Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988.
Fréttir
„Erfiðustu áramót um
margra ára skeið“
Olvun og æsingur um áramót:
- tvöföld vakt hjá lögreglunni
Gamla árið kvatt með brennu á Seltjarnarnesi. Fjöldi fólks kom á brennuna, htýddi á söng og skaut upp flug-
eldum. DV-mynd KAE
Áramótin í Reykjavík voru erflö
aö sögn lögreglumanna og þurfti
tvöfalda vakt til aö mæta álaginu.
„Þetta eru með erfiðari áramótum
sem verið hafa,“ sagöi einn varö-
stjóri lögreglunnar í samtali við
DV. „Fólk var miklu æstara og ölv-
un mun meiri en undanfarin ár.
Sérstaklega voru mikil skrílslæti í
miöbænum og í Breiðholti. Segja
má aö þaö hafi verið gegndarlaus
ölvun fram aö hádegi á nýársdag."
Óvenjumörg alvarleg slys uröu á
mönnum sem rekja má til flugelda.
„Ég tel að menn hafi sýnt óvar-
kárni og þá sérstaklega með tí-
volíbombur sem virðast hafa veriö
í tisku núna,“ sagöi varöstjórinn.
„Margir af þeim flugeldum, sem
fólk var aö skjóta upp núna, hafa
hingað til veriö til sýnis en ekki
sölu og menn ekki varað sig nógu
vel á þeim.“
Aliar fangageymslur í Reykjavík
voru yfirfullar og lögreglan átti
annríkt viö að aka ölvuðu fólki á
slysadeild eftir skrílslæti. Margir
skáru sig á rúðubrotum en ófáar
rúður voru brotnar um allan bæ,
eins og lögreglan orðaöi það. Ráðist
var að lögreglumönnum og lög-
reglubílar skemmdir. Einnig var
talsvert um að lögregla væri til
kvödd á öldurhús borgarinnar.
Varðstjórinn sagði að þetta væru
ein verstu áramót í langan tíma hjá
lögreglunni. „Það er helst að elstu
menn muna verri áramót en þá
logaði allt í götubardögum og mik-
ill múgæsingur. Ég segi ekki að það
hafi verið svo slæmt núna en slæmt
var það.“
- Voru lögreglumenn þá þreyttir
eftir áramótin?
„Já, það er óhætt að segja að
menn hafi verið þreyttir og fáir eða
engir komust heim til sín um morg-
uninn er vaktinni lauk. AUur
nýársdagur var fremur erilsamur
og það var ekki fyrr en á nýárs-
kvöld sem fólk fór að slappa af.
Hins vegar byrjuðu aftur læti að-
faranótt sunnudagsins eftir að
veitingahúsin lokuðu. Það var þó
ekkert í líkingu við nýársnóttina."
-ELA
Áramótin um landið:
Víða friðsamleg en á öðrum stöðum mjög
Áramótin fóru misjafnlega fram
um landið. Á sumum stöðum fór allt
fram meö ró og spekt en á öðrum
áttu lögreglumenn erilsama nótt. í
Vestmannaeyjum var nóttin róleg
framan af en talsvert um ölvun. Veð-
ur var gott og margir á ferh. Það kom
hins vegar ekki í Ijós fyrr en á nýárs-
dagsmorgun aö mjög miklar
skemmdir höfðu verið unnar um
nóttina. Svo virðist sem eitthvert
gengi hafi vaðið um bæinn og brotið
rúður og voru fá fyrirtæki sem
sluppu. í einu fyrirtæki höfðu verið
brotnar ellefu rúöur. Þá var bfotist
inn á veitingahús og stohð þaðan 30
flöskum af áféngi.
Sneisafuht var á skemmtistöðum í
Eyjum og á einu þeirra var heima-
gerður kínverji sprengdur með þeim
afleiðingum að sparifót manns eins,
sem þar stóð í sakleysi sínu, tættust.
Maðurinn slapp með skrekkinn en
fótin eru ónýt. Talsverð sprenging
varð og mun sjálfsagt mörgum hafa
brugðið í brún.
í Keflavík var sömu sögu að segja.
Nóttin var mjög erilsöm en ekki kom
til neinna óspekta. Talsverð ölvun
var í bænum og undraðist lögreglú-
maður í Keflavík að á þeim fáu
dögum sem liðnir eru af nýju ári
hefðu nú þegar sex ökumenn verið
teknir grunaðir um ölvun við akstur.
Á árinu 1987 tók lögreglan í Keflavík
198 ökumenn grunaða um ölvun en
133 árið á undan. Er því um mikla
aukningu að ræða sem ekki virðist
ætla að linna.
í Hafnarfirði voru mjög róleg ára-
mót og þurfti lögreglan þar ekki að
hafa afskipti af neinum vegna ölvun-
ar. Lögreglan vonar að þrettándinn
verði jafnrólegur en nokkuð hefur
borið á látum í Hafnarfirði á þeim
degi undanfárin ár.
Lögreglan í Kópavogi átti erilsama
nýársnótt. Talsverð ölvun var í bæn-
um og mikið um rúðubrot. Sérstak-
lega voru mikil ólæti við
Skemmuveginn en þar er til húsa
unglingaskemmtistaður. Engin slys
urðu á fólki.
Á Selfossi, Akranesi og á ísafirði
voru lögreglumenn ánægðir eftir vel
heppnuð áramót. Á öllum stöðunum
var einhver ölvun en ekkert meira
en á venjulegu laugardagskvöldi.
Sömu sögu er að segja frá Akureyri.
„Þetta var bara eins og venjulegt
í dag mælir Dagfari
Þorskar a þurru landi
Alþingismenn íslendinga hafa
ekki getað um frjálst höfuð strokið
yfir hátíðamar. Þeir þurfa meira
að segja að mæta til vinnu strax í
dag eins og annað fólk. Hvað er það
sem veldur þessu ónæði? Hvað er
það sem angrar og ergir alþingis-
menn í svo miklum mæli að þeir
fá ekki svefnfrið eins og áður og
mega ekki vera að þvi að heim-
sækja kjósendur í jólafríinu? Jú,
það er kvótinn, þorskkvótinn, sem
ætlar þá hfandi að drepa og hefur
sett allt á annan endann vegna þess
upplausnarástands sem hlýst af því
að kvótinn hefur ekki enn verið
samþykktur.
Nú er það að vísu rétt að þorskur-
inn skiptir máli á íslandi. Þorskur-
inn skiptir miklu meira máli
heldur en kjósendur og raunar
meira máh en alþingismenn ef út
í það er farið. Alþingismenn lifa á
atkvæðum en atkvæöin lifa á
þorskinum og þess vegna þykir at-
kvæðunum mun vænna um
þorskinn heldur en þingmanninn.
Það er hægt að éta þorskinn en
ekki þingmanninn. Sá er munur-
inn á þorski og þingmanni.
Þetta mikilvægi þorsksins veldur
því að alþingismenn verja jólafrí-
inu í kvótann og láta kjósenduma
lönd og leið. Þar að auki er fyrir
löngu búið að setja kvóta á kjósend-
urna. Þeir eru allir i sínum básum
og flokkarnir gera tilkall th þeirra
og geta rifið kjaft viö þá eða hefnt
sín á þeim sem svíkjast undan
flokkakvótanum. Þeir flokkar, sem
töpuðu fylgi í síðustu kosningum,
eru nú sem óðast að hlaupa uppi •
þá kjósendur sem svikust undan"
merkjum oé stálust út úr kvótun-
um í kjörklefunum. Nýir flokkar
eru iha séðir. Bæði Borgaraflokkur
og Kvennalisti stálu úr kvóta ann-
arra flokka og era ekki viður-
kenndir af þeim flokkum sem fengu
sínum kvótum úthlutað fyrir fjór-
um* eða fimm áratugum. Kvótar
flokkanna gilda hka við úthlutun
embætta í ríkisbönkum og opin-
berum stofnunum, fyrirgreiöslu á
fjármagni og öðrum þeim hrossa-
kaupum sem eiga sér stað á hinu
pólitíska markaðstorgi. Þar eru
kvótarnir kvittir og klárir og eng-
inn þarf að stytta hjá sér jólafríið
til að ákveða nýja kvóta í þeim efh-
um.
Nei, það er þorskkvótinn sem er
vandamálið. Reyndar hafa íslend-
ingar búið við það í níu aldir að
veiða þorsk án kvóta og það var
ekki fyrr en fyrir örfáum árum sem
kvóti var settur á þorskinn th að
tryggja það að enginn veiddi meira
en hann mátti. Aflaklær og veiði-
menn af guðs náð hafa enga
þýðingu lengur, því kvótinn kemur
í veg fyrir að menn séu að veiða
annarra manna þorska. Næst fara
þeir sennilega að merkja þorskana
í sjónum til að kvótinn haldi og
enginn veiði meira en hann má.
Ekki fær maður skilið hvernig ís-
lendingar og aðrir þorskar komust
af með það í margar, margár aldir
að stunda fiskveiðar kvótalausir
þegar maður heyrir ábúðarmikla
stjórnmálaskörunga lýsa áhyggj-
um sínum yfir þeim dögum sem
nú fara í hönd án þess að kvótinn
sé til staðar. Kannske er skýringin
sú að þorskar eru þorskar og hafa
alltaf verið þorskar, hvort sem fisk-
veiðistefna var til eða var ekki th.
Það er bót í máli að þorskurinn,
sem áður synti kvótalaus í haf-
djúpinu, hefur verið fljótur að
tileinka sér hina nýju fiskveiði-
erilsóm
laugardagsfylhrí,“ sagði lögreglan
þar.
Á Húsavík bauð bæjarstjómin upp
á ball sem bæjarbúar nýttu sér ó-
spart. Ókeypis var inn á ballið og
máttu bæjarbúar ganga út og inn.
„Þessi dansleikur kemur í veg fyrir
fyllirí og vitleysu," sagði lögreglu-
maður á Húsavík og var míög
ánægður með þetta framtak bæjar-
stjórnarinnar enda fóru áramótin
friðsamlega fram. Kalt var í veðri á
Húsavík og mikhl snjór.
ELA
stefnu og þar að auki er búið að
veiða. alla gömlu þorskana sem
þekktu ekki kvóta, þannig að
þorskurinn er sjálfsagt orðinn
mjög ráðvihtur í sjónum þegar al-
þingi getur ekki komið sér saman
um nýjan kvóta. Þetta stefnir öllum
veiðum í bráða hættu og það er
voðinn vís næ’stu daga þegar skipin
sigla kvótalaus á miðin og afla-
klæmar geta aftur farið að veiða
stjórnlaust og botnlaust. Þorskur-
inn veit ekki hvaðan á sig stendur
veðrið og sjómenn þurfa aftur að
hafa fyrir því að veiða eins og þeir
geta, í stað þess að veiða upp í kvóta
og hafa það gott.
Þetta öngþveiti hjá þorskunum í
sjónum er alvarlegt eins og sjá má.
Spurning er hvort þeir sætta sig
við það stjórnleysi að hver sem er
geti veitt þá. Sem betur fer eiga
þeir sér talsmenn í landi. Það em
nefnilega til þorskar á þurru landi,
sem finnast víðs vegar í þjóðfélag-
inu og taka upp hanskann fyrir
hina sem eru í sjó. Það era þessir
þorskar sem nú hamast við að
koma kvótanum í lag og spara til
þess hvorki tíma né fyrirhöfn og
eyða jólafríinu í það.
Dagfari