Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988.
Fréttir
Úthlutun Kvikmyndasjóðs:
Rúmum 52
milljónum
dreíft út
Úthlutað hefur verið úr Kvik-
myndasjóði 52.690.000 króna.
Mest fékk Þráinn Bertelsson eða
13 milljónir til að gera kvikmynd sem
nefnd er Magnús. Þá fékk Ágúst
Guðmundsson 10 milljónir til að gera
Hamarinn og krossinn. Bíó hf„ sem
eru þeir Hilmar Oddsson og Jón Ól-
afsson, fékk einnig 10 mOljónir til aö
gera Meffa. Þá fékk F.I.L.M. fjórar
milljónir vegna í skugga hrafnsins
og Frost Film fékk þrjár milljónir
vegna Foxtrot. Lárus Ymir Óskars-
son fékk eina milljón til aö kvik-
mynda Bílaverkstæði Badda.
Til heimildamynda fengu fjórir
styrk og fékk Jón Hermannsson
langmest, eða fimm milljónir, vegna
myndarinnar Hin römmu regindjúp.
Aðrir sem fengu heimildamynda-
styrk voru Bjöm Rúriksson, Magnús
Magnússon og Páll Steingrímsson.
Handritastyrki fengu Elísabet Jök-
ulsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson,
María Kristjánsdóttir, Spaugstofan,
Skafti Guðmundsson, Viöar Víkings-
son, Viktór Ingólfsson og Vilborg
Halldórsdóttir.
Þráinn Bertelsson:
Mikilvæg-
ast að ég
hefloksins
fengið úr
sjóðnum
„Mitt tilfinningasamband við
Kvikmyndasjóö er ekkert sérs-
taklega mikilvægt - það sem er
mikilvægt er að ég hef loksins
fengið úr sjóðnum,“ sagði Þráinn
Bertelsson kvikmyndagerðar-
maður, sem fékk 13 milljónum
kr. úthlutað úr Kvikmyndasjóöi
íslands til að gera myndina
Magnús. Þráinn bætti því við aö
hann hefði nú gert fimm myndir
með lítilli aöstoö og væri því af-
skaplega feginn að fá þetta núna.
Þráinn sagði aö myndin kostaöi
32 milljónir í heild og þvi vantaöi
hann ennþá 19 milljónir. Haxm
væri þó búinn að þreifa fyrir sér
erlendis og þar væri hann með
ákveöna aöila í huga án þess aö
vilja ræða það frekar. En hvenær
verður myndin frumsýnd?
„Á þessu ári ef allt gengur aö
óskum; ‘ sagði Þráinn og bætti því
við að þaö væri þó margt sem
gæti oröiö til að raska þeirri áætl-
un. Hann sagöist vera búinn að
gera handrit myndarinnar og
kostnaðaráætlun og jafhvel far-
inn aö velta fyrir sér hverjir
verða í aðalhlutverkum. Hann
sagðLst þó ekki geta sagt fyrir um
þaö hvenær myndataka hæfist,
það þyrfti að ganga frá mörgu
áður.
Myndin segir frá uppgjöri
manns sem kemst að þvi aö hann
er með alvarlegan sjúkdóm.
Hann virðir fyrir sér sviðið og
veltír fyrir sér hvers virði þetta
er allt saman. Sem sagt heldur
alvarlegri mynd en Þráinn hefur
gert að undanfórnu, eöa eins og
hann oröaði það; „Myndin á aö
(jalla um fólk eins og vonandi á
eftir að sjá myndina. Elsta per-
sóna myndarinnar er fædd
aldamótaáriö en sú yngsta fædd
kvikmyndaárið. Þetta verður því
á breiðum grunni." -SMJ
x>v
Eiríkur Sverrisson á Sauðárkróki:
Minn tími var greini-
lega ekki kominn
-segir Eiríkur Svemsson frá Sauðárkróki sem hrapaði í bifreið sinni í Ólafsfjarðarmúla í byrjun desember
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það hefur verið einhver óskýr-
anleg lukka yfir mér. Þetta hefur
greinilega átt aö gerast svona eins
og það gerðist og minn tími hefur
greinilega ekki verið kominn," seg-
ir Eiríkur Sverrisson, 23 ára
Sauðkrækingur sem í byijun des-
ember hrapaði í bifreið sinni í
Ólafsfjarðarmúlanum.
Kastaðist 70 metra
Atburðurihn átti sér staö í Syðra
Drangsgili, en frá veginum þar og
niður í sjó eru um 150 metrar, fyrst
brött hlíð en neöst 30 metra þver-
hnípt klettabelti. Þegar björgunar-
menn komu á vettvang sigu þeir
niður hlíðina og um 70 metra fyrir
neðan veginn fundu þeir Eirik
liggjandi. Hafði hann kastast út úr
bilnum.
Það hefur greinilega orðið honum
til lífs. Bifreiðin fór alla leið niður,
hrapaði fram af klettabeltinu, og
þar sem hún hafnaöi í flæðarmál-
inu var engu líkara en henni hefði
verið vöðlað saman og ljóst að eng-
inn hefði komist lífs af sem hefði
verið í henni þar niðri.
„Ekki í öryggisbelti"
„Það hefur orðið mér til lífs að
ég var ekki í bílbelti. Þótt ég muni
ekkert eftir slysinu veit ég það, því
ég notaði ekki bílbelti, það er ekki
hentugt i bílnum, sem var af Honda
Nokkrum mánuðum eftir að hann hrapaði í bifreið sinni í Ólafsfjarðar-
múla stefnir hann að knattspyrnuiðkun.
gerð og ég átti sjálfur," segir Eirík-
ur.
Reyndar segist hann ekkert
muna frá þeim degi sem slysið
gerðist, allt frá þeim tíma virðist
hafa „þurrkast út“ þegar slysið átti
sér stað. Þó segist hann muna að
hafa verið á leiðinni frá Akureyri
til Sauðárkróks og ætlaði um Lág-
heiði. „Ég fór þessa leið oft, enda
er hún mun styttri en leiðin um
Öxnadalsheiðina."
Slapp ótrúlega vel
Eiríkur var fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Hann
segist hafa verið meðvitundarlaus
í um sólarhrin'g. Síðan, er hann
kom til meðvitundar, var liann
vakinn á klukkustundar fresti eins
og yfirleitt mun vera gert í tilfellum
sem þessum. Hann var spurður um
meiðslin sem hann hlaut.
„Þau eru ekki mikil þótt ótrúlegt
megi virðast. Höfuðið varð verst
úti og einnig teygðist á liðböndum
á hné og á öxl, en ég er nú reyndar
vanur shku úr fótboltanum. Axlar-
meiðslin gera það að verkum að ég
fæ oft höfuðverk, og reyndar er ég
máttlaus ennþá.“
Ætlar í fótboltann
Eiríkur segist vera í nuddi á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í sam-
bandi við öxlina og einnig er hann
stirður í hálsinum. Þá er hann í
fótaæfingum og stefnir aö þvi eins
fljótt og hægt er að fara að byggja
sig upp á annan hátt.
Hann hefur spilað knattspyrnu
með meistaraflokki Tindastóls og
var m.a. markakóngur hðsins árið
1985, en á síðasta keppnistímabili
lék hann með 2. deildar liöi Ein-
heria á Vopnafirði. „Ég geri mér
góðar vonir um að geta spilað fót-
bolta í sumar, að vísu er fóturinn
langt frá því aö vera góður og ég
má ekki skalla bolta í þrjá mánuði.
Ég næ vonandi að byggja mig vel
upp fyrir keppnistímabiliö," segir
Eiríkur og er það ótrúlegt að mað-
ur, sem lendir í því að hrapa í
bifreið sinni í Ólafsfjarðarmúla,
skuli stefna að knattspyrnuiðkun
aðeins nokkrum mánuðum síðar.
Dramatísk spennumynd
- segir Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaöur
Happaskipið Kolbeinsey við bryggju á Húsavik eftir fyrsta túrinn 1988. Kirkj-
an fagra sést til hægri. DV-mynd Hólmfriður.
Aflaverðmæti Húsavíkur-
togaranna 174 milljónir
- Útgerð togaranna gekk vel á síðasta ári
Fyrirhuguð kvikmynd Bíós hf„
Mefifi, var ein þeirra mynda sem
hlaut úthlutun úr Kvikmyndasjóði
íslands 1988, alls tíu milljónir króna.
Að sögn Hilmars Oddssonar kvik-
myndageröarmanns er þetta drama-
tísk spennumynd um þrjá unga
menn sem búa við kröpp kjör í
Reykjavík nútímans. Þeir fá tækifæri
til að bijótast úr umhverfi sínu, og
um það fjallar myndin. Nafnið á
myndinni, Meffi, er sérkennilegt og
aðspurður sagðist Hilmar það eitt
vilja segja að meffi væri orð í nýju
tungumáli sem söguhetjur myndar-
innar hefðu þróað með sér.
„Ég og Jóhann Sigurðarson leikari
höfum unnið að handritsgerð fyrir
þessa kvikmynd á annaö ár,“ sagði
Hilmar, „en lokagerð handritsins
hefst að öllum hkindum 'næstkom-
andi mánudag. Hún verður unnin í
samvinnu við virtan , bandarískan
handritahöfund, Michael Taav að
nafni.“ Kvað Hilmar mikla undir-
búningsvinnu eftir og að tökur
hæfust líklega ekki fyrr en með
haustinu. Aðspurður vildi Hilmar
ekkert tjá sig um hvenær búast
mætti við að myndin yrði frumsýnd.
„Myndin er í dýrari kantinum,"
sagði Hilmar, „í upphaflegri ijár-
hagsáætlun er gert ráð fyrir 50
milljónum. Við munum leita fanga á
erlendum sem innlendum vettvangi
eftir frekara fjármagni og stefnum á
að sýna myndina á báðum mörkuð-
um.“
Að lokum kvaðst Hhmar Oddsson
kvikmyndagerðarmaður mjög á-
nægður með úthlutun og viðurkenn-
ingu Kvikmyndasjóðs íslands.
-StB
Hólmfriöur Friöjónsdóttir, DV, Húsavík:
„Útgerð togaranna Kolbeinseyjar
og Júlíusar Havsteen gekk vel á síð-
asta ári-Aflaverðmæti Kolbeinseyjar
var um 94 milljónir en Júlíus Hav-
steen var að mestu gerður út á rækju
og var aflaverðmæti um 80 milljón-
ir,“ sagði Kristján Ásgeirsson,
útgerðarstjóri hjá Höfða hf. og íshafi
hf„ í samtali við DV.
Kolbeinsey, sem að sögn Kristjáns
hefur alltaf verið farsælt skip og eng-
ar bilanir hjá þeim á síðasta ári,
aflaði 3.340 tonna og fór eina söluferð
til Þýskalands með karfa. ÖUum öðr-
um afla skipsins var landað hér á
Húsavík. Aflaverðmæti var 94 miUj-
ónir króna. Áriö 1986 var 14 mUljón
króna gróði á Kolbeinsey.
Júlís Havsteen veiddi rúmlega 800
tonn á sl. ári. Þar af var rækja 640
tonn. Hún fór aö mestu í endur-
vinnslu í Rækjuvinnslunni hér á
Húsavík en um þrjátíu af hundraði
voru seld á japanskan markað. Einn-
ig veiddi Júlíus 170 tonn af grálúðu
sem unnin var um borð og seld á
erlendan markað. Aflaverðmæti tog-
arans var eins og áður segir um 80
mifljónir króna.
Afli frá áramótum
Kolbeinsey var að koma úr sínum
fyrsta túr á nýju ári með 100 tonn.
Júlíus er búinn að landa 47 tonnum
af rækju frá því um áramót svo að
vinna er nú hafin af fullum krafti á
ný hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur.
Höfði hf. er einnig með netagerö
og var veltan á henni 26 mifljónir
króna á sl. ári. Þetta er eina fyrirtæk-
ið hér á Húsavík sem selur útgerðar-
vörur og er fyrirtækið að byggja upp
betri aðstööu fyrir útgerð og neta-
gerð.
Óbreytt fiskverð
Verðalagsráð sjávarútvegsins
hefur ákveðiö að halda fiskverði
óbreyttu í einn mánuð í viðbót.
„Við ákváðum að framlengja
óbreytt fiskverð i einn mánuð og
sýna hug okkar til efnahags-
ástandsins og komandi ráðstafana.
Við féUumst á að gera ekki neinar
kröfur um bættan hag útgerðar og
sjómanna heldur vfljum við bíða
og sjá hvað verður," sagði Kristján
Ragnarsson, formaöur LÍÚ.
Hann sagði að full samstaða heíði
verið á meöal útgerðamanna og sjó-
manna um að koma ekki með
neinar kröfur þar til ljóst væri
hvert stefndi í efnahagsmálum.
Fyrir fundinn áttu fulltrúar kau-
penda fund með þrem ráðherrum.
-SMJ