt hér þeg- ar tekið er tillit til þess aö við eigum allt okkar undir fiskveiðum og sölu aflans á erlendum mörkuðum, svo ólíkir sem þeir eru, austan hafs og vestan. Bjövgunarþyriur: Tilfinnanlegur skortur Olíuríkin innan OPEC-samtakanna hafa ekki dregið úr framleiðslu sinni og þvi lækkar olíuverð nú. - Samtökin funda i Abu Dhabi. Offramboð á olíumarkaði: Lækkar bensín hér? A.Kr. skrifar: Viö vitum öll að ekki fer alltaf saman að verð á olíuvörum breyt- ist hér þótt verðstríð eða önnur óáran hijái erlenda olíumarkaði, svo sem eins og þann í Rotterdam í Hollandi þar sem ein helsta verðskráning á olíuvörum fer fram. Fyrir ekki mjög löngu var ein- mitt frétt á viöskiptasíðu DV um að á nefndum Rotterdammarkaði væri verð allra ohutegunda að lækka verulega. Forsendur fyrir þessari lækkun á olíuvörum var mikið offramboð og að olíuríkin innan OPEC-samtakanna hafa eng- ar ákvarðanir tekið um að draga úr olíuframleiðslu. Þess vegna er staðan nú sú að bensín hefur lækkað verulega, svo og gasoha og svartolía. Og nú ætti verð á bensíni að vera lægst hér eins og annars staðar þar sem verð á bensíni er yfirleitt á toppinum að sumri til þegar notkun þess er mest. Þetta virðist lítil áhrif hafa hér. Svörin frá olíufélögunum eru venjulega þau að nýbúið sé að kaupa inn ohuvörur á „gamla“ verðinu og birgðir séu til svo og svo margra mánaða í landinu! - Eitt- hvað var þó verið að ræða um að verð á þessum nauðsynlegu vörum gæti lækkað hér - ef verð héldist áfram lágt á Rotterdammarkaði eða þar til næsti farmur bærist th landsins. Ég verð nú að segja það áht mitt að mér frnnst bara að ríkið ætti alfarið að taka að sér sölu á þessum olíuvörum þar sem þaö virðist nú hvort eð er taka bróðurpartinn af útsöluveröinu til sín. - Það gæti lagað stöðu ríkissjóðs svo um mun- ar og ekki virðist veita af um þessar mundir. Auðvitað þykist ég vita að ekkert slíkt standi til, en þetta er atriði, sem er umhugsunarvert fyrir kau- pendur ohuvara hér á landi, að fylgjast mun betur með hvemig máhn standa á hinum alþjóðlega oUumarkaði, svo að neytendur hér geti knúiö á um að fá að njóta þess þegar verö lækkar þar og ekld sé veriö að kaupa meira inn í einu en nauðsyn krefur og stýra kaupun- um eftir árstíðum. En hvort það er svo yfirleitt hagur olíufélaganna verður ekki rætt hér. Með þessum vamingi og verð- lagningu á honum þarf að fylgjast, rétt eins og með hveiju öðra sem verið er gera úttekt á. Fjölmiðlam- ir mega gera miklu meira að því að kynna fólki ástand og verðsveifl- ur á hinum ýmsu vörategundum sem. við kaupum frá útlöndum. Með því fær almenningur betri yfirsýn og öðlast meiri þekkingu á verðþróun ýmissa vörutegunda sem hann er háður í daglegu lífi. Sjómaður hringdi: Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um hversu þyrlur eru nauðsyn- legar sem björgunartæki hjá okkur íslendingum. Varla líður svo mánuð- ur að ekki þurfi á þyrlu að halda við björgun manna, annaðhvort af sjó eða landi. Þegar mikið hggur við er svo kallað á björgunarþyrlu vamarliðsins, sem er mun langfleygari og hefur meiri burðargetu en stærri þyrla Land- helgisgæslunnar. Dæmi um þetta eru mörg. Síðasta dæmið, sem ég man eftir, er þegar rússneskur togari var staddur um átta hundruð mílur frá landinu með veikan sjómann um borð. Þegar kalhð barst var hann of langt frá landi til að þyrla gæti flogið þá leið og hélt því togarinn strax í átt að landi til móts við þyrluna sem kæmi. Þá hélt þyrla frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á loft, ásamt eldsneytisflugvél, því nauðsynlegt er að taka eldsneyti á flugi í svo langri flugferð. Tók flugið um sex klukku- stundir. Eins og ég sagði fyrr er venjulega kahaö á varnarhðsþyrluna til hjálp- ar ef um lengri björgunarleiðangra er að ræða, einnig ef reiknað er með að marga þurfi að flytja. Nú hefur oft verið rætt um það, og þá aðallega af sjómönnum, að þyrlur þurfi aö vera tiltækar mun víðar en bara í Reykjavík. Eg styð þá hugmynd, sem fram hefur komið, að reynt verði með öll- um tiltækum ráöum að kaupa til landsins þyrlur sem staðsetja megi í hverjum landsfjórðungi, eina í hveij- um. Þetta myndi létta álag á þeirri einu sem er nú í eigu Gæslunnar og getur sinnt slíkum verkefnum að ráði. Annaðhvort verður að gera, kaupa eina stóra og vel búna þyrlu, sem getur tekið svo sem eina meöalstóra skipshöfn (8-10 manns), eða þá að ráöast í kaup á fleiri þyrlum og þá fyrir hvem landshluta. Byggðarlög í hverjum fjórðungi ættu að fara að huga að þessu verkefni og kanna hvernig megi afla fjár til fram- kvæmda. Það er ekki á vísan að róa með að ríkið hlaupi undir bagga í þessu máh eins og nú árar. En nauð- syn er brýn á fjölgun í þyrluflotan- um. Þyrla af gerðinni Sikorsky. Slikar þyrlur eru t.d. notaðar við oliupallana i Norðursjó. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.