Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Qupperneq 16
16
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988.
Spumingin
Heldur þú að fjölskyldur
og ættir hér fái meiru ráð-
ið en Alþingi?
Guðbjörg Sigurjónsdóttir: Nei, ég
held það geti ekki verið, og allavega
ekki nú.
Hörður Guðmundsson: í einstaka til-
fellum gæti slíkt átt við. En eigum
við ekki að segja að Alþingi fari með
völdin?
Karl B. Örvarsson: Nei, það get ég
ekki ímyndað mér, svona í fljótu
bragði.
Ásgeir Þorleifsson: Ég veit nú ekki
en hér eru auðvitað yfirstéttir eða
forréttindastéttir sem ekki sitja við
sama borð og aðrir.
Steinunn Friðriksdóttir: Nei, það
held ég ekki.
Trausti Ómarsson: Hafi kannski
áhrif, en ekki að neinu marki, held
ég.
Lesendur
Kvosin og
miðborg
Reykjavíkur
Axel J. skrifar:
Þar sem mikið hefur verið skrifaö
um ráðhúsbyggingu og staðsetn-
ingu hennar í höfuðborginni langar
mig til að leggja umræðunni lið
þótt það verði ekki til þess að skipta
sköpum á þessu stigi. En orð eru
til alls fyrst og síðar kynni að koma
að því, ekki síst ef umræðan getur
runnið í sama farveg, að samstaða
fengist um að byggja fallegan mið-
bæjarkjama, gjörólíkan þeim sem
fólk hefur nú fyrir augunum.
Og það er einmitt þessi miðbæjar-
Kjami, eða Kvosin svokallaða, sem
ég hef nokkrar áhyggjur af. Mér
finnst núverandi kjarni og skipu-
lag, sem virðist eiga að halda í
nánustu framtíð, vera ansi staðnað.
Ég er alls ekki á móti varðveislu
gamalla húsa eða annarra minja,
en að ætla að halda í hvern kofa
og kumbalda, þótt hann eigi sína
sögu, stappar nærri hreinni
heimsku.
í miðborg Reykjavíkur er nú þeg-
ar búið að setja niður og festa í
sessi þau „gömlu“ hús sem hér
ættu að nægja sem minjar um fyrri
tíð í húsagerðarlist og á ég þá við
húsin í Bakarabrekkunni. Þau em
þama og hefur verið haldið við
nokkuð sæmilega, sumum vel, og
þau nægja fyllilega. Og þama geta
þau staöið, jafnvel þótt síðar verði
byggð stærri hús alls staðar í kring.
Og að því hlýtur að koma.
Að ætla sér að halda í og dreifa
fleiri gömlum húsum vítt og breitt
um miðbæjarkjarnann er hreint
glapræði. Miðborgin þarfnast al-
gjörrar andlitslyftingar með
svipmóti tuttugustu aldar en ekki
þeirrar síðustu. Ég ætla ekkert að
ræða ráðhúsbyggingu hér, hún á
áreiðanlega rétt á sér, en að mínu
viti er umrædd teikning ekki falleg
sem ráðhús og alltof lág sem mið-
bæjarbygging.
Og loks kem ég að kjama málsins.
(og miðbæjarkjamanum í leiðinni).
Ég tek undir það sem fram hefur
komið á þessum vettvangi í DV, að
miðbæjarkjamann eigi að endur-
reisa í nútímastíl með háum
húsum mestan part, en bílageymsl-
Séð yfir miðborg Winnipeg í Kanada. - „Skemmtileg útfærsla," segir
bréfritari.
Um, (einni eða tveimur) á þremur
til fjórum hæðum, sem hægt er áð
aka inn í með hringakstri.
í Kanada, þar sem ég þekki nokk-
uð til, era dæmi um sérstaklega
skemmtilega útfærslu á miðborg-
um og vil ég benda á tvær borgir
sérstaklega í því sambandi, borgir
sem ekki em alltof stórar,
Winnipeg og Calgary. Borgimar
em þægilegar og afar viðkunnan-
legar, þrátt fyrir eða kannski vegna
þess hvemig miðborgimar þar era
útfærðar.
Af þessu ættum við að taka miö
og láta nú strax gera nýtt heildar-
skipulag um miðborg Reykjavíkur,
þar sem dýrar lóðir eru nýttar með
10-12 hæða byggingum mestan
hluta og góðum bílageymslum of-
anjarðar.
í miðborginni á að komast fyrir
mestöll opinber þjónusta og flestar
aðalstofnanir viðskiptalífs, ásamt
stórri verslunarmiðstöð með veit-
ingastöðum af ýmsum tegundum.
- Borgaryfirvöld, hefjist nú handa
sem fyrst og takið miö af borgum
eins og t.d þeim sem ég mimitist á
hér að ofan.
Frá ísafirði. - Verða samningarnir, sem þar hafa verið undirritaðir, fordæmi?
Vestfjarðasamningamir:
Sjálfsagt fbrdæmi
Þórhallur skrifar:
Kjarasamningarnir, sem undirrit-
aðir voru í Alþýðuhúsinu á ísafirði,
era nú komnir í sviðsljósið og um
þá er nú farið að halda fundi hér
sunnanlands. Öll blöð og aðrir fjöl-
miðlar sneisafullir af efni um þessa
tímamótasamninga, sem mér finnst
sjálfsagt að nefna þá.
Það hljóta allir aö geta tekið undir
með forseta Alþýðusambands Vest-
fjarða að stærsta málið í samningun-
um sé að ná verðbólgunni niður.
Verði það ekki gert er hlutur laun-
þega fyrir bí í hvaða samningum sem
gerðir verða. Og með þessum nýju
samningum á Vestfjörðum er reikn-
að með að ná verðbólgunni niður í
svona 14-15%.
Viðtöl þau, sem fjölmiðlar hafa átt
við formann Verkamannasambands
íslands, Guðmund J. og ferðafélaga
hans um landið nýlega, Karvel
Pálmason, era til þess eins fallin að
tefja fyrir og reyna að reka fleyg á
milli vinnandi stétta í landinu. -
Ummæli eins og t.d. „mér líst fremur
illa á þessa samninga" eru bara orð
án rökstuðnings og auðsýnilega
mælt til þess eins að fá fram glund-
roða á stjómmálavettvangi.
Það er t.d athygli vert að Ríkisút-
varpiö og fréttaflutningur þess er
ekki ýkja jákvæður í garð Vestfjarða-
samninganna og segir það sína sögu
um það að til era þeir sem róa öllum
áram að því að gera þessa samninga
tortryggilega.
Þess er óskandi að formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur, Karl Steinar, geri sér grein
fyrir að þetta era þeir samningar sem
fólkið almennt vill láta reyna á. Við
viljum ekki verkfoll. Ég er nú einn
þeirra sem eiga allt undir því að við
hér á áuðumesjum þurfum ekki að
stöðva vinnu og lúta í lægra haldi
fyrir fylgismönnum verkfalla og
stöönunar.
Launþegar, sýnum nú einu sinni
jákvæðan samtakamátt og látum
reyna á Vestfjarðasamningana sem
fordæmi fyrir samninga vítt og breitt
um landið, án þess þó að þeir verði
fordæmi fyrir launahækkanir til
annarra en þeirra lægstlaunuðu og
gangi ekki upp alla launaflokka eins
og áður hefur tíðkast og valdið þeim
glundroða sem einkennt hefur at-
vinnu- og kjaramál hingað til.
0
Of háar
vinnings-
upphæðir
Þóra hringdi:
Ég vil taka undir með þeim er
skrifar í lesendadálk DV hinn 20
jan. sl. um of háa vinninga i happ-
drættum hérlendis. Mér finnst
þessar fjárhæðir vera orðnar
btjálæðislega háar.
Hvers vegna era þessir vinn-
ingar ekki fleiri og smærri? Og
hvers eiga þeir að gjalda sem
spila í'þpssum happdrættum og
fá aldrei vinning? Hæsti vinning-
ur ætti alls ekki að vera hærri
en 500 þúsund krónur, jafnvel
lægri. Það myndi gera það að
verkum aö fleiri viðskiptavinir
happdrættanna yrðu ánægðari.
Eins er það að flestum myndi
þykja gott að fá vinning, þótt ekki
væri nema nokkur þúsund krón-
ur, hvað þá allt upp í nokkra tugi
þúsunda. Þetta væri auðvitað
mun skynsamlegra.
Ég legg því til: Fleiri og smærri
vinninga og fleiri og ánægöari
viðskiptavini.
Þaö væri fróðlegt aö láta gera ein-
hvers konar könnun á því hvað
fólkið, þessi mikla happdrættis-
þjóð, vill í þessum efnum. Eins
mætti gera úttekt á því hjá happ-
drættunum sjálfum hvaða af-
stöðu þau hafa í þessum efii-
um.
Hringið
í síma '
27022
milli kl.
13 og 15,
eða skrifið.