Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. Utlönd_______________________________________ , Stuðningurinn við Israel fer minnkandi Gnnnlaugur A. Jánason, DV, Luxvdi Ingvar Carlsson, forsætísráð- herra S víþjóðar, gagnrýndi Israels- menn harðlega í gær fyrir aðgerðir þeirra að undaniornu til að bæla niöur uppþot meðal Palestínu- maxma á Gazasvæðinu og Vestur- bakkanura. „ísraelsmenn hafa gert sig seka um mjög alvarieg brot gagnvart Palestín umönnum. Með þessum aðgerðum draga þeir úr hkunum á að samkomulag náist í framtíðinni milli þeirra og Palestínumanna. ísraelsmenn hafa ekki síst skaðað sjálfa sig mjög alvariega.“ Skoðanakannanir í Svíþjóð hafa leitt í ijós að stuöningur sænsku þjóðarinnar við ísraelsmenn hefur á síðari árum stöðugt íarið minnk- andi. Nú segjast einungis tuttugu prósent Svía hafa samúð með að- gerðum ísraelsmanna. Fyrir tutt- ugu árum studdu um áttatiu prósent ísraelsmenn í deilum þeirra við araba. Við læknisstórf í 25 ár án prófs Gunnlaugur A. Jðnason, DV, Lundi: Komið hefur í Ijós að 58 ára gamall maður, sem í 25 ár hefur starfað sem læknir á Skáni, hefúr aldrei lokið prófi í læknisfræði. Maðurinn hefúr þó leyst starf sitt óaðfinnanlega af hendi og er mjög vinsæll meðal sjúklingarma. Hann fær einnig góða dóma meðai samstarfsmanna sinna á heilsugæslustöð þeirri er hann hefúr starfað á. Það var þegar heilbrigöisyfirvöld hertu eftirlit með starfsemi lækna og tóku að kanna gögn um menntun þeirra og starfsferil að í Jjós kom að maðurinn hafði aldrei lokið prófi í iæknisfræði. Hann hafði vissulega hafið nám en aldrei lokiö prófi. En þar sem hann hefúr að allra dómi staðið sig prýðisvel i starfi verður honum nú gefinn kostur á aö taka þau próf er veita honum réttindi og eftir það er honum lofað starfi á Skáni á nýjan leik. Hann á ekki í vænd- um neina refsingu. Waldheim með nýjar upplýsingar Giair Helgaaon, DV, Löbecác Kurt Waldheim, forseti Austur- ríkis, segir í viðtaii, sem birt verður opinberlega í næstu viku, að hann hafi tekið þátt í -samningum sem leiddu tíl þess að mörg þúsund ít- alskir hermenn voru fluttír í fangabúðir. Hann bætir því við aö hann liafi talið að senda ætti her- mennina heim til Ítalíu frá Grikk- landi eftir að ítalir gáfust upp íýrir bandamönnum árið 1943. Waldheim er sakaður um að haía átt þátt í því að þúsundir frelsis- baráttumanna auk gyðinga og sígauna voru sendar í útrýmingar- búðir nasista. Þessu hefur Wald- heim staðfastlega neitað. Aiþjóöiega sagnfræðinganefndin, sem unnið hefur að þ ví undanfama mánuði að kanna fortíð Waldheims og þátt hans í her Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, mun birta nið- urstöður sínar 8. febrúar næstkom- andi. Borgararéttíndamenn dæmdir með hraði Gizur Helgason, DV, Lubedc Dómstóll í Austur-Berlín hefur kveðið upp lýrstu dómana yfir þeim „borgararéttindamönnum“, eins og þeir kalla sig, er blönduðu sér á óleyfílegan hátt í opinbera skrúðgöngu fýrir rúmri viku. Sjö fengu eins til tveggja ára fangelsi og tveir fengu tveggja mánaða fangelsi. Um svípað leyti var sex Austur-Þjóðverjum vísað úr landi tíl Vestur- Þýskalands og í þetta sinn til Bæjaralands. Það er því sextíu og einn einstaklingur sem hefúr fengiö „leyfi“ til að flytjast til Vesturlanda með þessari aðferö yfirvalda. Brottvísun fólksins var fýlgt eftir umsvifalaust þannig að enginn í hópnum gat haft með sér persónulegar eigur. Sex manns tíl viöbótar, grunaöir um að teljast til mótmælendahóp- anna, voru handteknir í vikunni. Lögreglan heldur því fram að mótmæl- endahóparnir séu fjármagnaðir frá Vesturlöndum og að þaöan sé þeim og stjómað. Andvígir flota Sameinuðu þjóðanna Utanríkisráðherra írans, AIi Ak- bar Velayati, sagði í gær að íranar væru andvígir tillögu um flota sem sigldi undir fána Sameinuðu þjóð- anna til þess að tryggja öruggar siglingar á Persaflóa. Italskir embættismenn sögðu að Velayati hefði tjáð kollega sínum, Giulio Andreotti, utanríkisráðherra Ítalíu, þessa afstöðu gegn tillögu Sov- étríkjanna. Kvað Velayati aö nær- vera erlendra aðila, sama hverjir í hlut ættu, orsakaði kpennu. Á fréttamannafundi, fyrir fund sinn með Andreotti, sagði Velayatí að íranar vildu að aðalritari Samein- uðu þjóðanna, Perez de Cuellar, héldi áfram tilraunum sínum með að finna lausn á Persaflóastríðinu. Velayati sagði að íranar myndu enn sem áður hafna öllum beinu eða óbeinum samningaviðræðum við íraka. Velayati, utanríkisráðherra írans, hélt i gær fréttamannafund í sendiráði írans í Róm. Tjáði hann fréttamönnum að íranar væru reiðubúnir til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að aðstoða við frelsun gisla í Beirút. Símamynd Reuter Ætíuðu uppreisnarmenn að myrða AHönsin? Haft var eftir Raul Alfonsin, for- seta Argentínu, í gær að uppreisn- armenn úr argentínska hernum, sem fylgdu Aldo Rico að málum í uppreisnartilraun hans fyrir skömmu, hafi ætlað að ráða hann af dögum. Sagði Alfonsin í viðtali viö spönsku fréttastofuna EFE að „hópur brjálæöinga" hefði ætlað að myrða hann og yfirmann hers landsins, Emesto Crespo. „Þeir höfðu uppi geðbilaöar áætl- anir um að ráða Crespo og sjálfan mig af dögum, að sögn til þess að bjarga landinu í nafni guðs,“ sagði forsetinn. Alfonsin bætti við að tílræði af þvi tagi hefði að sjálfsögðu verið óframkvæmanlegt. Sagöist hann ekki líta á þessar áætlanir sem mikilvægar. Hann neitaði síðar að útskýra málið frekar. Forsetinn fullyrti að uppreisn Rico og fylgismanna hans hefði aldrei verið alvarleg ógnun við rík- isstjóm landsins. Sagði hann að þótt enn væru til fámennir hópar í landinu, sem væru reiðubúnir til aðgerða af þessu tagi, væri ekki grundvöllur tíl byltingar þar leng- ur. Reagan heitir shiðningi Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, varð vel ágengt í Bandaríkjun- um er hann leitaði stuönings þar við friðaramræður milli ísraelsmanna og araba. Það varð ljóst eftír fund með Reagan Bandaríkjaforseta í gær. Bandaríkjamenn eru þó ekki sam- mála í öllum atriðum hvemig koma eigi slíkum friðammræöum á. Bandarískur embættismaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagði Reagan hafa aðhyllst þá hugmynd að koma á sex mánaða vopnahléi milli Palestínumanna og Israels- manna á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Mubarak vill að Pal- estínumenn hættí öllum mótmæla- aðgerðum á því tímabili og að ísraelsmenn hættí frekara landnámi á svæðunum og samþykki alþjóðlega friðarráðstefnu. Yfirvöld í Washing- ton eru hins vegar sögö andvíg hugmynd Mubaraks um að „viðeig- andi alþjóölegar aðgerðir" myndu vemda Palestínumenn á herteknu svæðunum á meðan á vopnahléinu stæði. Embættismaöurinn gat ekki útskýrt nánar hvað við væri átt. Bandaríkjastjóm hefur sætt gagn- rýni fyrir aö hafa ekki látið meira til sín taka í friöarumleitunum en lofar nú meiri aðstoð. Reagan Bandaríkjaforseti tók á móti Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í Hvíta húsinu í gær. Ræddu þeir ástandiö á herteknu svæóunum og lofaöi Reagan aóstoð við frióarumleitanir. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.