Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. 17 Þátttaka enskva liða í EM í knattspyrnu: Verður banninu aflétt í dag? Iþróttir________________ Erlendir frétta- stúfar • Glasgow Rangers, skosku meistaramir í knattspymu, bættu enn tveimur leikmönn- um í sinn stóra og dýra hóp sl. fóstudag. Þeir keyptu þá John Brown frá Dundee fýrir 350 þúsund pund og Danann Jan Bartram frá Silkeborg fyrir 180 þúsund. • John Gregorek, bandarísk- ur hlaupari sem keppti á síðustu ólympíuleikum, var vegna forfalla sendur í 10 km hlaup á eynni Bermuda um sl. helgi. Hann kom, sá og sigraðl örugglega og stefnir nú aö því að komast í bandaríska keppn- isliðið fyrir ólympíuleikana í Seoul í haust. • Paris St, Germain, franskir meistarar í knattspyrau fyrir tveimur árum, sem sitja nú við botn 1. deildar, reyndu árang- urslaust að fá Hollendinginn fræga, Johan Cruyff, til að taka við stjórninni í síðustu viku. Samningar tókust ekki og Ger- ard Houllier, sem gerði liðið að meisturum um árið, hefur tekið við stjórninni á ný. • Colin Moynihan, íþrótta- málaráðherra Bretlands, segir að Knattspyrausamband Evr- ópu eigi ekki að ákveða hvort ensk félög fái að taka þátt í Evrópumótum félagsliða á ný næsta vetur fyrr en eftir úrslit Evrópukeppninnar í Vestur- Þýskalandi í sumar. Þá komi i ljós hvort stuöningsmenn enska landsliðsins geti verið til friðs á erlendri grundu. Ensku félögin hafa í vor veriö þijú ár í banhi frá Evrópukeppni. Yfir- menn bresku og vestur-þýsku lögreglunnar munu hittast í London 1 þessum mánuöi til aö undirbúa aðgeröir sem koma eiga í veg fyrir óeiröir enskra í Evrópukeppninni. • Irakar hafa tryggt sér sæti í knattspymukeppni ólympíu- leikanna í Seoul i haust. Þeir unnu Kuwait, 1-0, í úrslitaleik Vestur-Asíuriðils á fóstudag- inn, en leikið var í smáríkinu Oman þar sem írakar mega ekki leika á heimavelli í keppn- inni vegna stytjaldarástandsins í riðlinum- • John Aldridge jók forskot sitt á markalista ensku 1. deild- arinnar í knattspyrnu raeð marki sínu fyrir Liverpool gegn Arsenal á laugardaginn. Hann hefur nú gert 20 mörk en næst- ir koma Brian McClair hjá Man. Utd með 17 og Jobn Fashanu, Wimbledon, með 16 mörk. • Liverpool gekk á fimmtu- daginn frá auglýsingasamningi viö ítalska fyrirtækið Candy, sem rekur verksmiðju í Liver- poolborg. Litið er á samninginn sem lið i aö byggja upp sam- skipti Englendinga og ítala á knattspymusviðinu eftirharm- leikinn á Heysel voriö 1985. • John McEnroe, tennisleik- arinn heimsfrægi og kjaftfori, er laus úr nýjasta keppnis- banninu og keppir í fýrsta skipti í langan tima í Evrópu 1 næsta mánuöi. Hann verður meðal þátttakenda á Grand Prix móti í frönsku borginni Lyon og er raðaö sem öömm sterkasta keppenda mótsins, á eftir Frakkanum Yannick No- ah. • Mats Wilander, sænska tennisstjarnan, missir af fyrsta leik Svía í Davis-bikarnum á þessu ári vegna flutninga. Hann er að setjast að ásamt eiginkonu sinni í bænum Greenwich í Connecticut-fylki í Bandaríkj- unum og ætlar aö taka sér sex vikna frí frá keppni af þeim sökum. -VS Stjórn Knattspyrnusambands Evr- ópu (UEFA) kemur í dag saman til fundar í Monte Carlo. Aðalumræðu- efnið á fundinum verður hvort aflétta eigi banni á þátttöku enskra knattspyrnuliða á Evrópumótum í knattspyrnu. Ensk félög hafa ekki tekið þátt í Evrópumótunum síðan harmleikurinn varð á Heyselleik- vanginum í úrslitaleik Liverpool og Juventus í Evrópukeppni meistara- liöa í maí 1985. í áflogum á milli stuðnigsmanna liðanna á áhorf- endapöllum fyrir leikinn létu 39 manns lífið. • Stjórnarmenn innan enska knattspymusambandsins munu mæta á fundinn og ætla aöreyna að fá stjórn UEFA til að aflétta banninu. Enska knattspyrnusambandið er Víkingur vann öruggan og sann-' gjarnan sigur á Stjörnunni er liðin áttust við í Seljaskóla á mánudags- kvöld. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn sem Víkingur náði yfir- höndinni og leiddu Víkirtgsstúlkurn- ar í hálfleik, 13-11. Síðari hálfleikur hófst líkt og sá fyrri og skiptust liöin á um að skora. En þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður var eins og allur vindur væri úr liði Stjörnunnar og Víkingsstúlkurnar skoruðu hvert markið af öðru og sigraðu verðskuld- að eins og áður sagði með sjö marka mun, 27-20. Leikurinn í heild sinni var ekki sérlega vel leikinn og þá voru það helst varnarleikir liðanna sem brugöust. Á tímabili var eins og um hreina vítakeppni væri að ræða því alls voru dæmd átján vítaköst í leikn- um. Víkingsliðið fór ekki almennilega í gang fyrr en langt var liðið á síðari hálfleikinn og var þá allt annað að sjá til liðsins. Þá small vörnin saman svo og markvarslan sem ekki hafði verið sannfærandi það sem af var. Svava Baldvinsdóttir átti að þessu sinni góðan leik með Víkingi og var atkvæðamikil í sóknarleik liðsins. Hún gerði alls níu mörk í leiknum. vongott um að banninu verði aflétt enda hefur ástand á knattspyrnu- völlum í Englandi batnaö mikið, sérstaklega í vetur. • Talið er líklegt að stjórn UEFA taki ekki ákvörðun í málinu fyrr en eftir úrslitaleikinn í Evrópukeppni landsliða í Vestur-Þýskalandi í sum- ar. Englendingar eru þar á meðal keppenda og ræðst af hegðun enskra áhorfenda í keppninni hvort banninu verður aflétt. Þar er því til mikils að vinna fyrir þá að haga sér vel. • 12. júlí í sumar verður dregið til fyrstu umferðar á Evrópumótunum í knattspyrnu og bíða eflaust margir eftir því hvort ensk félagslið verða þá í pottinum enda hefur þeirra ver- ið sárt saknað síðan bannið var sett á. -JKS Leikur StjÖrnunnar var ekki sann- færandi og var eins og þreyta herjaði á leikmenn liðsins. Enda ekki aö furða þar sem flestir leikmanna liðs- ins leika einnig í öðrum aldursflokki og um helgina fór fram heil umferð í þeim aldursflokki og léku þær þar sex leiki á þremur dögum og síðan bættist leikurinn á mánudag við. Þær náðu þó aö halda í Víkingsliðið framan af en um miðjan síðari hálf- leik var eins og þær hreinlega gæfust upp og var sóknarleikur liðsins þá mjög slakur. Þær mega þakka mark- verði sínum, Fjólu Þórisdóttur, fyrir að tapið varð ekki stærra því hún varði oft mjög vel og þá sérstaklega í síðari háÚleik. í annars jöfnu liði Stjörnunnar var það helst Herdís Sigurbergsdóttir sem sýndi sitt rétta andlit með góðri baráttu bæði í vöm og sókn. • Mörk Víkings: Svava 9, Eiríka 7/2, Inga Lára 5/4, Jóna 3, Valdís 2 og Heiöa eitt mark. • Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður 10/9, Herdís 5, Hrund 2, Guðný Guðnad., Guðný Gunnsteinsd. og Drífa eitt mark hver. Leikinn dæmdu þeir Björn Jó- hannsson og Sigurður Baldursson og komust ágætlega frá leiknum. -ÁS/EL Grindvíkingar _ komu skemmtilega á óvart um síðustu helgi þegar þeir sigruðu í 2. flokki á íslandsmótinu í innan- hússknattspyrnu. Þeir sigruðu Víði og Sindra í riðlakeppninni, Víking og Keflavík í undanúrslitum og lögðu síðan Valsmenn að velli, 8-7, i úrslitaleiknum. Þetta er fyrsti íslandsmeistaratitillinn sem Grindavík hreppir í knattspyrnuíþróttinni. Þjálfari liðsins er Guðjón Ólafsson. -VS/DV-mynd Brynjar Gauti Víkingssigur í vítakeppni - þegar þær unnu sigur á Stjomunni, 27-20 Iþróttir Stefán úr IA í Völsung Stefán Viöarsson, tvítugur piltur frá Akranesi, er genginn til liðs við Völsunga á Húsavík og hyggst leika meö þeim í 1. deildinni næsta sumar. Stefán, sem er sóknarmaður, lék nokkra leiki með ÍA í 1. deild árið 1986 og á einnig að baki leiki með unglingalandsliðinu. -VS HafþóríVíði Hafþór Sveinjónsson hefur ákveðið að leika með Víðismönnum i Garði í 2. deildar keppninni næsta sumar. Hafþór er 27 ara og.hefur leikið með öllum landsliðum Islands en sat á varamannabekk Vals sl. sumar og lék síðast í 1. deildinni með Fram 1984. Hann hefur leikið með 3. deildar liðum í Vestur-Þýskalandi en átti við meiðsli að stríða og var að mestu frá í tvö ár. • Víðismenn hafa til viöbótar fengið Jón Ólafsson, markahæsta leikmann Njarðvíkinga sl. sumar, og Freyr Bragason, framherji úr Keflavík sem lék 12 leiki í 1. deild 1987, er líklega einnig á förum í Garðinn. Þetta ætti að vera nokkur sárabót fyrir Víðisliðið sem hefur misst tvo sína bestu menn, Grétar og Daníel Einarssyni, yfir til Keflvíkinga. -VS a fleygi- 1 ferð í stórsviginu i Sviss í gær. Hann | sigraði af miklu öryggi. Simamynd Reuter Alberto Tomba frá Italíu vann í gær sinn 7. sigur í 9 mótum í heimsbikarkeppninm í alpagreinum og hefur hann þegar tryggt sér sigurinn í heimsbikamum. Tomba sigraði í gær í stórsvigi af miklu öryggi. Tomba fékk tímann 2:33,42 mín en næsti maður, Gúnther Mader frá Austurriki kom næstur og fékk tímann 2:35,35 mín. í þriðja sæti varð Helmut Mayer frá Austurríki á 2:35,73 mín. Handhafi heimsbikarsins frá í fyrra, Pirmin Zurbriggen frá Sviss, varð ijórði í stórsviginu í gær á 2:35,81 mín. • í stígakeppninni hefur Tomba nú hlotið 206 stíg, Pirmin Zurbriggen er annar með 163 stig og þriðji er Gúnther Mader, Austur- ríki, með 96 stig. -SK • Þrír efstu menn i stórsviginu i gær. Frá vinstri: Gúnther Mader frá I Austurriki sem varð annar, sigurvegarinn Alberto Tomba frá Ítalíu og Helmut Mayer frá Austurríki sem varð í þriðja sæti. Símamynd Reuterj í Prag þar sem hún varði Evrópu- titil sinn í ísdansi og sýndi allar sínar bestu hliðar eins og sést á myndinni. Simamynd Reuter \ / V • Bjarni Friðriksson júdómaður mun hafa i nógu að snúast næstu vikurnar. Bjami keppir á sterkum mótum Bjarni Friðriksson júdómaður keppir á tveimur sterkum mótum erlendis á næstunni. Hann fer ásamt Halldóri Hafsteinssyni á alþjóðlegt mót í Visé í Belgíu um næstu mán: aðamót og keppir síðan á opna franska meistaramótinu um miðjan febrúar. -VS Katarína Wrtt hreppti rétt einn titilinn - hennar tíundi á sex áram A-þýska skautadrottningin, Katarína Witt, varði um síðustu helgi Evróputitil sinn í ísdansi. Fór Katarína hamförum á svellinu í Prag er hún dansaði eftir tónlist úr óperunni Carmen. Þetta nýjasta afrek a-þýsku stúlkunnar gefur fyrirheit um velgengni hennar á ólympíuleikunum í Calgary. Þess má geta að Katarína hefur verið óstöðvandi í íþrótt sinni frá árinu 1983 en þá var hún aðeins 19 ára gömul. Hún hef- ur unnið Evrópumeistaratítilinn sex sinnum og heimsmeistaratítílinn þrívegis, fyrst 1984 en síðast á árinu 1987. Þá hreppti Katarína gull á ólympíuleik- unum í Sarajevo árið 1984. -JÖG Valur og Sturla í eins leiks bann Aganefnd KKÍ dæmdi á fundi sínum :í gærkvöldi Njarðvíkingana Val Ingi- mundarson og Sturlu Örlygsson í eins leiks bann. Missa þeir báðir af seinni leiknum gegn ÍBK í bikarnum sem verð- ur á fóstudagskvöldið. Valur var dæmdur fyrir að fá tvö tæknivíti í leik gegn ÍBK og Sturla fyrir að slá mótherja í leik gegn ÍR um síðustu helgi. -JKS Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson flytja til íslands: Siggi í Víking 0l|#l CtiAPnnH^O wUCI wIrJVI IIUIICI ■ - Páll Ólafsson ákvað í gær að leika með KR næsta vetur „Það er nær öruggt að ég kem tíl íslands eftir þetta keppnistímabil hér í Þýskálandi. Það hafa nokkur félög haft samband viö mig en ég mun ekki ákveða í hvaða félag ég fer fyrr en í næstu viku,“ sagði Sig- urður Sveinsson, landslið'smaöur í handknattleik, i samtali við DV í gærkvöldi en hann hefur undan- farin ár leikið með þýska félaginu Lemgo. Það er ljóst að allir snjöllustu handknattleiksmenn landsins munu leika hér á íslandi á næsta keppnistímabili, að Kristjáni Ara- syni undanskildum, því í gær ákvað Páll Ólafsson að flyija heim til íslands og leika við hliö Alfreös Gíslasonar hjá KR. „Ég hlakka til að koma aftur heim til íslands og að leika með KR-ingum,“ sagði Páll í samtali við DV í gærkvöldi. Víkingur eða Stjarnan hjá Sigga Sveins Sigiiröur Sveinsson sagði í gær- kvöldi að það væru tæplega 100% líkur á því aö hann kæmi aftur til íslands og eitthvaö mjög óvænt þyrfti til aö breyta því. Þegar Sig- urður var spuröur út í það hvort rétt væri að Víkingur og Stjarnan væra sterklega inn í myndinni sagði hann: „Það er rétt að þessi félög hafa rætt við mig en ég mun ekki taka neina ákvörðun í þessu máli fyrr en síöar í þessum mán- uði“ • Samkvæmt áreiöanlegum heimildum DV era mjög miklar lík- ur á því að Sigurður fari 1 Víking og yrði Víkingum að sjálfsögðu mikill fengur að kappanum og ekki er KR-ingum síður fengur að Páli Ólafssyni. -SK • Sigurður Sveinsson hefur ekki enn ákveðið með hvaða félagi hann leikur næsta vetur. • Páll Olafsson teikur i búningi KR næsta keppnistímabii og mun styrkja liðið mikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.