Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. Igærkvöldi Katrín Jónsdóttir nemi: Dagskráin frekar slök Dagskrá Ríkissjónvarpsins var ekki mjög áhugaverð í gærkvöld en samt voru þar fáeinir þættir sem horfandi var á. Þáttunnn Popp- kom, í umsjón Jóns Ólafssonar, fannst mér góður enda er Jón einn besti dagskrárgerðarmaðurinn, að mínu áliti, hvort sem er í sjónvarpi eða útvarpi. • Þar sem ég hef ekki aðgang aö Stöð 2 horfði ég eingöngu á 19.19 sem er ágætur fréttaþáttur, lifandi og skemmtilegur. Aftur var skipt yfir á Ríkissjónvarpið og var þar á dagskrá þáttur um sjávardýrin á Galapagoseyjum. Kom sá mér þægilega á óvart og var mjög fynd- inn og fróðlegur. Það sem efiir var af dagskrá sjón- varpsins var Kastljós, sem ég horfi\ yfirleitt ekki á, og ellefti þáttur af arfi Guldenbergs. Hafði ég ekki fylgst með honum áður, þannig að ekki var horft meira á sjónvarpið þetta kvöld. Eftir þetta tók Bylgjan við. Finnst mér Bylgjan vera betri á kvöldin og á nóttunni en Stjaman vera betri á daginn en besti þátturinn er næturvakt Bjama Ólafs. Finnst mér hann Bjami hafa mjög þægi- lega rödd og leiðir hann mann auðveldlega inn í draumaheiminn. Á heildina Utið fannst mér dag- skráin í gærkvöldi fremur slök, og kom mér það ekki á óvart. Annars finnst mér Fyrirmyndar- faðir einn besti framhaldsþáttur Ríkissjónvarpsins en Hasarleikur bestur á Stöð 2, en þá fer maður til vinkvenna sinna til þess að fylgjast með Maddí og Addison takast á við ástina. Fréttir Samningafundur á Suðumesjum: Móguleikar á að gera nýja kjarasammnga - segir Kari Steinar Guðnason eftir fyrsta samningafundinn Jarðarfarir Jeimý Sigurðardóttir, Grundargötu 8, Siglufiröi, veröur jarðsungin í dag, 20. janúar, kl. 14 frá Siglufjarðar- kirkju. Sigriður Stefánsdóttir, Ásvallagötu 31, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 20. janúar, klukkan 13.30. Helgi Finnlaugsson, Lambhaga 10, Selfossi, verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju í dag, 20. janúar, klukkan 13.30. Theodór Grímur Guðmundsson verður jarðsunginn frá Blönduóss- kirkju laugardaginn 23. janúar klukkan 14. Fundir Hátíðafundur Kvenfélags Kópavogs verður á morgun, fimmtudaginn 21. jan- úar, kl. 20.30 í félagsheimilinu. Fjölmenn- iö og takið með ykkur gesti. Hið íslenska sjóréttarfélag gengst fyrir fræðafundi í sal C í við- byggingu Hótel Sögu, fimmtudaginn 21. janúar nk. og hefst hann kl. 16.30. (Kaffi- veitingar). Fundarefni: Magnús K. Hannesson lögfræðingm- flytur erindi er hann nefnir: „Eru farmskírteini óþörf?“ Að erindinu loknu er að venju gert ráð fyrir fyrirspumum og umræðum. Fund- arefnið á erindi til allra þeirra sem fást við siglingastarfsemi og allra áhuga- manna um sjórétt og sjóvátryggingarétt. Fundurinn er öllum opinn og eru félags- menn og aðrir áhugamenn um sjórétt, sjóvátryggingarétt og siglingamálefni hvattir til að mæta. Hvað er norrænt kvennaþing? Hver stendur að norrænu kvennaþingi, hvað mun fara fram þar, hver verður ávinningurinn af því að safna saman a. m.k. 7 þúsund konum í Osló í byijun ágúst í sumar? Þessum spumingimi verð- ur reynt að svara á opnum fundi í kvöld kl. 20.30 að Suðurlandsbraut 22, 3. hæð (fundarsal Hjúkrunarfélags íslands). Við hvetjum allar konur til að mæta og taka þátt í undirbúningnum fyrir íslands hönd. Framkvæmdahópur vegna Norræns kvennaþings Tilkyimingar Alþjóðleg ráðstefna um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra verður haidin í Reykjavík dagana 21.-22. janúar 1988. Fulltrúar Færeyja, íslands, Japans, Kanada, Noregs og Sovétríkj- anna munu taka þátt í ráðstefnunni. Áheymarfulltrúar frá Grænlandi munu sitja ráðstefnuna. Á fundinum verður rætt um núverandi fyrirkomulag á stjómun veiða sjávarspendýra, aðrar hugsanlegar samstarfsleiðir, vísinda- rannsóknir á sviöi sjávarspendýra og kynningarstarfsemi á alþjóðavettvangi. Skagfirðingafélagið í Reykja- vík heldur hið árvissa þorrablót nk. laugar- dag og verður samkoman í félagsheimil- inu Drangey, Síðumúla 35, og hefst kl. 20 meö sameiginlegu borðhaldi. Miðar afhentir á miðvikudag milli kl. 17 og 20 í félagsheimilinu. Tónleikar Síðustu áskriftartónleikar á fyrra misseri Fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30 verða í Háskólabíói síðustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á fyrra misseri. Stjórnandi verður Bandaríkjamaðurinn Guido Ajmone-Marsan og einleikari, sellóleikarinn Ralph Kirshbaum. Á efnis- skránni verða verk eftir þijá höfunda: Tvö verk fyrir litla hljómsveit eftir Fred- erick Delius, Sellókonsert eftir Edward Elgar og að lokum Sinfónía nr. 41 (Júpít- er) eftir Mozart. Fyrsti samningafundur verka- lýðsfélaganna og vinnuveitenda á Suðurnesjum var haldinn í gær. Sagði Karl Steinar Guðnason, for- maður Verkalýðs- og sjómaimafélags Keflavíkur og nágrennis, í samtali við DV í morgun að hann væri sæmi- lega ánægður með fundinn og að hann teldi möguleika á að gera nýja Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Þaö er mitt mat að ef við kom- umst ekki að bráðabirgðasamkomu- lagi við vinnuveitendur alveg á næstimni þá stefni í hörð átök,“ sagöi Karvel Pálmason, varaformaður Verkamannasambands íslands, við DV er almennum fundi í Verkalýðs- félaginu Einingu í Eyjafirði var að ljúka í gærkvöldi. Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn sem er einn fiölmennasti fundur í sögu Einingar. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Karvel Pálmason halda með verka- fólki á hringferð sinni um landið. Það var ljóst á máli þeirra Guð- mundar og Karvels að Verkamanna- sambandiö bindur nú vonir við að skammtímasamningur náist við vinnuveitendur - samningur sem myndi gilda í þrjá til fióra mánuði. kjarasamninga. Á þessum fyrsta samningafundi var fariö yfir stöðuna frá báðum hhð- um. Menn voru að sögn Karls sammála um að bæta þyrfti kjör þeirra sem ekki hefðu notið launa- skriðs frá síðustu samningum. Þá var rætt um þá þætti sem þurfa að koma til svo að hægt sé að fylla út Þeir sögðu að vinnuveitendur hefðu gefið það í skyn fyrir nokkrum dög- um að slíkur samningur kæmi til greina. „Ég held að við eigum að láta á það reyna,“ sagði Guðmundur. Báðir ræddu þeir um nauðsyn þess að aðildarfélög innan Verkamanna- sambandsins gengju sameinuð til samninga. „Við getum ekki sótt stærri hlut ykkur til handa nema með ykkur að baki okkar og það sem ríkisstjómin og vinnuveitendur ótt- ast mest er sameinað Verkamanna- samband," sagði Guðmundur. Þáð fór ekki á milli mála að á fund- inum voru þeir Guðmundur og Karvel að þreifa fyrir sér um hug fundarmanna til verkfaha ef skamm- tímasamningar takast ekki á næst- unni. „Ef verkfallsvopnið er ekki til staðar fáið þið hækkanir eins og aðr- ir en ekkert umfram það,“ sagði Guðmundur og beindi orðum sínum ramma að nýjum samningum. Karl sagði að varðandi tímalengd samninga hefði verið ræddur sá möguleiki að samningarnir giltu að- eins til vors. Ekki sagði hann kaup- hækkunartölur hafa verið nefndar. Loks sagði Karl Steinar að ljóst væri að ríkið yrði að koma inn í samningsgerðina, það yrði að taka sérstaklega til fiskvinnslufólks sem fiölmennti á fundinn. Karvel hafnaði alfarið öUum hug- myndum um þjóðarsátt. „Ég vil ekki fara í slíka ferö aftur,“ sagði hann. „Við erum með ört hrapandi kaup- mátt og þolum enga bið. Þess vegna viljum við reyna við skammtíma- samning en fara í harðar aðgerðir gangi það dæmi ekki upp. „Er Eining tilbúin í slaginn?" spurði Karvel og fundarmenn svöruðu eindregið ját- andi. Margir tóku til máls á fundin- um og var víða komið við. Að sjálfsögðu var rætt um matarskatt- inn og það kom skýrt fram á fundin- um að skoðað verður gaumgæfilega í þeim samningaviöræðum sem framundan eru að samið verði um krónutöluhækkun en ekki prósentu- hækkun. ábyrgð á samningunum. „Það hafa oft verið gerðir kjara- samningar á undanfómum árum en svo hefur þriðji aðiU komið og eyði- lagt þá. Slíkt má ekki endurtaka sig,“ sagði Karl Steinar. Næsti samningafundur hefur veriö boðaður klukkan 16.00 á fostudaginn. -S.dór Gylfi Kmtjánæan. DV, Akureyn: Það er alveg ljóst að Verka- mannasamband íslands ætlar sér ekki að hafa neitt samflot með Alþýöusambandi íslands í þeim kjarasamningum sem famundan eru. Þetta kom skýrt fram í máU þeirra Guömundar J. Guömunds- sonar, formanns VMSÍ, og Karvels Pálmasonar, varaform- anns sambandsins, á fundi þeirra á Akureyri í gærkvöldi og reynd- ar fengu ASÍ-menn heldur kaldar kveðjur á fundinum. Þeir Guð- mundur og Karvel sögðu báðir að reynt hefði verið til þrautar að ná hagstæðum samningum undir forustu Alþýðusambands- ins og sú leið væri fuUreynd. „Þaö er ekká nema ein leið. Þaö er sameinaö Verkamannasam- bandsagði Karvel. Vestfirðir: Reynttil þrautar að ná samningum Aðilar vinnumarkaðarins á Vestfiörðum halda með sér samn- ingafund á morgun og ætla að reyna til þrautar að ná nýjum kjarasamningum. Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vestfiarða, sagði í samtah við DV að númer eitt og áður en lengra væri haldið yrði að leiðrétta kjör fiskvinnslufólks. Síðan væri hægt að ræða önnur atriði. Það sem menn vestra eru að ræða um í sambandi við nýja kjarasamn- inga eru skattaívilnanir til handa fiskvinnslufólki. Til þess að svo geti orðið þarf ríkisvaldið að koma inn í samningagerðina. Önnur atriði, sem verið er að ræða um, er að lengja orlof og að eftirvinna falli niður en nætur- vinna taki strax við af dagvinnu. Þá er einnig verið að ræða um hærri greiðslur til þeirra sem lokið hafa fiskvinnslunámskeiði og að komið verði á framhaldsnámskeiði fyrir það fólk sem farið hefur á þau námskeið sem nú eru haldin og að það fengist bætt í launum. „Það sem við þurfum fyrst og fremst að gera er að ná fram kaup- mætti sem fleytir okkur yfir það erfiðleikatímabil sem nú er. Og ég er sæmilega bjartsýnn á að það sé hægt,“ sagði Pétur Sigurðsson. -S.dór Karvel og Guðmundur J. á Akureyri: Stefnir í hörð átök - náist ekki bráðabirgðasamkomulag alveg á næstunni segir Karvel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.