Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Side 15
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. 15 Veitingahús á Öskjuhlíð? „Hér ber þess að geta að hvergi hefur verið samjþykkt, hvorki í borgarráði, borgarstjorn né í stjórn veitustofnana að byggja skuli veitingahús og að Hita- veitan skuli gera það.“ AUt bendir nú til þess að innan tíðar verði samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur að Hitaveita Reykja- víkur skuli verja 508 milijónum til byggingar veitingahúss á Öskju- hlíð næstu þrjú árin. Hitaveitunni er ætlað að taka þetta fé af tekjum sínum vegna vatnssölu enda á Hitaveitan enga sjóði og hefur enga aðra leið til að afla tekna. Áætlaðar tekjur af vatnssölu næstu ára eru eftirfarandi: 1988:1.748 milljónir króna 1989:1.796 milljónir króna 1990:1.845 milljónir króna Eins og'sjá má á meðfylgjandi töflu er áætlað að veija til byggingar veitingahússins þessi sömu ár: 1988:125,4 milljónum króna 1989: 257,8 milljónum króna 1990:125,4 milljónum króna í ár og næstu tvö árin munu því orkureikningar frá Hitaveitu Reykjavíkur verða verulega hærri en ella vegna þessarar byggingar. Hluti veitingahússins af heita- vatnsreikningum notanda hverju sinni veröur samkvæmt þessu: 1988: 7,2% 1989:14,4% 1990: 6,8% Sögulegar staðreyndir Bygging veitingahúss á Öskjuhlíð er gömul hugmynd sem skotið hef- ur upp kollinum af og til undan- farna áratugi. Hugmynd þessi fékk raunverulega vængi 1985 þegar ákveðjð var að endurbyggja tanka Hitaveitu Reykjavíkur á Oskjuhlíð- inni. Þá voru átta gamlir vatns- geymar á Öskjuhlíðinni, fjórir úr steypu sem þá voru taldir ónýtir vegna leka, hinir fjórir voru taldir varasamir þar sem samskeyti við botn voru orðin veik. í bréfi hita- veitustjóra dagsettu 16.08. 1985 til stjórnar veitustofnana voru nefnd- ar tvær leiðir til úrbóta: „1. Rífa gömlu geymana- og nota stóru geymana sem reistir voru norðan ,í Óskjuhlíðinni 1967. 2. Rífa gömlu geymana og flytja stóru geymana og reisa nýja geyma og stærri í stað þeirra gömlu á Öskuhlíðarkollin- um.“ Færði hitaveitustjóri nokkur rök fyrir því að velja bæri fremur síðari kostinn, sem þó var ríflega KjaUaiinn Sigríður Lillý Baldursdóttir fulltrúi Kvennalistans i stjórn veitustofnana þrisvar sinnum dýrari en sá fyrri (136 milljónir króna í stað 40 millj- óna). Eitt þessara raka var eftirfar- andi: „Möguleiki er á veitingahúsi yfir nýju geymunum með útsýni um alla borgarbyggðina og ná- grannabyggðimar. ‘ ‘ Það má segja að með þessu bréfi. hafi hugmyndinni um byggingu þessa veitingahúss verið fyrst hreyft á formlegan hátt í borgar- kerfmu. Á fundi stjórnar veitu- stofnana 22.08.1985 mælti stjórnin með síðari kosti hitaveitustjóra og var sammála um bókun þar sem segir m.a.: „Jafnframt ber að miða alla hönnun og byggingarfram- kvæmdir við að þama geti risið útsýnisstaður með veitingahúsi og rými þar sem menn geta komið saman í skjóh fyrir veðri og vind- um í umhverfi gróðurs og birtu allan ársins hring.“ 22.08.1985 sam- þykkti borgarráð að byggja skyldi upp nýja geyma samkvæmt tillögu stjómar veitustofnana. Litlar fréttir í þessum bókunum og samþykkt- um borgarráðs og stjórnar veitu- stofnana kemur ekkert það fram sem skilja má sem ákvörðun um byggingu veitingahúss. Ekki er mér heldur kunnugt um að nokkuð það sé til frá fundum í borgarstjórn sem mætti skilja á þann veg. Enda vora tankarnir hannaðir þannig að ekki þyrfti aö byggja veitingahúsið samhliða þeim. . Ekkert fréttist nú frekar af veit- ingahúsmálum inni í stjórn veitu- stofnana eða í borgarráði fyrr en íjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 1987 var lögð fram í veitu- stjóm í lok nóvember 1986. í framkvæmdaáætluninni var yfirlætislaus liður sem nefndur var: Byggingar á Öskjuhlíð. Kjall- ari og bogaveggir: jarðvinna 2,38 milljónir króna veggir uppsteyptir 13,6 milljónir króna kjallari 7,95 milljónir króna ófyrirséð og hönnun 5,07 milljónir króna Alls: 29 milljónir króna í skýringum við þennan hð stóð m.a.: „Hér er um að ræða byrjunar- framkvæmdir við útsýnis- og veit- ingahús mihi nýju geymanna á Öskjuhhð." Strax á þessum tíma lagði ég til á fundi stjómar veitustofnana að þessi hður yrði fehdur út úr fram- kvæmdaáætluninni, enda er ég þeirrar skoöunar að það sé hreint ekki í verkahring Hitaveitunnar að byggja þetta hús og vafamál hvort yfirleitt á aða skattleggja borg- arbúa til að byggja svo dýra byggingu fyrir veitingarekstur. Auk þess tel ég í hæsta máta óeðh- legt að borgin keppi um starfskraft á þessum þenslutímum. Þess í stað ætti hún að haga framboði á at- vinnu þannig að heldur sé dregið úr framkvæmdum á þenslutímum en þær síðan auknar á tímum at- vinnuleysis. í desember síðasthðnum lagði þáverandi hitaveitustjóri fram sundurliðaða áætlun um byggingu veitingahúss fyrir 508 mihjónir króna, sem ég læt fylgja hér með. Meirihluti Sjálfstæðisflokks í veitustjóm samþykkti áætlunina sem hð í framkvæmdaáætlun Hita- veitunnar. Hér ber þess að geta aö hvergi hefur verið samþykkt, hvorki í borgarráði, borgarstjóm né í stjóm veitustofnana, aö byggja skuh veit- ingahús og að Hitaveitan skuh gera það. Einnig ber þess að geta að enn hefur enginn verið ráðinn af rétt- um aðhum til þess að hanna veit- ingahúsið, að því er ég best veit. Spurningar til borgarstjóra Því spyr ég þann starfsmann borgarbúa sem ég tel hafa bestar upplýsingar um málið, borgarstjór- ann, eftirfarandi spuminga: 1. Hvenærvarákveðiðaðviöborg- arbúar skyldum reisa veitinga- húsið á vatnsgeymunum á Öskjuhhð og hveijir gerðu það? 2. Vegna hvers er Hitaveita Reykjavíkur látin standa fyrir framkvæmdum og fara þannig út fyrir sitt eðlilega verksvið sem er að afla heits vatns og koma því til notenda á sem næst kostnaðar- verði? (Hér ber að hafa í huga að bæði fyrrverandi og núverandi hitaveitustjóri hafa fullyrt að bygging veitingahallarinnar þurfi á engan hátt að tengjast byggingu geymanna.) 3. Hvenær og meö hvaða móti var ráðinn arkitekt til að teikna veit- ingahúsið? 4. Vegna hvers telur borgarstjóri þetta verk svo brýnt sem raun ber vitni á tímum almennrar þenslu í samfélaginu, en sam- dráttar til ýmissa þarfra verka á vegum borgarinnar? (Hér má benda á sem dæmi að fram- kvæmdahraði á byggingu Folda- skóla er þrefalt minni er áætlað var í upphafi og u.þ.b. íjórfalt hægari en vöxtur byggðarinnar.). 5. Hvernig fær það samrýmst fijálshyggjusöng borgarstjómar- meirihlutans, sem kyrjaður hefur verið undanfarin ár með viðlag- inu „báknið burt“, að hið opin- bera skuli vera með þessum hætti að brjóta nýtt land og hasla sér völl á þeim akri þar sem flest blóm hinnar fijálsu samkeppni hafa sprottið síöustu misserin? Vænti ég þess að borgarstjóri svari þessum spurningum minum á síð- um þessa bláðs svo fljótt sem unnt er og óska ég eftir því aö spuming- ar mínar verði látnar fylgja svari hans. Sigríður L. Baldursdóttir 1988 1989 1990 Samta1s Hvolfþak og vegglr milll geyma (Gartner) 20.0 105.0 0 125.0 Cler (Glaribel) 0 31.0 0 31.0 Útsýnlspallur (stálgrind) 5.9 0 3.0 8.9 Hálfþak, súlnagöng 0 0 • 1.4 1.4 Frágangur lóðar 0 10.0 8.7 18.7 Húrverk, góifflísar 0 5.5 12.0 17.5 T réverk 20.0 20.0 Oárnsmíðl, snún.braut, stlgar 4.5 4.5 Há lun 3.5 3.5 Gólf frágangur 2.2 2.2 Húsbúnaður, gluggatjöld %. 5.2 5.2 Vatnslagnir , hreinl*tist*k1 1.0 3.0 5.8 9.8 Loftr*sing 2.0 15.0 18.0 35.0 Ourðarvirki og Jarðvlnna 64.0 13.0 0 77.0 Raflagnir, lyftur 7.0 10.4 17.4 Gróðurker (inni) 2.9 2.9 ófyrirséð 5% 92.9 189.5 97.6 380.0 4.6 9.5 4.9 19.0 97.5 199.0 102.5 399.0 Hönnun, umsjón 9.5 21.0 4.5 35.0 Samtals kr. 107.0 220.0 107.0 434.0 Samtals m.v. bygglngavisltoiu 120 125.4 257.8 125.4 508.6 Sundurliðuð áætlun um byggingu veitingahúss fyrir 508 milljónir króna. Hvers á Grund að gjalda? „Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því, að auglýsingar geta ekki stað- ið undir vandaðri dagskrá hérlendis.“ Ahir hljóta að vera sammála um að fjölbreytni er af hinu góða í fjöl- miðlum. Oneitanlega er kostur að geta valið um dagskrá af fleiri en einni gerð, hvort sem það er í út- varpi eða sjónvarpi. Þetta voru m.a. rök þerra sem börðust hvað harðast fyrir því að hver sem er fengi að reka útvarps- eða sjón- varpsstöð; fleiri stövar - meiri fjölbreytni. Reynslan sýnir okkur hins vegar að máhð er ekki svona einfalt. Dagskrá af ódýrari gerðinni Það er dýrt að reka ljósvakamið- h. Einkastöðvar reyna því að halda kostnaði sínum í lágmarki. Út- varpsstöðvar senda aht út í beinni útsendingu. Einn maður situr í hljóðstofu og snýr plötum daglega í nokkra klukkutíma. Á mihi laga hringja hlustendur í hann og segja honum að veðrið hjá þeim sé ágætt, þeir séu gasalega hressir og hlusti ahtaf á viðkomandi stöð. Oftar en ekki era þeir látnir svara einhverj- um spumingum, laufléttum, og fá vinning sem einhver „velunnari" stöðvarinnar hefur „gefið“ henni th að hafa í verðlaun. Svo kemur næsti stjórnandi og hann er alveg eins. Stöð 2 heldur sínum kostnaði í lágmarki með því að sýna ódýra erlenda framhaldsþætti og bíó- myndir sem þegar hafa gengið á myndbandaleigum og í kvik- myndahúsum. Eigið efni stöövar- innar byggist mest á þáttum í KjaUajinn Pétur Már Ólafsson nemi í íslensku við H.í. beinni útsendingu, umræðuþáttum eða slíku en einnig bregður fyrir ágætlega unnum þáttum sem þó eru því marki brenndir að vera eins einfaldir og kostur er, - stjómandi ræðir við einhveija persónu í alls kyns umhverfi, svo dæmi sé tekið. Þetta efni er allt í lagi að hafa í bland. En að búa við það eingöngu er ekki nokkrum manni bjóðandi. Súkkulaði er ágætt að borða th til- breytingar en enginn lifir á því th lengdar heldur fær tannpínu, magakveisu og deyr jafnvel úr næringarskorti. Andlegt fóður af þessu tagi telur hins vegar Ólafur nokkur Hauks- son vera th fyrirmyndar. Reyndar er hann ekki með öhu hlutlaus þar sem hann mun vera útvarpsstjóri Stjörnunnar. Hann hefur löngum skrifað um ghdi einkafjölmiðla, nú síöast í grein sem birtist í DV 11. janúar sl.: Ríkisútvarpið er baggi á almenningi. Ódýr dagskrá „betri“ en unnin? í grein sinni heldur Ólafur Hauksson því fram að afnotagjöld RÚV shgi almenning og segir svo um einkastöðvar: Þær „bjóða ekki aðeins upp á betri dagskrá en ríkis- útvarpiö heldur eru þær einnig ódýrari og hagkvæmari í rekstri en ríkisútvarpið." Það er öragglega rétt hjá útvarps- stjóranum að Utlu einkastöðvarnar eru ódýrari í rekstri en RÚV, - hvernig mætti annaö vera? Auðvit- að kostar peninga að senda út dagskrá sem byggist á vandlega unnu efni, upplestri, leikritum, fréttaskýringum, þjóðlegum fróð- leik og beinum útsendingum um gervihnött frá fjarlægum slóðum, svo eitthvað sé nefnt. SUkt efni er sannarlega dýrara en það sem Stöð 2 býður upp á, - að maður tali nú ekki um útvarpsstöðvarnar. Það má vel vera að Ólafi Haukssyni þyki slík dagskrá „betri“ en gamla gufan eða sjónvarpið. Ég á hins vegar ákaflega bágt með aö ímynda mér að liðið á Grand hafi mikla nautn af dagskrá Stjörnunnar, Bylgjunnar eða öllu léttmetinu á Stöð 2 enda þótt sUkt efni hafi sinn tilverurétt. En þetta fólk á alveg jafnmikinn rétt og aðrir á að fá fjöl- miðlaefni við sitt hæfi. Fjölbreytni kostar fjármuni Dagskrá ríkisútvarpsins þarf óneitanlega meiri undirbúning, vinnu og peninga en léttmetið á einkastöðvimum. Hún sker sig Uka úr, skapar Qölbreytni á FM strengnum og sýnir að það er fleira efni tækt í sjónvarp en endalausir léttir og skemmthegir framhalds- þættir. Og við verðum bara að taka því að fjölbreytnin kostar íjár- muni. Við verðum að hugsa um fleiri en þá sem era á „gelgjunni“ og þar í kring hverju sinni. Við verðum að tryggja RÚV aura th þess að það standi undir nafni sem útvarp allra landsmanna og geti haldið úti dagskrá við allra hæfi, dagskrá sem er metnaðarfull og landi og þjóð th sóma. Þetta á bæði við um útvarp og sjónvarp. Afnotagjöld bjarga okkurfrá einhæfni Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því, að auglýsingar geta ekki staðið undir vandaðri dagskrá hérlendis. Almenningur greiðir því afnotagjöld th RÚV enda á hann þennan fjölmiðil. Þessir peningar forða okkur frá því að sitja uppi meö slatta af ljósvakamiölum sem aUir eru eins, - útvarpið endalaus plötusnúningur, sjónvarpið engh-' saxneskir framhaldsþættir og bíómyndir, með léttum rabbþátt- um á milU. Og kannski björguðu þessi hl- ræmdu afnotagjöld okkur, svo Utið dæmi sé tekið, frá því að hafa sjón- varpslaust aðfangadagskvöld. Ekki hélt Stöð 2 úti dagskrá það kvöld, henni bar engin skylda th þess og hafði Utla von um auglýsingar. En kannski er th fólk sem hafði ekki við annað að vera en sjónvarpið það kvöld. Skyldu þeir íslendingar taka undir þá fullyrðingu að af- notagjöldin og RÚV séu baggi á þjóðinni, - óværa sem beri að út- rýma? Pétur Már Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.